Morgunblaðið - 25.11.1987, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 25.11.1987, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 27 Fer inn á lang flest heimili landsins! Menntamálaráðherra: -------r—------- Skipar nefnd um Þj óðminj asaf n Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd til að móta stefnu til næstu aldamóta í málefnum Þjóðminjasafns íslands. Nefndin á að vinna að áætlun um endur- bætur, vöxt og viðgang Þjóð- minjasafnsins. Jafnframt er nefndinni falið að endurvinna drög að nýjum þjóðminjalögum sem lögð yrðu fram á Alþingi árið 1988, en þá verður Þjóð- minjasafnið 125 ára. Þjóðminjasafni íslands er ætlað að safna minjum um menningu þjóðarinnar, varðveita þær, stunda rannsóknir til að auka þekkingu á menningarsögu og fræða almenn- ing um sama efni. Með breyttu þjóðfélagi, bættum efnahag, nýrri tækni og nýjum þörfum er nauðsyn- legt að endurskoða hvemig Þjóð- minjasafnið fær best gegnt þessu hlutverki sínu, segir i frétt frá menntamálaráðuneytinu. í nefndinni, sem menntamálaráð- herra hefur skipað, eiga sæti: Guðmundur G. Þórarinsson alþing- ismaður, Guðrún Helgadóttir al- þingismaður, Kjartan Jóhannsson alþingismaður, Þór Magnússon þjóðminjavörður, Bryndís Sverris- dóttir safnkennari, Lilja Ámadóttir safnvörður, Þómnn Hafstein lög- fræðingur og Sverrir Hermannsson alþingismaður, sem er formaður nefndarinnar. Neskaupstaður: Grillað á jap- anskan hátt Ncskaupstad. ÞÓ MIKIÐ sé að gera í síldar- frystingunni hér gefa menn sér tíma til að lita upp úr streðinu af og til. Japanski eftirlitsmaður- inn Miyakawa sem fylgist með gæðum síldarinnar tók sig til einn góðviðrisdaginn og grillaði síld og karfa á japanska vísu og gaf starfsfólkinu í frystihúsi SVN að smakka. Ýmsum fannst þetta ljúffengt, en öðrum líkaði miður, en allavega fannst fólkinu þetta ágætis tilbreyting. — Ágúst Bæjarstjórn Isafjarðar: Rækjuverk- smiðjur við Djúp fái nægjanleg- an kvóta Á FUNDI bæjarstjórnar Isafjarð- ar 5. nóvember 1987 var eftirfar- andi ályktun varðandi kvóta á úthafsrækjuveiði samþykkt af öllum bæjarfulltrúum: Bæjarstjóm Isafjarðar skorar á Alþingi Islendinga að sjá til þess að hagsmunir rækjuverksmiðjanna við ísafjarðardjúp verði tryggðir, ef til þess kemur að kvóti verði settur á veiði úthafsrækju. Bæjar- stjómin telur að hagsmunir verk- smiðjanna verði ekki tryggðir nema því aðeins að þær fái nægilegan kvóta til ráðstöfunar til að full- nægja framleiðslugetu sinni. Með gífurlegri fjölgun rækju- verksmiðja víðs vegar um landið og með síaukinni vinnslu rækjunnar um borð í veiðiskipunum hefur verksmiðjunum við Isafjarðardjúp, sem em elstu og grónustu rækju- verksmiðjumar á landinu, stöðugt reynst erfiðara að afla sér nægjan- legs hráefnis. Bæjarstjórnin vekur athygli á hversu stór þáttur rækju- vinnslan er orðin í atvinnulífi íbúanna við Djúp og hversu hættu- legt það gæti reynst atvinnulífínu á þessu svæði ef rækjuverksmiðj- urnar fengju ekki nægilegt hráefni. Því treystir bæjarstjóm ísafjarðar því að Alþingi taki mið af þessum staðreyndum og tryggi hagsmuni rækjuverksmiðjanna við ísafjarðar- djúp. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Miyakawa grillar síld og karfa á japanska vísu. ÞRJAR STJORNUR FRA MITSU BISHI □ Allir meö framhjöladrif. □ Allir meö rúllubílbelti í hverju □ Allir meö aflstýri. sæti. □ Allir meö snertulausa □ Allir meö litaöar rúöur. kveikju. □ Allir meö tvískipt, fellanlegt □ Allir meö rafstýröa útispegla. aftursæti. • Það borgar sig að bíða eftir bíl frá Mitsubishi Laugavegi 170-172 Sirni 695500 MITSUBISHI LANCER 1500 CLX Kostaríkur bíll sem kostar Iftið MITSUBISHI SAPPORO ViðhafnarbíU í sérfiokki — Tölvustýrö innsprautun (ECI) — Tölvustýrt fjöörunarkerfi (ECS) — Læsivörn á hemlum (ABS)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.