Morgunblaðið - 25.11.1987, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 25.11.1987, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 Carlucci sver embættiseið Frank Carlucci, nýskipaður varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sór í gær embættiseið. Carlucci, sem er arftaki Caspars Weinbergers og því 16. varnarmálaráðherra landsins, hét dyggum stuðningi við Atl- antshafsbandalagið þrátt fyrir mikinn niðurskurð á útgjöldum til varnarmála og sagði að afleiðing hans yrði ekki „innantómur her, óflughæfar flugvélar og skip, sem ekki gætu siglt.“ Hann gaf í skyn að herinn kynni að minnka, en að ekki yrði dregið úr hæfni hans. Ég er vafalaust eini vamarmála- lagi og sagðist þess fullviss að fyrir ráðherrann í sögunni, sem sver embættiseið og missir 52 milljarða dala úr fjárlögunum á sama degi,“ sagði Carlucci þegar hann var boð- inn velkominn í Pentagon, byggingu vamarmálaráðuneytisins. Hann minnti menn þó á að Bandaríkin væm hluti af stærra vamarbanda- þær sakir væri hægt að draga úr þeirri áhættu, sem væri í því fólgin að minnka útgjöld til vamarmála. Á myndinni em frá vinstri: Ron- ald Reagan, Bandarílqaforseti, Frank Carlucci, Marsha kona hans og dómarinn Laurence Silberman. Reuter Danmörk: Vilja minnka þorsk- kvóta í Eystrasalti Kaupmannhöfn. Frá NJ. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. DANSKIR líf- og fiskifræðing- ar hafa varað við of miklum þorskveiðum í Eystrasalti. Ha- frannsóknaskipið Dana er nýkomið úr 12 daga leiðangri og eru niðurstöðurnar þær, að engin breyting hafi orðið til batnaðar á stofninum eins og þó hafði verið búist við. Ole Bagge, einn af yfirmönn- um dönsku hafrannsóknastofn- unarinnar, skýrði frá þessu í gær en í leiðangrinum var einkum kannað ástand ungra þorskár- ganga. Á þessu ári hafa þorskveiðam- ar í Eystrasalti gengið mjög vel og hafa jafnvel verið stundaðar af skipum frá vesturströnd Jót- lands. Er aflinn kominn yfír 100.000 tonn en fiskifræðingam- ir leggja nú til, að kvótinn verði minni á næsta ári og hlutur Dana 55.000 tonn. Talið er, að rekja megi ástand þorskstofnsins í Eystrasalti til aukinnar sóknar og til þess, að nú eru menn famir að nota flott- roll, sem þykir gefa betri raun en botnvarpan. Reuter Uppreisn Kúbumanna í bandarískum fangelsum: Höfnuðu tilboði Meese Kúbanskir flóttamenn eigra um lóð fangelsis í Oakdale í Kaliforníu þar sem þeir gerðu upp- reisn í kjölfar samkomulags Bandaríkjanna og Kúbu um innflytjendur. Kúbanskir fangar gerðu einnig uppreisn í fangelsi í Atlanta í Georgíuríki og kveiktu í því. A innfelldu mynd- inni má sjá þyrlu að slökkistarfi. Leiðtogar fanganna höfnuðu í gær tilboði Edwins Meese, dómsmálaráðherra, um að framsali fanganna yrði frestað þar til fjallað hefði verið um mál þeirra. Fangarnir kröfðust réttarhalds í máli hvers og eins þeirra og að á grundvelli þeirra yrði tekin ákvörðun um framsal. Einnig að Íeir yrðu ekki sóttir til saka fyrir uppreisnina. gærkvöldi lágu samningaviðræður niðri. Fan- gamir halda um 75 mönnum í gíslingu. í gærmorgun barst sú beiðni til sjúkrahúss í Atlanta að fimm lík yrðu flutt úr fangelsinu en talsmaður sjúkrahússins sagði í gærkvöldi að engin lík hefðu verið sótt þangað. Staðfests hefur verið að einn maður hafi beðið bana í uppreisninni í Atlanta-fangelsinu. Fóstursonur Chou Enlai út- nefndur forsætisráðherra Kína Peking, Reuter. Vatnsorku- verkfræðing- urinn Li Peng var í gær út- nefndur eftir- maður Zhao Ziyang sem forsætisráð- herra Kína og mun því taka við sama starfi og fóst- urfaðir hans, Chou Enlai, gegndi á sinum tíma. Fastanefnd kíverska þingsins út- nefndi Li í gær og er ekki við öðru Li Peng búist en að útnefningin verði stað- fest þegar þingið kemur saman í marz á næsta ári. Tekur Li við af Zhao, sem lqörinn var leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins fyrir þremur vikum. Zhao hafði gegnt starfi forsætisráðherra frá árinu 1980. Er hann sagður hafa stungið upp á Li sem næsta forsæt- isráðherra. Útnefning Li kom ekki á óvart og er sögð full eining um hann í flokknum, jafnt meðal gömlu íhaldsmannanna sem vilja fara hægt í umbætur og þeirra sem vilja skjótar efnahagslegar breytingar. Hann er sagður mjög hæfur til starfans. Er háskólamenntaður, með langa reynslu í stjómmálum, hefur ferðast víða og nýtur álits eldri flokksleiðtoga. Li fæddist í október árið 1928 í Sichuan-héraðinu. Faðir hans var einn af frumheijum Kommúnista- flokks Kína en féll í átökum við Þjóðemissinna árið 1931, þegar Li var þriggja ára gamall. Chou Enlai tók hann þá í fóstur, en Chou varð forsætisráðherra Kína árið 1949, hinni fyrsti eftir að kommúnistar komust til valda þar í landi. Chou var forsætisráðherra Kína til dauða- dags, árið 1976. Markaðurinn: Dollar og hlutabréf hækka eftir vaxtalækkun Þjóðverja Viðskiptahalli Bandaríkjanna eykst enn Lundúnum, Reuter. í GÆR voru kauphallarviðskipti með rólegum hætti í Evrópu, en Bandaríkjadalur og verðbréf hækkuðu talsvert eftir að seðla- banki Vestur-Þýskalands lækk- aði vexti sfna. Seðlabankar Frakklands og Hollands fetuðu sömu slóð skömmu síðar. Þróun mála í Wall Street var svipuð eftir þessi tiðindi. Fréttir að vestan orkuðu þó tvímælis, því að í skýrslu banda- ríska viðskiptaráðuneytisins kom fram að utanríkisviðskiptahalli Bandaríkjanna hafi aldrei verið meiri en á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Nam hann alls um 39,56 mill- jörðum Bandaríkjadala. Haldist þessi halli út árið mun viðskiptahall- inn álls nema um 157,5 milljörðum dala, samanborið við 144,3 millj- arða á síðasta ári. Viðskiptahallinn við Japani minnkaði, en á hinn bóginn jókst hann gagnvart olíuútflutningsríkj- unum. Þrátt fyrir að útflutningur Bandaríkjanna hafí aukist um 9% á síðasta ársfjórðungi, jókst inn- flutningurinn einnig — eða um 6%. Þessi útflutningsaukning þykir bera vott um að bandarískt efna- hagslíf hafi verið styrkara, en áður var talið og kemur það heim og saman við þá skoðun að í raun hafí efnahagurinn fyrir verðbréfa- hrunið á dögunum staðið traustari fótum, en verðbréfasalar töldu. Þrátt fyrir að kaupahéðnar hafi sótt í sig veðrið að undanfömu er markaðurinn enn viðkvæmur og telja efnahagssérfræðingar að enn sé talsvert í að viðskipti verði stund- uð af sömu áræðni og festu og var. Li nam vatnsorkuverkfræði við Orkustofnunina í Moskvu á árunum 1948 til 1955. Við heimkomuna að námi loknu tók hann við starfí fram- kvæmdastjóra orkuvers, varð síðan orkuráðherra, síðan menntamála- ráðherra og loks aðstoðarforsætis- ráðherra. Arið 1966, þegar Mao hóf menningarbyltinguna, var hann gerður forstjóri rafmagnsveitu Pek- ing. Fréttastofan Nýja Kína sagði að hann hefði staðið sig vel í starfí rafveitustjóra er hún greindi frá útnefningu hans í gær. „Þrátt fyrir öngþveiti menningarbyltingarinnar varð aldrei rafmagnslaust eða raf- magnsskortur í Peking og Tianjin á þeim tíma,“ sagði fréttastofan. Að sögn vestrænna bankamanna og stjórnarerindreka er ekki að vænta neinna breytinga á efna- hagsstefnu Kína með Li við stjóm- völinn. í mesta lagi megi eiga von á áherzlubreytingum. Búist er við því að hann feti í fótspor Zhao og Deng Xiaoping en hann er sagður varfæmari en Zhao og ekki líklegur til að taka miklar pólitískar áhættur í umbótum sínum. Li er sagður skipulegur maður og ganga beint til verks. Hann er sagður vel að sér á öllum sviðum, ekki sízt um alþjóða efnahagsmál og hvemig þróun þeirra getur haft mismunandi áhrif á Kínvetja. Útnefning Li er sögð koma í kjöl- far flókinna samninga, sem leið- togar hinna ýmsu valdahópa í kínverska kommúnistaflokknum, gerðu með sér er þeir hittust í bað- strandarbæ sl. sumar. Er staða hans því talin mjög styrk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.