Morgunblaðið - 25.11.1987, Page 37

Morgunblaðið - 25.11.1987, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 37 Sifélagsins í Odda en þar töluðu ýmsir sérfræðingar um íslenskt mál, ,Öðu þess 1 dag-. Morgunblaðið/Bjarni kaffísamsæti íælis Rasks menn virtust vanda ritað mál sitt mun meira en talað mál. I rituðu máli væri minna um slanguryrði sem oft væri gripið til í almennu talmáli og gilti það trúlega um margan manninn. Þess vegna taldi hann nauðsynlegt að auka kennslu og æfingu talaðs máls meðal skóla- barna. Væri almennt talmál vandað væri minni hætta á varanlegum erlendum áhrifum. Bergljót Baldursdóttir greindi frá rannsókn á máltapi í erindi sínu um máltöku og málbreytingar. Hefur hún fylgst með íslensku á erlendri grund í máli drengs og athugað hvemig mál hans hefur þróast á annan veg í erlendu umhverfi en íslensku. Kemur það einkum fram í því að hann hætti að nota beyging- ar, notar einkum eina orðmynd í stað þess að láta forsetningar og sagnir stýra beygingum: “Ég fékk ekki þessi mynd“, og “...með þessi foringinn", voru dæmi sem hún nefndi úr máli drengsins. Af öðrum erindum má nefna at- hugun Hrafnhildar Ragnarsdóttur þar sem hún bar saman tímatilví- sanir í sögum bama og fullorðinna. Fékk hún 50 einstaklinga, 40 böm á ýmsum aldri og 10 fullorðna til að endursegja sögu. Yngstu börnin, 5 ára, lýstu einkum myndum er fylgdu sögunni og hjá þeim var ekki um eiginlegan söguþráð að ræða en við 7 ára aldur minnka þessar myndlýsingar og þeim slepp- ir síðan alveg hjá eldri bömum og fullorðnum. Birna Arnbjörnsdóttir fjallaði um flámæli og önnur fyrirbæri í vest- ur-íslensku, Svavar Sigmundsson ræddi um íslensku í samanburði við önnur mál og kennslu í íslensku fyrir útlendinga. Jörundur Hilmars- son ræddi um langt e og upgmna þess í germönsku og Kristján Arna- son um eðli og uppmna hendinga í dróttkvæðum hætti. Jón Aðal- steinn Jónsson sagði frá hvernig hann hóf athugun á íslensku hey- skaparmáli og tók dæmi um fáein orð er tengjast orfinu og Ámi Böð- varsson fjallaði að lokum um viðhorf Rasks til tungumála. Japanska skipið í höfninni á Neskaupstað. Neskaupstaður: > Utskipun á Japanssíldinni hafin Neskaupstað. TVÖ japönsk skip hafa komið hingað með stuttu millibili til að taka frosna síld og aðrar sjávar- afurðir sem seldar hafa verið til Japans. Nú er búið að skipa út allri þeirri síld sem fryst hefur verið til þessa, um 500 lestum, en frystingu er haldið áfram. í manneklunni sem hér er um þessar mundir hafa ýmis félaga- samtök gripið tækifærið og unnið við útskipunina til fjáröflunar fyrir starfsemi sína. Félagar úr blakdeild Þróttar bmgðu sér í útskipun einn daginn og á meðan eyddi hinn kín- verski þjálfari þeirra tímanum í að veiða sér í soðið á bryggjunni. Held- ur var aflinn lítill en þó nóg í matinn. Þess má geta að sumir úr áhöfn annars skipsins höfðu ekki komið Fundur utanríkisviðskiptaráðherra Norðurlandanna: Norðurlöndin sem sameigin— legur markaður efst á baugi Morgunblaðið/Júlíus Utanríkisviðskiptaráðherrar Norðurlandanna á blaðamannafundi. Taldir frá vinstri: Nils Wilhjelm, Danmörku, Pertti Salolainen, Finnl- andi, Steingrímur Hermannsson, Karin Stoltenberg, Noregi, Anita Gradin, Svíþjóð. „Svona fundir eru mikilsverð- ir. Þeir tengja saman Norður- löndin í utanríkisviðskiptum bæði sín á milli og einnig gagn- vart umhverfinu, til dæmis gagnvart EFTA og Efnahags- bandalaginu," sagði Steingrímur Hermannsson, utanríkisráð- herra, í upphafi blaðamanna- fundar, sem boðað var til með utanríkisviðskiptaráðherrum Norðurlandanna í gær, eftir fund þeirra hérlendis. Steingrímur sagði að á fundinum hefði meðal annars verið rætt um sameiginleg viðhorf Norðurland- anna í útflutningsmálum, Norræna útflutningssjóðinn og samstarf Norðurlandanna varðandi GATT eða hið almenna samkomulag um tolla og viðskipti. „Auk þess hafa mörg önnur mikilsverð mál borið hér á góma, mikilsverð fyrir íslend- inga í þeirri stöðu sem við erum í í dag,“ sagði Steingrímur. I fréttatilkynningu, sem gefin var út að fundi utanríkisráðherranna loknum, segir að hæst hafi borið í umræðunum Norðurlöndin sem eitt markaðssvæði og í þeim efnum sé mikilvæg samvinnuáætlun um að ryðja viðskiptahömlum úr vegi, sem norræna ráðherranefndin hafi sarn- þykkt á fundi sínum í febrúar í ár. Á fundinum kom fram að viðskipta- hömlum hefur fækkað og að reglur eru tilbúnar sem koma til með að einfalda viðskipti milli Norðurland- anna. Ráðherrarnir fögnuðu þeim árangri sem náðst hefði, en það væri þörf á að ná árangri hvað varðaði tollafgreiðslu, póstsending- ar og varúðarmerkingar á fram- leiðsluvörum. Þeir fólu embættis- mannanefnd að útbúa áætlun um það sem næst skyldi gera og skyldu tillögur hennar liggja fyrir innan sex mánaða. Samvinnuáætlunin sé mikilvægur hlekkur í þróuninni að sameiginlegum norrænum markaði og sé í takt við þróunina í Evr- ópubandalaginu. í fréttatilkynningunni kemur fram að viðskipti milli Norðurland- anna hafa aukist síðan 1984, einkum með tilliti til mikilvægustu útflutningsgreina þjóðanna. Mark- aðshlutdeild þeirra þar hafi aukist meira en á fjarlægari mörkuðum. Ráðherrarnir undirstrikuðu að með aukinni samvinnu mætti auka út- Þessar upplýsingar koma fram í nýútkomnum VSÍ-tíðindum. Þar er ennfremur gerður samanburður á þróun meðaltímakaups frá ársbyrj- un 1986 til loka þessa árs. Samanburðurinn er þennig fram- kvæmdur að meðaltímakaup í hverju landi er reiknað yfir í SDR- mynt og vísitölur gerðar úr þeim tölum með 1. ársfjórðung 1986 sem grunn. Niðurstaðan er sú að á ís- landi hefur meðaltímakaup hækkað um 68% samanborið við 15-29% flutning til annarra landa og skoruðu þeir á útflutningsráð land- anna að leggja fram tillögur um samvinnu. Þá lögðu ráðherramir til að samnorræni útflutningssjóður- inn, sem stofnað var til í tilrauna- skyni árið 1982, verði til frambúðar. hækkun á hinum Norðurlöndunum. Þannig er hækkunin í Danmörku 29%, í Finnlandi 16% í Noregi 22% og í Svíþjóð 15%. Talið er að verðbólgan í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi verði á bil- inu 2-4% á þessu ári. í þessum löndum mun því kaupmáttur auk- ast, því talið er að laun muni hækka um 6-10%. í Noregi hefur verð- bólguhraðinn verið nálægt 10% og má því reikna með óbreyttum kaup- mætti þar. Laun verkafólks og iðnaðarmanna: Meðaltímakaup hækkar um 68% á tveimur árum LAUN verkafólks og iðnaðarmanna á íslandi hækka um 38% frá fjórða ársfjórðungi ársins 1986 til fjórða ársfjórðungs í ár, sam- kvæmt spá hagdeildar Vinnuveitendasambands íslands. Á sama timabili munu laun í Danmörku hækka um 8-10%, í Finnlandi og Svíþjóð um 6% og i Noregi um 8,2%, að mati hagdeilda vinnuveitenda- sambandanna i viðkomandi löndum. Búnaðarfélag íslands: Fiskeldi áfram undir landbúnaðarráðuneyti Stofnaður sérstakur starfshópur ráðunauta í f iskeldi BÚNAÐARFÉLAG íslands hefur myndað starfshóp ráðunauta i fisk- eldi. Óskar ísfeld Sigurðsson fiskeldisráðunautur Búnaðarfélagsins veitir hópnum forystu en með honum eru Magnús Sigsteinsson bygg- inga- og bútækniráðunautur, Haraldur Árnason vatnsveituráðunaut- ur og Ketill A. Hannesson hagfræðiráðunautur. Stjórn Búnaðarfé- lagsins hefur sent frá sér ályktun þar sem fram kemur að stjórnin leggst gegn því að fiskeldismál verði sett undir sjávarútvegsráðuney- tið, heldur styður eindregið að þau heyri áfram undir landbúnaðar- ráðuneytið. Stjómin færir fyrir því meðal annars eftirfarandi rök: Fiskeldi er í eðli sínu búskapur hliðstæður öðram greinum ræktun- ar á ýmsum dýrategundum. Um hann gilda sömu lögmál og við eldi annarra dýrategunda, t.d. hvað varðar kynbætur og fóðrun. Þær stofnanir sem nú starfa og búa yfír mestri þekkingu og reynslu á fískeldi heyra flestar undir land- búnaðarráðuneytið, svo sem Veiði- málastofnun, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, dýralæknaþjónust- an og físksjúkdómanefnd, Búnaðar- félag íslands og bændaskólamir. Fiskeldi snertir á margan hátt annan búskap, svo sem í sambandi við nýtingu lands, vatna og veiði- hlunninda og gæti það leitt til árekstra ef farið væri með mál þess af öðram aðilum en þau heyra nú undir. Fiskeldi er ein af þeim nýgreinum í búskap sem líkleg er til að skapa aukna atvinnu í sveitum og mikil- vægt er að hún verði tekin upp af bændum þar sem náttúraleg skil- yrði leyfa. Búnaðarfélagið hvetur til sam- starfs þeirra aðila sem nú stunda fískeldi, en þar era bændur í mörg- um tilfellum eigendur að öllu leyti eða að hluta. Sérstaklega er hvatt til samvinnu á milli allra stofnana sem lagt geta fískeldi lið, hvort sem er með rannsóknum, kennslu eða leiðbeiningum. Þjálfarinn veiðir sér í soðið. heim til sín í tvö ár, en halda nú heim á leið eftir að hafa lestað hérlendis. — Ágúst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.