Morgunblaðið - 25.11.1987, Page 44

Morgunblaðið - 25.11.1987, Page 44
44 t’ ■ MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 Vilhelmína S. Tómas- dóttir - Minning Fædd 21. september 1908 Dáin 13. nóvember 1987 Lífið gengur sinn vanagang. Ein hringing og enn einu sinni hefur sláttumaðurinn mikli höggvið í frændgarðinn. Hún Villa frænka er dáin. Víst bregður við, en þó ekki eins óvænt og oft áður — því hér féll ekki í fyrsta höggi. Villa, réttu nafni Vilhelmína Soffía Tómasdóttir, var yngst af sex bömum hjónanna Tómasar Jónssonar skútuskipstjóra og síðar fiskmatsmanns og Vilhelmínu Soffíu Sveinsdóttur konu hans. Hún fæddist 21. september 1908 og ólst upp á heimili foreldra sinna á Bræðraborgarstíg 35 í Reykjavík. Systkin hennar voru Louisa, sem var elst, gift Ásgrími Gíslasyni skip- stjóra og síðar vörubifreiðastjóra og eru þau bæði dáin, þá Oddur Júlíus, málarameistari, fráskilinn, nú vistmaður á Víðinesi, Sveinn málarameistari, ekkja hans er Sigríður Alexandersdóttir, Þuríður, ekkja Camillusar Bjamasonar mál- arameistara, og Jóna Guðbjörg, ekkja Guðna Jóhannssonar, fisk- matsmanns. Þá var vesturbærinn færri götur og stærri tún en ungt fólk í dag gerir sér grein fyrir, og systkinin af Bræðraborgarstígnum vel kunnug og þekkt af íbúum, en föðuramma þeirra og -afi, Guðbjörg og Jón, bjuggu í Bræðraborg, sem gatan er kennd við, en móðurafi og -amma á Grímsstaðarholtinu. Tómas faðir þeirra var þrjú ár fiskmatsmaður í Viðey um 1925 og bjó fjölskyldan þar og minntist Vil- helmína þeirra ára ætíð með hlýju. Ung hóf Villa störf í atvinnulífinu og vann alla tíð við sælgætisiðnað, fyrst hjá Blöndahl og síðar Nóá og '' Síríusi allt fram til 1940, að hún hóf búskap með eiginmanni sínum, og aftur eftir að hún varð ekkja 1969 hjá Sælgætisgerðinni Opal og vann þar fram til 1977. Vilhelmína giftist ekkjumanni, Sigurgeiri Steindórssyni atvinnubif- reiðastjóra 1941, en hann hafði misst konu sína af barnsfararsótt. Tók hún að sér tvær dætur hans af fyrra hjónabandi og ól upp sem sínar eigin og reyndist þeim í alla staði sem besta móðir. Önnur þeirra, Elsa Steinunn fædd 1932, bjó með henni alia ævi síðan og unnu þær saman hjá Opal. Urðu þær svo samrýmdar að nöfnin Villa og Elsa voru ávallt kveðin saman líkt og tvö vísuorð. Voru þær mjög vinsælar heim að sækja og einkum af bömum því bamgóðar vom þær með afbrigðum og prúðmannleg hegðun oft launuð með nammi- mola. Svo einkennilega vill til að þær mæðgur veikjast hvor um sig af illkynja sjúkdómi snemma á þessu ári, í hvorugu tilfellinu til lækning, falla báðar frá með liðlega tveggja mánaða millibili. Einkenni- leg eru forlögin. Hin dóttirin er Thelma fædd 1934, gift Gunnari Guðmundssyni trésmið og eiga þau sex böm. Þau Vilhelmína og Sigur- geir hófu búskap á Hofsvallagötu 18, Reykjavík og bjuggu þar alla ævi. Þeim varð þriggja bama auð- ið. Elstur er Sigurgeir Vilhelm, vinnuvélaeigandi, fæddur 1942, kvæntur Elínu Valgerði Guðmunds- dóttur og eiga þau tvö böm, en hann átti eina dóttur fyrir. Þá kom Halldór, fæddur 1948, en hann dó 10 mánaða gamall. Yngstur er svo Halldór Melsteð, flugvélstjóri, kvæntur Elísabetu Þórólfsdóttur og em þeirra böm tvö. Sigurgeir mað- ur Villu lést af slysförum 1969. Villa frænka var alla tíð ein af þessum rólegu en ákveðnu konum, sem öllum þótti svo gott að leita til. Hún var ráðagóð, stappaði gjaman stáli í fólk og var ákveðin í röddinni fyndist henni bera á upp- gjöf. Hún lagði vel til allra mála og aldrei heyrði ég hana tala illa um nokkum mann, og þoldi sjálf engum slíkt í sín eyru. Vildi þó nefna hluti réttu nafni og gaf ekki eftir þumlung ef á hana eða ætt- ingja var hallað. Er því mikill missir þeirra sem næstir henni standa. Villa bar reisn, var tíguleg og virðu- leg, hlustaði vel áður en hún lagði til mála. I vinahópi var hún hrókur fagnaðar, og einkar góð heim á Hofsvallagötu að sækja og þar glatt á hjalla. Ekki var þrautalaus henn- ar ævi þó einungis væri horft til þess sem að framan getur. En svona konur kvarta ekki. Jafnvel í eigin þrengingum átti hún nóg handa öðrum að miðla, bæði andlegu og veraldlegu. Og framkoma hennar og yfirbragð skóp henni hvarvetna virðingu. Á síðustu dögum ævi sinnar ræddi hún ekki eigin líðan, heldur spurðist um og ráðlagði varðandi aðra. Þessir fágætu eigin- leikar em þess eðlis, að viðkomandi býr með manni í huga alla ævi, líkt og hefði aldrei dáið. Eg, líkt og aðrir, naut þess að eiga Villu að frænku. Eftir heim- sókn til hennar fór maður fullur sjálfstrausts, því hún byggði upp. Einnig rækti hún gamla siði og venjur og ættartengsl. Hafði hún þannig að hluta fóstrað upp föður minn sem ólst upp hjá afa sínum og ömmu og því að hluta undir hennar umsjá því tólf ár voru á milli þeirra. Sýndi Villa fjölskyldu minni alla tíð mikla tryggð, líkt og öðrum, og skal það þakkað. Nú er hljótt á Hofsvallagötunni. Villa og Elsa hafa svo snögglega kvatt þennan heim. Baráttan var stutt en hörð. Kvatt af sömu reisn og lifað var. En langt yfir dauða og gröf vakir minningin og æ ljós- ari verður viska orðanna; En einn ég veit að aldrei deyr, orðstírr of genginn hvem. Fyrir hönd fjölskyldu minnar votta ég bömum og ættingjum mína dýpstu samúðarkveðju og bið Guð að geyma góðar frænkur. Arnar Hauksson I dag, miðvikudaginn 25. nóvem- ber, kveðjum við ömmu okkar Vilhelmínu Soffíu Tómasdóttur hinstu kveðju. Hún lést á Borg- arspítalanum 13. nóvember. Það er sárt til þess að vita að við fáum hvorki að sjá hana né heyra fram- ar, en í hjörtum okkar mun hún ávallt eiga sess því við minnumst hennar með hlýhug. Amma Villa var ákaflega hugul- söm og ástrík kona. Alltaf lét amma í sér heyra ef einhver okkar átti um sárt að binda vegna veikinda eða annars og gaf hún okkur heil- ræði góð. Það var ætíð gott að heimsækja ömmu á heimili hennar á Hofsvallagötu 18, þar sem hún bjó ásamt fósturdóttur sinni Elsu Steinunni Sigurgeirsdóttur sem hún tók að sér er hún var aðeins sjö ára gömul, en afa okkar Sigurgeir Steindórsson missti hún fyrir rúm- um átján árum. Þær reyndust hvor annarri vel, voru góðir félagar og mjög sam- rýmdar. Var það því mikill söknuður hjá ömmu er Elsa féll frá fyrir að- eins tveimur og hálfum mánuði síðan. Ömmu og Elsu vantaði aldrei er íjölskyldan kom saman í af- mælum og á öðrum mannamótum og var það með þeirra bestu stund- um. Amma var mjög viljasterk og staðráðin í að láta sér batna af sjúk- dómi sínum en eftir að hún missti dóttur sína var ekki laust við að svolítillar uppgjafar gætti. Hún var dugleg að heimsækja Elsu á spítalann og veitti henni mikinn styrk í veikindum hennar þar til hún sjálf lagðist á sjúkrabeð sitt um miðjan júlí síðastliðinn. Er það mikill missir hjá íjölskyldunni að bæði amma Villa og Elsa frænka skulu vera kallaðar burt með aðeins tveggja og hálfsmánaðar bili. Við vitum nú að þær hafa náð saman á ný og kveðjum þær með söknuði um leið og við biðjum góðan Guð að geyma þær. Fyrir hönd barnabama og bamabamabama Margrét H. Gunnarsdóttir. Þó kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér, ég á þann vin, sem ekki bregst og aldrei burtu fer. Þó styttist dagur, daprist Ijós og dimmi meir og meir, ég þekki ljós, sem logar skært, það ljós, er aldrei deyr. (Sálmur Margrét Jónsdóttir) Kær vinkona er kvödd, Vil- helmína Tómasdóttir, Hofsvalla- götu 18, sem andaðist 13. nóvember í Borgarspítalanum eftir þriggja og hálfsmánaðar legu. Þá sækja minningarnar að, því að við höfiim þekkst yfir 40 ár og mann hennar Sigurgeir þekkti ég sama tíma og af öllu góðu. Og eft- ir að við hættum að vinna úti fómm við að fara saman á daginn út að fá okkur kaffí og sjá og tala við kunningja, bæði á kaffíhús og út að borða saman. Og flesta daga töluðumst við við í síma. Marga daga og mörg kvöld fór ég út á Hofsvallagötu 18 til hennar Elsu og dóttur hennar, þær bjuggu sam- an. Hún andaðist 31. ágúst, svo ekki var langt á milli mæðgnanna. Sakna ég þeirra því mikið og kveð þau öll. Blessuð sé minning þeirra allra, hvíli þau í friði. Ættingjum öllum og bömum þeirra sendi ég samúðar- kveðju. Sísí Lánasjóður íslenskra námsmanna: Afgreiðslu meirihluta mótmælt Meirihluti stjómar Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur nú vísað frá tillögu fulltrúa námsmanna í stjóm sjóðsins um að gerðar verði nauðsyn- legar leiðréttingar á námslánum. Stúdentaráð Háskóla Islands fordæm- ir þessa afgreiðslu meirihluta stjómar- innar og bendir á að eitt af hlutverkum hennar er að tryggja framkvæmd lag- anna um sjóðinn og þar með að honum sé gert kleift að sinna hlutverki sínu. Stúdentaráð skorar á stjómvöld að viðurkenna nauðsyn þess að náms- mönnum sé tryggð ömgg afkoma meðan á námi stendur. Að öðmm kosti er allt tal um jafnrétti til náms hjóm eitt. MORGUNBLAÐHTU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Stúdentaráði íslands: Stúdentaráð Háskóla íslands telur það vera hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna að tryggja jafnan rétt allra til að afla sér menntunar. Til þess að sjóðurinn fái sinnt þessu hlut- verki sínu verða námslán að nægja námsmönnum til að standa straum af eðlilegum náms- og framfærslukostn- aði. I dag em námslánin hins vegar löngu úr takt við þann kostnað sem námsmenn þurfa að mæta meðan á námi stendur. Þetta stafar meðal ann- ars af því að námslán fylgdu ekki verðlagsþróun í 9 mánuði á síðasta ári. t raðauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar Sjálfstæðiskvennafélag Borgarfjarðar heldur aðalfund sinn þann 30. nóvember kl. 21.00 i Sjálfstæðihús- inu, Brákarbraut 1, Borgarnesi. Fundarefni: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Vetrarstarfið 3) Fréttir af formanna- og flokksráösfundi. 4) Inntaka nýrra félaga. 5) Önnur mál. Konur mætið með gesti! Sjórnin. FUS, Njarðvík Kynningarfundur fyrir vetrarstarf félagsins verður haldinn miðvikudaginn 25. nóv. kl. 20.30. Gestur fundarins verður Árni Sigfússon, formaður SUS og mun hann t.d. ræða um hvaöa áhrif ungt fólk getur haft í bæjarmálum. Veitingar verða á vægu verði. Allt ungt fólk á Suðurnesjum er sérstaklega boðið velkomið. Stjórn Féiags ungra sjálfstæðismanna, Njarðvik. Aðalfundur sjálfstæðiskvennafélagsins Varnar á Akureyri verður haldinn í húsakynnum Sjálfstæöis- flokksins í Kaupangi fimmtudaginn 26. nóvember nk. og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf. 2. Bergljót Rafnar ræðir bæjarmálin. Stjórnin. Austurland Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Aust- urlandskjördæmi boðar til fundar i Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum, laugardaginn 28. nóvember nk. og hef st fundurinn kl. 14.00. Málefni fundarins veröa: Stjórnmálaviðhorfið og byggðamálin. Frummælendur verða: Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Árni Sig- fússon, formaður SUS, Sverrir Hermanns- son, alþingismaður og Egill Jónsson, alþingismaöur. Allt sjálfstæðisfólk er hvatt til að mæta. Stjórn kjördæmisráös Sjálfstæðisflokksins i Austurlandskjördæmi. Keflavík - félagsvist Félagsvist sjálfstæðisfélaganna i Keflavik verður haldin miðvikudag- inn 25. nóvember nk. kl. 20.30 i lönsveinahúsinu, Tjarnargötu 7. Félagar fjölmenniö. Stjórnir sjálfstæðisfélaganna. Austurland - haustfagnaður Haustfagnaður Sjálfstæðisflokksins á Aust- urlandi verður haldinn í Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum, laugardaginn 28. nóvember nk. og hefst hann með boröhaldi kl. 20.00 og siðan verður dansað fram eftir nóttu. Gestir á hátiðinni verða: Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, sem flytur ávarp, alþingismennirnir, Sverrir Her- mannsson og Egill Jónsson og Árni Sig- fússon, formaður SUS. Allt sjálfstæðisfólk er hvatt til að mæta og taka með sér gesti. Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í austurlandskjörmi. 'I'

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.