Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 49 AF ERLENDUM VETTVANGI Er feitmetið jafn hættulegt heilsunni o g reykingarnar? Á sjöunda áratugtium sýndu vísindamenn fram á með óyggjandi hætti, að tóbaksreykingar stórykju hættuna á lungnakrabba- meini, og varð það til þess, að skattar á sígarettum og öðru tóbaki voru hækkaðir verulega og viðvaranir látnar fylgja pökk- unum. Svokölluðum reyklausum svæðum hefur fjölgað mikið og við liggur, að reykingamenn séu litnir hornauga á mannamótum. Nú eru margir vísindamenn farnir að halda því fram, að feitmet- isbrasið, sem Vesturlandamenn eru svo hrifnir af, sé ekki síðra sígarettunum að þessu leyti og leggi raunar jafn marga að velli árlega. Baráttan gegn feitmetinu hefur þó ekki komist í hálf- kvisti við áróðurinn gegn tóbakinu en það kann að vera að breytast. Málið gegn fitunni eða kól- esterólinu hefur verið lengi á döfínni en nú má heita, að loka- sönnunin liggi fyrir og stjóm- málamenn virðast vera að taka við sér. í síðasta mánuði kom saman í Washington í Banda- ríkjunum nefnd eða ráð skipað fulltrúum 25 samtaka, allt frá bandaríska læknafélaginu til ýmissa neytendasamtaka, og var þá samþykkt að leggja til, að hver einn og einasti Bandaríkja- maður léti athuga kólesterólmagn í blóði sínu. Fylgdi það með, að þeir, sem væru fyrir ofan mörkin (200 milligrömm af kólesteróli í desi- lítra blóðs), skyldu breyta um mataræði og ef það hrifi ekki að verða sér þá úti um viðeigandi lyf. Samkvæmt útreikningum nefndarinnar er einn af hveijum fjórum miðaldra Bandaríkjamönn- um fyrir ofan fyrmefnd mörk. í Evrópu er einnig komin nokk- ur hreyfing á málin og fyrir skömmu kom saman í Strasbourg hópur manna til að skipuleggja baréttuna gegn kólesterólinu inn- an Evrópubandalagsins. Sterkar líkur eru á, að hjarta- sjúkdómar stafi að miklu íeyti af kólesteróli. Böm, sem pjást af sjúkdómnum „hypercholesterol- emia“, hafa rnikið of 'cólesteróli í bióði állt frá fæðingu, :'á rnjög oft hjartasjúkdóma ilður en þau lcom- ast á unglingsár. Japanir, sem eru meðal mestu reykingamanna í heimi og hafa yfirleitt háan blóð- þrýsting, verða Iiins vegar (iltölu- íega rijaldan fyrir hjartaáfalli. Er það rakið til jiess, uð þeir éta mikinn fisk en Ittið 'cjöt Japanir, sem flytjast til Kalifomíu og taka upp mataræðið, sem þar tíðkast, fara aftur á móti fljótt að þjást af sömu sjúkdómum og annað fólk á þeim slóðum. Líffræðilegar sannanir um sök kólesterólsins verða mönnum stöðugt ljósari.Árið 1984 sýndu tveir vísindamenn við háskólann í Dallas, dr. Michael Brown og dr. Joseph Goldstein, fram á hvemig kólesterólið fer að því að skaða hjartað og fengu Nóbels- verðlaunin fyrir vikið. Kólesterólið í blóðinu er flokkað í svokölluð „lipoprótein" og í mönnum eru um 80% af því í flokki, sem kall- ast LDLs og hafa lítinn þéttleika. Þau bera kólesterólið frá melting- arfæmm til annarra vefja ( líkamanum þar sem það er notað til ýmissa gagnlegra hluta, t.d. við myndun frumuveggja og hormóna. Ef of mikið er af LDLs setjast þau innan á æðamar og haiðna þar. Afleiðingin er sú, að kransæðamar, sem flytja hjart- anu blóð, stíflast. Hjartaáfallið felst í því, að hjartanu berst ekki nóg af súrefnisríku blóði og hluti vöðvans deyr. Fyrstu beinu sannanimar um að kólesteról veldur hjartaáföllum komu einnig fram árið 1984 og síðan hafa aðrar rannsóknir ieitt bað sama í Ijós. Vom niðurstöður einnar slíkrar rannsóknar, nem fram fór i Finnlandi um fimm ára skeið, birtar fyrir nokkmm dögum en liún sýndi, að „Wamer-Lam- Iiert’s gemfibozil", lyf gegn kólesteróli, minnkaði lyartaáföll meðd miðaldra manna með of mikið icólesteról um 34%. Rann- sóknin ataðfesti Síka í fyrsta ainn, að LDLs er sökudólgurinn, og að auki, að HDLs, annar hópur lipo- próteina, sem flytur kólesteról, getur vemdað menn fyrir hjarta- áföllum. HDLs sér um að losa lifrina við umframmagn af kól- esteróli. Þessar röksemdir gegn kólest- eróli hrína þó ekki á' öllum og má nefna sem dæmi nýútkomna bók eftir breskan lækni, dr. James Le Fanu. Efast hann um, að nokk- urt samband sé á milli kólesteróls og hjartasjúkdóma og raunar, að nokkurt samband sé yfirleitt á milli mataræðis og sjúkdóma. Það er líka nefnt til, að þótt Japanir í Bandaríkjunum verði oftar fyrir hjartaáfalli en þeir, sem búa í Japan, fái þeir aftur á móti sjaldnar magakrabba og heila- blóðfall. Það væri því unnt að koma með þau rök, að feitmetið sé heilsusamlegt að þessu leyti. Frakkar og Finnar neyta um það bil jafn mikillar fitu en samt er Finnum fímm sinnum hættara við að deyja úr hjartasjúkdómum en Frökkum. Auk þess eru engar beinar sannanir fyrir, að breytt mataræði geti dregið úr dauðs- föllum vegna hjartasjúkdóma — nema þegar feitmetinu er alger- lega kastað fyrir róða, kjöti, eggjum og mjólk. Hvað sem þessu líður hafa a.m.k. 40 heilbrigðis- stofnanir og læknasamtök slegið því föstu, að of mikið kólesteról í blóði sé bein orsök þjartasjúk- dóma. Þeir, sem ætla að segja kólest- erólinu stríð á hendur, munu komast að raun um, að mörg ljón eru í veginum. Aðferðir við að mæla kólesterói eru t.d. bæði óná- kvæmar og erfiðar í framkvæmd. Tveir næringarfræðingar, dr. | Mark nHegsted og dr. Robert Nicolisi, Uomust að því, að við i kólesterólmælingar í sama fólkinu | getur ;nunað 26-50 stigum frá ainni nælingu vil annarrar og við lcönnun arið 1986 & 6.000 iækna- og i’annsóknarstöðum í Banda- •fíyunum nýndi það eig, að J7% beirra gátu ekki inælt kólesteról- nagnið íákvæmlega. Heimild: The Sooaomisl) Útflutningsfyrirtæki sem framleiðir um 100.000 tonn á ári af stálköðlum vill selja framleiðslu sína á íslandi. Fyrirtækið sérhæfir sig í stálköðlum til fiskveiða og flytur út um 50% af framleiðslunni. Þeirleitaað: ' - mjög góðum umboðsmanni - möguleika á að komast í samband við mann, jafnvel meðeiganda, sem hefur reynslu ífiskiðn- aði og hefur áhuga á að setja á stofn fyrirtæki sem tengist fiskiðnaði. Ef þið hafið áhuga á að hitta okkur á íslandi vin- samlegast hafið samband við: FERRO NOVA STAHL G.M.B.H. Postfach 101235 D-4300 ESSEN-1 WEST GERMANY AUSTURBÆR Lindargata 39-63 o.fl. Skipholt 1 -38 Skipholt 40-50 UTHVERFI Skeifan Háagerði Njörvasund Birkihlíð VESTURBÆR Ægisíða 80-98 o.fl. Nýlendugata Einarsnes ' Látraströnd Skildinganes SELTJNES Sæbraut Ystibæro.fl. KÓPAVOGUR Holtagerði Skjólbraut Kársnesbraut 77-139 GARÐABÆR Háholt Hrísholt Eskiholt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.