Morgunblaðið - 25.11.1987, Side 50

Morgunblaðið - 25.11.1987, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 Hugleiðing um erfðasynd, skírn og barnaskírn eftírJan Habets Þessari grein var fyrst og fremst ætlað að flalla um bamaskímina. En er bamaskímin ekki óaðskiljan- leg frá skíraarhugtakinu sem slíku og jafnframt erfðasyndinni? Skíminni er þó ætlað að frelsa okk- ur frá erfðasyndinni. Hvað er þá „erfðasynd"? Hér mætir okkur sann- kallaður borgarísjaki spuminga og vandamála. Þegar hugtakið erfða- synd ber á góma meðal okkar kristinna manna, þá verður okkur fyrst hugsað til Adams og Evu. Hver vom þau eiginlega? Hvenær voru þau uppi? Fyrir 6000 ámm, eða fyrir 600.000 ámm, eða er ef til vill enn lengra frá því þau vom uppi? Ef til vill hafið þið, eins og ég, séð tum nokkum í Jeríkóborg. Þessi tum nær 22 lögum mannvistarleifa niður í jörðina. Vísindamenn segja, að þessi tum sé frá sjöunda ár- þúsundi fyrir Krists burð. Af þessu má ráða, að þá þegar vom til um borgir. Og hveijar em skoðanir okk- ar um Paradís? Var Paradís ef til vill í Mesopotamíu, við fljótin Tígris og Efrat? Hvemig er eiginlega hátt- að upphafi mannkyns? Er mannkyn r r komið frá einum kynþætti eða fleir- um? Er hægt að samrýma. það biblíunni, að maðurinn eigi upphaf sitt í fleiri en einum kynþætti? Hvemig eigum við að skilja Biblí- una? Hvað vissi sá er ritaði fyrstu Mósebók um sköpunina, og hvemig hafði honum áskotnast þessi vitn- eskja? Hver er boðskapur þessarar sögu um sköpun fyrsta mannsins úr leir jarðarinnar, og sköpun fyrstu konunnar úr rifi þessa sama manns? Hvemig ber okkur að skilja Biblí- una? Er til eitthvert það yfírvald, sem getur sagt mér hvaða bækur séu yfirleitt Guðs orð, þ.e.a.s. inn- blásnar af Guði, og hverjar ekki, og er fært um, að raunar skylt að svara fyrir mig torráðnum spumingum? Eða er Biblían útlæg gerr? Á ég að styðjast við grísku Biblíuþýðinguna frá 2. öld fyrir Krist (Septuagint; ' sjötíumannaþýðingin) sem viðmiðun, þá hina sömu og Pálí og postulamir notuðu, eða Júdeubiblíu rabbínanna í Jamnía (70 e. Kr.), eins og Lúther gerði að sinni mælistiku? Eða á ég gera mér mína eigin Biblíu, og styðj- ast við þá regluna, að nota einungis „það sem boðar Krist", þ.e.a.s. bend- ir til Krists? Eða bý ég sjálfur til reglur um innblástur og túlkun á —'s, Biblíunni? Að lokum spyr ég: Hefur Creda tauþurrkarar CompactR. 16.270 stgr. Reversair kr. 22.356 stgr. Sensair kr. 29.808 stgr. Söluaðilar: Viðja, Kópavogi, s. 44444 Rafbúðin, Hafnarfirði, s. 53020 Stapafell, Keflavik, s. 12300 Vörumarkaðurinn, Kringlunnl, s. 685440 GrimurogÁmi, Húsavik.s. 41600 Rafsel, Seifossi, s. 1439 Sjónver, Vestmannaeyjum, s. 2570 Rafland.Akureyri.s. 25010 Blómsturvellir, Hellissandi, s. 66655 Creda-iaboðið, # Kaftckjarenluísltwis, BeytjantsÍMÍ 88-8640. Jesús yfirgefið hjörð sína, kirkju sína? Verður sérhver sauður að ákveða fyrir sig hvort það sé heil- næmt gras, sem honum stendur til boða? Hvað þýða þessi orð Jesú: „Sá sem á yður hlýðir, hlýðir á mig, og sá sem yður hafnar, hafnar mér,“ og ennfremur þessi orð: „Ég er með yður alla daga, allt til enda verald- ar.“ Er þá til sýnileg kirkja og eftirfylgjendur postulanna sem geta útskýrt mikilvægustu spumingar lífs okkar, eða þarf sérhver sauður að leysa úr öllum spumingum upp á eigin spýtur? En snúum okkur aftur að erfða- syndinni. Aftur kemur mér í hug líkingin um borgarísjakann. Hvað var það sem gerðist fyrir — við skul- um segja 600.000 árum? Var það ef til vill ekki neitt sem gerðist? Hvað merkir þá hugtakið erfðasynd? Þúsundir guðfræðinga hafa spurt ssarar spumingar í rúm 1900 ár. „Handbuch der Dogmenge- schichte" (Handbók um sögu kenni- setninganna), flalla tveir þekktir guðfræðingar um bókmenntir um erfðasyndina á 480 blaðsíðum. Svo er margt sinnið sem skinnið mætti ef til vill segja í þessu sambandi. Er erfðasyndin ef til vill aðeins gyð- inglegir eða kristnir órar? Undir lok seinna bindisins fjallar höfundur á nokkmm blaðsíðum um ekki-kristna vísindamenn. Er til eitthvað það til í þeirra hugmyndaheimi, sem svarar til erfðasyndarinnar? Ljáum þeim eyra um stund. Höf- undur nefnir þetta fyrirbæri „hjá- guðfræðilega skilgreiningu á erfíðasyndinni í nútímanum". Sam- kvæmt kenningum Karls Marx (1818—1883) hefur kapítalisminn firrt manninn sinni sönnu vemnd. Frelsunin fæst með afturhvarfí til glataðrar fortíðar, þ.e.a.s. frelsunin næst þegar kapítalisminn hefur ver- ið brotinn á bak aftur. Að sjálfsögðu _er þetta einnig kenning Leníns. Árið 1921 sagði hann í ávarpi til kommúnistaæsk- unnar, að hinn hreini kommúnismi kæmist smám saman á, þe.a.s. þeg- ar þau væm orðin fullorðin. Jean Jacques Rousseau (1712—1778) kom líka fram með þá kenningu, að í upphafi hafi mað- urinn verið óspillt náttúmbam, sem virti jafnan rétt allra, en að þetta náttúmbam hefði úrkynjast vegna auðsöfnunar og myndunar spillts menningarsamfélags. Uppeldið mætti þar af leiðandi ekki hafa nein mótandi áhrif. Væri þess gætt, kæmi í ljós, að engin erfðasynd væri til. Þá kæmi hinn sanni maður aftur fram í dagsljósið. Hin Hffræðilega og kynþáttalega útgáfa erfðasynd- arinnar: Hér má til dæmis vitna 1 orð Adolfs Hitlers í „Mein Kampf“ (Bar- átta mín; sjálfsævisaga Adolfs Hitlers): „Syndimar sem drýgðar em gegn blóði og kynþætti em erfða- syndir þessa heims." Vesaldómur hinna kynbomu norrænu manna væri þá þannig til kominn vegna kynblöndunar. Þetta kallaði fram óöryggi, samviskubit, og þörf fyrir frelsun. F. Nietzsche (1844—1900) flallaði einnig um mismun mann- anna. „Til herraþjóðarinnar heyrir sérhver sá, sem stjómar sér og öðr- um án reglna." Þegar reglur væm hafnar til vegs, hefði það í för með sér þrælasiðferði. Djúpsálarfræðiútgáfa S. Freud (1856-1939). Bamið upplifir föður sinn sem hina hötuðu mótstöðu (ofursjálf; uber Ich) gegn eigin óskum (libido). Fmmmaðurinn drap ættföðurinn til að uppfylla eigin líbídisku óskir. Þetta segir Freud vera orsök þess, að almenn sektarvitund tók að þró- ast með manninum, sem Páll postuli lýsti síðar í kenningu sinni um erfða- syndina. Þessar tilvitnuðu skoðanir ekki- kristinna manna ættu að nægja til að sýna fram á, að hin kristna kenn- ing um erfðasyndina getur ekki verið hreinir órar, þó svo að þeir komi fram með aðrar skýringar og lausn- ir á bágindum heimsins. Heimspek- ingurinn Arthur Scophenhauer (1788—1860) lýsir hinni kristnu kenningu um erfðasyndina sem „hin- um stóra sannleika og kjama kristin- dómsins" og lítur svo á að lok þeirrar kenningar tákni það að kristindóm- urinn úrkynjist og verði að litlu meira en innantómri bjartsýnis- hyggju. Félagsfræðingurinn M. Horkheimer lítur á „hina stórfeng- legu kenningu um erfðasyndina sem eina gagnmerkustu kenningu hinnar gyðinglegu-kristnu trúar". Pólski heimspekingurinn L. Kolakowski tel- ur það hættulegt að hafna kenning- unni um erfðasyndina. Við getum lesið um það hjá Páli í bréfí hans til Rómveija (8:15—24), hvað það er sem erfðasyndin kemur til leiðar í lífi okkar, þ.e.a.s. hinn mikla þverbrest sem finna má hjá öllum, einnig hjá þeim er góðan hafa vilja. Og Jesús segir: „af hjart- anu koma illar hugsanir, manndráp, hórdómur, saurlifnaður, þjófnaður, ljúgvitni, lastmælgi." I Rómveija- bréfínu, 5:12-21 rekur Páll erfða- syndina til Adams og frelsunina Jan Habets „ Vatnsskírnin er það tákn, er Jesús sjálfur setti til merkis um, að Guð tæki inn í kirkju sína sem Guðsbörn, fólk sem væri syndugt að eðli til. Maðurinn hafn- ar hátiðlega sínu synduga eðli og skirnin er hin sakramentala, helgandi endurfæðing mannsins og sáttmáli Guðs við hann til merkis um að hann vilji hjálpa hinum synduga manni að þreyta göngu sína í átt til himnaríkis." tengir hann Kristi. Hvað er þá erfða- synd? — Leyfist mér að bera fram með eigin orðum mjög svo ófull- komna útskýringu? Svo dæmi sé tekið af litlu bami, þá hefur það að sjálfsögðu engar persónulegar synd- ir til að bera, heldur aðeins hina svokölluðu erfðasynd. Til em þeir guðfræðingar, sem vilja breyta heit- inu erfðasynd vegna þessa. En hér má vissulega finna sekt, eða sök. Við erfum þegar við fæðingu eðli, sem hneigist til hins illa. Hvemig getur eðli bamsins þegar verið „sekt“? Biblían boðar okkur, að „Drottinn vill (ekki) að neinir glat- ist“ (lTm 2,4: 2. Pét. 3:9) og Ágústínus kirkjufaðir segir, að Guð hafi skapað okur „ad te“, þ.e.a.s. ætlaða til Hans. Þessar fyirnefndu tilhneigingar okkar standa þó allar þversum á himnaríki — og Guð. Biblí- an rekur þetta ástand til einstakra upphafssyndar. Dyr himnarikis stóðu manninum opnar. Synd hins fyrsta manns lokaði þessum dyram. Það var persónuleg synd að hafna boði Guðs. Hin svokallaða „sjmd“ okkar eða sekt er sú, að við stöndum frammi fyrir dyram himnaríkis, sem eru okkur lokaðar, jafnvel þó að Guð vilji að við komumst inn. Vegna þess varð sonur Guðs maður og veitti okkur fijálsan aðgang að himnaríki með dauða sínum á krossi. Svo segir í Pétursbréfi: „Guð vill að allir komist til iðranar." Pétur orð- aði þetta enn skýrar þegar Gyðingar spurðu hann eftir að hann hafði flutt Hvltasunnuræðu sínæ „Hvað eigum við að gjöra, bræður?" Pétur svaran „Gjörið iðran og látið skírast í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar.“ Að sjálfsögðu vora þessir full- orðnu menn syndugir á persónuleg- an hátt, þ.e.a.s. höfíu sjálfir drýgt syndir. Hver er þá tilgangur skímar- innar? Vatnsskímin er það tákn, er Jesús sjálfur setti til merkis um, að Guð tæki inn í kirkju sína sem Guðs- böm, fólk sem væri syndugt að eðli til. Maðurinn hafnar hátíðlega sínu synduga eðli og skímin er hin sakra- mentala, helgandi endurfæðing mannsins og sáttmáli Guðs við hann til merkis um að hann vilji hjálpa hinum synduga manni að þreyta STOLPI Vinsæli tölvuhugbúnaðurinn Fjárhagsbókhald Nýtt bókhaldskerfi sem byggir á hinu vinsæla bók- haldskerfi okkar. • Mjög sveigjanlegt og létt í uppsetningu. • Uppfærslur sjálfvirkar um leið og þú færir. • Tilvísunarnúmer, 999999 deildireða kostnaðarstaðir. • Fylgir ströngustu kröfum skattayfirvalda. • Alsamhæft, sjö önnur kerfi í STÓLPA. • Góð þjónusta og kennsla. NÁMSKEIÐ: 2., 8. og 15. des. kl. 8.00-17.00. Uppsetning á reiknilyklum, æfingar og útskriftir. FRAMHALDSNÁMSKEIÐ degi síðar fyrir byrjendur í bókhaldi. FYRIRTÆKJAAÐSTOÐ t.d. mánaðarleg samkvæmt samkomulagi. Verð: STÓLPI með fjárhagsáætlanakerfi kr. 33.000,- LITLI STÓLPI fyrir minni fyrirtæki kr. 16.000,- Námskeið pr. dag kr. 4.000,- Hringið og fáið nánari upplýsingar. Sala, þjónusta Markaðs- og söluráðgjöf, Björn Viggósson, Ármúla 38, 108 Rvk., sími 91-687466. Hönnun hugbúnaðar Kerfisþróun, Kristján Gunnarsson, Ármúla 38, 108 Rvk., sími 91-688055. göngu sína í átt til himnaríkis. Er Guði þá ekki fært að bjarga mannin- um án vatnsskímarinnar? Enginn er sá er gæti bannað Guði það. Hins- vegar er það víst, að allar þjóðir munu verða lærisveinar Krists og taka á móti skím hans og eiga að halda boð hans. Hveijir eru það, sem mega taka skím? Pétur talar um iðran. Jóhannes segir (lJóh. 2:23): „Sá sem játar soninn (Jesú) hefur og fundið föðurinn." Og Páll segir svo (Róm. 10:9: „Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn — og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða." Hinsvegar leggur hin kristna kirkja stund á bama- skím. Með hugtakinu „hin kristna kirkja" á ég hér til dæmis við ka- þólsku kirkjuna, rétttrúnaðarkirkj- una og lútersku kirkjuna. Hva má sjá merki iðranar, játn- ingar eða trúar meðal ungbama? Hversvegna leggur kirkjan samt sem áður stund á bamaskím? Gyðingleg hugsun ætti aftur á móti ekki í nein- um vanda hvað þetta atriði varðar. Samkvæmt boði Drottins bar Gyð- ingnum að láta umskera 8 ára son sinn (1. Mósebók, 10. og áfram): „Þetta er minn sáttmáli, milli mín og yðar og niðja þínna eftir þig: Allt karlkyn meðal yðar skal um- skera ... bæði þann sem fæddur er í húsi þínu, og eins þann, sem þú hefír verði keyptan." Þannig var bamið þegn þjóðar Guðs. í ijölfræði- riti um guðfræði og kirkju (Das Lexikon fur Theologie und Kirche) segir svo: „Guðfræðin telur um- skumina eins og sakramenti G.T. sem tákn þess, að einstaklingurinn tilheyri sáttmálaþjóðinni. Umskum- in réttlætir fyrir trú sáttmálaþjóðar- innar." Nú vitum við, að það gerist fyrir fóm Jesú. Einnig vitum við, segir fyrmefnt rit: „Með lokum hins gamla sáttmála er umskuminni varpað fyrir róða og hún fólgin í skíminni sjálfri." Væri umskuminni haldið áfram, táknaði það þá að hinn gamli sáttmáli væri ekki undir lok liðinn." Sú staðreynd, að skímin kæmi stað umskumarinnar, var mörgum lögmálstrúum Gyðingnum illskiljanleg. Umskumin væri vissu- lega Guðs lög, skýrt fram sett og af þunga. Var kirkunni stætt á því að varpa þessu boði Drottins fyrir róða? Nauðsyn reyndist að setja á þing postulanna í Jerúsalem, þar sem Pétur neytti alls síns kennivalds til að vinna þessari skoðun Páls fylgi. Skímin tók við hlutverki um- skumarinnar. Við þetta má því bæta, að skímin hafi einnig tekið við hlut- verki Jóhannesarskímarinnar, og gekk rejmdar lengra en hún, eða eins og Jóhannes sagði sjálfur (Mt. 3:11): „Ég skíri yður með vatni, er sá sem kemur á eftir mér... hann mun skíra yður með heilögum anda og eldi.“ Þá staðreynd, að birting heilags anda er tengd skím fullorð- inna, getum við lesið af. P 19:1 og áfram. Páll spyr menn nokkra frá Efesus: „Fenguð þér heilagan anda, er þér tókuð trú?“ — „Nei, vér höfum ekki einu sinni heyrt að heilagur andi sé til.“ — „Upp á hvað erað þér þá skírðir?" — „Upp á skím Jóhannesar." Páll bendir þeim þá að Jóhannes sjálfur hafi bent fram á við til Jesú. „Þá létu þeir skírast til nafns Jesú. Er Páll hafði lagt hendur jrfir þá, kom heilagur andi yfir þá og þeir töluðu tungum og spáðu." Þegar ungaböm eiga í hlut, er að sjálfsögðu ekki um að ræða slík sýnileg ytri tákn. Er þá minnst á bamaskím í Nýja testamentinu, þegar rætt er um skímina? Nei, samt er hægt að benda á og taka undir þessi orð ritverksins „Evangelischen Erwachsenen Katechismus" (bls. 1066): „Nýja testamentið segir viða frá þvi að einhver hafi tekið skím „með öllum á heimili hans" (Post. 16:15,33: 18:18; 1. Kór. 1:16). Hugtakið „allt heimilið" er afmarkað, formlegt orðatiltæki, sem felur í sér alla á heimilinu, böm jafnt sem þjónustu- fólk. „Hér má benda á það, hvenær og hvemig framkvæmd umskumar- innar var háttað. Þar sem ung böm era hvergi nefnd sérstaklega, þá er ekki hægt að byggja á ritningunni einni hvað varðar fulla sönnun. í fyrmefndu riti, „Handbuch der Dogmengeschichte" (Handbók um sögu kennisetninganna), IV 2.S.27 segir svo um þetta atriði: „Þar með er ekkert sagt um réttlæti bama- t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.