Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 52
•4/SlA 52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 rokksiíðan ÁRNl MATTHÍASSON Mín eigin tónlist EinarOddson um Flass Enn eru að bætast plötur við hraukinn af útgefnum íslenskum plötum á þessu ári og í gær bætt- ist ein plata í, platan Flass sem gerð er og útgefin af Einari Odds- syni. Ekki hefur borið mikið á Einari í tónlistarlífinu, en þó hefur hann ^ verið að fást við tónlist í yfir tíu ár. Hann segir enda að hann kunni best við að vinna í hljóðveri og þessi plata er unnin á löngum tíma í samvinnu við Þorstein Jónsson, sem sá um upptökustjórn. Rokk- síðan náði tali af Einari í tilefni af útgáfu plötunnar. Nú hefur þú ekki verið áber- andi í íslensku tónlistarlífi Einar þar til þess að þú gefur allt í einu út plötu. Nei, ég hef ekki verið mikið í þessum hljómsveitabransa. Það má segja að ég hafi mest verið að leika tónlist fyrir sjálfan mig. Ég hef alltaf haft þörf fyrir að vera að semja, en nú fannst mér tími ^iktil kominn til að leyfa öðrum að heyra hvaö ég væri að gera og því er þessi plata gefin út. Ég sem síðan öll lög á plötunni og alla texta utan einn. Hin sígilda spurning: Af hverju eru alli textar á ensku? Ég var þegar búinn að semja tvo til þrjá texta á ensku þegar ég fór að athuga með útgáfu fyrir tveimur árum. Þegar ég reyndi síðan að snúa textunum yfir á íslensku kom það ekki vel út og því ákvað ég að hafa þá alla á ensku. Hvað með framhaldið á þess- ari útgáfu, ætlar þú að fara að spila með hljómsveit til að fylgja plötunni eftir? Það er allt í athugun. Gerir þú þér einhverjar vænt- ingar með sölu á plötunni? Nei, ég geri mér engar tálvonir. Hugsunin á bak við þess plötu var aðallega að koma því efni sem á henni er frá mér. Ég vil bara að það heyrist og að fólk geti séð hvað ég er að pæla. Hvað með þina framtíð sem tónlistarmaður? Langar þig ekki til að stofna hljómsveit og fara í ballstandið? Nei, ekki get ég sagt það. Sé litið á þessa plötu þá er hún miklu frekar ég en ef hún hefði verið æfð og unnin með fastri hljóm- sveit. Eg kann betur við að vinna í hljóðveri en að vera að þvælast um og leika danstónlist sem er kannski ekki mér að skapi. Með því að vinna plötuna svona er þetta mín eigin plata og mín eigin tónlist. Er eftthvað sérstakt sem þú vilt segja um plötuna. Á henni er melódísk popptón- list, efni sem ég hef verið að semja í nokkurn tíma. Elsta lagið á plöt- unni er tíu ára en önnu yngri svo segja má að platan spanni að nokkru minn feril í tónlist. Framlag Sogbletta til jólanna Af þeim íslensku plötum sem þegar hafa litið dagsins Ijós eru nær allar helgaðar popp- og sölutónlist í einhverri mynd. Sárlega hefur vantað framsækna rokktónlist til mótvægis við allan glassúrinn. Það stendur þó allt til bóta því tvær þeirra rokksveita sem hófu að starfa á þessu ári, Sogblettir og Bleiku bastarnir, eru í þann mund af senda frá sér 45 snún- inga plötur. Sogblettir voru teknir tali í hljóðveri, þá er þeir voru að taka upp þau tvö lög sem á plötunni verða. Á meðan Gunni stillti trommusettið ræddi út- sendari Rokksíðunnar við þá Arnar, Ara og Nonna. Eru Sogblettir að gera diskóplötu? Nei, en á annarri hliðinni er lag sem menn eiga kannski eftir að kalla popplag. Á hinni hliðinni er lagið Er nema von sem eins og Sogblettir eru núna. Nú veit ég að þig hafið ekki haft aðgang að æfinga- húsnæði ansi lengi og hafið ekki spilað í eina tvo mánuði. Eru Sogblettir að gefast upp. Þetta kemur ekki niður á hljómsveitinni á meðan, við hittumst reglulega og sukkum saman um helgar. Þetta kemur náttúrulega niður á því að við getum ekki spilað nema geta æft. Það var reyndar ætlunin að taka pásu til að semja lög, en sú pása er þegar orðin of löng. Við höfum að vísu samið lög en það eru bara bútar sem bíða þess að verða að lögum. Hvað með framtíð Sog- bletta, nú passið sig ekki vel í gleðipoppímyndina. Framtíðin er óráðin, en hvað gleðipoppið varðar þá vorum við að heyra jólalag Stuðkomp- anísins og það finnst manni helvíti lélegt, þeir eru ekki orðnir tvítugir og eru farnir að gera jólalög. Gaurar eins og Björgvin Halldórsson gera svona jólalög en hann byrjaði þó ekki á því fyrr en hann var orðinn þrítugur. Á plötunni okkar verður framlag okkar til jólanna, en það verða þó ekki jólalög. Við erum ekki orðnir iðnvarningur. Hvað með tónlistarlífið? Okkur finnst Sykurmolarnir vera að gera góða hluti og S/H draumur og Daisy Hill. Á móti koma sveitir eins og og Blátt áfram sem er hræðileg, með því hræðilegra sem hefur kom- ið fram og synd að hún skuli kenna sig við rokktónlist. Þið voruð vel grófir á tón- leikum í sumar. Er tónlistin að verða mýkri? Við erum að reyna að gera vandaðri og harðari tónlist, við erum að reyna að gera það sem allar pönksveitir hefðu átt að gera. Það þýðir ekkert að spila pönk fyrir íslenska pönk- ara, þeir eru svo heimskir. Langar ykkur ekki að slá í gegn? Ekki í þeirri merkingu að fólk sé að benda á þig og þú sért að skrifa niður brandara til að hafa með sér í sjón- varpið. Við viljum bara fá peninga. Við erum ekki að spila á tónleikum bara til að láta fólk sjá okkur, það bara virkar svo vel, það getur verið svo gaman. Það er gott að fá pen- inga, en maður hefur engan áhuga á að vera kannski að spila og labba svo niður í bæ daginn eftir og fólk er að kippa hvert í annað og æpa á mann. Það er fáránlegt. Hver hefur áhuga á því á íslandi? Það væri miklu betra ef talað væri um mann á hverju heimili í Bandaríkjunum, maður er alla- vegana ekki á staðnum. Lokaorð? Arnar á lokaorðin: Ef ég get ekki fengið peninga út úr því að spila tónlist þá fæ ég bara peninga út úr því að ræna banka. Ungtfólk Nú hefur Sjónvarpið tekið upp þráðinn fyrir unglinga á nýjan og spennandi máta: Annir og appelsínur heita þættir á föstudögum sem nemendur framhaldsskólanna framleiða upp á eigin spýtur, með fjölbreyttu efni í tali og tónlist. Hér er skemmtileg nýbreytni á ferðinni og mun einn skóli annast hvern þátt. Poppkorn verður nú á þriðjudögum, með breyttu sniði og nýjum umsjónarmanni, dóni Ölafssyni. Að sjálfsögðu halda Stóra stundin, Stundargaman og Smeliir einnig áfram. Yngsta kynslóðin fær efni við sitt hæfi daglega, að viðbættri Stundinni okkar. Það verður enginn útundan hjá Sjónvarpinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.