Morgunblaðið - 25.11.1987, Side 57

Morgunblaðið - 25.11.1987, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 57 Kveðjuorð: Þórður Helgason frá Þursstöðum Fæddur 30. desember 1916 Dáinn 18. október 1987 Ég var svo lánsamur að kynnast Þórði eða Dodda eias og hann var yfirleitt kallaður af vinum sínum. Kynni okkar hófust á Þursstöðum í Borgarhreppi fyrir rúmum 50 árum er ég var í sveit hjá Helga bróður hans. Doddi starfaði sína æfidaga við hlið Helga bróður síns og Guðrúnar konu hans. Það er búið að höggva stórt skarð í systkinahóp Dodda, en áður hafa látist Svava húsmóðir í Reykjavík, Helgi bóndi á Þursstöðum, Sigur- björg húsmóðir í Reykjavík og hálfsystir þeirra Ása húsmóðir í Borgamesi. Sigurbjörg móðir mín lést 11. maí sl. en við jarðarför hennar hitti ég Dodda í hinsta sinn. Foreldrar þeirra voru sæmdarhjónin Guðrún Magnea Þórðardóttir frá Gróttu á Seltjamamesi og Helgi Jónas Jóns- son frá Bálkastöðum í Hrútafirði. Doddi móðurbróðir minn var mér ákaflega kær. Allt frá því ég steig mín fyrstu spor minnist ég hans með þakklæti. Það auðgar lífið að hafa átt slíkan vin. Allt frá því fyrsta kenndi hann mér að fara vel með öll dýr og virða náttúru lands- ins sem gefur okkur svo margt eins og hann orðaði það. Ólatur var hann að róa með sig strákinn út fyrir Þursstaðarey og dorga fyrir kola. Þeirra stunda minnist ég ætíð með þakklæti og seinna var farið á hjólum um Borgarfjörðinn, og rent með stöng þar sem leyfi fékkst, en það var alltaf auðfengið. Þetta voru okkur báðum miklar ánægjustund- ir. Seinna er ég fluttist í annan landsijórðung hélt Doddi sömu tryggð við mig og fjölskyldu mína, og oft hittumst við á heimili móður minnar á Neshaga 13 í Reykjavík og var þá gjaman spjallað um liðna tíð. Doddi veiktist í æsku og bar þess menjar ævilangt. Fæstir vissu hve hann leið fyrir það, þó var hann í góðum vinahóp kátastur allra og skemmti sér og öðrum. Mér er en minnisstætt er hann heimsótti mig og fjölskyldu mína vestur á firði en þangað hafði hann ekki komið áður, hve honum fannst landslagið bæði stórbrotið og fallegt. Það er mikil eftirsjá að góðum vinum og því settist ég niður og skrifaði þessi fátæklegu orð um Dodda vin minn. Eftirlifandi systr- um hans, Ingibjörgu og Jórunni Helgadætrum, votta ég samúð mína. Gunnar Valdimarsson, Flateyri. ALÍS - ný ferðaskrif- stofa opnuð í Hafnarfirði ALÍS, ný ferðaskrifstofa var nýlega opnuð í Hafnarfirði og er þetta fyrsta ferðaskrifstofan þar í bæ. Skrifstofan er tíl húsa í Bæjarhrauni 10. Hin nýja ferðaskrifstofa mun veita alla almenna þjónustu og er tengd beint inn á bókunarkerfi Flugleiða. Eigendur ferðaskrifstof- unnar eru Steinþór Einarsson, sem áður starfaði hjá Samvinnuferð- um—Landsýn og Atlantik og Skúli Gunnar Böðvarsson og Laufey Jó- hannsdóttir, sem áður voru umboðsmenn reykvískra ferðaskrif- stofa í Hafnarfirði. Auk þeirra þriggja starfar Sólveig Hannam á skrifstofunni. Ferðaskrifstofan ALÍS hlaut starfsleyfi þann 18. september síðastliðinn og hóf starfsemi þá. Hún var formlega opnuð 20. októ- ber síðastliðinn. ^Lprnmiun. jjcóbleilut cxj ipennúruíi Le^ Cflœrujjai 5puciwncjcZi ojóv&i miMuil Trivial Pursuit Fæst í bóka- og leikfanga- verslunum um land allt. ofiNus vi „Trivial Pursuit“ er skrásett vörumerki. Dreifing á íslandi: Eskifell hf., s. 36228. Leikur frá Horn Abbot. Gefinn út meö leyfi Horn Abbot Intl. Ltd. ■ I II SERHONNUÐ STÖK TEPPIÚR 100% ULL n /\(\ /ir HÖNNUÐUR: rLAAI V IL ANNEGRETE HALLING-KOCH ATMOSPHERE hönnuður: ZIG-#\G L L METTE USSING U \v_J HÖNNUÐUR: PER ARNOLDI 140x200,183x275,250x335. Skeifunni 3G — Box 740 — 108 Reykjavík — Sími 82111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.