Morgunblaðið - 25.11.1987, Side 62

Morgunblaðið - 25.11.1987, Side 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 fclk f fréttum Morgunblaðið/ Sverrir Kvenfélagskonuraar önnum kafnar við baksturinn, f.v.: Ragnhildur Guðmundsdóttir, Sveinbjörg Símonardóttir, Inge Valentinusson, Helga Þorleifsdóttir, Birna Björnsdóttir og Erna Kolbeins. Fyrir framan stendur aldursforseti þeirra er bökuðu; Sigríður Rakel Gísladóttir en hún er 82 ára. KVENFÉLAGIÐ SELTJÖRN Kleinubakstur á Seltjarnarnesinu Mýrarhúsaskóli ilmaði allur af kleinubakstri nú um helgina, er félagskonur í kvenfé- laginu Seltjöm á Seltjamamesi bökuðu kleinur og ástapunga í samtals 20 klukkustundir. Þær hófu baksturinn klukkan 17 á föstudag og luku honum daginn eftir klukkan 13. Baksturinn var í tilefni 20 ára afmælis kvenfé- lagsins og gekk, að sögn Ragn- hildar Guðmundsdóttur ritara félagsins, mjög vel. Sagði hún að allur baksturinn hefði verið seldur um klukkan hálftvö á laugardag, en alls hefðu þær selt á milli 400 og 500 poka. Hún sagði að þeim hefði fundist svo gaman að hitt- ast og vinna saman, að engrar þreytu hefði gætt. Um 20 til 30 konur tóku þátt í bakstrinum og stóðu nokkrar þeirra allan tímann og steiktu kleinur. Ragnhildur bjóst fastlega við því að þær end- urtækju baksturinn og sagði að þá myndu þær baka helmingi meira því salan hefði gengið fram- ar vonum. „Oghvað skyldi þetta nú vera? Reutcr HLUTIM0NTY PYTH0N Ævintýri Munchausens í nýjum búningi Breski leikarinn og háðfuglinn Eric Idle er nú að bæta enn einni skrautfjöðr- inni í hattinn, en hann leikur hinn stórfeng- lega Berthold í nýrri kvikmynd um ævintýri Munchausens. Leikstjóri er Terry Gilliam en hann og Eric eru líklega þekktastir fyrir að vera félagar í Monty Python genginu, sem hefur gert garðinn frægan með mynd- um á borð við „Life of Brian" og „Meaning of Life“. Meðfylgjandi mynd er tekin við útitökur á Spáni og verður vart annað sagt en að Eric, sem er fremst á myndinni, taki sig stórvel út. ÁHÆTTULEIKUR Ætlarðu að bíða augnablík Það er ekki heiglum hent að vera áhættu- leikari. Þessari mjmd var smellt af Frakkanum Daniel Verite þar sem hann hékk, að því er virtist í mestu makindum, utan á Gare de Lyon brautarstöðinni í París. Daniel hékk í klukkuvísi á vegum fransks úra og klukkufyrirtækis og var klukkan stöðvuð í fyrsta sinn síðan árið 1900 til þess að Daniel lenti ekki í vandræð- um. Tiltækið heppnaðist framar vonum, en hvort hangs Daniels hefur hresst upp á söluna er annað mál. Hann gerði að minnsta kosti sitt besta. Daniel hangir sallarólegur á klukkuvisinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.