Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 fclk f fréttum Morgunblaðið/ Sverrir Kvenfélagskonuraar önnum kafnar við baksturinn, f.v.: Ragnhildur Guðmundsdóttir, Sveinbjörg Símonardóttir, Inge Valentinusson, Helga Þorleifsdóttir, Birna Björnsdóttir og Erna Kolbeins. Fyrir framan stendur aldursforseti þeirra er bökuðu; Sigríður Rakel Gísladóttir en hún er 82 ára. KVENFÉLAGIÐ SELTJÖRN Kleinubakstur á Seltjarnarnesinu Mýrarhúsaskóli ilmaði allur af kleinubakstri nú um helgina, er félagskonur í kvenfé- laginu Seltjöm á Seltjamamesi bökuðu kleinur og ástapunga í samtals 20 klukkustundir. Þær hófu baksturinn klukkan 17 á föstudag og luku honum daginn eftir klukkan 13. Baksturinn var í tilefni 20 ára afmælis kvenfé- lagsins og gekk, að sögn Ragn- hildar Guðmundsdóttur ritara félagsins, mjög vel. Sagði hún að allur baksturinn hefði verið seldur um klukkan hálftvö á laugardag, en alls hefðu þær selt á milli 400 og 500 poka. Hún sagði að þeim hefði fundist svo gaman að hitt- ast og vinna saman, að engrar þreytu hefði gætt. Um 20 til 30 konur tóku þátt í bakstrinum og stóðu nokkrar þeirra allan tímann og steiktu kleinur. Ragnhildur bjóst fastlega við því að þær end- urtækju baksturinn og sagði að þá myndu þær baka helmingi meira því salan hefði gengið fram- ar vonum. „Oghvað skyldi þetta nú vera? Reutcr HLUTIM0NTY PYTH0N Ævintýri Munchausens í nýjum búningi Breski leikarinn og háðfuglinn Eric Idle er nú að bæta enn einni skrautfjöðr- inni í hattinn, en hann leikur hinn stórfeng- lega Berthold í nýrri kvikmynd um ævintýri Munchausens. Leikstjóri er Terry Gilliam en hann og Eric eru líklega þekktastir fyrir að vera félagar í Monty Python genginu, sem hefur gert garðinn frægan með mynd- um á borð við „Life of Brian" og „Meaning of Life“. Meðfylgjandi mynd er tekin við útitökur á Spáni og verður vart annað sagt en að Eric, sem er fremst á myndinni, taki sig stórvel út. ÁHÆTTULEIKUR Ætlarðu að bíða augnablík Það er ekki heiglum hent að vera áhættu- leikari. Þessari mjmd var smellt af Frakkanum Daniel Verite þar sem hann hékk, að því er virtist í mestu makindum, utan á Gare de Lyon brautarstöðinni í París. Daniel hékk í klukkuvísi á vegum fransks úra og klukkufyrirtækis og var klukkan stöðvuð í fyrsta sinn síðan árið 1900 til þess að Daniel lenti ekki í vandræð- um. Tiltækið heppnaðist framar vonum, en hvort hangs Daniels hefur hresst upp á söluna er annað mál. Hann gerði að minnsta kosti sitt besta. Daniel hangir sallarólegur á klukkuvisinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.