Morgunblaðið - 26.11.1987, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987
15
Mist Þorkelsdóttir, tónskáld.
með íslensku hljómsveitinni og
Kammersveit Reykjavíkur. En
hvemig er að spila á gítar með sin-
fóníuhljómsveit?
„Gítarinn er fremur veikt hljóð-
færi, þannig að það þarf að magna
hljóðið dálítið upp,“ sagði Pétur.
„Þó er verkið þannig sett upp, að
þar koma fyrir nokkrir einleikskafl-
ar á gítar og aðrir kaflar, þar sem
strengjahljóðfærin spila ein. Tækn-
in i dag við að magna gítartónana
er með þeim hætti, að það kemur
ekki að sök og skemmir ekki hljóm
hljóðfærisins,“ sagði Pétur að lok-
um.
Lokaverk tónleikanna í kvöld er
Sinfónía nr. 1 eftir breska tónskáld-
ið William Walton. Þetta er í fyrsta
sinn, sem þetta verk er leikið hér-
lendis. William Walton er fæddur í
upphafi aldarinnar og hafa tónverk
hans jafnan vakið athygli. Hann
hefur þó ekki verið aflcastamikið
tónskáld, t.d. er þessi sinfónía sú
eina, sem hann samdi. Walton hefur
hlotið margháttaða viðurkenningu
fyrir tónlistarstörf í heimalandi sínu
og meðal annars var hann aðlaður
árið 1951.
Eins og sjá má, verður efnisskrá
kvöldsins fjölbreytt og vafalaust
eitthvað við hæfi allra. Stjómandi
verður breski hljómsveitarstjórinn
Frank Shipway, sem hefur dvalið
hérlendis undanfamar vikur við
hljómsveitarstjóm.
Texti: Rafn Jónsson
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Framsögumenn, fundarstjóri og stjómarmenn Félags eldri borgara á fundi félagsins um staðgreiðslu-
kerfi skatta. (Talið frá vinstri) Bergsveinn Jónsson, Jón Zophaníasson, Skúli Þórður Eggertsson,
Haraldur Steinþórsson, Snorri Jónsson, formaður og Barði Friðriksson.
ingu svokallaðs skattkorts. Á þessu
skattkorti mun geta að fínna upp-
lýsingar m. a. um persónuafslátt
viðkomandi. Kortið afhendir launa-
maður til síns launagreiðanda, sem
tekur tillit til þessara upplýsinga
við ákvörðun skattsins.
Að sögn Skúla em helstu breyt-
ingamar í hinu nýja skattakerfi,
að ýmsum frádráttarliðum er rýmt
út, sem aftur veitir meira svigrúm
til lækkunar skatthlutfalls eða
hærri persónuafsláttar. Ætlunin er
að mun fleiri verði skattlausir, og
er það gert til tryggja hag hinna
lægstlaunuðu.
Meðferð eftirlauna og lífeyris
verður sú sama og launagreiðslna,
þannig að Tryggingarstofnun verð-
ur stærsti launagreiðandi landsins.
„Áður fyrr giltu mismunandi reglur
og flóknar um skattskyldu af eftir-
launum og lífeyri, en með nýju
reglunum er allt gert skattskylt.
Þetta mun þó ekki þýða að eldri
borgarar verði ver settir en áður,
heldur þvert á móti; þeir verða bet-
ur settir, þar sem skattleysismörk
verða hækkuð verulega. Forsendan
er hins vegar sú að Tryggingar-
stofnun fá skattkortin í hendur, því
annars er ekkert tillit tekið til per-
sónufrádráttar," sagði Skúli.
Bótaþegum Tryggingarstofnun-
ar mun bjóðast að láta skattkort
sitt liggja hjá Tryggingarstofnun,
sem halda mun þá skatti eftir af
greiðslum. Fari þessar greiðslur
ekki mikið yfír 40.000 kr á mánuði
að sögn Skúla munu viðkomandi
bótaþegar ekki þurfa að greiða
skatt. Frumkvæði kom frá Trygg-
ingastofnun um að þessi þjónusta
yrði veitt, enda ættu margir af hin-
um 44. 000 bótaþegum stofnunar-
innar erfítt með að skila kortinu.
Þeir sem vilja geta þó haft þann
háttinn á.
Utan þessa kerfis verða ákveðnar
greiðslur eins og bamabætur, sem
verða greiddar út á þriggja mánaða
fresti óháð skattgreiðslu. (Svipað
og fjölskyldubætumar áður fyrr.)
Einnig benti Skúli á, að svokallaðar
húsnæðisbætur yrðu reiknaðar út
og greiddar mönnum í stað vaxta-
frádráttar. Eignaskattur verður
áfram greiddur eftir á. Ein breyting
verður varðandi greiðslu eigna-
skatts, að því er eldri borgara
snertir. Áður nýttist persónufrá-
dráttur við greiðslu eignaskatts, en
nú er gert ráð fyrir að hann greið-
ist ávallt. Skúli kvað þetta hafa
verið umdeilt á Alþingi á sínum
tíma, enda kæmi þetta illa við margt
gamalt fólk, sem byggi í stóru hús-
næði en hefði litlar tekjur.
Síðara erindið flutti Jón Zopha-
níasson, en hann skýrði nánar
notkun skattkortanna. Allir 15 ára
og eldri munu fá kortið sent til sín,
nema hvað að kort styrkþega1
Tryggingastofnunar verða send til
stofnunarinnar. Fái „launagreið-
endur“ greiðslur víðar gefst þeim
kostur á að fá korti sínu skipt hjá
skattstjóra, þannig að það nýtist á
öllum stöðum. Einnig mun verða
unnt að fá kort fyrir launagreiðanda
maka. Þurfa þá nöfn beggja maka
að koma fram á kortinu. Er þá
unnt að nýta ónotaðan persónuaf-
slátt til frádráttar á skatti maka.
Kjell Bekkelund
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Norski píanóleikarinn Kjell
Bekkelund hélt tónleika í Norræna
húsinu og flutti tónlist eftir Grieg,
Niels Viggo Bentzon, Erik Berg-
man, Finn Mortensen og Lars Erik
Larsson. Tónleikamir hófust á fjór-
um „humoreskum", op. 6, eftir
Grieg, elskulegum verkum sem
Bekkelund lék fallega en án allrar
gamansemi. Annað verkið var
„nítján laga“ raddsetningar á
norskum þjóðlögum sem er op. 66
og var þar margt undur fallegt að
heyra og veit undirritaður ekki til
þess að þetta verk hafí verið flutt
hér á landi.
Tréristur op. 65 eftir Bentzon var
þriðja verkið og þar á eftir tónræn-
ar „spekulasjónir" eftir Bergman,
sem hann kallar Aspekter Mesta
og erfíðasta verkið á þessum tón-
leikum er eftir Finn Mortensen og
það er Fantasía og fúga, op. 13.
Tækni Bekkelunds er feikileg og
var leikur hans í verki Mortensens
Kjell Bekkelund
magnaður og stórbrotinn. Síðasta
verkið var blíðróma Sónatína eftir
Larsson sem Bekkelund lék af
glæsileik, eins og hann reyndar
gerði í öllum viðfangsefnum tón-
leikanna.
Gestaguðsþjónusta í
Nýju Postulakirkjunni
SÉRSTÖK gestaguðsþjónusta
verður haldin í Nýju Postula-
kirkjunni á sunnudaginn kl.
11.00.
Nýja Postulakirkjan starfar i dag
í flestum löndum heims og er beint
framhald fmmkirkjunnar í nú-
tímanum, endurreist í byrjun 19.
aldar. Nýja Postulakirkjan er til
húsa að Háaleitisbraut 58-60, 2.
hæð.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Kaffíveitingar.
(Fréttatilkynning)
Verkalýðsfélög á Vesturlandi:
Naumlega samþykkt
að leggja niður Alþýðu-
samband Vesturlands
Verkalýðsfélög á Vesturlandi
hafa samþykkt naumlega í alls-
heijaratkvæðagreiðslu að leggja
niður Alþýðusamband Vestur-
lands. í framhaldi af atkvæða-
greiðslunni verður boðað til
aukaþings sambandsins laugar-
daginn 5. desember næstkom-
andi, þar sem formlega verður
gengið frá málinu.
Atkvæðagreiðslan fór fram í ell-
efu félögum á Vesturlandi. Sex
félög vildu hafa sambandið áfram,
en fimm voru móti og þar sem þau
félög eru stærri réðu þau úrslitum.
Á kjörskrá voru 3.288, en 1.165
greiddu atkvæði. 575 vildu leggja
sambandið niður en 529 vildu hafa
það áfram og 61 seðill var auður.
Efirtalin félög vildu leggja sam-
bandið niður: Verkalýðsfélag
Akraness, Verslunarmannafélag
Akraness, Sveinafélag málmiðnað-
armanna Akranesi, Verkalýðsfélag
Stykkishólms og verkalýðsfélagið
Stjarnan Grundarfirði. Eftirtalin
félög vildu ekki leggja sambandið
niður: verkalýðsfélagið Valur Búð-
ardal, Verkalýðsfélag Borgarness,
Verslunarmannafélag Borgarness,
verkalýðsfélagið Hörður Hvalfirði,
verkalýðsfélagið Afturelding Hell-
issandi og verkalýðsfélagið Jökull
Ólafsvík.
Sem dæmi um það hversu mjótt
var á mununum má nefna að aðeins
munaði tveimur atkvæðum hjá
verkalýðsfélaginu Stjömunni á
Grundarfirði að þar væri ekki sam-
þykkt að leggja Alþýðusambandið
niður. Ef úrslitin hefðu verið á hinn
veginn hefði ekki verið meirihluti á
aukaþinginu fyrir því að leggja
sambandið niður, að sögn Jóns
Agnars Eggertssonar, formanns
Alþýðusambands Vesturlands og
verkalýðsfélagsins í Borgamesi.
Hann sagði líklegt að þau félög sem
voru andvíg myndu stofna samtök
með sér, eins og til dæmis fulltrúar-
áð verkalýðsfélaga á Vesturlandi,
þar sem þessi félög teldu nauðsyn-
legt að hafa einhvem samstarfs-
vettvang.
Hveragerði:
Óvænt
heimsókn
í Hótel
Ljósbrá
Hverajjerði.
SNEMMA á sunnudagsmorg-
un sl. vöknuðu menn í Hótel
Ljósbrá við vondan draum
og mikinn hávaða. Við athug-
un kom í Ijós að bifreið hafði
ekið á norðurvegg hússins á
fullri ferð.
Er að var komið stóð bifreið-
in mannlaus, en sást í iljar
ökumannsins á hlaupum, sem
hafði sem betur fer sloppið
ómeiddur. Lögreglu var gert
viðvart og hafði hún uppá öku-
manninum, sem hafði verið að
skemmta sér og grunaður var
um ölvun. Ekki urðu teljandi
skemmdir á húsinu, en málning
flagnaði af veggnum á bletti.
En bíllinn er mikið skemmdur.
Þess má geta að þetta sama
hús fékk samskonar heimsókn
fyrir nokkrum árum, en lætur
ekki haggast, það má nú öllu
venjast.
— Sigrún