Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 Saga íslensks málmiðnaðar komin út: Grunnur lagður að almennri iðnsögu FYRSTA bindið , í ritsafninu „Safn til Iðnsögu íslendinga" er komið út. Þetta fyrsta bindi fjall- ar um sögu málmiðnaðar á íslandi og ber heitið „Eldur í afli“. Höfundur verksins er Sum- ariiði ísleifsson sagnfræðingur, en hann er einnig menntaður ketil- og plötusmiður og hefur starfað að þeirri iðn. Ritstjóri ritsafnsins er Jón Böðvarsson, fyrrum skólameistari. Jon Böðvarsson sagði á fundi með fréttamönnum, þar sem ritið var kynnt, að Sverrir Hermannsson hefði í iðnaðarráðherratíð sinni haft forgöngu um að ráðist var í verkið og eftir að Sverrir varð mennta- málaráðherra varð að ráði að stjóm iðnsöguritunar flyttist með honum og lyti stjóm menntamálaráðherra. Skyldi að stefnt að skýra þátt iðnað- ar í íslenskri atvinnusögu og beina kastljósi einkum að 20. öld. Athug- un leiddi í ljós að skráðar heimildir um iðnsögu eru svo fáskrúðugar og tilviljunarkenndar að ógerlegt þótti að semja yfírlitsrit nema kanna fyrst og skrá sögu helstu iðngreina sem hér hafa verið og em stundaðar. Því var ákveðið að láta semja og gefa út nokkur bindi af „Safni til Iðnsögu íslendinga" er verða skyldu gmnnur að almennri iðnsögu. Hagkvæmisástæður réðu því að málmiðnaður og ullariðnaður völdust sem fyrstu viðfangsefni. Samkomulag varð milli ráðherra og ritstjöra um að hafa í fyrirrúmi lýs- ingar á vinnunni sjálfri og tækni- legri framvindu í iðnaði. Því er lýst gömlum vinnubrögðum og verk- fæmm, bæði tækjum og vélum, sem ekki em lengur notuð. Að sögn Jóns þótti einsýnt að treysta yrði á munnlegar frásagnir í ríkara mæli en tíðkast í hefðgrón- um fræðiritum. Heppilegt var talið að hveijum texta fylgdu margar vel útskýrðar ljósmyndir, og ráð- gert var að hveiju bindi fylgdi myndband tengt bókarefni. Sumar- liði ísleifsson, ketil- og plötusmiður og sagnfræðinemi við Háskóla Is- lands tók að sér að rita kandídatsrit- gerð um sögu málmiðna á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar og um samd- ist að ritsmíð sú yrði stofn að bókinni „Eldi í afli“. Bókin skiptist í fjóra megin- þætti. Fjallar hinn fyrsti um málmiðnað og réttindi iðnaðar- manna, annar um málmiðnað á 19. öld, þriðji um jámsmíði er vélarafl kemur til sögu og hinn fjórði um málmiðnað 1920 til 1950. Aðal- ritsmíðin er skýr og greinargóð efnisgrind. Rammagreinar, myndir og myndatextar eru ítarefni sem tengjast frásögninni og gæða hana lífí. I bókinni birtast nokkur kvæði íslenskra höfuðskálda um iðngrein- Morgunblaðið/Börkur Jón Böðvarsson, ritstjóri rit- safnsins, með fyrsta bindið „Eldur í afli“. ina. Loks er bókarauki, sem er yfírlit um orðtök runnin frá málmsmíð eftir Halldór Halldórs- son, fyrrverandi prófessor. Myndbandið sem fylgir bókinni fjallar um sama efni, sýnir fram- vindu frá handverki til sjálfvirkni. Það gerði Þorsteinn Jónsson, kvik- myndagerðarmaður í samráði við Sumarliða ísleifsson, sem einnig samdi myndatexta, en þulur er Bjöm Th. Bjömsson. Bókin er unn- in í Prentsmiðjunni Odda og gefín út af Hinu íslenska bókmenntafé- lagi. Gert er ráð fyrir að tvö næstu bindi ritsafnsins „Safn til Iðnsögu íslendinga" komi út haustið 1988. Munu þau ijalla um ullariðnað og sögu bifvélavirkjunar á íslandi. .. -C', Samskipti foreldra og -að ala upp ábyrga æsku í bókinni mælir höíundurinn Dr. Thomas Gordon með aðferðum sem miða að gagnkvæmum skilningi milli foreldra og bama og niðurstöðum sem byggjast á sameiginlegri lausn vandamálanna. Þannig geta bömin litið á sig sem ábyrga aðila við hlið foreldra sinna. Aðferðir Thomasar Gordons em heimsþekktar, bókin heíiir verið þýdd á fjölmörg tungumál og hvarvetna orðið metsölubók. <§ bók góð bók Á áttunda tug Jjósmynda prýða bókina „Eldur í afli“. Hér má sjá gamla mynd af Þorsteini Tómassyni járnsmið og Sveini Guðmunds- syni lærlingi. Þorsteinn hefur lagt glóandi járn á steðja og heldur við með smiðjutöng. Sveinn er reiðubúinn að slá á. Tónlistarhátíð ungra einleikara 1988: Áshildur Haralds- dóttir fulltrúi íslands DAGANA 9.-10. nóvember fór fram í Gautaborg lokaval þátt- takenda í Tónlistarhátíð ungra einleikara sem haldin er í höf- uðborgum Norðurlanda á tveggja ára fresti og verður næst haldin í Reykjavík 25.-30. október 1988. Fulltrúi íslands á hátíðinni verður flautuleikar- inn Áshildur Haraldsdóttir. Norræn dómnefnd valdi þátt- takendur að undangengnu forvali í hveiju landi fyrir sig. Að þessu sinni voru átta eftirtaldir þátttak- endur valdir: píanóleikarinn Leif Ove Andsnes frá Noregi, sellóleik- arinn Michaela Fukacová Christ- ensen frá Danmörku, harmoniku- leikarinn Geir Graugsvoll frá Danmörku, sellóleikarinn Jan- Erik Gustafsson frá Finnlandi, píanóleikarinn Anders Kilström frá Svíþjóð, blokkflautuleikarinn Dan Laurin frá Svíþjóð, bariton- Áshildur Haraldsdóttir flautu- Ieikari. söngvarinn Hans Olle Person frá Svíþjóð og flautuleikarinn Áshild- ur Haraldsýóttir frá íslandi. Fulltrúi íslands í norrænu dóm- nefndinni var Gunnar Kvaran sellóleikari. I Morgunblaðið/Börkur Svandís Dagbjartsdóttir, Kristín Óskarsdóttir og eigandi Hár GaU- erís Lilja Sveinbjömsdóttir. Eigendaskipti á Hár Galleríi EIGENDASKIPTI hafa orðið á hársnyrtistofunni Hár Gallerí að Laugavegi 27. Nýi eigandinn er Lilja Sveinbjömsdóttir en hún starfaði áður á Saloon Ritz. Á stofunni starfa ásamt Lilju Kristín Óskarsdóttir, Svandís Dag- bjartsdóttir og Erla Eyjólfsdóttir. Á stofunni er boðið upp á alla al- menna hársnyrtiþjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.