Morgunblaðið - 26.11.1987, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987
Cylinda
fe-' ASEA Cylinda þvottavél, gerð 11000 -
SÉRTILBOÐ: kr. 37.990.00 stgr.
Ath. tilboðið stendur aðeins í nokkra daga.
íslensk barnabók fékk viðurkenn-
ingu á alþjóðlegri barnabókasýningu
Morgunblaðið/Sverrir
Ragnheiður Gestsdóttir með viðurkenningarskjalið. Ásgeir Guð-
mundsson námsgagnastjóri er til vinstri og Dusan Roll, forseti alþjóða
barnabókaráðsins, til hægri.
RAGNHEIÐUR Gestsdóttir fékk
viðurkenningu á alþjóðlegri
barnabókasýningu sem haldinn
var í Bratislava í Tékkóslóvakíu
í haust fyrir myndskreytingu
bókarinnar Ljósin lifna. Náms-
gagnastofnun gaf bókina út árið
1985 og sendi myndir úr henni á
sýninguna. Doktor Dusan Roll,
forseti alþjóða barnabókaráðs-
ins, afhenti Ragnheiði, sem bæði
myndskreytti og skrifaði bókina,
viðurkenningarskjal í húsnæði
Námsgagnastofnunar síðastlið-
inn þriðjudag.
Doktor Roll sagði meðal annars
við afhendinguna að sýningar á
myndskreytingum bamabóka hefðu
verið haldnar annað hvert ár í Brat-
isiava síðan árið 1967. 2500
myndskreytingar eftir 363 lista-
menn frá 58 löndum hefðu verið
sýndar að þessu sinni. Dómnefnd
skipuð dómurum frá- 14 löndum
hefðu síðan valið þær 24 bækur sem
fengu viðurkenningu. A annað
hundrað þúsusund manns sóttu
sýninguna, sem haldin var í septem-
ber og október.
Ljósin lifna fékk verðlaun í sam-
keppni um létt lesefni sem
Námsgagnastofnun efndi til árið
1985 og var gefin út það ár. Ragn-
heiður sagði í samtali við Morgun-
blaðið að bókin fjalli um strák sem
býr með móður sinni í blokk og um
samskipti fólks sem lendi í raf-
magnsleysi. Myndir bókarinnar,
klippimyndir í grátónum og einum
lit, hefðu verið unnar úr mislitum
pappír, dagblöðum og fleiru. Hún
sagði einnig að verðlaunin væri
mikil uppörvun fyrir sig og að hún
væri einnig ánægð með hversu mik-
ið gagn bömin hefðu af bókinni.
Ragnheiður vann einnig ein verð-
laun af þremur í samkeppni sem
Námsgagnastofnun efndi til á þessu
ári fyrir bókina Sköpun. Sú bók er
byggð á sköpunarsögu Gamla testa-
mentisins og verður gefin út í
byijun desember. Ragnheiður hefur
einnig myndskreytt Sögu af Suður-
nesjum eftir Jóhannes úr Kötlum
og nokkrar bamabækur.
Sýning á myndum
Ólafs Jónssonar
ER FRÁBÆR GJÖF
Leikfélagi, sem áeftiraöendast lengi. Þýsku dúkkurnar fráZapf eru
vönduð leikföng, sem ekki láta á sjá við misjafna meöhöndlun ungra
eigenda. Póstsendum — Góð aðkeyrsla, næg bílastæði.
SÝNING á myndum eftir Ólaf
heitinn Jónsson siglingafræðing
stendur nú yfir í listakrubbu
Bókasafns Kópavogs.
Ólafur Jónsson var fæddur 17.
ágúst 1906 og lést 15. ágúst 1986.
Hann lærði teikningu hjá Stefáni
Eiríkssyni og lærði einnig prent-
myndagerð í ísafoldarprentsmiðju
um tíma. Einnigtók Ólafur ljósmynd-
ir allt frá fermingaraldri.
Á sýningunni í Bókasafni Kópa-
vogs eru gamlar myndir úr Reykjavík
unnar með sáldþrykki svo og myndir
frá sólarlöndum. Einnig eru á sýning-
unni landslagsmyndir frá ýmsum
stöðum á íslandi og nokkrar vatn-
slitamyndir.
Alls em 30 myndir á sýningunni
og eru þær allar til sölu.
Sýningin er opin á sama tíma og
bókasafnið, mánudaga til föstudaga
kl. 9-21 og laugardaga kl. 11-14 og
stendur til 31. desember.
KRINGLUNNI8-12/103 REYKJAVlK/SlMI (91)665868
lSSSLWPQhús,
iðhf
vegi
164
simi
21901
Fatnaður
Skátabúðin býður mjög þægi-
legan og vandaðan fatnað sem
hentar hvar sem er. Útiveru-
fatnaðurtil notkunar vetur,
sumar, vorog haust. Hlýlegar
jólagjafir keyptar hjá fag-
mönnum sem byggja á mikilli
reynslu.
Skátabúðin — skarar framúr.
SKATABUÐIN
Snorrabraut 60 sími 12045:
Reglur um
gullkort
samræmdar
EUROCARD og Visa-ísland hafa
samræmt reglur sinar um notkun
gullkorta þannig að allar úttektar-
heimildir eru miðaðar við fimm
þúsund Bandaríkjadali vegna
ferða erlendis, uppfylli korthafar
skilyrði Gjaldeyriseftirlits Seðla-
banka íslands, og 200.000 krónur
vegna notkunar innanlands.
Samkvæmt reglum fyrirtækjanna
ákvarðast önnur fríðindi sem fylgja
kortinu af hvoru fyrirtækinu fyrir
sig. Fyrirtækin hafa komið sér sam-
an um að nota sameiginlega heitið
„gullkort" til aðgreiningar frá al-
mennum kortum, segir í frétt frá
fyrirtækjunum.
Áskriftarsiminn er 83033