Morgunblaðið - 26.11.1987, Page 34

Morgunblaðið - 26.11.1987, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 AFVOPNUNARSÁTTMÁLI RISAVELDANNA: Hundruð nmnna munu sínna eftirliti næstu þrettán árin Genf, Reuter. GEORGE Shultz, utanrikisráðherra Bandarikjanna, skýrði frá i Genf á þriðjudag hvernig- staðið verður að eftirliti með því að ákvæði væntanlegs afvopnunarsáttmála risaveldanna verði virt. ÁgTeiningur um eftiriitsþáttinn hafði tafið fyrir því að gengið yrði frá lokadrög- um samkomulags um upprætingu skamm- og meðaldrægra kjarn- orkuflauga á landi og var ákveðið að þeir Shultz og Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, hittust að máli í Gíenf til að jafna ágreininginn. Það tókst á þriðjudag og verður sáttmálinn undirritaður 8. desember á þriggja daga löngum fundi leiðtoga risaveldanna í Washington. Reuter Utanrikisráðherrar risaveldanna, George Shidtz og Eduard She- vardnadze (til vinstri) takast i hendur við upphaf viðræðna þeirra i Genf á þriðjudag. Sáttmálinn mun ekki taka gildi fyrr en öldungadeild Bandaríkja- þings hefur staðfest hann. Að sögn Shultz munu nokkur hundruð eftir- litsmenn beggja risaveldanna he§a störf um leið og sáttmálinn gengur í gildi. Munu þeir halda til þeirra staða þar sem flaugamar eru geymdar bæði í Austur- og Vestur- Evrópu og í Sovétríkjunum. Flaug- amar á hverjum stað verða taldar og þær tölur bomar saman við upp- lýsingar sem samninganefndir risaveldanna í Genf munu þá hafa látið í té um fjölda þeirra. Shultz gat þess að fulltrúar Sovétstjómar- innar hefðu enn ekki afhent bandarísku samningamönnum þessar upplýsingar en þeir höfðu heitið því að koma þeim á fram- færi síðar í þessari viku. Fyrirvaralaust eftirlit Næstu þtjú árin munu eftirlits- mennimir fylgjast með eyðilegg- ingu flauganna. Að því loknu verða geymslustaðimir aftur skoðaðir rækilega til að ganga úr skugga um að flaugamar hafi verið upp- rættar með öllu. Næstu tiu árin verður eftirlitsmönnunum heimilt að skoða alla geymslustaðina auk verksmiðja þar sem smíði og sam- setning flauganna hafði áður farið fram. Ifyrstu þijú árin verður eftirlits- mönnum heimilt að kreflast þess tuttugu sinnum, með mjög skömm- um fyrirvara, að þeim verði leyft að rannsaka geymslustaðina og verksmiðjumar. Næstu fímm árin þar á eftir verða 15 slíkar skoðunar- ferðir heimilar á ári hveiju og tíu næstu fímm árin þar á eftir. Þann- ig er gert ráð fyrir að linnulitlu eftirliti verði haldið uppi í 13 ár eftir að samningurinn tekur gildi. Þar sem samkomulagið tekur til tæplega 1.500 kjamaodda í eigu Sovétmanna en einungis 350 bandarískra munu Sovétmenn eyði- leggja flaugar sínar hraðar en Bandaríkjamenn. Þegar jöfnuði er náð í Ijölda kjamaodda verður þeim eytt samtímis. Haldið verður uppi stöðugu eftir- liti í einni verksmiðju hvors stór- veldisins þar sem samsetning kjamorkueldflauga fer fram auk þess sem reglulegt eftirlit mun fara fram í þeim verksmiðjum sem fram- leiða skotpalla. Eftirlitsmenn Bandarílqastjómar munu þannig fylgjast með samsetningTi lang- drægra SS-25 flauga, sem svipa mjög til hinn meðaldrægu SS-20, í verksmiðju einni í Votinsk austan Úralfjalla. Þá er ennfremur kveðið á um að Bandaríkjamenn geti fyrir- varalítio krafíst þess að skotstaðir SS-25 flauganna verði „opnaðir" til að unnt verði að taka myndir af flaugunum úr gervihnöttum. Shultz vildi ekki láta uppi hvemig staðið yrði að eftirliti í Bandaríkjunum og bar við að ekki hefði gefíst ráðrúm til að skýra bandarískum embættis- mönnum frá því en líklegt er talið að sams konar ráðstafanir verði viðhafðar þar. Sökum þessa munu bæði stórveldin þurfa að koma upp nýjum hliðum í samsetningarverk- smiðjum þessum þar sem komið verður fyrir ljósmyndavélum með tilheyrandi ljósabúnaði. Skammdrægar eld- flaugar Þá hafa risaveldin orðið ásátt um að sendar verði orðsendingar til aðildarríkja Varsjárbandalagsins og Atlantshafsbandalagsins þar sem því er heitið að lög og sjálfsákvörð- unarréttur sérhvers ríkis verði virtur er fylgst verður með útrým- ingu þeirra vopna sem komið hefur verið í rílq'um þessum. Skamm- drægar flaugar, sem Sovétmenn hafa komið fyrir í nokkrum aust- antjaldslöndum verða eyðilagðar innan 90 daga frá gildistöku sátt- málans og 72 skammdrægar flaugar í eigu Vestur-þjóðveija af gerðinni Pershing 1-A, sem unnt er að búa bandarískum kjarnaodd- um, verða eyðilagðar innan eins árs. Hundruð manna munu sinna eft- irliti þessu næstu 13 árin og benti Shultz fréttamönnum á blaða- mannafundinum í Genf á að þama væri komið kjörið tækifæri fyrir þá að skipta um starf! Austur-Þýskaland: Bækur á kirkjubóka- safni gerð- ar upptækar Austur-Berlín, Reuter. AUSTUR-þýskir öryggisverðir létu greipar sópa um kirkjubóka- safn í Austur-Beriin og tóku auk þess fimm manns höndum að því er Hans Simon prestur sagði fréttamönnum í gær. Öryggisverðimir tóku eintök af neðanjarðartimaritum í sína vörslu. Fjórtán ára dreng sem var hand- tekinn var stuttu síðar sleppt. Bókasafnið tilheyrir zíonistakirkju ? borginni og þar eru gjaman haldnir fundir. Bækur safnsins eru einkum um umhverfísmál. Simon sagði einn- ig að þijár prentvélar hefðu verið gerðar upptækar í lögregluaðgerð- inni sem átti sér stað um miðja nótt. Opinberir aðilar vöruðu við því í síðustu viku að þeir teldu að prent- vélamar væru notaðar til að fjölfalda efni sem ekki heyrði undir venjulega kirkjulega starfsemi. Að undanfömu hafa samskipti kirkjunnar i Austur-Þýskalandi og ríkisins versnað, einkum í kjölfar harðorðrar ræðu aðalhugmynda- fræðings kommúnistaflokksins, Kurts Hager. Tommi og Jenni í Sovétríkjunum Konan á myndinni heldur hér á stuttermabol með mynd af Tomma og Jenna. Það sem er frásagnarvert við þetta framferði konunnar er að hún er stödd á Stavropol-markaðnum í Moskvu. Noregnr: EB með fastanefnd í Noregi Ósló. Norinform. NEFND á vegum Evrópubanda- lagsins hefur nú fast aðsetur I Noregi. Opnaði bandalagið skrif- stofu í Ósló í síðustu viku, hina fyrstu f aðildarlöndum EFTA. í nefndinni verða sjö manns og verður Aneurin Rhys Hughes frá Wales oddviti hennar. Skrifstofan á að sjá Norðmönnum fyrir upplýs- ingum um hvaðeina, sem fram fer innan vébanda Evrópubandalags- ins, og greiða fyrir samskiptum bandalagsins og norskra stjóm- valda, að því er sagt var við opnunarathöfnina. Gro Harlem Brundtland forsætis- ráðherra sagði, að þessi atburður markaði tímamót í samskiptum Noregs og EB, og Thorvald Stolten- berg utanríkisráðherra sagði, að skrifstofan yrði mikilvægur sam- skiptamiðill milli bandalagsins og Noregs. Hann bætti við, að enn væri of snemmt að segja til um, hvort Noregur sækti um aðild að EB. Willy de Clercq, sem fer með utanrikismál fyrir hönd EB, sagði, að skrifstofan yrði ekki áróðursmið- stöð til að fá Norðmenn til að sækja um aðild. „Ef breyting verður á afstöðu landsmanna, verður hún að þróast hægt og rólega og á breiðum grundvelli," sagði de Clercq. „Evr- ópubandalagið hefur ekki áhuga á nýju aðildarríki með aðeins 51% þjóðarinnar á bak við sig.“ Rúmenía: Niður með harðstjór- ann, við viljum brauð! - hrópuðu verkamenn í Brasov Vín, Reuter. MÓTMÆLI verkamanna f Rúm- eníu vegna lífsskilyrða og aðbúnaðar á vinnustað eru þau mestu í 20 ára sögu stjómar Nicolae Ceausescus sfðan námu- menn efndu til verkfalls árið 1977. Vestrænum erindrekum í Rum- eníu þykir þó ólíklegt að mótmælin séu bein ógnun við stöðu Ceau- sescus sem er nú tæplega sjötugur. Hann og kona hans Elena stjóma með harðri hendi svo slíks fínnast ekki annars staðar dæmi í austur- blokkinni. Mótmælaaðgerðimar fyrir rúmri viku í Brasov, næst stærstu borg Rúmeníu, bratust meðal ann- ars út vegna óánægju með launa- skerðingar samkvæmt frásögn sjónarvotta. Brátt snerast upp- steytin upp í almenn mótmæli við varanlegum fæðuskorti og harðn- eskjulegri stjóm Ceausescus. Verkamenn í hinni risavöxnu bifreiðaverksmiðju, Rauða flagg- inu, höfðu áður efnt til verkfalls. Það var árið 1983. Nú eru þeir sárir því laun þeirra hafa verið lækkuð vegna þess að þeir hafí ekki framleitt nóg en samkvæmt nýjum lögum um sjálfstjóm verka- manna bera þeir sjálfír ábyrgð á framleiðslunni og verða að taka afleiðingum lítillar framleiðslu. Sárindin jukust þegar starfsmönn- um á næturvakt var skipað að vera lengur í vinnunni einn daginn og taka þátt í bæjarstjómarkosn- ingum. Gangan að kosningastöndunum breyttist brátt í mótmælagöngu þar sem borinn vora skilti með áletrunum eins og: „Niður með harðstjórann" og „Við viljum brauð". Auk þess sungu verka- mennimir ættjarðarlög. En kommúnistastjómir reyna gjama að bæla niður þjóðemiskenndar tilhneigingar og höfða frekar til alþjóðahyggju sósíalismans. Verkamennimir sem vora um það bil tuttugu þúsund talsins réð- ust til atlögu við ráðhús borgarinn- ar og aðalstöðvar flokksins. Þar gerðu þeir usla í skjalasafninu og kveiktu í að minnsta kosti einni byggingu. Þremur stundum eftir að mót- mælin hófust tókst lögreglu og hermönnum að stöva óeirðimar og frásagnir sjónarvotta greina frá því að margir hafí verið hand- teknir. Óstaðfestar heimildir segja að tveir lögreglumenn og nokkrir borgarar hafí látið lífíð. Menn hafa veitt því athygli að Ceausescu fór á mánudag til Egyptalands ( opinbera heimsókn. Það hefði hann tæpast gert ef hann væri ekki öraggur með sjálf- an sig og stöðu sína. Fulltrúar vestrænna ríkja í Rúmeníu hafa bent á að sú staðreynd að óán- ægja skyldi koma upp á yfírborðið í Brasov sem er ein af auðugari borgum Rúmeníu bendi til að víðar sé heitt í kolunum. Stjómin hefur skorið innflutn- ing stórlega niður að undanfömu til að eiga fyrir erlendum skuldum og mikið af söluvamingi eins og matvælum er flutt úr landi. Einnig hafa verið settar strangar skorður við notkun gass og rafmagns en slík þjónusta var af skomum skammti fyrir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.