Morgunblaðið - 26.11.1987, Page 35
35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987
Annáll leiðtogafunda risaveldanna
Washington, Reuter.
ÞRATT fyrir að leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hafi hist
öðru hvoru frá dögum seinni heimsstyrjaldar er tiltölulega stutt síðan
þeir fóru að hittast tveir einir. Hér á eftir fylgir knappur annáll
yfir leiðtogafundi risaveldanna.
September 1959
Dwight Eisenhower og Níkíta
Khrústsjov hittast í Camp David,
sumarbústað forsetaembættisins í
Maryland-fylki. Þar verða þeir
ásáttir um að deilur risaveldanna
skuli leystar með samningaviðræð-
um og að afvopnun skuli vera helsta
viðfangsefni þeirra.
Maí 1960
Sovétmenn fresta áætluðum leið-
togafundi eftir að þeir skjóta niður
bandaríska njósnaflugvél af gerð-
inni U-2 yfir Sovétríkjunum og
handsama flugmann hennar Gary
Powers.
Júní1961
John F. Kennedy og Khrústsjov
hittast í Vínarborg. Þar reynir
kommúnistaleiðtoginn á staðfestu
hins unga forseta og snörp orða-
skipti endurspegla „kalda stríðið",
sem þá nálgaðist hápunkt sinn.
Mánuði síðar hefjast Sovétmenn
handa við að reisa Berlínarmúrinn
og í október 1962 sýður upp úr
þegar Sovétmenn taka til við að
koma kjarnorkueldflaugum á Kúbu.
Júní1967
Lyndon B. Johnson og Alexej
Kosygín, forsætisráðherra Sov-
étríkjanna og hluti ráðandi þríeykis
í Moskvu (hinir voru Leoníd Brez-
hnev og Níkolaj Podgorníj), hittast
í Glassboro í New Jersey-fylki í
Bandaríkjunum. Þar ræða þeir
ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs,
Víetnam-stríðið og kjamorkuvopn.
Niðurstaða fundarins var þó engin.
Maí 1972
Richard Nixon og Leoníd Brez-
hnev hittast í Moskvu, en þá var
Brezhnev orðinn fremstur meðal
jafningja í þríeykinu, sem fyrr var
nefnt. í þessari fyrstu heimsókn
forseta Bandaríkjanna til Moskvu
hefst slökunartímabilið, en leið-
togarnir nota tækifærið til þess að
undirrita fyrsta SALT-samninginn,
sem takmarkar kjamorkuherafla
risaveldanna, sáttmála um tak-
markanir á flugskeytum til þess að
granda kjamorkuflaugum og
nokkra samninga um samvinnu í
vísindum og á menningarsviðinu.
Júní1973
Framhaldsfundur leiðtogafund-
arins í Moskvu er haldinn í Was-
hington, en þar fallast þeir Nixon
og Brezhnev á reyna að gera með
sér nýjan samning um takmörkun
á vígbúnaði fyrir árslok 1974.
Júní-júlí 1974
Á fundi í Moskvu undirrita Nixon
og Brezhnev samninga um tak-
markanir á afli tilraunasprenginga
neðanjarðar og takmarka gagn-
Reagan Bandaríkjaforseti býður
Gorbatsjov velkominn til fundar-
ins í Höfða.
flaugar við eitt vopnakerfi sitt
hvom megin jámtjalds. Mánuði
síðar segir Nixon af sér.
Nóvember 1974
Gerald Ford og Brezhnev koma
sér saman um uppkast að SALT II.
í borginni Vladivostok á Kyrrahafs-
strönd Sovétríkjanna.
Júlí-ágúst 1975
Ford og Brezhnev halda tvo einka-
fundi á meðan Helsinki-ráðstefn-
unni stendur, þar sem þeir reyna
að leysa vandamál varðandi SÁLT
II. Áætluð heimsókn Brezhnevs til
Washington á árinu á sér hins veg-
ar ekki stað.
Júní1979
Jimmy Carter og Brezhnev koma
til fundar í Vínarborg, þar sem
þeir undirrita SALT II., sem tak-
markar kjamorkuflaugar,
sprengjuflugvélar og stýriflaugar.
Sáttmálinn hlýtur þó aldrei stað-
festingu öldungadeildar Banda-
ríkjaþings, en óopinberlega virtur
til ársins 1986.
Nóvember 1985
Ronald Reagan og Míkhaíl Gor-
batsjov koma til fundar í Genf og
verða ásáttir um að hraða beri við-
ræðum um kjamorkuvopn og
geimvopn. Ennfremur tilkynna þeir
að fleiri leiðtogafundir séu á döf-
inni.
Október 1986
Reagan og Gorbatsjov hittast
með skömmum fyrirvara í
Reykjavík og ræða þar upprætingu
skamm- og meðaldrægra kjam-
orkuflauga. Á síðustu stundu gerir
Gorbatsjov það að skilyrði að geim-
vamaáætlun Bandaríkjanna verði
takmörkuð veralega, en á það getur
Reagan ekki fallist svo að fundurinn
rennur út í sandinn.
Þess ber þó að geta að árangur
Reykjavíkurfundarins varð meiri
en á horfðist rétt eftir fundarslit,
því það sem leiðtogunum fór þar
á milli hefur verið lagt til grand-
vallar samningaviðræðum risa-
veldanna í Genf. Afrakstur þeirra
hyggjast þeir Ronald Reagan og
Míkhafl Gorbatsjov undirrita inn-
an tíðar á leiðtogafundi sínum í
Washington 7.-10. desember.
Danmörk:
Verða stofnuð
ný sjó-
mannasamtök?
Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, frétta-
rítara Morgunblaðsins.
DANSKIR sjómenn, sem nú
krefjast bættra kjara og ann-
arra úrbóta í atvinnugreininni,
faafa hótað að segja sig úr sam-
tökum sínum og stofna ný.
Sjómennirnir eru nú í tveimur
félögum eftir því hvort þeir
fiska á grunnslóðinni eða sækja
dýpra.
Þessar hugmyndir koma frá sjó-
mönnum á þeim rúmlega 100
bátum og togurum, sem liggja við
Löngulínu, en þangað komu þeir
til að mótmæla og láta í ljós
óánægju sína með viðræðumar
milli forsvarsmanna félaganna og
Lars P. Gammelgárd sjávarút-
vegsráðherra. Finnst þeim kvótinn
vera of lítill og of margir bátar í
flotanum en það síðamefnda
stafar m.a. af því, að vegna lítils
verðs fyrir bræðslufisk hafa marg-
ir bátar snúið sér að neyslufiskin-
um.
Sjávarútvegsráðuneytið ætlar
að veija 400 millj. dkr. til endurfj-
ármögnunar og til að greiða fyrir
úreldingu skipa en sjómönnum
finnst ekki nóg að gert. Segja
þeir, að fyrir þetta fé megi leggja
40-50 skipum en þeir vilja skera
fiskiskipastólinn, 3.000 skip, niður
um 20%, um 600 skip. Fym verði
veiðamar ekki arðbærar.
Á þriðjudag áttu talsmenn sjó-
mannasamtakanna og sjávarút-
vegsráðherra þriggja tíma fund
án þess, að nokkuð þokaðist í átt-
ina og á þingi er meirihluti gegn
áætlun ráðherrans.
I DAG, FÖSTUDAG OG LAUGARDAG
FYLGIR 1 BÍÓMIÐI HVERJU EINTAKI AF
„DIRTY DANCING"
OTIÐ ÞETTA EINSTAKA
TÆKIFÆRI OG SLÁIÐ
TVÆR FLUGUR
í EINU HÖGGI.
S • K* I • F • A • N
Borgartúni 24, Laugavegi 33 og Kringlunni