Morgunblaðið - 26.11.1987, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987
49
Suðureyrarkirkja:
Hátíðarguðsþjónusta
í tílefni 50 ára afmælis
Suðureyri.
Á STAÐ í Súgandafirði hefur
staðið kirkja frá því á landnáms-
öld og í gegnum aldirnar hafa
margir prestar setið staðinn.
Kirkjan á um þessar mundir 50
ára afmæli og var í þvi tílefni
hátiðarguðsþjónusta sunnudag-
inn 22. nóvember.
Upp úr síðustu aldamótum með
tilkomu vélbátanna myndaðist þorp
á Suðureyri og var að vonum að
íbúar þorpsins vildu eignast kirkju.
Það var því 1926 að Kvenfélagið
Ársól ákvað að stofna kirkjubygg-
ingarsjóð með framlagi að upphæð
krónur 300 sem afhent var sóknar-
nefnd Staðarprestakalls. Á næstu
árum var haldið áfram fjársöfnun
til kirkjubyggingar, aðallega með
því að beittar voru lóðir sem físki-
bátamir tóku með sér á sjóinn og
andvirði aflans rann óskipt í kirkju-
byggingarsjóð því að öll vinna og
annar kostnaður var gefínn. Fleiri
aðferðir voru notaðar til fláröflunar
kirkjubyggingar, m.a. kirkju-
skemmtun á sumardaginn fyrsta.
í júní 1936 var gengið til samn-
inga við Jón Jónsson húsasmið á
Flateyri og honum falið að byggja
þá kirkju sem hér stendur. Jón
teiknaði kirkjuna og bauðst til að
byggja hana fyrir krónur 17.200
sem og varð. Suðureyrarkirkja var
síðan vígð 1. ágúst 1937 og á haust-
dögum það ár var rekstur kirkjunn-
ar formlega falin sóknamefnd.
Hafði á einum áratug tekist að
ná því markmiði að byggja kirkju
á Suðureyri og var byggingin skuld-
laus með öllu í verklok.
Sunnudaginn 22. nóvember sl.
var síðan haldið upp á 50 ára af-
mæli Suðureyrarkirkju með hátíð-
arguðsþjónustu er hófst kl. 20.00.
Þar voru viðstaddir biskup íslands,
Sigurður Guðmundsson, er predik-
aði, prófasturinn í Isafjarðarsýslu,
jS£»
Ath! Nýtt heimilisfang
Hef flutt skrifstofu mína að Garðatorgi 5,
Garðabæ. Sími 656688.
Klemenz Eggertsson,
héraðsdómslögmaður.
Blaðberar
Suðureyrarkirkja.
Morgunblaöið/Halldór Bemódusson
Frá hátíðarguðsþjónustunni í Suðureyrarkirkju. Viðstaddir voru Sig-
urður Guðmundsson biskup Islands, sr. Lárus Þ. Guðmundsson, sr.
Gunnþór Ingason, og sr. Karl V. Matthíasson.
INNLENT
sr. Lárus Þ. Guðmundsson í Holti,
sr. Gunnþór Ingason prestur í Hafn-
arfírði, sem hér gegndi prestakalli
fyrir nokkrum árum, og sr. Karl
V. Matthíasson sem hér hefur starf-
að frá því í vor sl. Sr. Kari V.
Matthíasson hefur nú fbrmlega ver-
ið kosinn prestur í Staðaprestakalli
í Súgandafírði og var á þessari
hátíðarguðsþjónustu formlega sett-
ur f embætti af prófastinum, sr.
Lárusi Þ. Guðmundssyni. Að lokinni
guðsþjónustunni var kaffísamsæti
í félagsheimilinu og voru þar flutt
mörg ávörp og kom þar fram að
kirkjan hefði fengið margar gjafir
í tilefni afmælisins.
HB
Símar 35408 og 83
Námskeið fyrir atvinnu-
uppfinningamenn
Verkfræðingafélag íslands
og JHM, alþjóða ráðstefnuþjón-
ustan, efna til námskeiðs föstu-
daginn 27. nóvember fyrir
atvinnuuppfinningamenn.
Fyrirlesari verður Lennart Ni-
elsson forstjóri Sænska uppfínn-
ingafyrirtækisins Teknovator AB
sem er í eigu Uppfínningafélags
Svíþjóðar og annast ráðgjöf á öll-
um sviðum uppfinninga frá öflun
hugmynda, einkaleyfísumsókna,
fjármögnun og sölu á hugmyndum.
Námskeiðið verður haldið á ensku
og ber heitið: „The necessity for
professional inventions for industr-
ial development".
Námskeiðið verður haldið í
Verkfræðingahúsinu við Suður-
landsbraut Allir áhugamenn um
uppfinningar eru velkomnir að
sækja námskeiðið.
Nánari upplýsingar veitir skrif-
stofa Verkfrseðingafélagsins og
Jón Ásgeirsson, Mannamót sf.
(Fréttatilkynning)
AUSTURBÆR
Lindargata 39-63 o.fl.
Skipholt 1-38*
Skipholt 40-50
Háahlíð
Eskihlíð 5-15 o.fl.
VESTURBÆR
Ægisíða 80-98 o.fl.
Nýlendugata
Einarsnes
Látraströnd
Skildinganes
SELTJNES
Sæbraut
UTHVERFI
Skeifan
Njörvasund
Birkihlíð
Ystibæro.fl.
KOPAVOGUR
Holtagerði
Skjólbraut
Kársnesbraut77-139
Lennart Nielsson forstjóri
Teknovator AB.