Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Frá fundi þar sem „Heimilislæknirinn“ var kynntur. Frá vinstri: Jón
Karlsson framkvæmdastjóri Iðunnar, Valdimar Jóhannsson útgef-
andi, Sigurður Thorlacius læknir, ritstjóri íslensku útgáfunnar og
loks Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra.
Bók um Kvosina
Heimilislæknirinn:
Alfræði-
rit um heil-
brigði og
sjúkdóma
BÓKAÚTGÁFAN Iðunn hefur
gefið út alfræðirit fyrir almenn-
ing um heilbrigði og sjúkdóma.
Ritið nefnist Heimilislæknirinn,
er í þremur bindum og hefur,
að sögn forráðamanna Iðunnar
verið gefið út í flestum löndum
Vestur- Evrópu. Frumútgáfan
er verk 40 enskra lækna og sér-
fræðinga en að islensku útgáf-
unni unnu 12 íslenskir læknar
og sérfræðingar. Sigurður
Thorlacius læknir ritstýrði en
verkið hefur verið staðfært og
samdir sérkaflar fyrir íslensku
útgáfuna.
í formála að bókinni segir Ólafur
Ólafsson landlæknir meðal annars:
„Heimilislæknirinn er rilvalin bók
fyrir þá er vilja geta flett upp og
fengið á einfaldan og skýran hátt
leiðbeiningar um sjúkdómseinkenni
og ráð. Bókin kemur ekki í stað
faglærðra heilbrigðisstarfsmanna
en skapar aukið öryggi og skilning
hjá lesendum."
Heimilislæknirinn skiptist í fjóra
hluta. í fyrsta hlutanum er fjallað
um holla lífshætti, heilsuvemd og
fyrirbyggjandi ráðstafanir auk lýs-
ingar á byggingu líkamans. Annar
hlutinn fjallar um greiningu sjúk-
dóma. Þar er lesendum leiðbeint
um að fmna af hveiju ákveðin sjúk-
dómseinkenni stafa og hvort þörf
sé að leita læknis. í þriðja og
stærsta hluta bókarinnar er að
fínna nákvæmar upplýsingar um
hundruð kvilla og sjúkdóma, stóra
sem smávegilega. Meðal annars er
þar að fínna sérkafla sem Sigurður
Guðmundsson læknir skrifaði um
alnæmi fyrir íslenska útgáfu bókar-
innar. Þá eru í þriðja hlutanum
kaflar um vandamál bama, ung-
linga, karla ,kvenna og aldraðra og
sérstakur kafli um meðgöngu og
fæðingu. í fjórða og síðasta hluta
bókarinnar ritar Guðjón Magnússon
aðstoðarlandlæknir um íslenska
heilbrigðiskerfíð. Þar er einnig
fræðiorðaskrá þar sem ýmis læknis-
fræðileg hugtök eru skýrð, lyfjalisti
með upplýsingum um flest algeng
lyf og aftast í bókinni er sérstakur
kafli um slys og neyðartilvik.
Heimilislæknirinn er eins og áður
sagði í þremur bindum. Oddi annað-
ist prentun og band en prentsmiðjan
Prisma setti bækumar og annaðist
fílmuvinnslu.
TORFUSAMTÖKIN og For-
lagið hafa sent frá sér bókina
Kvosin, byggingarsaga mið-
bæjar Reykjavíkur. Höfundar
bókarinnar eru Guðný Gerður
Gunnarsdóttir þjóðháttafræð-
ingur og Hjörleifur Stefáns-
son arkitekt. Guðmundur
Ingólfsson hefur tekið ljós-
myndir í bókinni og gert
eftirtökur af gömlum mynd-
um.
__ í kynningu útgefenda segir:
„í bókinni er fjallað um fyrstu
húsagerðir bæjarins, fyrstu
verslunarhúsin og hvemig bygg-
ingar breyttust við afnám
verslunarhafta og með tilkomu
nýrra verslunarsambanda. Hér
er lýst þeim breytingum sem ný
byggingarefni höfðu í för með
sér, og hvaða áhrif nýjar stefnur
í byggingarlist höfðu á húsagerð
í miðbænum.
Byggingarsaga hverrar ein-
stakrar lóðar er rakin og greint
er frá helstu stefnum í bygging-
arlist Norður-Evrópu um og
eftir seinustu aldamót og bent
á áhrif þeirra í byggingum mið-
bæjarins.
Saga þessi er rakin í máli og
fjölmörgum nýjum og gömlum
ljósmyndum, auk teikninga af
húsum og húshlutum. í bókinni
eru um 500 ljósmyndir og teikn-
ingar. Nýjar ljósmyndir eru af
nánast öllum húsum miðbæjar-
ins og auk þess úrval gamalla
ljósmynda. Þá fylgir bókinni
sérstakt kort sem sýnir hvemig
byggð í Reykjavík hefur vaxið
frá upphafi til okkar daga.“
Kvosin er 330 bls. Prentsmiðj-
an Oddi hf. prentaði.
JónSna Gísladóttir
Ingveldur Hjaltested
Hljómplötur
með Ingveldi
Hjaltested
og Jónínu
Gísladóttur
INGVELDUR Hjaltested sópran-
söngkona og Jónína Gísladóttir
píanóleikari hafa sent frá sér
tvöfalda hljómplötu sem spannar
sönglög frá ýmsum tímum og
löndum, og hafa sum þeirra ekki
verið gefin út áður á islenskri
plötu.
Af íslenskum lagahöfundum má
nefna Sigvalda Kaldalóns, Sigfús
Einarsson, Þórarin Guðmundsson
og Inga T. Lárusson. Auk þess er
að fínna íslensk þjóðlög. Einnig eru
lög eftir Grieg, Ture Rangström og
Sibelius, Schubert, Brahms, Ric-
hard Strauss, Puccini, Dvorák og
Mozart.
Á plötunni eru alls 32 lög og eru
það stafrænar hljóðritamir (digital)
sem gerðar vom í Hlégarði í sum-
ar. Upptökustjóri var Halldór
Víkingsson en plötumar eru press-
aðar hjá Teldec í V-Þýskalandi og
skomar með DMM-aðferð (Direct
Metal Mastering). Dreifingu á plöt-
unni annast bókaútgáfan Öm og
Örlygur.
Málverkauppboð
verður haldið sunnudaginn 6. desember kl. 20.30
á Hótel Sögu. , ...
3 Klausturholar,
sími 19250.
Forsala aðgöngumiða á tónleikana er hafin og njóta fyrrum áskrifendur og ýmsir aðrir tónlistarunnendur forkaups-
réttar að þeim til 2. desember nk. og miðast forkaupsrétturinn við heimsenda gíróseðla. Vérð aðgöngumiða kr.
1.250,-. Hver greiddur gíróseðill (kr. 2.500,-) gildir sem aðgöngumiði fyrir tvo tónleikagesti. Fimmtudaginn 3. des-
ember hefst almenn sala aðgöngumiða kl. 9.00 árdegis í versluninni ístóni, Freyjugötu 1 og við verslunina Hagkaup
í Kringlunni og verða seldir þar til hádegis laugardaginn 5. desember. Miðasölu verður fram haldið í anddyri
Hallgrímskirkju frá kl. 13.00 þann dag fram að tónleikum kl. 16.00.
Þorkell Sigurbjörnsson,
tónskáld
Ur narnum
ísímsku
hlj ómsveitarínnar
Fyrsta efnisskráin veröur flutt í Hallgrímskirkju
5. desember (laugardag) kl. 16:00.
Þessir íistamenn koma við sögu:
Sigurður Pálsson,
skáld
Guðmundur Emilsson,
hljómsveitarstjóri
Gunnar örn Gunnarsson,
myndlistarmaöur
Hilmar Pórðarson,
tónskáld
Kristján Jóhannsson,
óperusöngvari
Laufey Sigurðardóttir,
fióluleikari
Áskell Másson,
tónskáld
Ljósmyndir: Nærmynd, Guðmundur Kr. Jóhannesson.