Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987
Pavel við orgelið í Frikirkjunni
Pavel R. Smid
menn, sem ætla sér að komast í röð
hinna bestu og halda tónleika sem
slíkir, að æfa níu klukkustundir á
dag ef þeir eiga að vera samkeppn-
isfærir, því samkeppnin er þar
mikil. Listamenn verða að fá að
æfa sig þannig að þeir eigi raun-
verulega möguleika. Sjáðu t.d. mig,
ég kenni í Söngskólanum, spila í
Fríkirkjunni og kenni í Tónlistar-
skóla þjóðkirkjunnar og hef samt
varla þau laun sem venjulegur
tölvufræðingur hefur fyrir dag-
vinnu. Slíkt vinnuálag gerir það að
verkum að maður getur ekki ein-
beitt sér að neinu einu, heldur
verður maður að gera svo margt.
Við þvílíkar aðstæður er varla hægt
að gera sér vonir um að verða
nægilega góður tónlistarmaður
jafnvel þó maður nýti hveija stund
og æfi jafnt virka daga sem helga.
En þetta er bara eins og gerist
hér, Þetta finnst mér yfirleitt vera
einkenni á íslenskum tónlistar-
mönnum. Þeir eru í of mörgu."
Fór að spila á píanó
fjögra ára gamall
Pavel R. Smid er fæddur í Pecky,
þorpi sem er skammt frá Prag,
þann 6. janúar 1949. Þar ólst hann
upp hjá foreldrum sínum ásamt
bróður sem 'er sjö árum eldri en
hann. Foreldrar Pavlo léku á hljóð-
færi. „Þau spiluðu oft saman á
laugardögum og sunnudögum, og
þá léttklassiska tónlist, t.d. eftir
Strauss og þess háttar. Mér fannst
þetta mjög gaman og fékk snemma
mikinn áhuga á tónlist. Ég fór að
spila á píanó þegar ég var fjögra
ára og var settur til náms fímm
Tónlistin var mitt val
Ég kynnist konunni minni í tón-
listarháskólanum, hún er fædd og
uppalin í Búlgaríu en stundaði nám
í Prag. Við giftum okkur þegar við
vorum um 25 ára og skömmu seinna
'sá ég hina afdrifaríku auglýsingu
frá Tónlistarskólanum á Eskifírði.
Ég var þá að kenna í Konservatorí-
um í Prag en Konservatoríum er
tónlistarmenntaskóli. Það eru að-
eins til þrír slíkir í Tékkóslóvakíu
og fólk sem útskrifast þaðan fær
kennararéttindi. Svo gerðist það að
á vinnustað mínum var hengd upp
auglýsing þar sem sagði að „Kons-
ervatoríum á Eskifírði" óskaði eftir
að ráða orgelkennara. Lofað var
hærra kaupi en ég gat fengið í
Prag og auk þess ókeypis húsnæði.
Við veltum þessu fyrir okkur hjónin
og niðurstaðan varð sú að ég ákvað
að sækja um. Konan mín gat þó
ekkí farið með mér strax þar sem
ára. Ég þurfti að fara langan veg
með lest til að komast í skólann en
mamma fór með mér og var þá að
versla og sinna öðrum erindum
meðan ég var í skólanum. Þetta
voru mjög skemmtilegar ferðir Ég
lagði hart að mér við tónlistamám-
ið og líka við almennt nám. Ég
stefndi að því að fara í sérstakan
skóla sem er sambland af mennta-
skóla og háskóla. Pabbi minn vildi
að ég yrði rafmangsverkfræðingur
eins og hann. En samkeppnin var
hörð í þessum efnum og það þarf
háar einkunnir til að komast í slíka
skóla. í Tékkóslóvakíu er því þann- •
ig varið að farið er mjög strangt
eftir reglum. Þar tjóir ekki að
þekkja mann sem þekkir mann, eins
og gerist stundum hér. Ef þú stend-
ur þig vel í Tékkóslóvakíu þá nýtur
þú allra þeirra réttinda sem á ann-
að borð reglur leyfa og enginn getur
komið í veg fyrir það, ef þú stendur
þig illa þá getur enginn liðkað til
fyrir þér. Þar stendur þú og fellur
með verkum þínum.
Ég náði takmarki mínu og komst
í þennan menntaskóla og tók þaðan
próf. Til þess að stunda þetta nám
varð ég að leggja rnig allan fram
og ég varð að fara á fætur klukkan
hálf fjögur á morgnana og fara
langa leið með lest og kom ekki
aftur heim fyrr en klukkan átta á
kvöldin. Ég gerði því lítið annað sem
unglingur en læra og spila á hljóð-
færi. Eg var við píanónám fram til
fimmtán ára aldurs en eftir það hef
ég leikið á orgel. Eftir að mennta-
skólanámi lauk sótti ég um inn-
göngu í rafmagnsverkfræði í
háskóla og fékk inngöngu. En tón-
listin togaði líka alltaf í mig og lengi
vel átti ég í töluverðu stríði af þeim
sökum. Eg hafði á menntaskólaár-
unum sótt einkatíma í orgelleik hjá
kennurum við tónlistarmennta-
skóla. En svo kom að því að ég
sótti um inngöngu í tónlistarhá-
skóla í Prag og komst inn og þar
með var brautin ákveðin, tónlistin
var mitt val.
Eru
íof
morgu
Rætt við Pavel R. Smid orgelleikara í
Fríkirkjunni í Reykjavík um skoðanir
hans á andstæðum íslenskra
tónlistarmanna, starf hans sem
tónlistarkennari á Eskifirði og uppvöxt
hans og skólagöngu í Tékkóslóvakíu
Fríkirkjan í Reykjavík hefur yfir sér þennan sérstaka blæ sem ein-
kennir timburkirkjur á íslandi. Þeir sem stóðu að byggingu hennar
vildu fara aðrar Ieiðir en þjóðkirkjan og það hefur síður en svo
fækkað í Fríkirkjusöfnuðinum þau 85 ár sem liðin eru frá byggingu
kirkjunnar. Einn hlýjan nóvembermorgun stend ég á tröppum þessar-
ar gömlu kirkju og horfi á hvíta svani fljúga með annarlegum hljóðum
rétt fyrir ofan vatnsborð tjarnarinnar. Vesalings gráu endurnar
hverfa í skugga þessára stóru og hátignarlegu hvítu fugla sem setj-
ast með furðu litlum fyrirgangi á vatnið og þurfa varla að taka
nema fáein sundtök til þess að gera umhverfi sitt harla rómantískt
í grámóskulegri morgunbirtunni. Svona er það nú einu sinni í þessu
lífi, sumir eru þannig gerðir að þeir skera sig úr hinum hvers-
dagslega fjölda.
Ég lem þrjú þung högg á læsta kirkjuhurðina en það kemur eng-
inn til að opna. í sama mund og ég reiði höndina til höggs á ný
kemur Edda Árnadóttir kirkjuvörður fyrir hornið og bendir mér
að fylgja sér. Við förum inn um litlar dyr og alla leið inn Lherbergi
þar sem aðstaða er til að setjast niður og fá sér kaffisopa. Þar fæ
ég mér sæti og bíð eftir Pavel R. Smid organleikara Frikirkjunnar
sem ég ætla að hafa tal af. Edda gefur mér kaffi i bolla sem ég er
rétt að byija að dreypa á þegar Pavel birtist.
Það er með mannfólkið
eins og fuglana, sumir
hafa útlitið með sér,
aðrir ekki. Flest gerum
við okkur hugmyndir
um hvemig t.d. listamenn eigi að
líta út. Útlit Pavels kom merkilega
vel heim og saman við þær hug-
myndir sem ég hafði gert mér um
slavneskan tónlistarmann. Hávax-
inn, dökkur á brún og brá og
töluvert alvarlegur í framan. Fædd-
ur og alinn upp í Tékkóslóvakíu,
þar sem ríkir menning fjarskalega
ólík þeirri sem við búum við. Allt-
énd fínnst mér maðurinn bera það
með sér að hann sé alvarlega þenkj-
andi tónlistarmaður sem hafí
mikinn metnað í sínu starfí. Samtal
mitt við Pavel styrkir fremur en
hitt þessa nokkuð svo fljótfærislegu
ályktun mína.
Eftir að Pavel hefur setið fyrir
hjá ljósmyndara Morgunblaðsins
býður hann mér heim til sín til
nánari viðræðna. Hann kveðst búa
steinsnar frá kirkjunni og segir um
leið brosandi að það komi sér stund-
um vel þvi honum fínnist gott að
sofa á morgnana. Þetta er nánast
það eina sem ég veit um manninn
þegar við röltum uppá Laufásveg
og inn í fjögurra hæða hús eitt og
þar upp á efstu hæð. Violeta kona
hans er heima og ber okkur bros-
mild kaffí og meðlæti. Allt á heimili
þeirra hjóna vitnar um það hve tón-
listin skipar mikið öndvegi í lífí
þeirra. í fremri stofu er stórt orgel
og í innri stofu stór flygill. Þar eru
líka hljómflutningstæki plötur og
segulband og framan úr eldhúsi
berst ómur af hljómlist eftir Verdi,
upptaka frá tónleikum þeirra hjóna.
í miðri stofunni er leðursófasett og
sófaborð með koparlitri plötu. Ég
lít í kringum mig og augu mín stað-
næmast við dúkku í tékkneskum
þjóðbúningi, sem stendur uppá
brúnum hátalara í einu homi stof-
unnar og horfír bláum plastaugum
sínum á okkur, fyrir ofan hana er
þanið kálfskinn á vegginn. Þetta
tvennt er í hrópandi andstæðu við
lifandi áhugann í augum Pavels
þegar hann segir mér frá skoðunum
sínum á aðstöðu listamanna á ís-
landi. „íslendingar eiga efni í góða
tónlistarmenn en þeir ííafa ekki
aðstöðu til að vinna sem skyldi að
list sinni," segir hann. „Þeir verða
að vinna alltof mikið til þess að
geta sinnt tónlistinni almennilega.
Uti þar sem ég þekki til verða