Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 37 VJterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamióill! Skip safnast í skipalest á ytri hðfninni í Reykjavík. Myndin er tekin af Vitatorgi. Breska herskipið Hood i Hvalfirði, en það var eitt af fylgdarskipun- um sem Þjóðverjum tókst að granda. búa norðan hennar. Á sama svæði bjuggii þá hundrað milljónir sovét- borgara. Alfræðiorðabók um norðurslóðir yrði ekki mikils virði án sovéskra vísindarita." Þama kemur strax fram hveiju nýting norðausturleiðarinnar með skipum er háð. Rök þessa forspáa manns, Vil- hjálms Stefánssonar, um framtíð norðurleiðarinnar í flutningum milli heimaálfa má sjá í æfísögu hans:“ Ég hafði fyrst haft orð á fyrirætlun- um mínum við Sir Robert (Borden, forsætisráðherra Kanada) í bréfí, sem ég skrifaði frá Melvilleeyju 1916. I bréfí þessu, sem forsætis- ráðherranum barst einhvem tíma síðla sumars 1917, hafði ég bent á Norður-íshafið sem miðjarðarhaf þessa hjara veraldar, miðdepil, sem hin höfín og meginlönd jarðar lægju út frá eins og hjólspelir, en hin voldugu og þéttbýlu lönd nyrðra tempraða beltisins mynduðu hjól- gjörðina. Lítið á hnöttinn, sagði ég, og sjáið, hvaða lönd þetta eru. Kanada og norðurhluti Banda- ríkjanna. í austri miðja vegu milli miðjarðarlínu og heimskauts, em Evrópulöndin, Bretland, Frakkland, Þýskaland, Ítaiía, Norðurlönd, Rússland í Evrópu og Tyrkiand. Síðan koma Síbería og Indland, og loks Japan og Kína.“ Hann segir að ferðamenn muni hugsa æ meir um norður og suður og mögulega merkingu þessa - Asíuþjóðir mundu fara yfír Norður-íshafið og Kanada á leiðinni til Bandaríkjanna, og flug- menn frá Mexikó og Bandaríkjun- um muni fljúga yfír Kanada og Norður-íshafíð á leið til Asíu.“Ég hélt því fram að farið mundi verða þvert yfír þetta miðjaðarhaf norður- skautsins á öllum tímum árs, farið í lofti yfir fljótandi ísinn eða í kaf- bátum um hafíð undir honum. Hraðflutningur færi flugleiðis, hægfara með kafbátum. Þetta mundi eiga við bæði í stríði og friði. í þessum viðskiptum, hvort sem þau væru fríðsamleg eða hemaðarleg, mundu eyjar á hverju hafi halda því gildi, sem þær hefðu alltaf haft, og öðlast nýtt gildi, einkum sem flughafnir og veður- og björgunar- stöðvar. Eyjar Norður-Atlantshafs- ins og Norður-Kyrahafs hefðu lengi verið þekktar og í öruggri eigu. Eignarhald á mörgum eyjum um- hverfís og í Norður íshafí væru í óvissu." Svo gekk landkönnuðurinn í að fínna og afla eignaréttar fyrir Kanada á slíkum dýrmætum eyjum framtíðarinnar. Og þetta gefur enn hugmynd um dýrmæti íslands á norðurleið framtíðarinnar, m.a. siglingaleiðinni sem nú er til um- ræðu. Raunar þegar orðið að raunveruleika í fluginu. En það er önnur saga. Skipalestirnar á stríðsárunum Það var komið fram í seinni heim- styijöldina þegar ísland komst í snertingu við norðaustur siglinga- leiðina. Snemma í stríðinu, meðan Sovétmenn voru enn f vináttusam- bandi við Þjóðveija, sigldi eitt af hinum vopnuðu kaupförum Þjóð- veija norðurleiðina með hjálp sovéskra ísbijóta frá Murmansk og um Beringsund inn í Kyrrahaf, þar sem það tók að heija á skip Banda- manna. Og sýndi að þetta var mögulegt. Þegar Þjóðveijar réðust svo á Rússa í júní 1941, hófst vináttan milli Rússa og Breta og annarra bandamanna þeirra og vihorfín breyttust í orustunni um Atlands- hafíð. Að því kom að Sovétmenn höfðu hörfað undan þýska hemum langt inn í Rússland og útlitið svart." Bretar og Bandaríkjamenn ákváðu að veita Rússum alla þá aðstoð, sem þeir gætu, en til þess að halda sjóleiðis sambandi við Rússland, þurftu skip Bandamanna að sigla norðurleiðina", eins og Gunnar M._ Magnúss segir í Virkið í Norðri.“ísland var þvi miðstöð siglinganna til Rússlands frá því í ágústmánuði 1941 til styijaldar- loka. Skipin vom fermd hergögnum og öðmm vamingi í Bandaríkjunum og Bretlandi, en var síðan venjulega safnað saman í Hvalfirði. Þaðan var svo siglt undir herskipavemd til Arkangelsk eða Murmansk." “Fyrsta skipalestin fór til Norð- ur-Rússlands í ágústmánuði 1941. Þá var ákveðið, að níu skipalestir, alls 63 skip, fæm til Rússlands á því ári. Þessir flutnigar gengu mjög vel. Á því ári var aðins einu skipi sökkt af kafbáti á þessum ferðum fram og aftur." Ekki stóð það þó lengi. Bandaríkjamenn vom ekki beinir styijaldraðilar fyrr en í árslok 1941, og bandarísk skip máttu ekki ráðast á skip eða flugvélar þótt þeir hefðu vörð um siglingaleiðir. Brátt tóku Bandaríkjamenn að sér að fylgja hraðskreiðum skipalestum um Atlantshaf. Og í nóvembermán- uði undirritaði Roosevelt Banda- ríkjaforseti lög, sem leifði að vopnuð kaupför yrðu vopnuð og að þau mættu sigla til hafna á hættusvæð- inu, en í októbermánuði hafði kafbátur sökkt bandarískum tund- urspilli og laskað annan. Eftir árásina á Pearl Harbour 7. desem- ber vom þeir að fullu orðnir þáttak- endur í styijöldinni. tjóðveijar höfðu um þessar mundir um 260 kafbáta og bættu við 20 nýjum í hveijum mánuði. 500 lesta kaf- bátanir gátu tekið 14 tundurskeyti í einu, en 750 tonna bátamir 21 tundurskeyti. Þeir vom því skeinu- hættir flutningaskipunum, sem komu í stóram skipalestum frá ís- landi, færandi vistir og vopn hinum aðþrengdu Sovétmönnum. Og ekki þurfti um sár að binda þegar sjó- mennimir lentu í sjónum í íshafínu. Þar lifðu þeir ekki lengi. Einmitt í því sambandi hafði nasistalæknir- inn frægi Mengeles, sem notaði Gyðinga í tilraunir sínar, gert til- raunir með það í stríðsbyijun hve lengi menn gætu lifað í ísvatni. Þótt sögusagnir gengju um það hve mörg skip fómst í þessum flutn- ingum frá íslandi til Norður Rúss- lands á stríðsámnum, era litlar ritaðar heimildir um það. Skipin 42 í skipalestinni sem kölluð var PQ 17 munu öll hafa verið skotin nið- ur. Þjóðveijar sátu allt til stríðsloka um skipalestimar sem nálguðust ísland. Þeir grönduðu m.a. á árinu 1942 stóm herflutningaskipi, sem var að fara héðan með 300 manns innanborðs. Aðeins nokkrir þeirra björguðust. Eins var stór skipalest með vaming frá Bandaríkjunum til Rússlands stödd út af Norður Nor- egi um jólaleytið 1943 er þýsk herskip réðust á hana og bresk komu til vamar og varð af mikill bardagi og mikill skipsskaði og manntjón. Skipalestimar héldu áfram að safnast í Hvalfirði og fyrir austan ísland frá 1941 og til stríðsloka. Eftir stríðslok í Evrópu, áður en kalda stríðið hófst, þökkuðu Rússar þessa miklu hergagnaflutninga norðurleiðina hættulegu. Og nú mun aftur vera að koma nýtt hljóð í strokkinn, þar sem þeir viðurkenna þýðingu þessara flutninga fyrir þá, þótt ekki hefði það neina úrslitaþýð- ingu. I tilefni þess að umræðan um norðausturleiðina og hlutverk ís- lands þar er aftur svo ofarlega á baugi, er ekki úr vegi að rifja upp hlut landsins í þessum afdrifaríku siglingum á styijaldarámnum og birta myndir sem til em. E. Pá. 4* Lindargata 39-63 o.fl. Skipholt 1-38 Skipholt 40-50 Háahlíð Stigahlíð 37-97 VESTURBÆR Ægisíða 80-98 o.fl. Nýlendugata Einarsnes Látraströnd Skildinganes Sörlaskjól 1-26 SELTJNES Sæbraut UTHVERFI Skeifan Njörvasund Birkihlíð Ystibæro.fl. KOPAVOGUR Holtagerði Skjólbraut Kársnesbraut 77-139 Grenigrund Borgarholtsbr. 61 -78 o.fl. AUSTURBÆR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.