Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 Minning: GerhardH. Schwabe Guðlaug Þorsteins- dóttir - Minning Traustur íslandsvinur, líffræð- ingurinn Gerhard Helmut Schwabe, lézt 16. þ.m. 77 ára að aldri. Hann var fæddur í Thiiringen í Þýzka- landi, lauk doktorsprófi við háskól- ann í Köningsberg og var þar aðstoðarmaður við rannsóknir um skeið, en lagði síðan land undir fót og starfaði í tvo áratugi um skeið, en lagði síðann land undir fót og starfaði í tvo áratpgi í háskólum og öÐrum vísindastofnunumí Chile, Japan, Kína, Taiwan og á íslandi. Á árabilinu 1955—1958 var hann forstöðumaður líffræðistofnunar háskólans í Valdivia í Chile. Eftir það gegndi hann vísindastörfum hjá Max-Planck Institut fur Limnologie í Plön í Þýzkalandi, unz hann lét af starfí fyrir aldurssakir. — Megin- viðfangsefni þessa merka vísinda- manns allar götur frá árinu 1931 voru jaðarskilyrði lifs og náttúru- spjöll af mannavöldum, en það ár leit hann augum í fyrsta sinn þör- ungagróður í íslenzkum hverum og laugum, og frá þeim tíma batt hann tryggðir við land og þjóð. Hér stundaði hann bæði hagnýtar og fræðilegai- rannsóknir, m.a. á heit- um uppsprettum í Mosfellssveit og Olfusi, en einnig víðar um landið, að ógleymdri Surtsey. Um rann- sóknir sínar birti hann fjölda rit- Fæddur 18. september 1928 Dáinn 30. október 1987 Því veldur mér trega tónanna slagur, sem töfrar og dregur og er svo fagur? Ég veit það og finn, hvers sál mín saknar. Söngvanna minning af gleymsku vaknar. Ómur af lögum og brot úr brögum, bergmálar frá ævinnar liðnu dögum, af hljómgrunni hugans vaknar. (Úr Dísarhöll eftir Einar Ben.) Að morgni dags 30. október hringdi Sonja, mágkona mín, og tilkynnti mér lát bróður míns, Jóns Heiðars. Nú eru allir bræður mínir látnir. Þorsteinn, Heiðar, Ingvar og Valur frá Möðrufelli. Eg gat ekki verið viðstödd jarðar- farir hinna bræðra minna. En við jarðarfor Heiðars, þann 6. nóvem- ber, kvaddi ég þá alla. Og minning- ar streyma að. Eg var elst og féll það því oft í minn hlut að gæta bræðra minna þegar þeir voru litlir. Við ólumst öll upp í Möðrufelli, en þangað flutti afí minn, Jón Jóns- son, og kona hans Ólöf Ámadóttir árið 1908 og síðan hefur Möðrufell verjð í eigu ættarinnar. Ég minnist góðra leikfélaga, systkina sem fóru á böll saman, dönsuðu saman og sungu saman og áttu auðvitað f eijum saman. Ég minnist vináttu og elsku milli systkina, sem að aldrei brást. Það var vík milli vina, en þó hittumst við hvert hjá öðru á þessum árum, eftir að ég fór frá íslandi. Foreldrar okkar, Jóna Þorsteins- dóttir og Kristinn Jónsson, áttu ekki alla hluti sameiginlega. En ást þeirra og umhyggja fyrir bömum sínum var þeim sameiginleg. I Möðmfelli var okkur kennd samheldni, orðheldni og frændsemi. Virðing fyrir öllum, sem vom minni máttar og hjálpsemi við þá, sem þurftu á hjálp að halda. Virðing fyrir vinnandi fólki. Við borðuðum alltaf hádegisverð ki. 12, og svo hvíldi fólkið sig til kl. 13.30. Þá fengum við bömin skipun um að leika okkur langt frá húsinu, svo að ekki heyrðist í okkur, „því að þeir sem vinna þurfa hvf)d,“ sagði faðir okkar. í Möðmfelli var ætíð margt fólk, sérstaklega á sumrin. Þangað vom oft tekjn. böm og unglingar, sep gerða og skrifaði kynstur einkabréfa um áhugamál sín. Rit- gerðir hans má flokka í hreina líffræði, samfélagslega túlkun, heimspekilegar rökræður og eld- heitan áróður fyrir náttúmvemd og nýtilegri skilgreiningu á stefnumál- um náttúmvemdar. Um það bil tveimur áratugum fyrr en íslenzkir íjölmiðlar tóku að sinna umhverfis- málum hafði hann gert sér grein fyrir flestum eða öllum afbrigðum náttúmspjalla, er síðan hafa yfir dunið. — Doktor Schwabe kom til íslands 20. ágúst sl. og dvaldist hér í fjóra sólarhringa. Erindi hans var að sjá landið og kveðja þá vini sína, er hann næði til áður en hann yfír- gæfí Evrópu í síðasta sinn og flyttist búferlum til Tasmaníu, en þangað hafði hann fylgt konu sinni í fyrra vetur. Synir þeirra vom komnir þangað á undan þeim. Gerhard Helmut Schwabe hafði siglt margan krappan sjó, átt heim- ili í fjómm álfum heims, en gerzt þegn og málsvari lífríkis þeirra allra, eftir því sem dæmafátt þrek hans dugði til. Hann var Evrópu- maður og mundi tímana tvenna og þrenna, unni klassískri menningu, en leitaði kjama þjóðmenningar, hvar sem hann var gestur. — Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar vildu eða þurftu að komast í sveit. Þar var ætíð nóg að gefa gestum og gangandi. Margir vom þeir sem nutu gestrisni og gjafmildi foreldra okkar. Ég veit að margir minnast Möðmfells með hlýjum hug. Ég sé langt borðið í eldhúsinu, þéttsetið af fólki. Umræður vom margar og oft harðar. Böm lögðu sjaldan mik- ið til málanna á þeim tíma. En sá lærdómur, sem við fengum sem hlustendur varð okkur mikils virði seinna í lífínu. Við vomm alin upp við bækur og söng. Allir bræður mínir vom söngmenn góðir og glæsimenni. Þeim þótti vænt um heimili okkar, sem stendur svo tignarlega undir Möðmfelli. En örlögin réðu því að enginn þeirra bjó þar lengi. „Hver er sinnar gæfu smiður," en um það og örlögin má deila. Þeir dóu allir um aldur fram. „Þeir sem guðimir eiska deyja ung- ir.“ Og nú er Heiðar kominn til allra ástvinanna hinum megin. Það var langt á milli Heiðars og mín, þar sem við bjuggum hvort í sínu landi. En þegar við hittumst, þá nutum við staðar og stundar. Hann kom til mín þegar ég varð sextug. Ég sótti hann og Sonju á flugvöllinn og var hann hress og kátur, þrátt fyrir öll sín veikindi í mörg ár. Við sátum og ræddumst við fram eftir kveldi. En um morguninn hafði hann fengjð enn eitt áfallið. Vinstri hönd var lömuð og hann átti erfítt með gang. Hann tók þó þátt í af- mælisfagnaði mínum nokkrum dögum seinna og ber það vott um þá karlmennsku sem einkenndi hann. Okkar síðasti fundur var á ís- landi árið 1985. Þá var haldið ættarmót í móðurætt okkar. Daginn eftir fórum við til Mývatnssveitar, ásamt fleira frændfólki. Þann dag var sól og yndislegt veður. Við áð- um, að gömlum sið, og neyttum matar undir berum himni. Bróðir minn lagði höfuðið í kjöltu mína, éins og þegar hann var lítill. Þessi stund er góð minning. Heiðar bróð- ir var fróður maður og las mikið. Hann kunni íslendingasögurnar og vitnaði oft í þær. Hann unni ætt- jörð okkar og það var ævinlega gott veður á Islandi, þcgar ég tal- aði vjð hann í, síma' . xjv' w i jp Á Á S Á íslenzku fálkaorðu 29. marz 1974. G.H. Schwabe hafði séð örlög einstaklinga og þjóða og skilyrði lífs á jörðu bæði í smásjá og stór- sjá. — Þegar hann kvaddi vini sína á íslandi kallaði hann sex vikna sjóferðina, er hann átti fyrir hönd- um, siglinguna „til hinztu hafnar". Farkostur hans var pólska hafskip- ið Katowice II. Þann 4. nóvember sl. ritaði hann á skipsíjöl undan suðurströnd Ástralíu, og er lauslega þýtt: „Ef ekkert óvænt hendir mig, þá lýkur þessari þægilegu sjóferð í Bell Bay eftir 12 daga, og verð ég þá vel hvíldur og albúinn að taka hveiju, sem bíður mín . . .“ Br. Jóh. Heiðar bróðir var skapstór mað- ur, hafði sínar skoðanir og stóð fyrir þeim. En jafnframt var hann einhver tilfínningaríkasti maður, sem ég hef þekkt. Við ætluðum að fagna honum sextugum næsta ár á Islandi. Svo varð ekki. Þegar ég lít yfír farinn veg, þá sé ég Heiðar bróður þeysa úr hlaði á Fálka sínum. Ungur og fallegur maður. Framtíðin blasti við honum. Draumamir voru margir og sumir rættust. Sá drekkur hvem gleðinnar dropa í grunn sem dansar á fákspori jrfír grund. í mannsbarminn streymir sem aðfalls unn af afli hestsins og göfugu lund. Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. — Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann ríki og álfur. - Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aidrei þinn harm. Það er best. Að heiman, út, ef þú berst í vök. Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl, sem ei þaggast, ei lund, sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Láttu hann stökkkva, svo draumar þíns hjarta rætist (Úr Fákum eftir Einar Ben.) Einn af draumunum sem rættist var sá að hann giftist ungri og fal- legri konu, sem ætíð stóð við hlið hans í blíðu og stríðu. Ég þakka Sonju, mágkonu minni, fyrir allt sem hún gerði fyrir bróður minn. Noregi í nóvember 1987 Gerður Kristinsdóttir Dounraey: Forsætisráðherra Bretlands mun á næstunni fá send mót- mæli 33. þings Farmanna- og fiskimannasambands íslands vegna ráðagerða um byggingu endurvinnslustöðvar fyrir kjarn- orkuúrgang í Dounraey í Skot- landi. Ennfremur mun verða leitazt við að fá mótmælin birt í víðlesnu brezku dagblaði ogjafn- framt verða þau send íslenzkum þingmönnum. Samþykkt þingsins um mengun Fædd 7. maí 1898 Dáin 10. nóvember 1987 Við andlát Laugu ömmu þyrpast minningamar fram í huga okkar blandnar sárum trega. Okkur hefði ekki órað fyrir því í sumar, þegar hún dvaldi hjá okkur nokkrar vikur á Egilsstöðum, að svo skammt und- an væri sú stund að við fylgdum henni hinsta spölinn og legðum hana til hvíldar við hlið afa. Hún var svo sérstaklega hress og glaðleg og ótrúlega létt í hreyf- ingum þó komin væri fast að níræðu. Hún hafði oft verið treg til að ferðast nema hún væri viss um að gott væri að fara en þessa daga naut hún þess að skjótast til Borg- arfjarðar til að heimsækja góða vini og frændfólk og fara á bemskuslóð- ir yfír til Seyðisfjarðar. Hún rifjaði upp fyrir okkur Seyðisfjörð eins og hún mundi hann í æsku og nefndi hvert húsið eftir annað og þá, sem þar höfðu búið. Hún var fædd 7. maí 1898 að Brimneshjáleigu í Seyðisfirði og bjó þar ásamt foreldrum sínum, Jó- hönnu Erlendsdóttur og Þorsteini Jónssyni, og yngri systur, Oddnýju. Faðir þeirra lést þegar amma var aðeins sjö ára og eins og svo oft á þessum tíma, þegar heimilisfaðirinn féll frá, flosnaði fjölskyldan upp. Oddný fór í fóstur til föðurbróður þeirra systra á Borgarfírði eystra en amma fylgdi móður sinni. Voru þær mæðgur að mestu á Seyðisfirði fyrstu árin utan einn vetur í Vest- mannaeyjum. Árið 1918 giftist hún Sigurði Bjamasyni frá Kolfreyju í Fá- skrúðsfirði og í Búðakauptúni reistu þau sitt framtíðarheimili, sem þá fékk nafnið Reykholt en nú er Skólavegur 77. Þau eignuðust tvö börn, Þorstein og Þórunni, en hún lést aðeins fárra vikna gömul. Móðir hennar bjó hjá þeim alla tíð og þegar þau eignuðust tengda- dótturina Aðalbjörgu Magnúsdóttur og fimm barnabörn var orðið margt í heimili í Reykholti. Fjölskyldan var samhent og aldrei urðum við þess vör, að kynslóðabilið, sem svo oft er nefnt, orsakaði einhver vandamál þó ættliðimir væru orðn- ir fjórir. Ástæðan er án efa sú, að kristin trú var veigamikill þáttur í fjölskyldulífínu. Þau kynntust að- ventboðskapnum um 1930 og var öll fjölskyldan samtaka um að finna þar trúarlífi sínu farveg. Trúin var því ríkur þáttur í lífi Laugu ömmu og hún naut þess að lesa og íhuga Orð Guðs og syngja þá sálma, sem henni voru kærir. Um árabil söng hún í Fáskrúðs- fjarðarkirkju enda hafði hún fallega söngrödd. Hún var næm fyrir góðri tónlist og hafði gott tóneyra. Lítið fallegt lag, sem hún samdi er gott dæmi um það. Við fráfall afa fyrir 19 ámm sendi frændi hans Richard Beck henni lítið erfíljóð. Hún reyndi hafsins er svohljóðandi: „33. þing FFSÍ samþykkir að stjórn sam- bandsins vinni að öllum þeim styrk, sem sambandið hefur yfir að ráða gegn því að eiturefni og eða geisla- virk efni, sem eitrað geta hafsvæðið umhverfis Island verði losuð í hafið. Jafnframt telur þingið að samband- ið eigi að vinna að nátttúruvernd í víðasta skilningi, hvort sem er á sjó eða landi." í greinargerð með tillög- unni segir: Nú eru uppi ráðagerðir um að byggja endurvinnslustöð í að fínna eitthvert lag, sem hún þekkti og félli vel að þessum ljóðlín- um en fann ekkert, sem henni fannst nógu gott. Þá samdi hún lagið sjálf og söng það með sjálfri sér án þess að nokkur yrði þess var þar til í sumar að hún trúði Oddnýju, sonardóttur sinni, fyrir því. Hún fékk Jón Ásgeirsson til að útsetja lagið og þegar hann lét í ljós að þetta væri fallegt og vel upp byggt lítið lag féllst amma á að aðrir fengju að heyra það. Við erum þakklát í dag fyrir þessa litlu perlu, sem segir sína sögu um hógværð og lítillæti höfundar síns. Lauga amma var í eðli sínu glað- lynd og það var henni svo eðlilegt að lífga upp á og fegra mannlífið í kringum sig. Hún hafði oft á tíðum svo sérstakt lag á því að vera ósam- mála á svo jákvæðan hátt að hún vakti sjaidnast deilur við nokkurn - mann. Hún fylgdist vel með og hafði mikinn áhuga á velferð barna- bama sinna og barna þeirra og var óþreytandi að víkja einhveiju að þeim og styðja þau sem best hún kunni. Hún var léttstíg þrátt fyrir háan aldur og oft. tók hún nokkur dansspor á eldhúsgólfinu þegar hún heyrði fjörugt harmonikkulag í út- varpinu og hafði á orði í gamni að hún myndi stíga nokkur spor á níræðisafmælinu. En skjótt skipast veður í lofti og í sumar þegar hún hafði lokið síðustu heimsókn sinni á Egilsstaði kenndi hún þess sjúkdóms, sem betur hafði að lokum. Hún óskaði þess að fá að liggja heima svo lengi sem hægt væri og í frábærri umönnun tengdadóttur sinnar, Diddu, og með ómetanlegri aðstoð læknis og hjúkrunarfólks við heilsu- gæslustöð Fáskrúðsfjarðar var hún heima þar til yfir lauk. Nú hefur hún lagst til hinstu hvíldar og bíður komu frelsara síns, en í huga okkar sem eftir stöndum lifír minningin um ástkæra ömmu, langömmu og langalangömmu, sem gaf okkur svo óendanlega mikið. Anna, Óli og fjölskylda. Dounraey í Skotlandi til að hreinsa úrgang frá kjarnorkuverum í Vest- ur-Evrópu og frárennsli frá stöðinni verði hleypt út í Norður-Atlantshaf. Það leynir sér ekki að mikið er í húfi. Má jafnvel segja að framundan gæti verið nýtt landhelgisstríð." Samþykkt var að senda sam- þykktina og greinargerð í heild til forsætisráðherra Bretlands, Marg- aret Tatcher, víðlesins brezks blað og íslenzkra ráðmanna. Minning: Jón H. Kristins- son frá Möðrufelli Margaret Tatcher fær mótmæli frá FFSÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.