Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987
:
AFTUR TIL
FRÍKU
f bók sinni Roots Rocking in Zimbabwe segir tónlistarmað-
urinn Fred Zindi frá því að þegar hann hafi hafið sinn
tónlistarferil 1965, hafi Bítlarnir verið vinsælasta hljómsveit
í Austur-Afríku og því hafi allar afrískar hljómsveitir hermt
eftir þeim. Eldrí tónlistarmenn sem hann kynntist bentu
honum á það hve tónlist Bítlanna var lík svokallaðri marabi-
tónlist sem tíðkast hafði í Zimbawe í áraraðir. Zindi tók
ekki mikið mark á þessum ábendingum og um tima þóttu
honum líklegast að ef einhver tengsl væru á milli, þá væri
það vegna þess að marabitónlistin væri upprunnin á Vesturl-
öndum. Síðar áttaði hann sig þó á því að þessu var öfugt
fanð; Bítlarnir voru að leika tónlist sem upprunnin var í
Afríku.
enda öll stórfyrirtækin búin að taka
við sér og eru farin að gefa út plöt-
ur með afrískri tónlist á ný. Ekki
legg ég mat á það hvort það sé
gott eða slæmt, en víst er að það
þarf ekki stórfyrirtæki til að gera
góðar plötur.
Þessi áhugi nær ekki síður til
annarskonar tónlistar en afrískrar
og fyrirtæki eins og Globestyle hafa
verið að gefa út það sem þau kalla
heimstónlist, tónlist frá Mið- og
Suður-Ameríku, Madagaskar, ísra-
el og Grikklandi auk Afríkutónlist-
ar. Þau fyrirtæki sem eru að gefa
út þessa tónlist, og við erum þar á
meðal, hafa og komið sér saman
um að taka upp sameiginlega dreif-
ingu. Tónlistinni verður dreift undir
nafninu heimstónlist, sem er
kannski ekki gott orð, en til komið
til að leysa úr vandræðum plötusala
sem veit ekki hvað hann á að gera
við þessar plötur; hvar hann á að
setja þær f hillur og hvemig hann
á að auglýsa þær.
Heimstónlistin er nú nokkuð leik-
in í útvarpi og salan hefur aukist
mikið í kjölfar þess, þó ekki sé enn
hægt að segja að þessar plötur selj-
ist almennt í hundruðum þúsunda
eintaka. Fólk hefur sagt okkur að
það laðist að þessari tónlist vegna
þess að vestræn popptónlist sé kom-
in í öngstræti og það gerist ekkert
markvert í henni. Því er fólk áfjáð
í að heyra eitthvað nýtt. Vestrænir
tónlistarmenn eru einnig famir að
sækja innblástur í afríska og suður
ameríska tónlist.
Fram að þessu hefur Stern’s
eingöngu gefið út afríska tónlist.
Er það framundan að gefa einn-
ig út annarskonar tónlist?
Næsta plata okkar verður með
brasilískri tónlist, en sú plata er
gerð í kjölfar samnings sem Stem’s
gerði við brasilískt fyrirtæki um að
okkar plötur verði gefnar út þar í
landi. Við höfum einnig unnið með
öðm smáfyrirtæki og gefum út í
samvinnu við það plötu með pakist-
anskri söngkonu, en fyrst um sinn,
að minnsta kosti, munum við halda
okkur við afríska tónlist. Ef við
fengjum aftur á móti í hendumar
plötu með skemmtilegri tónlist þá
myndum við auðvitað gefa hana út.
Hverjir eru það sem kaupa
þessa tónlist? Nú sagði mér ein-
hver að það væri fólk á aldrinum
18 til 25 ára, fólk sem væri of
gamalt fyrir Madonnu og of ungt
fyrir Dire Straits og Grateful
Dead.
Fæstir mæla gegn því í
dag að vestræn popp- og
rokktónlist sé upprunnin
í Afríku að mestu. Hún
hefur þó tekið svo miklu stakka-
skiptum að oft er erfítt að átta sig
á upprunanum. Hin seinni ár hafa'
afrísk áhrif þó vaxið á ný og má
þar benda á hljómsveitir eins og
Camper Van Beethoven og tónlist-
armenn eins og Sting og Peter
Gabriel. Einnig hafa afrískar hljóm-
sveitir náð lýðhylli á Vesturlöndum
og Zimbawehljómsveitin Bhundu
Boys var með vinsælli tónleikasveit-
um á Bretlandi í sumar sem leið.
Það má því halda því fram að
um sé að ræða einskonar afríska
tónlistarvakningu í Vestur-Evrópu,
þó ekki hafí hennar orðið vart á
Islandi nema að litlu leyti. Æ fleiri
á Vesturlöndum hlusta nú á sousko-
ustónlist frá Zaire, jujutónlist frá
Nígeríu, marabitónlist og jittónlist
frá Zimbabwe, mbalaxtónlist frá
Senegal, eða highlifetónlist frá
Ghana og hljómplötufyrirtæki sem
sinna þeirri eftirspurn sem þegar
er fyrir hendi spretta upp. Nokkur
af þeim helstu: Stem’s, Earth-
works, Celluloid, Cooking Vinyl og
Globestyle.
Stem’s er eitt stærsta útgáfufyr-
irtæki afrískrar tónlistar í Bret-
landi, þó ekki sé það stórt
:3amanborið við risafyrirtækin sem
jjjefa út popptónlist. Stem’s er rekið
uamhliða verslun sem selur afríska
tónlist og alskyns jaðartónlist. í
kjallaranum undir versluninni eru
skrifstofur Stem’s og þar var fyrir
Robert Urbanus, annar eigandi fyr-
irtækisins sem sagði frá tilurð
Stem’s.
Raftæki og jaðartónlist
Upphaflega var hér raftækja-
verslun, en skammt frá er háskóli
sem margir afrískir námsmenn
gengu í. Þeir komu með plötur með
sér og svo fór að búðin fór að kaupa
notaðar plötur af þeim og hafði í
kassa innan um hraðsuðukatla og
þvíumlíkt. Þetta vatt uppá sig smátt
og smátt. Námsmennimir fóru að
taka með sér plötubunka að heiman
til að selja í búðinni og fá þannig
aukapening og brátt var þetta orð-
inn snar þáttur í rekstri verslunar-
innar sem var á endanum nefnd
African Music Centre. Þannig gekk
þetta í tuttugu ár, að fyrir fímm
árum keyptum við félagi minnn
búðina. í fyrstu vomm við bara í
innflutningi á plötum fyrir búðina,
enda var eftirspum eftir afrískri
tónlist ekki mikil til að byija með.
Eftir því sem áhugi manna glæd-
dist á slíkri tónlist fóram við að
flytja inn æ meira fyrir aðrar versl-
anir og síðan ákváðum við að stofna
hljómplötuútgáfu og gefa sjálfír út
plötur. Síðan höfum við gefíð út
tuttugu plötur sem við höfum ýmist
stjómað sjálfír upptökum á hér í
Bretlandi eða að við höfum leigt
útgáfurétt á plötum sem búið var
að gefa út í Afríku eða annars stað-
ar í Evrópu. Gott dæmi um okkar
útgáfu er nýjasta plata okkar, sem
er plata með söngvaranum Salif
Keíta, en hann var búinn að gera
Alpha Blondy í
hlutverki rasta-
mannsins sem
frelsar svert-
ingja úr Babýl-
on hvíta
mannsins.
plötusamning við EMI fyrir Bret-
landsmarkað. Upptökustjóri og
útsetjari sem býr í París og hefur
unnið með mörgum afrískum tón-
listarmönnum, fékk hann til að taka
upp plötu á sínum vegum. Sá sem
sá um upptökuna og útsetningar
gefur svo sjálfur út plötuna í Afríku
en við kaupum útgáfuréttinn í Bret-
landi og Evrópu. Síðan gerði Salif
Keíta samning að vestrænum
hætti, þ.e. samning sem er bind-
andi í einhver ár, við Island Records
og Isiand kaupir það sem eftir er
af útgáfuréttinum.
Við höfum einnig tónlistarmenn
á föstum samningi við okkur, en
það hefur of mikil fjárútlát í för
með sér og því viljum við frekar
hafa handbært fé til að geta keypt
útgáfurétt á stökum plötum, enda
gefur það meiri möguleika á að
gefa út gott efni.
Er vaxandi áhugi á afriskri
tónlist í Bretlandi?
Stuttu eftir að við byijuðum með
búðina ríkti mikill áhugi á afrískri
tónlist, t.d. var Island þá með samn-
ing við Nígeríumanninn Sunny Adé
og það átti sinn þátt í að glæða
áhugann. Sá áhugi dvínaði aftur
en nú er áberandi uppsveifla. Fyrir
þeim áhugaauka era margar ástæð-
ur, sumir segja að það sé ekkert
að gerast í annarri tónlist og svo
ber einnig að líta til hvítra tónlistar-
manna eins og Peter Gabriel og
Paul Simon sem hafa nýtt sér
afríska tónlist til að gera eitthvað
nýtt í vestrænni tónlist. Nú eru
Salif KeYta