Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 50
50” MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 Notkun hljóðbylgna til greiningar á vöð vasj úkdómum Hljóðbylgjutækni hefur gjörbreytt möguleikum lækna til að fylgj- ast með vanfærum konum. Vísindamenn telja að möguleikar þessarar tækni séu miklir og að hún eigi eftir að gegna mikilvæg- ara hlutverki í greiningu margvislegra sjúkdóma en nú er raunin. Vísindi Sverrir Ólafsson Vöðvarýmun (muscular dystr- ophy) er heill flokkur arfgengra vöðvasjúkdóma, sem í mörgum tilfellum koma einungis fyrir í drengjum. Sjúkdómurinn greinist venjulega snemma, oft um það leyti sem bamið fer að ganga. Einkennin verða augljósari eftir því sem bamið eldist og oft hefur sjúkdómurinn leitt til veralegrar hreyfihömlunar þegar fimm til sjö ára aldri er náð. Einungis mildari útgáfur sjúkdómsins gera fólki mögulegt að lifa þokkalegu lífi fram á fullorðinsár. Nýlega hafa læknar við Hamm- ersmith-sjúkrahúsið í London þróað hljóðbylgjutæki sem sýnir mjög góðan árangur i greiningu á ýmiskonar vöðvasjúkdómum, þar á meðal vöðvarýmun. Þeir segja að með tæki þessu fáist áreiðanlegri upplýsingar um ástand vöðva og eins að það valdi bömum ekki jafn miklum ótta og hefðbundnar aðferðir, sem notað- ar era til greiningar vöðvasjúk- dóma. Hljóðbylgjutækni hefur um margra ára skeið verið notuð til að fylgjast með fósturvexti, en hún hefur gjörbreytt möguleikum lækna til að fylgjast með vanfær- um konum. Vísindamenn telja að möguleikar hljóðbylgjutækni séu langtum meiri, en hingað til hafa not hennar nær eingöngu tak- markast við athuganir á hjarta, augum og kviðarholi. Til þess að taka mynd með hljóðbylgjum er farið með s.k. breyta eftir yfírborði líkamans. Breytirinn sendir frá sér hljóð- bylgjur sem að hluta til endur- kastast á yfirborði vefja í líkamanum. Hversu mikill hluti hljóðbylgjunnar endurkastast er háð þéttleika viðkomandi vefjar. Breytirinn greinir einnig endur- kastsbylgjumar. í venjulegu skantæki er það mismunandi end- urkast hljóðbylgnanna sem er umritað í mynd, sem birtist á skermi. Björt svæði á skerminum þýða mikið endurkast, en svörtu svæðin mikla gleypni. Grá svæði benda til meðal endurkasts. Tækið á Hammersmith-sjúkra- húsinu er tengt við tölvu sem sér um stafræna umritum hljóðbylgn- anna. Þessi stafrænu gögn era síðan send til örtölvu, sem umritar þau í nýja mynd, sem birtist á öðram skermi. Hægt er að velja 'ákveðinn hluta vöðvans á mynd- inni og biðja tölvuna um að reikna nákvæmlega endurkast þessa svæðis. Heilbrigður vöðvi gleypir mest- an hluta hljóðbylgnanna og myndast því sem dökk eða svart svæði á skerminum. Hljóðbylgj- umar endurkastast hins vegar að miklu leyti á beinum og bandvefj- um á milli vöðvanna og koma því fram sem hvítir blettir á skermin- um. Þegar um vöðvarýmun er að ræða kemur fita og trefjakenndur bandvefur í stað þeirra vöðva sem rýma. Þetta leiðir til þess að hljóð- bylgjumar endurkastast meira á sjúkum vöðvum en heilbrigðum, sem koma því fram sem ljósgrá svæði á skerminum. Vísindamönnum hefur tekist að þróa nokkurs konar magn- greiningaraðferð, sem gefur mælikvarða fyrir bergfmálsgetu einstakra svæða. Einingar kvarð- ans kalla þeir „grástig“. Bein hafa gjldin 200 til 220 grástig, heilbrigður vöðvi hefur í mesta lagi gildið 40 grástig, en þegar um vöðvarýmun er að ræða verða gildin venjulega á bilinu 40 til 120 grástig. Tölugildi þessi era engan veg- inn algild og því leyfa þau ekki samanburð á milli sjúklinga, en þau gefa góðar upplýsingar um framgang vöðvarýmunar hvers einstaks sjúklings. Aðferðin er því gagnleg til að fylgjast með þróun sjúklinga þegar ný lækningaað- ferð er reynd. Læknar við Hammersmith- sjúkrahúsið nota nú orðið nær eingöngu þessa nýju aðferð til -greiningar á vöðvarýmun, en hefðbundna aðferðin byggðist á svo kallaðri „electromyografíu“. í þeirri aðferð er rafskautum komið fyrir í þeim vöðva sem á að at- huga, en rafleiðni vöðvans gefur upplýsingar um heilbrigðisástand hans. Það getur verið ýmsum erf- iðleikum bundið að koma slíkum rafskautum fyrir í vöðvum ungra bama. Kostir nýju aðferðarinnar era fleiri. Hún er langtum einfaldari í meðföram og hana má auðveld- lega nota til athugunar á öllum vöðvum líkamans. Eins er líklegt að með henni greinist sjúkdómur- inn fyrr á æviskeiði bamsins. Slíkt eykur líkumar á því að foreldram- ir viti af sjúkdómnum áður en þau eignast fleiri böm og geti þar af leiðandi gripið til viðeigandi ráð- stafana, en eins og áður sagði er vöðvarýmun sjúkdómur sem gengur í erfðir. Myndgæðum tækisins er enn nokkuð ábótavant og því er ekki víst að það kæmi, að svo stöddu, að fullum notum á almennum markaði, jafnvel þó það nýtist þeim sem hafa þróað það og vax- ið með því. Hammersmith-læknamir hafa hafið samvinnu við vísindamenn við Kings College í London með það í huga að auka myndgæði tækisins og er það von þeirra að innan skamms verði hægt að nota þaö til greiningar annarra sjúk- dóma, til að mynda í lifrinni. Endurkastsstuðull skorpulifrar er til dæmis allt annar en þegar um lifrarbólgu er að ræða. Með frek- ari þróun tækisins gæti það nýst til greiningar margvíslegra sjúk- dóma í mismunandi líffæram. Heilbrigður vöðvi gleypir vel hljóðbylgjur og birtist því sem dökkt svæði (mynd til vinstri). Hijóð- bylgjur endurkastast meir á vöðvum sem þjást af vöðvarýrnun og þvi myndast þeir sem ljósgrá svæði (mynd til hægri). Ljón norðursins með málverkasýningii LJÓN norðursins, Leó Anton Árnason, opnar málverkasýn- ingu á Hótel Borg þriðjudaginn 1. nóvember kl. 15:30. Alls sýn- ir Ljón norðursins 120 verk á sýningunni, en aðeins 40 í einu, og verður vikulega skipt um verk þar til sýningunni lýkur þann 24. desember. Morgun- blaðið spjallaði stuttlega við Leó í tilefni sýningarinnar. „Sýningin er haldin í minningu foreldra minna, og er tileinkuð þeim“ sagði Leó, en hann hefur ekki haldið sýningu síðan 1971, þegar hann sýndi 200 málverk í Sjallanum á Akureyri. Alls hefur Leó haldið 10 sýningar, og nokkr- ar erlendis: í Amsterdam, Hamborg, og í síðustu ferð Gull- foss, en þá seldi hann 170 verk. Verkin á sýningunni á Hotel Borg era öll vatnslitamyndir, og flest máluð á Borginni á síðustu þremur mánuðum. Á sýningunni verður einnig fyrsta ljóðabók Ljóns norðursins til sölu í 21 eintaki. Leó sagðist mála mikið náttúra- myndir, en einnig skip og hús, enda væri hann byggingameistari að mennt og hefði byggt um' 300 íbúðir í gegnum tíðina. Hann sagð- ist hafa persónulegan stfl, og nota fast litakort, sem í væru aðeins framlitimir fimm: svart, hvítt, blátt, rautt, og gult. Leó sagðist hafa byijað að mála á silki árið 1940 og selt breskum og bandarískum hermönnum sem minningagripi, og hann hefur síðan helgað sig málaralistinni og ljóðlist frá árinu 1973. Hann fékk meistaragráðu í málaralist hjá Gunnari S. Magnússyni árið 1960, en Gunnar hefur kallað Leó „lista- ljón norðursins" á síðari árum. En hvers vegna þetta nafn, Ljón norðursins? „Eg heiti Leó, sem þýðir „ljón“, og svo er ég úr norðr- inu, er fæddur í Mánavík í Austur-Húnavatnssýslu, þar sem hafísinn kemur fyrst að landi og skarkar við nafír og björg.“ Leó nam byggingalist hjá föður sínum og kom svo til Reykjavíkur í klæð- skerasaumuðum fötum frá Ála- fossi árið 1931, „og þótti ég þá hera af í klæðaburði, og margir segja mér að ég geri það enn“. Leó er afkastamikill í málara- listinni, en hann var ekki síður röskur við húsasmíðamar hér áður fyrr: „ég reisti hús fyrir Ásberg Sigurðsson, borgardómara, á 17 Ljón norðursins, listmálari og ljóðskáld. dögum, þó að ég hefði rifbrotnað á öðram degi. Eg neitaði að fara til læknis, enda vora rifin gróin þegar smíðinni lauk.“ Húsasmíðar era honum enn hugleiknar: ',,að halda málverkasýningu er svipuð tilfinning og að byggja hús og afhenda kaupandanum lykilinn." Um ljóðabókin sagði Ljón norð- ursins: „Ég verð 75 ára í sumar og taldi mig ekki vera tilbúinn til að senda frá mér fyrstu ljóðabók mína fyrr.“ Hann sagði að á næsta ári væri væntanlegt fyrsta bindi ævisögu hans, þar sem hann segði frá viðhorfum sínum til þjóðarinn- ar og tíðarandans frá fæðingar- degi föður síns, 3. apríl 1870, fram á þennan dag. Blús á Borginni Á mánudagskvöld verður blús- kvöld Jassvakningar á Hótel Borg. Þá kemur fram Tríó Guð- mundar Ingólfssonar, en söng- konurnar Björk Guðmundsdóttir og Oktavía Stefánsdóttir munu syngja með tríóinu. Björk Guðmundsdóttir, sem syngur með Sykurmolunum, hefur áður ekki sungið blús opinberlega, né heldur Oktavía Stefánsdóttir. Kunnugir herma að Björk hafi þó sýnt á æfingum með tríóinu að hún sé ekki lakari blússöngkona er rokksöngkona. Séstakur gestur kvöldsins verður munnhörpuleikar- inn Helgi Guðmundsson úr Hafnar- firði. Þetta verður siðasta tónlistar- kvöld Jassvakningar fyrir áramót og hefst það á Hótel Borg, eins og áður sagði, klukkan 21 á mánu- dagskvöld. Fróöleikur og skemmtun fyrirháasemlága! ; PotgíiiiMafoffo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.