Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 57 Háskólinn i Leysin. Alþjóðlegt hugarfar gefið í veganesti FRED OTT stofnaði The American College of Switzerland í Leysin árið 1963 til að veita börnum Banda- ríkjamanna i Evrópu tækifæri til að hefja háskólanám í návist við foreldra sína. Skólinn var aðeins tveggja ára nám i upphafi en bauð upp á fjögurra ára nám og BA-háskólapróf 1968. Viðskiþtafræði, alþjóðastjórn- mál og tungumál eru helstu kennslugreinar hans. Háskólinn er til húsa í gömlu stórhóteli, þar sem auðugir ættingjar berklasjúklinga á hælum í Leysin gistu þegar þeir komu til bæjarins. Hótelinu hefir verið mikið breytt en tignarlegur matsalur og setustofa standa óbreytt. Skólinn heldur fundi fyrir nemendur í setu- stofunni og eitt sinn ræddust samningamenn stórveldanna í af- vopnunarmálum í Genf opinskátt þar við. Daniel Queudot, rektor háskól- ans, vonast til að sendiherrar Iran og Irak hittist þar bráðlega. Um 300 nemendur frá 50 löndum, aðllega Evrópu og Mið-Austurlönd- um, eru í skólanum. Bandarísks eða bresks stúdentsprófs, eða samsvar- andi menntunar, er krafist við inngöngu í hann. Megin markmið hans er að útskrifa alþjóðlega þenkj- andi nemendur sem þekkja siði og menningu annarra þjóða og eru færir um að takast á við lífið af mannúð og kærleika. Staðsetning Leysin í miðri Evrópu er nýtt út í ystu æsar við kennsluna. Nemendum eru kynntar alþjóðastofnanir og -fyr- irtæki i nágrenni hans og löndunum í kring og reynt er að útvega þeim sumarstörf við hæfi, til dæmis hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf. Böm margra frægra manna hafa sótt háskólann og menntaskólann í Leysin. Einn þekktasti nemandi há- skólans er þó Sylvester Stallone, leikari. „Ég átti ( dálitlum vandræð- um með hann,“ sagði Ott, en hann stjómaði skólanum enn þegar Stall- one gekk í hann. „Ég stakk upp á því við hann að hann tæki þátt í leiklistarstarfi skólans og hann féllst á að vera með í uppfærslu á leikrit- inu Sölumaður deyr. Það átti vel við hann. Það fór ekki fram hjá neinum á frumsýningunni að þama var maður á ferð með þó nokkra leik- hæfileika." ab Menntaskólanám í Alpafjollum FORELDRAR, sem starfa erlendis, geta oft átt i vandræðum með menntun barna sinna. Fred og Sigríður Ott gerðu sér grein fyrir því strax eftir heimsstyijöldina síðari, en gafst ekki tækifæri til að opna eigin einkaskóla fyrr en árið 1961. Þá stofn- uðu þau Leysin American School í svissnesku Ölpunum. Þar búa börn í heimavist og ganga í menntaskóla að bandarískri fyrirmynd. Það var auðséð og -heyrt að andinn í skólanum er góður þegar þau hjónin buðu mér með sér á skemmtikvöld í honum fyrir skömmu. Nemendumir, um 180 talsins, vom spariklæddir og snæddu góðan kvöld- verð áður en skemmtunin hófst. Hátíðasalurinn er ekki nógu stór til að rýma alla í einu en stelpumar veltust fyrst um af hlátri af skemmtiatriðum kennara og nem- enda og síðar um kvöldið bárust hláturrokur strákanna langar Ieiðir. Fullkominn íþróttasalur skólans er búinn sem hátíðarsalur þegar meira liggur við. Steven Kristinn, sonur Ott-hjónanna, og Doris, kona hans, reka nú skólann. Kennt er á fjórum bekkjastigum, 9. til 12. bekk. Kennslan undirbýr nemendur fyrir banda- ríska háskóla — og lífið sjálft — en nemendum er gefinn kostur á að bæta við sig einu ári eftir að þeir útskrifast til að komast inn í evrópska háskóla. Megnið af nemendunum eru bandarískir og flestir eiga foreldra í Mið-Austurlöndum. íslensk stúlka, Erin Burke, er í nemendahópnum. Móðir hennar er íslensk en faðirinn írskur og þau búa í Mið-Austurlöndum. „Ég gat ekki haldið áfram í skóla þar,“ sagði Erin, „af því að þar eru bara grunnskólar fyrir útlendinga. En ég kann ofsalega vel við mig hér og mamma og pabbi koma að heimsækja mig eins oft og þau geta.“ Kennsluskráin tekur mið af staðsetningu skólans. Áhersla er lögð á evrópska sögu og tungumál og nemend- umir fara í ferðir innan og utan Sviss. Skíðaiðkun er skyldufag. Frábærar skíðabrekkur eru í göngufæri frá skólanum og þangað eru nemendumir sendir tvo eftir- miðdaga í viku. En skólinn er strangur og það er ætlast Að vetrarlagi í Leysin. til þess að krakkamir læri og hagi sér vel. Foreldrar em velkomnir í heimsókn hvenær sem er. Nám og uppi- hald kostar 27.400 sv. franka, 712 þús. ísl. kr., á ári. Yfir hásumarið býður Leysin American School upp á námskeið í menntaskólafögum, ensku og leiklist. Ensk- unámskeiðin eru sérstaklega vinsæl. Þau standa í þijár vikur. Það er kennt á morgnana en síðdegis hafa nem- endur tíma til að sinna eigin áhugamálum og íþróttum. Nemendur á aldrinum 13 til 19 ára koma alls staðar að á námskeiðin og búa saman í heimavist menntaskólans. ab Blús Árni Matthíasson Blúsáhugamenn gefa yfir- leitt lftið fyrir hvita blústónlist- armenn, enda ná þeir fæstir því að kornast með tærnar þar sem litir blúsarar hafa hælana. Til eru undantekningar frá þeirri reglu og albinóinn Johnny Winter er eitt besta dæmið um hvítan tónlistarmann sem spilar hreinan blús. John Dawson Winter fæddist í Texas 1944 og hann og yngri bróðir hans, Edgar, sem einnig er albínói, lærðu á ýmis hljóð- færi, enda voru foreldrar drengj- anna tónlistarfólk. Þeir Eklgar stofnuð rokksveitir á sínum yngri árum og léku með þeim blús og rokk. Johnny hætti snemma í skóla og fór á puttanum til Louisiana hvar hann lék með ýmsum blús- tónlistarmönnum og rokkurum. Um 1960 fluttist hann til Chicago og lék þar í ýmsum blúsbúllum. 1962 lék hann í hljómsveit með Mike Bloomfield meðal annarra. Svo fór að hann sneri aftur til Texas og ferðaðist um með ýms- um blússveitum. Grein í Rolling Stone, þar sem honum var hælt í hástert, varð til þess að hann fékk samningstilboð frá rokk- klúbb í New York og þar vakti hann mikla hrifningu. Hann gerði langtímasamning við Columbia og fyrsta plata hans, sem hét einfald- lega Johnny Winter, kom út 1969 og vakti mikla athygli. Á sama ári var gefin út platan The Pro- gressive Blues Experiment, sem á voru ýmsar upptökur á blúslög- um sem hann hafði tekið upp með þeirri sveit sem hann starfaði með fram að því að hann sló í gegn, þeim John „Red“ Turner á tromm- ur og Tommy Shannon á bassa. Þeir gerðu með honum fyrstu Columbia plötuna og næstu plötu líka, sem hét Second Winter, en eftir þá plötu leysti Johnny upp sveitina og setti saman nýja sem var meira í ætt við rokksveit. Stöðugar tónleikaferðir og her- óínfíkn, sem Johnny hafði orðið sér út um, varð til þess að hann neyddist til að taka sér hlé frá tónlistinni og um tíma var orðróm- ur á kreiki um það að hann væri ekki lengur í tölu lifenda. 1973 kom út platan Still Alive and Well. Eftir það gerði hann tvær rokkplötur til viðbótar, en sneri sér síðan aftur að blúsnum og gerði plötuna Nothin’ But the Blues, en þá plötu vann hann með Muddy Waters og hljómsveit hans sem í voru auk Muddy menn eins James Cotton, Pinetop Perkins og Willie „Big Eyes“ Smith. Johnny vann einnig þijár plötur með Muddy sem útsetjari og gítarleik- ari. Nothin’ But the Blues seldist ekki mikið, en hún var þó sönnun þess að Johnny Winter væri fyrst og fremst blúsari. Hann fór síðan að gera plötur fyrir Alligator út- gáfufyrirtækið og fyrir Alligator hefur hann gert þijár plötur með þeim rokkaða blús sem er hans einkenni, en á nýjustu Alligator plötunni leikur hann að auki á National gítar og sjmgur. Besta kynning á Johnny Winter er fyrsta plata hans sem heitir einfaldlega Johnny Winter, en Edsel útgáfu- fyrirtækið hefur nýlega endurút- gefið þá plötu í upprunalega umslaginu. Þar á er margur góður blúsinn og Stevie Ray Vaughan aðdáendúm er hollt að ná sér í þá plötu til að heyra tilburði Johnnys í laginu Be Careful With a Fool. Á plötunni fær hann sér til aðstoðar þá Walter Shakey Horton og Willie Dixon í einu lagi sem minnir mikið á hreinan Chicago blús sjötta áratugarins. Alligator plötumar eru allar fyrir- taks blúsplötur og sú nýjasta, ■ platan Third Degree, er kannski besta kynningin á blúsaranum Johnny Winter í dag. Á þeirri plötu tekur hann gömul lög eftir aðra og einn frumsaminn blús. Á meðal þeirra laga sem hann leikur eftir aðra eru Mojo Boogie eftir J.B. Lenoir, Third Degree eftir Eddie Boyd og Willie Dixon, Shake Your Moneymaker eftir Elmore James, gamla slagarann CC Rider, sem hann kallar See See Baby og Tin Pan Alley eftir Guitar Slim. Blúsinn er yfirleitt rokkaður, eins og Winters er von og vísa, en hann tekur einnig lög einn og með National gítamum sínum. Á umslaginu segir Johnny einmitt frá því að hann hafí fallið fyrir National gítamum vegna þess að honum hafi fundist hljóm- urinn minna á strengjaða msla- tunnu. Hann beitir honum og þannig og nær fram óhreinum* „slide“ hljóm sem fellur vel að grófri röddinni. Ekki er hljómur- inn í rafgítamum síður óhreinn, en í þeim lögum þar sem honum er beitt sýnir Johnny að hann er í hópi fremstu gítarleikara og ekki síður að hann getur leikið blús, því einleikskaflamir em inn- an blúsrammans en ekki lang- dregnar flugeldasýningar eins og svo oft hjá hvítum blúsgítarleikur- um. Það er því óhætt að mæla með Third Degree og reyndar einnig með hinum Alligator plöt- um Johnny Winter. Einnig má benda á plötuna The Progressive Blues Experiment, en sú plata var endurútgefin á síðasta ári. Á þeirri plötu, sem tekin er upp í upphafi ferils Johnnys, má heyra að þá þegar hefur hann verið búinn að ná góðum tökum á blúsn- um. Hann tekur þar þekkt lög eftir aðra, lög eins og Rolling and Tumbling eftir Muddy Waters, og Broken Down Engine og Black Cat Bone sem hann er reyndar skrifaður fyrir(I). Það var svosem skiljanlegt á þeim tíma sem platan kom út, hvítir tónlistarmenn vom alltaf að stela frá svörtum (t.d. Led Zeppelin o.fl.) en það er óskiljanlegt hvers vegna það er ekki leiðrétt 1986, þegar platan var endurútgefin. Þeir Tommy Shannon og Red Tumer leika með Johnny á plötunni og em vel þétt- ir enda búnir að vera að þvælast saman lengi. Af hvítum blús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.