Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 pltrgmlvMtií Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakið. Breytt stj ór nmálabarátta Islenskt þjóðfélag er í örri breytingu. Til dæmis erum við hætt að geta dregið jafn skörp skil í stjómmálum og auð- veldlega mátti gera áður. Við myndun nýrra ríkisstjóma nú verða ekki jafn skýr þáttaskil og þegar viðreisnarstjómin var mynduð í lok sjöunda áratugar- ins og tók markvissa stefnu frá haftabúskapnum í innflutnings- versluninni. Síðan hefur engri ríkisstjóm dottið í hug að velja hafta- og ríkisforsjárkostinn að nýju. Að vísu sáust þess merki, þegar vinstri stjómin var mynd- uð 1971, eftir viðreisnarárin, að enn höfðu rhenn í þeim flokkum trú á áætlanagerð og opinberri forsjá í atvinnumálum. Hefði lögunum um Framkvæmda- stofnun ríkisins verið framfylgt samkvæmt orðanna hljóðan, hefði það haft í för með sér gífur- leg ríkisafskipti. Vinstri stjómin, sem sat 1971 til 1973, er einnig síðasta ríkisstjómin, sem hefur sett sér það markmið að kúvenda í vamarmálum með því að segja upp samstarfí við Bandaríkin um þau. Nú hefur Framkvæmdastofn- un ríkisins verið lögð niður og 1978 settist Alþýðubandalagið í fyrsta sinn í ríkisstjóm án þess að gera uppsögn vamarsamn- ingsins eða úrsögn úr Atlants- hafsbandalaginu að úrslitaatriði. Þeir, sem hafa verið talsmenn þjóðnýtingar og ríkisforsjár, virðast meira að segja vera hætt- ir að berja bumbur gegn frjáls- hyggjunni svonefndu. I umræðum um vamar- og örygg- ismál er frekar deilt um fram- kvæmd meginstefnunnar en breytingu á henni. I stuttu máli em málefnalegar línur ekki eins skýrar í stjóm- málunum og áður. Víst er deilt um mikilsverð málefni, svo sem eins og fískveiðistefnuna. Sú deila gengur hins vegar þvert á stjómmálaflokkana. Meira að segja hefur sá einstæði atburður gerst, að 32 þingmenn af suður- hluta landsins hafa með undir- skrift sinni sameinast um þverpólitíska stefnu í fískveiði- málum. Á ýmsum sviðum hefur verið unnið markvisst að breytingum. Hér skulu nefíid dæmi. I fyrsta lagi hefur fískmörkuðum verið komið á fót; fískur hefur verið seldur á uppboði. I öðm lagi hefur orðið bylting á peninga- márkaðnum; vaxtafrelsi ríkir og verðbréfamarkaðir em komnir til sögunnar. í þriðja lagi ríkja gjörbeytt viðhorf við framleiðslu og sölu landbúnaðarvara. I fjórða lagi hefur einokun ríkisins á útvarpsrekstri verið afnumin. í fímmta lagi hefur þátttaka okkar í Atlantshafsbandalaginu breyst á þann veg, að við emm orðnir virkir í hemaðarlegri sam- vinnu- innan bandalagsins. Þetta em aðeins nokkur dæmi um þær Qölmörgu breytingar, sem hér hafa orðið. Þegar til þeirra er litið kemur hins vegar í ljós, að framkvæmdin er ekki alltaf nægilega markviss. í öllum tilvikum fínnst einhveijum rétt að slá vamagla. Útvegsmenn lýsa andstöðu við fijálst fisk- verð. Margir stjómmálamenn em á móti vaxtafrelsi og mega ekki til þess hugsa að missa banka undan stjóm sinni. I land- búnaðarmálum er sú skoðun. ofarlega í hugum margra, að SÍS-veldinu sé jafnan hyglað sé þess kostur. Ríkisútvarp nýtur enn forréttinda miðað við sam- keppnisaðila. Breytingamar í þá átt að gerast virkir þátttakendur í hemaðarsamstarfínu í NATO kunna að steyta á skeijum innan stjómarráðsins, þótt ekki sé deilt um þær á pólitískum vettvangi. Stjómmálabaráttan hefur breyst vegna þess að ágreinings- efnin em ekki jafn skýr og áður. Stjómmálamennimir hafa ekki heldur eins mikil völd og áður. Svigrúm borgaranna hefur sem betur fer aukist. Þá hafa stjóm- málamennimir ekki jafn mikið framkvæði og áður. Þeir eiga oft fullt í fangi með að bregðast við því, sem fleygt er á loft í fjölmiðlum. Umræður um stjóm- mál rista ekki alltaf. mjög djúpt. Skammtímálausnir setja sterkan svip á stjómmálastarf og menn heykjast á að taka stefnuna á langsótt markmið. Á tímum sem þessum skiptir sköpum, að stjómmálaflokkar hafí getu til að skapa sér rétta ímynd, án þess að bregðast því trausti, sem þeir hafa áunnið sér vegna farsællar stefnumótunar og árangursríks starfs við aðrar aðstæður. Við núverandi að- stæður og horfur er festa í stjómmálum meira virði en yfír- boð og loftfímleikar til að slá keilur í vinsældakeppni. Úr því að málefnin mynda ekki lengur skýrar markalínur milli flokka, ræðst fýlgi manna við þá meira en áður af því, hvemig þeir treysta flokkunum og forystu þeirra til að vinna að niarkmið- um, sem em meira og minna sameiginleg. IMorgunblaðinu á miðvikudag geta menn lesið orði til orðs, það sem sagt var í Ríkisútvarpinu og haft var eftir Dag Tangen í Noregi um bandarísku leyniþjón- ustuna CIA og Stefán Jóhann Stefánsson, sem var forsætisráð- herra íslands 1947 til 1949; á viðsjálum tímum, þegar ísland gerðist að- ili að Atlantshafsbandalaginu og lagður var gmnnur að þeirri stefnu í utanríkis- °g öryggismálum, sem íslenska lýðveldið hefur fylgt síðan. Þetta yfírlit er ekki til marks um glæsilegt framlag fréttamanna til málefnalegra umræðna um viðkvæm utanríkismál eða minningu látins stjóm- málamanns. í upphafi er rétt að fram komi, að Dag Tangen, sem hefur verið kynntur af starfs- mönnum Ríkisútvarpsins sem sagnfræð- ingur, er ekki menntaður í þeim fræðum. Hann er stjómmálafræðingur og hefur því ekki hlotið sömu þjálfun og sagnfræðingar til að meta og fara með skjöl, sem hafa sagnfræðilegt gildi. í því máli, sem hér um ræðir, kemur glöggt fram, að hann er hvorki gagnrýninn á heimildir sínar né virðist hann gera sér grein fyrir gildi þeirra. Þá fer einnig á milli mála, hvaða skjöl það em, sem Tangen hefur raun- veralega skoðað og era uppspretta alls þessa furðulega máls. í Noregi hefur Tang- en stundum fengið birtar greinar í Dagbladet, en nú síðast, þegar hann tók sér meðal annars fyrir hendur að ráðast á Hákon Lie, fyrram framkvæmdastjóra norska Verkamannaflokksins, fékk hann ekki inni fýrir það efni nema hjá Klasse- kampen, sem er málgagn norskra marx- ista/leninista. Hefur Tangen kvartað undan því opinberlega í Noregi, að hann eigi oft erfitt með að koma greinum sínum eða sjónarmiðum á framfæri í norskum fjölmiðlum. Kjaminn í því, sem þeir Tangen og Jón Einar Guðjónsson, en hann er fréttaritari fréttastofu hljóðvarps ríkisins í Noregi, sögðu, var í stuttu máli þessi: Starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar vora í nán- um tengslum við Stefán Jóhann Stefáns- son, þegar hann var forsætisráðherra eða með orðum Jóns Einars: Stefán Jóhann „hafí hitt sendiherra Bandaríkjanna og starfsmann bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, reglulega að máli árið 1948. Þeir skiptust á upplýsingum sem ströng leynd hvílir yfír.“ Nefnd er „leyniskýrsla" úr skjalasafni Tramans, Bandaríkjaforseta, og sagt að þar komi þetta fram. Haft er eftir Tangen, að þessi „samvinna Banda- ríkjamanna við forsætisráðherra Islands hafí verið mjög óvenjuleg". Segist Jón Einar hafa séð hluta af „leyniskjölum" Tangens: „Leyniskýrslur þær sem Dag Tangen hefur um Island era rúmlega tíu síður og ítarlegar," segir Jón Einar og gefur þar með til kynna að hann hafí les- ið þær. Gagnrýnislaust Ef fréttastofa hljóðvarpsins hefur haft fyrir því að leita af sér gran um, að ef til vill væri ekki allt sem sýndist í þessari frásögn þeirra Tangens og Jóns Einars, hefur hún gert það á hundavaði og gagn- rýnislaust, áður en fyrsta frásögnin birtist með bægslagangi að kvöldi mánudagsins 9. nóvember. Staðreynd er, að það er til dæmis með öllu ástæðulaust að nota orðið „leyniskjöl" lengur um hin bandarísku gögn, sem fyrir liggja um viðræður íslend- inga og Bandaríkjanna, er leiddu til aðildar íslands að Atlantshafsbandalaginu eða þær skýrslur, sem Þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna samdi fyrir Traman forseta á þessum áram. Þessi skjöl hafa legið fyr- ir í prentuðum bandarískum heimildum um árabil eða era aðgengileg í skjalasöfn- um í Bandaríkjunum. Sum þeirra hafa verið þýdd á íslensku meðal annars í Les- bók Morgunblaðsins vorið 1976 en þá urðu mikil blaðaskrif um viðræður fulltrúa íslenskra og bandarískra stjómvalda í árs- lok 1948 og á fyrstu mánuðum 1949. Var þá rætt í þaula um einstök atriði í þessum skjölum. Auk þess sendi utanríkisráðu- neyti íslands frá sér frásagnir af viðræðum þeirra ráðherranna Bjama Benediktsson- ar, Emils Jónssonar og Eysteins Jónssonar við bandaríska ráðamenn í Washington í mars 1949. Birtust þessar frásagnir í heild í Morgunblaðinu 4. maí 1976. Eins og þeir sjá, sem lesa yfirlitið í Morgunblaðinu síðastliðinn miðvikudag, hafði fréttastofa hljóðvarps ríkisins þá til- burði eina uppi í fréttunum um Stefán Jóhann og CIÁ að koma því sem rækileg- ast á framfæri, að hér væri um einhveija mikla uppgötvun að ræða, stórfrétt, sem væri hafíð yfír allan vafa að væri rétt. Engin tilraun var til að mynda gerð til þess að minna á það, að skjöl af því tagi, sem þama áttu að liggja til grandvallar, verða ekki skýrð svo viðhlítandi sé, nema í löngu máli og með samanburði við fjöl- mörg önnur gögn. Þá hefði fréttastofa hljóðvarpsins þegar í upphafí átt að geta um heiti umræddra skjala, dagsetningu og allt það, sem máli skiptir fyrir þá, er vildu kynna sér málið af eigin raun. Ekk- ert af þessu er gert. Það er ekki fyrr en 13. nóvember, 4 dögum eftir að fréttastof- an fer af stað með málið, sem Jón Ásgeir Sigurðsson, fréttaritari, lýsir heimsókn sinni í Traman-safnið og segir frá skýrslu þar, 37 bls. frá CIA til Tramans í júní 1948 um stjómmál og efnahagsmál á ís- landi. Þetta sé eina plaggið um ísland í safninu og í því „komi ekkert það fram sem gæti bent til þess að Stefán Jóhann hefði átt reglulega fundi með starfsmönn- um bandarísku leyniþjónustunnar". Hvers vegna var Jón Ásgeir ekki sendur á vett- vang til að rannsaka sannleiksgildi frá- sagnar Jóns Einars fyrr? Þeirri skoðun hefur stundum verið hald- ið fram, að óhlutdrægni fréttamanna ríkisins eigi að meta af því, hvað sagt sé í fréttatímum á vissu tímaskeiði, á meðan „málið er í gangi“ hjá fréttastofunni. Öll sjónarmið komi fram að lokum. Röksemda- færsla af þessu tagi dugar ekki. Ef rétt- læta á vinnubrögðin í því máli, sem hér um ræðir með því, að fréttastofan hafi að lokum harmað „að heimild, sem hún taldi ekki ástæðu til að vefengja, skyldi reynast ótraust", þá dugar það alls ekki. Hér virð- ist einfaldlega vera skólabókardæmi um það, hvemig ekki á að standa að frétta- mennsku. Útvarpsráð hefur harðlega átalið vinnubrögðin og beint því til útvarps- stjóra, að hann láti hlutlausan aðila kanna með hvaða hætti slíkt getur gerst. Er mikilsvert, að þessi samþykkt ráðsins verði framkvæmd með trúverðugum hætti. Heiður Ríkisútvarpsins er í veði. Túlkanirnar Eitt er að standa þannig að öflun og miðlun frétta að til vansa sé, annað að leggja út af fréttum og túlka þær. Að vísu er málum þannig háttað í fréttatímum hljóðvarps og sjónvarps ríkisins, að oft er ákaflega erfítt að greina á milli þess, þeg- ar lýst er staðreyndum og þegar frétta- maðurinn tekur sér fyrir hendur að túlka þessar staðreyndir og lýsa eigin skoðunum. Er svo komið í þessu efni, að fyllsta ástæða er til að hvetja yfírstjóm útvarpsins til að láta taka að nýju upp gamla háttinn, að skýrt sé greint á milli frétta og fréttaskýr- inga. Þulur lesi fréttir en fréttamenn komi að þeim loknum með sínar skýringar og viðtöl. Á Rás 2 er starfandi sérstök dægur- máladeild eða dægurmálaútvarp undir forstöðu Stefáns Jóns Hafstein. Hlutverk þeirrar deildar er víst ekki að segja fréttir heldur túlka þær og nota þær til að spinna vefínn og oft teygja lopann. Þessi deild útvarpsins hlýtur eðli málsins samkvæmt að þurfa að starfa eftir sömu reglum og fréttastofap og gæta þess að hafa jafnan það, sem sannara reynist, ekki hrapa að dómum heldur vera sífellt leitandi og efast um allt, þar til öllum steinum hefur verið velt. Því miður gerði hún það ekki, þegar CIA og Stefán Jóhann Stefánsson komust á dagskrá. 10. nóvember ræddu þeir Stef- án Jón Hafstein, Jón Einar Guðjónsson, Már Jónsson, fréttamaður, og Þorleifur Friðriksson, sagnfræðingur, saman í þætt- inum Dagskrá, síðdegis á Rás 2. í þessum umræðum verður ekki vart við snefíl af vafa um, að Dag Tangen og Jón Einar Guðjónsson hafi rétt fyrir sér í einu og öllu um Stefán Jóhann Stefánsson og raun- ar allt, sem þeir segja, einnig um norska MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 33 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 28. nóvember Morgunblaðið/ólafur K. Magnússon Sveinn Björnsson, fyrsti forseti íslenska lýðveldisins (t.v.), og Stefán Jóhann Stefánsson, forsætisráðherra, leggja blómsveig að styttunni af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli við hátiðarhöld 17. júní. Verkamannaflokkinn. Engin tilraun er gerð til þess af starfsmönnum Ríkisút- varpsins að benda á, að það hafi kannski ekki verið neitt óeðlilegt við það, að forsæt- isráðherra Islands ræddi við sendiherra Bandaríkjanna og starfsmenn bandaríska sendiráðsins á þessum áram. Ein spurning þeirra er þvert á móti jafn bamaleg og þessi: „Þorleifur, kemur það þér á óvart að Stefán Jóhann, formaður Alþýðuflokks- ins, skuli hafa setið fundi með sendiherra Bandaríkjanna og starfsmanni bandarísku leyniþjónustunnar á meðan hann var for- sætisráðherra árin 1947-49?“ Nær hefði verið að spyija Þorleif, hvort honum hefði ekki komið það á óvart, ef í ljós hefði komið, að Stefán Jóhann hefði alls ekki rætt við bandaríska sendiherrann og aðra Bandaríkjamenn! Hvort heldur litið er á framgöngu frétta- manna útvarpsins eða starfsmenn dægur- máladeildar í þessu máli, blasir við, að illa hefur verið staðið að því. Gagnrýni af því tagi, sem hér hefur verið höfð í frammi, væri marklaus, ef Morgunblaðið hefði ekkr látið skrifa upp af segulböndum allt það, sem hér hefur verið vísað til. Venjulega fer útvarpsefni inn um annað eyrað og út um hitt, eftir situr ákveðin hugmynd án þess að nákvæmlega sé munað, hvem- ig einstök orð féllu. Skyldu vinnubrögðin vera að jafnaði með sama hætti og í þessu máli, sem gert var að sannkölluðu stór- máli í ríkisfjölmiðlunum? Því skal ekki slegið föstu hér. Á hitt skal bent, að af þessu tilhæfulausa upphlaupi ættu þeir, sem að því stóðu, að læra að fara fram með gát en ekki göslast áfram í þeirri sjálf- umglöðu trú, að verið sé að endurskrifa íslandssöguna. Um fáa þætti nútímasögunnar hefur verið meira fjallað en einmitt mótunartíma utanríkisstefnunnar. Um langt árabil hefur það verið eitt helsta keppikefli kommún- ista og annarra, sem vilja koma höggi á þá, er mótuðu hina farsælu stefnu í ut- anríkis- og vamarmálum, að koma því orði á, að þessir menn hafi ekki verið að gæta hagsmuna íslands heldur ganga er- irida annarra og þá sérstaklega Banda- ríkjanna. Logar greinilega enn í þeim glæðum og þarf ekki mikið til að af þeim blossi eldur. Yfirborðsmennska í fjölmiðl- um hefur orðið þeim eldi að bráð. í því tilviki, sem hér um ræðir en ekki minning Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Hlutur Hjörleifs Hjörleifur Guttormsson, þingmaður Al- þýðubandalagsins, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi 12. nóvember. Hann hóf mál sitt með því að vitna í Atómstöð- ina og minntist á gerð Keflavíkursamn- ingsins 1946, aðildina að Atlantshafs- bandalaginu 1949 og komu' vamarliðsins 1951 og sagði síðan: „Það sem þá var sagt um þessi mál af vinstri mönnum á Islandi og andstæðing- um herstöðvanna var ■ stimplað sem kommúnistaáróður, ómaklegar árásir á þáverandi valdamenn í landinu. En nú 40 árum síðar era dregin fram í dagsljósið gögn erlendis sem bera þess ljós vitni að það sem sagt var af andstæðingum her- stöðvanna á íslandi á þessum áram var ekki orðum aukið. Þvert á móti, þar var ekki allur sannleikur sagður. Við höfum orðið áheyrendur frásagna af niðurstöðum norsks sagnfræðings, Dag Tangens . . .“ Eftir að fréttastofa hljóðvarps ríkisins lýsti yfír því, að heimildir skorti í Tangen- málinu hefur Hjörleifur Guttormsson að sjálfsögðu ekki haft manndóm til þess að kveðja sér að nýju hljóðs utan dagskrár og biðjast afsökunar á frumhlaupi sínu og fljótfæmi hinn 12. nóvember. Hann hefur eins og málgagn hans Þjóðviljinn kosið að þegja þunnu hljóði. Kommúnistar sitja enn með sárt ennið; Tangen reyndist hald- laus eins og annað, sem þeir hafa vonað að ræki á fjörar þeirra til að réttlæta rang- færslumar og skjóta stoðum undir þá ófrægingu, sem þeir hafa staðið að í 40 ár. í umræðum um Tangen-málið á þingi vora talsmenn Kvennalistans helst á máli Hjörleifs Guttormssonar. Þær lögðu áherslu á, að Islandssöguna ætti að skrifa af Islendingum og létu eins og aldrei hefði neitt verið um þessi viðkvæmu mál rætt á prenti. I ævisögu Ólafs Thors eftir Matt- hías Johannessen hefur verið injög ítarlega greint frá öllu er lýtur að Keflavíkursamn- ingnum og dr. Þór Whitehead hefur ritað um það-mál í Skími. Eins og áður sagði hafa íslensk og bandarísk framgögn um viðræðurnar vegna aðildarinnar að Atl- antshafsbandalaginu verið birt hér í Morgunblaðinu. Nú í ágúst sl. lagði Þór Whitehead fram ritgerð um aðdraganda vamarsamningsins á norrænu sagnfræð- ingaþingi hér í Reykjavík og hefur verið greint frá efnisþáttum í henni hér í Reykjavíkurbréfí. Er hér þó aðeins nefnt brot af því efni, sem um þessi mál öll hefur birst. Eftirfarandi ummæli Guðrúnar Agnarsdóttur, þingmanns Kvennalistans, eiga því ekki við rök að styðjast, en hún sagði í þingræðu 12. nóvember: „Það hvílir ótrúlega mikil leynd yfír þessu tímabili í þeirri sögu sem þegar hefur verið skrifuð á íslandi og þessi leynd er til þess fallin að vekja tortiyggni þeirra sem nú lifa og mun trúlega einnig vekja tortryggni þeirra sem eftir koma ef ekki verður betur á málum tekið.“ Dag Tangen hefur.ekki skrifað annan kafla í íslandssöguna með aðstoð frétta- stofu hljóðvarps ríkisins og Hjörleifs Guttormssonar en þann að hafa enn einu sinni farið með staðlausa stafí um íslensk utanríkismál á síðari helmingi fímmta ára- tugarins. Er nauðsynlegt, að Tangen-málið og hlutur fréttastofunnar verði á ný tekið upp á þingi svo að þingtíðmdi geymi ekki aðeins rangfærslumar. Umritun úr rússnesku í síðasta tölublaði Málfregna, sem gefn- ar era út af íslenskri máínefnd, segir meðal annars: „íslensk málnefnd hefir beitt sér fyrir sámningu reglna um það hvemig stafsetja skuli rússnesk nöfn í íslensku ritmáli, og er þá einkum höfð í huga þörf fjölmiðla fyrir slíkar reglur. Rússneska er rituð svo nefndu kyrillísku letri, en ekki latínustöf- um eins og tíðkast á Vesturlöndum. Rússnesk nöfn berast hingað oftast í enskri umritun, svo að vandi íslendings er þá að umrita úr ensku. En rússnesk nöfn geta borist eftir fleiri leiðum, t.d. milliliðalaust. Blaðamenn og aðrir sem skrifa á íslensku þurfa að hafa aðgang að leiðbeiningum (t.d. í töfluformi) um hvemig stafsetja skuli handa íslenskum lesendum til þess að tryggja sem best samræmi í rithætti. Slíkar leiðbeiningar eða samræmingarreglur hefír vantað hér á landi, og úr því vildi málnefndin reyna að bæta. Nefndinni er ljóst að sumt hlýtur að orka tvímælis í þessari tilraun til að koma festu á í umritun rússneskra nafna. Nefndin hefír þó leitast við að standa svo að þessum málum að sem allra víðtækust samstaða gæti náðst þegar í upphafí. Því hefír verið haft samráð við marga menn, bæði úr röðum blaðamanna og slafnesku- fræðinga, sem hafa sýnt þessu verkefni mikinn áhuga og þannig í raun hrandið því af stað, þótt Islensk málnefnd hafí tekið hina formlegu forystu." í Málfregnum er lýst hvemig unnið hefur verið að málinu og birtar töflur sem sýna ýmis algeng nöfn og rithátt þeirra á nokkram tungumálum. Þar má sjá hvemig íslenskur búningur þeirra verður ef hinum nýju umritunarreglum er beitt. Morgunblaðið átti aðild að þessu starfí á vegum íslenskrar málnefndar og síðast- liðinn miðvikudag birtust .í fyrsta sinn rússnesk nöfn rituð samkvæmt hinum nýju reglum hér í blaðinu. Fagna þeir, sem að blaðamennsku starfa, þessu framkvæði íslenskrar málnefndar. I senn auðveldar það þeim störf og ætti að setja heillegri svip á blöð, ef eftir reglunum verður far- ið, sem er vilji Morgunblaðsins að verði gert. Væri æskilegt, að Islensk málnefnd tæki forystu í fleiri tilvikum af þessu tagi. Um fáa þætti nútímasögnnnar hefur verið meira fjailað en einmitt mótunartíma ut- anríkisstefnunn- ar. Um langt árabil hefur það verið eitt helsta keppikefli komm- únista og ann- arra, sem vilja koma höggi á þá, er mótuðu hina farsælu stefnu í utanríkis- og varnarmálum, að koma því orði á, að þessir menn hafi ekki verið að gæta hagsmuna Islands heldur ganga erinda ann- arra og þá sérs- taklega Banda- ríkjanna. Logar greinilega enn í þeim glæðum og þarf ekki mikið til að af þeim blossi eldur. Yfirborðs- mennska í fjöl- miðlum hefur orðið þeim eldi að bráð í því tilviki, sem hér um ræðir en ekki minning Stefáns Jóhanns Stefánssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.