Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 46
,46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987
Helena Jóhannes
dóttir — Minning
Fædd 22. desember 1908
Dáin 2. nóvember 1987
7. nóvember sl. fór fram frá
Hnífsdalskapellu útför Helenu Jó-
hannesdóttur — síðast búsett á
Dvalarheimilinu Hiíf á ísafirði. Hún
var fædd í Hlíð í Álftafirði vestra,
næstelst 17 systkina. 11 þeirra
komust til fullorðinsára; 8 systur
. og 3 bræður.
Foreldrar hennar, hjónin Málfríð-
ur Sigurðardóttir og Jóhannes
Gunnlaugsson, bjuggu í Hlíð — og
Álftafirði lifði hún sín uppvaxtarár
í stóra systkinahópnum. Hún var
ung að árum heitbundin Jóhannesi
Jónssyni, syni Jóns Jónssonar kaup-
manns í Súðavík og konu hans,
Margrétar Bjarnadóttur. Brúðkaup
þeirra Helenu og Jóhannesar stóð
22. desember 1928 á tvítugsafmæli
Hejenu.
I Súðavík stofnuðu þau fyrst
heimili sitt, en þar stóð heimili
þeirra síðan alla tíð.
Er ég, sem þetta rita, set á blað
þessi síðbúnu kveðjuorð til Helenu
líða um hugann minningar liðinna
ára.
Eg held ég muni enn fyrsta skipti
sem ég kom á heimili þeirra hjóna
með dóttur þeirra, Ágnesi. Þau
bjuggu J)á í lítilli íbúð við Silfurgöt-
una á Isafirði. Þar mætti mér svo
einstök heimilishlýja að ég held að
ég noti það enn sem viðmiðun
hvernig heimili ættu að vera. Næstu
árin var ég næstum daglegur
heimagangur hjá þeim ásamt öðr-
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐJÓN BENEDIKTSSON
frá Drangsnesi,
lést á heimili okkar Urðarbraut 8, Garði, 25. nóvember.
Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 5. desember
Ingunn Einarsdóttir,
Guðríður Guðjónsdóttir,
Jóhann Guðbjörn Guðjónsson, Rakel K. Gunnarsdóttir,
Erna Guðjónsdóttir, Ingimundur Hilmarsson,
Daði Guðjónsson, Kristín L. Gunnarsdóttir,
Kolbrún Guðjónsdóttir, Bendt Petersen
og barnabörn.
um vinkonum dóttur þeirra. Það var
ekki algengt að tekið væri af slíkri
alúð á móti unglingum sem „eltu“
inn á heimili, en þar var engum
mismunað. Af sömu ljúfmennsku
og gestrisni tók Helena á móti ætt-
ingjum sínum, aðkomnum vinum
og okkur, unglingsstelpum sem
gusuðumst inn til hennar næstum
í tíma og ótíma. Það fylgdu því
alveg sérstök hughrif að horfa á
Helenu vinna verk sín og hvemig
hún framreiddi veitingar, róleg og
yfirveguð, aldrei að flýta sér, en
samt fljót, raðaði hún gómsætum
kökum og brauði á diska og litla
kögraða bakka. Það var eins og
allar góðgerðir sem hún lagði til
fengju eitthvert sérstakt bragð.
Jafnvel einfaldasti málsverður,
soðinn fiskur eða smurð brauðsneið
með osti, bragðaðist á einhvem
hátt allt öðmvísi hjá Helenu en á
öðmm heimilum.
Eg held að húsfreyjur af þeirri
gerð, sem Helena var, hverfi með
hennar kynslóð, svo einstök var
umhyggjusemi hennar fyrir fjöl-
skyldu sinni, heimili og öllum sem
áttu samleið með henni. Eflaust
hefur hún átt sinn stóra þátt í
þeirri sérstöku samheldni sem ríkti
milli systkina hennar og flölskyldna
þeirra.
Þeir, sem kynntust Helenu, lærðu
fljótt að meta mannkosti hennar,
persónuleiki hennar var mótaður
af góðu jafnvægi milli glettni og
alvöm, heilindum og mannlegri
hlýju, svo öllum leið vel í návist
hennar.
Þó var hún myndug kona og alls
ekki skaplaus; væri henni misboðið
á einhvern hátt sagði svipurinn
meira en mörg stór orð. Eg held
að hveitibrauðsdögunum í hjóna-
bandi þeirra Helenu og Jóhannesar
hafí aldrei lokið svo samstiga vom
þau á allan hátt og umhyggja þeirra
rík fyrir hvort öðm.
Sambúð þeirra skýrði vel fyrir
mér hvað átt er við, að hjón séu
tveir helmingar. Svo „sterkt par“
vom þau Helena og Jóhannes að
mér finnst óhugsandi að nefna eða
tala um þau öðmvísi en bæði í einu.
1 dagvana sínum stilltu þau sér
hvergi upp í kröfukór samtíðarinnn-
ar, undu ánægð við sitt á hlýlegu
og fallegu heimili sínu, blönduðu
geði við ættingja sína, vini og sam-
ferðafólk, bjuggu alltaf vel og veittu
af rausn gestum sínum.
Þegar einkadóttir þeirra, Agnes
hjúkmnarfræðingur, f. 29. nóvem-
ber 1933, fór úr foreldrahúsum til
náms og starfa fór Helena að vinna
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HILMAR LUDVIGSSON
bakarameistari,
Brautarlandi 5,
Reykjavik,
andaðíst á gjörgæsludeild Borgarspítalans 24. nóvember. Jarðar-
förin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 1. desember kl. 13.30.
Bryndís Hílmarsdóttir,
Ludvig C. Hilmarsson,
Ragnheiður Hilmarsdóttir,
Theódóra Hilmarsdóttir,
Þórunn Hilmarsdóttir,
Hrafnhildur Hilmarsdóttir,
Ásthildur Hilmarsdóttir,
Hugrún Hilmarsdóttir,
barnabörn og
Sveiney Þormóösdóttir,
Jóhannes Viggósson,
Ingi Guðbrandsson,
Kristinn Jónsson,
Gisli Guðmundsson,
Bjami Kristjánsson,
Hilmar Ásgeirsson,
barnabarnabörn.
t
Eiginkona mín,
KRISTBJÖRG TRYGGVADÓTTIR,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður Grænuhlfð 13, Reykjavfk,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1. desember
kl. 13.30.
Þeir sem vilja minnast hennar láti líknarstofnanir njóta þess.
Sæmundur Jónsson.
t
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
GUÐNÝ MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR
frá Þorgrfmsstöðum,
Furugerði 1,
veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1. desesmber
kl. 15.00.
Ásbjörn Kristófersson, Sigríður Guðmannsdóttir,
Birna Ásbjörnsdóttir.
t
Útför móöur minnar, tengdamóður og ömmu,
SIGURÐÍNU S. EINARSDÓTTUR
Fjölnisvegi 5,
Reykjavfk,
fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 30. nóvember kl. 13.30.
Þóra Guðrún Óskarsdóttir, Einar Baldvinsson,
Óskar Einarsson, Baldvin Einarsson,
Reynir Einarsson.
t
Útför
MAGNÚSAR GUÐJÓNSSONAR
fyrrverandi bflstjóra
veröur gerð frá Garðakirkju þriöjudaginn 1. des. kl. 13.30.
Þeir sem vilja minnast hans er bent á minningarkort Garðakirkju
eða aðrar liknarstofnanir.
Hjördís Benónýsdóttir, Hörður Lorange,
Ólöf Benónýsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
RÖGNVALDS RÖGNVALDSSONAR,
Munkaþverárstræti 22,
Akureyri.
Sérstakar þakkirfærum við þeim sem önnuðust hann á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri.
Margrét Rögnvaldsdóttir,
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir,
Rögnvaldur Dofri Pótursson,
Stefán Tryggvi Brynjarsson,
Hákon Gunnar Hákonarson,
Guðrún Hlín Brynjarsdóttir,
Helga Hlfn Hákonardóttir,
Nanna Kristín Magnúsdóttir,
Björn Ágúst Brynjarsson.
Hlfn Stefánsdóttir,
Brynjar H. Jónsson,
HákonHákonarson,
Unnur Bjarnadóttir,
Silja Sverrisdóttir,
Sigrfður Pálsdóttir,
Hlynur Bjarkason,
Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og samúð vegna fráfalls
eiginmanns míns, sonar, föður okkar, tengdaföður og afa,
JÓNS INGA RÓSANTSSONAR,
klæðskera,
Bogahlfð 22.
Guðbjörg Pálsdóttir,
Þórunn Jónsdóttir,
Þórlaug Jónsdóttir, Stefán Svansson,
Óskar Jónsson, Ingveldur H. Aðalsteinsdóttir,
Ingibjörg Jónsdóttir, Friðrik Kristjánsson,
Þórunn María Jónsdóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginkonu minnar,
SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Bergstaðastræti 43,
Reykjavfk.
Guðmundur Ingi Bjarnason.
utan heimilis, meðan heilsa hennar
leyfði.
Mikil var gleði þeirra hjóna þegar
litlar dótturdætur fæddust og fóru
að vappa um völlinn. Þær eru Hel-
ena, f. 1963, Jóhanna, f. 1966 og
Svava, f. 1973. Þá urðu og heim-
sóknir þeirra tíðar til Reykjavíkur
til að njóta samvista við dótturfjöl-
skyldu sína.
Þó bar þar á dimman skugga er
tengdasonur þeirra, Hrafnkell Guð-
geirsson, veiktist alvarlega og lést
í júní 1977, langt um aldur fram.
Það var Agnesi, dóttur þeirra,
mikill stuðningur að eiga að sína
traustu foreldra og dætrunum ungu
afa og ömmu.
Það var næstum sælt að sjá þau
Helenu og Jóhannes eldast saman,
svipað því er kyrrt og veðursælt
haust tekur við af góðu sumri.
Þegar aldur færðist yfir og heilsa
þeirra fór að verða misgóð seldu
þau góðu íbúðina sína á Hlíðarveg-
inum og fluttu í litla íbúð á
Dvalarheimilinu Hlíf, sem þá var
nýbyggt. Þar bjuggu þau vel um
sig sem fyrr og hafa átt góð ár,
þar til heislu Helenu hrakaði.
Mér löngu burtflutt frá ísafirði
fannst alltaf eins og staðfestu-
punktur í tilverunni fyrir vestan,
að vita af þeim þar, og heimilinu
þeirra. Nú er Helena mín horfin og
gamla kirkjan okkar brunnin, þann-
ig vinnur tímans tönn.
Þó dauðinn sé það eina, sem við
vitum með vissu um líf okkar, er
eins og þeir sem eftir lifa séu alltaf
óviðbúnir. Reyndar finnst mér að
hjá Helenu hafi alltaf allir hlutir
gerst í réttri röð og óhugsandi að
hún hyrfi frá óloknu verki. Hún
hafi nú verið búin með verkefni sín,
orðin þreytt og þurft hvíld, flutt sig
yfir á annað tilverusvið. Þar muni
hún bíða bónda síns, búa í haginn
og ávallt vera nálæg ástvinum
sínum.
Mætt þar foreldrum sínum og
mörgum systkinum sem farin voru
á undan henni. En af þeim eru nú
eftirlifandi 2 bræður og tvær systur.
Henni var búinn hvílustaður í
friðsælum grafreitnum umluktum
bláum fjallafaðmi ísafjarðar, þar
sem hún eyddi flestum æviárum
sínum. Ég sepdi Jóhannesi og öllum
ættmennum hennar hugheilar sam-
úðarkveðjur. Sé hún kært kvödd
með e.inlægri þökk fyrir allt.
Blessuð sé minning hennar.
Svo líða tregar sem tíðir
til eru dagar svo blíðir
að liðnir þeir laufgast á vorin
létt verða minninga sporín.
Fegurðin gleymst aldrei getur
— hún grær eins og björk eftir vetur.
(Hulda)
Rósa Frímannsdóttir
Gjafavörur og skreyting-
arvið ölltækifæri
BLÓMABÚÐIN
RUNNI
Hrísateig 1
38420
Wómmtofa
Friðjinns
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öllkvöld
tll kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytíngar við öll tilefni.
Gjafavörur.