Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 Kirkjugurður námuverkamanna við Mina Milluni-námuna. Lítil smáhýsi eru á hverju leiði. Aþakijarðar Seinni hluti ferðasögu frá Bólivíu • * Á tindi Huyana Potosi (6080). Höfundur tók þátt í fjallgönguferð í Bóliviu í sumar með fjórtán Þjóðveijum. Fyrstu dagana í Bólivíu, sem er landlukt ríki, um ein milljón ferkílómetra að stærð og með sex miiljónum ibúa, notuðu ferðalangarnir til þess að ganga á auðgengin fjöll og skoða fomar minjar og mannlíf við Titikaka-vatn. Það er vetur í Bólivíu, sólrikt en svalt. Hópurinn er nýkominn til La Paz til þess að undirbúa fyrstu löngu fjallgönguna. Hann hittir þar fimm manna hóp aymara- indiána, sem mun fylgja leiðangursmönnum á þijú rúmlega 6000 metra há fjöll á þremur vikum. Nevado Sajama (6524m), gamalt eldfjall og hæsta fjall Bólivíu. Leið fjallamannanna lá upp vinstri hlið þess. Úr Zongo-skarði Bemardo, bflstjórinn okkar, ók gömlu Dodge-rútunni sinni á met- tíma austur fyrir La Paz að einni af fáum tinnámum sem enn eru í rekstri í Bólivíu. Auk landbúnaðar var tinnám lengi einn helsti at- vinnuvegur Bólivíumanna. Það vom einkum þrír auðkýfingar sem mjólk- uðu námumar fram eftir 20. öldinni uns þær voru þjóðnýttar í þjóðlegri og borgaralegri byltingu árið 1952. En því miður hefur eftirspum eftir tini orðið æ minni með ámnum og verð er lágt þannig að námurekstur- inn er varla svipur hjá sjón. ^ Námuverkamennimir hafa ávallt verið í fremstu víglínu í þjóðfélags- baráttu í Bólivíu og staðið þar í miklum sviptingum rétt eins og við vinnu sína. Stór og sérkennilegur kirkjugarður við námuna, hver gröf með litlu húsi, bar þögult vitni um stutta ævi margra verkamanna og þeirra fólks. Þjóðarframleiðsla í Bólivíu á mann er 5—10 falt minni en hér, verðbólga (stundum mörg hundmð,% á ári) verið landlæg og lítill gmnniðnaður. Það er helst gas og olía sem ýta undir efnahagslífíð ♦ núna en tíðar pólitískar sviptingar hafa valdið erfiðleikum áratugum saman. í Zongo-skarði, í 4700 metra hæð, risu tjöld okkar við syngjandi fjallalæk. Handan við stíflu og uppi- stöðulón rís takmark hópsins: Tvítypptur reisulegur tindur, krýndur skriðjöklum. Hann skyggir á lækkandi sólina, um 1400 hæðar- metrar. Heitir Huyana Potosi eða nýja Potosi-fjall. Gamla Potosi-flall er silfumámuíjall Bólivíu í suðri — uppspretta mikils ríkidæmis sem féll aðallega Spánveijum í skaut. Þrátt fyrir að lítið silfur sé nú num- ið í Bólivíu em miklar vonir bundnar við málma í fjöllum landsins og einnig við lítt numin landsvæði í frumskógunum. Eftir 10 stiga frostnótt gekk hóurinn í æfíngaskyni á 5500 metra jökultind, Cerro Charquini, á 6 stundum og daginn eftir lagði hala- rófan af stað í bítið úr skarðinu; menn væddir mannbroddum, línum, ísöxum og þriggja daga forða, auk tjalda, dúnpoka og frauðdýna, áleið- is í Campamento Argentino, miðsvegar á Potosi-fjalli. Tíu mínútur á tindinum Ofan við 3500 metra dregur úr afli manna og getu um 10—15% fyrir hveija 1000 hæðarmetra er ofar dregur. Súrefnisinnihald lofts minnkar allhratt og loftþrýstingur í 600 metra hæð er aðeins um helm- ingur þess sem hann er við sjávar- mál. Hitastigið lækkar um 6 til 10 stig fyrir hveija 1000 hæðarmetra. Gegn þessu verst fjallamaður, með þjálfun fyrir ferðir, réttum klæðn- aði og áðumefndri hæðaraðlögun, sem felst í því að reyna hæfilega á líkamann í sívaxandi hæð í eina til fjórar vikur áður en hátt fjall er klifíð. Viðbúnaður hópsins reyndist sæmilegur þegar lagt var á Huyana Potosi. Aðeins tveir úr hópnum komust ekki á tindinn. Fyrsti áfanginn var 7 stunda ganga eftir jökulurð, upp kletta og loks allsprunginn jökul. Dæld er utan í miðju fjallinu og þar risu fímm tjöld. Síðari áfanginn hófst klukkan 4 um morgun, í 15 stiga frosti, með morgunverði úr frost- þurrkuðum mat. Við klifum svo tvö íshöft við luktarljós og-gengum með hækkandi sól upp hveija snjóbrekk- una og yfír hveija sprunguna eftir aðra að lokaspönnunum. Löng ísuð snjóhlíð með um 45 gráðu halla og var efsti hlutinn sprungin hengja sem skagaði út yfir snarbratta aust- urhlíðar fjallsins. í annað sinn vom spenntar línur með leiðinni til að flýta fyrir. Flestir fíkmðu sig með línunum með því að grípa um þær með sérstöku áhaldi, einskonar klemmu. Svo stóð hópurinn á mjó- um hrygg eftir 6 klst. fjallgöngu, með aðeins einu löngu hléi. Þama sást eftir endilöngum KonungsQ'öll- unum í báðar áttir; tugir jökultinda blöstu við, hver með sínum svip, og hraðfara uppstreymisský skrúf- uðu sig upp eftir skörðum og eggjum. Menn fyllast stolti á svona stað, mest þó yfír sjálfum sér, hrífast af sérkennilegri fegurð og gerast glað- ir þrátt fyrir mæðina. En aðeins í tíu mínútur. Hópurinn á eftir að eyða níu klukkustundum í að kom- ast niður af fjallinu; hægt og varlega, því mönnum verða frekar á mistök vegna þreytu og kæruleys- is á niðurleið en á uppleiðinni, meðan nokkur ferskleiki er enn yfir þeim. Þeir sem minnst hafa drukk- ið, 1—2 lítra í stað 3—4 lítra, verða hálf veikir á niðurleið og gerast magnþrota undir lokin. Þar á meðal ég. Það mátti draga marga bæt- andi ályktunina af fyrstu fjallaferð- inni jrfír 6000 metra. Nornaseiður og Sheraton-hótel Hvfld í La Paz með besta mat, bjór og gufubaði var mjög svo kærkomin. Að vísu var ekki allt ætt sem boðið varupp á, t.d. steikt- ur bragðsterkur blóðmör, fyllt vélinda-og fjólublár, heitur bjór. En flest var prýðilegt og hitt gleymdist við langar göngur um ótal götur í fjölskrúðugum manngrúanum. Við helstu götur borgarinnar ægir öllu saman; indíánum, í tötrum eða lit- klæðum, og hátískufólki í Diór- fötum innan um bísnissmenn í bleiseijakka á nýjasta BMW- bflnum. Við hlið 40 hæða glerhýsis með skilti General Motors á þaki eru 200 ára gömul hús með smíða- jámsgluggum en skrautlegar rútur með kögri og styttu af Maríu mey í framglugganum silast um götum- ar ásamt aragrúa af flautandi leigubflum, sem virðast aðallega aka á föstum leiðum. Rétt hjá Fransiskusartorgi sitja gamlar kerl- ingar og karlar við þröngar hellu- lagðar og skítugar götur með úrval af vömm eða þá skottulækninga- lyfjum og átrúnaðargripum; þú getur keypt seyddar jurtir við ást- leysi, nomalyf við taki og þurrkuð lamafóstur til þess að grafa undir grunn nýbyggingar, svo henni fylgi gæfa. En La Paz er vinaleg og hættulít- il borg, hvað sem ringulreiðinni líður og öllum andstæðunum. Hún býður líka upp á flest sem menn geta látið sér detta í _hug, jafnt Sheraton-hótel sem kjállaraknæp- ur. Verðlag er á evrópskan mæli- kvarða hvað varðar innfluttan fatnað, raftæki og bíla, en mun lægra þegar matur og samgöngur em annars vegar. Fjallið eina Það tók samtals eina viku að komast á hæsta fjallið, Nevado Sajama (6524 m); þrír dagar til 600 km aksturs og aðrir þrír liðu við sjálfa fjallgönguna. Mest af vegun- um vom illfærir slóðar. Bemardo ók í 13 klukkustundir 300 km leið með nokkmm hléum, vegna bilana og til snæðings, eftir sandbomum, grýttum og skomum vegi, sem ligg- ur milli La Paz og hafnarborgarinn- ar Arica í Chile. Um veginn fara miklir flutningar. Þegar við mætt- um tugum þunghlaðinna og skrölt- andi flutningabíla brá öðm hvom fyrir brosi á meitluðu steinandliti Bemardos, sem sagði nánast aldrei neitt og kippti sér ekki upp við neina erfiðleika. Compafleros — sagði hann aðeins og veifaði stéttar- bræðmnum. Sajama-fjall er um 2400 metra hátt keilulaga eldfjall, nokkuð rofið og krýnt jökli. Jarðar hans var ber undan snjó og klæddur glerhörðum, blágrænum ís. Við sáum fjallið þeg- ar úr 100—200 km fjarlægð, þar sem það hóf sig yfir hásléttuna. Dodge-rútan hélt ekki ryki. Það var því mikill léttir að ná til þorpsins Curahuara eftir að aka fram hjá tugum smábæja og bóndabýla, sem vom nærri samlit jörðinni og fram hjá lamadýrunum, sem reikuðu um í hjörðum. í spegilbroti i veitinga- húsi með moldargólfi sá ég sjálfan mig með strítt skítugt hár, sólbmn- asár á nefinu, hvíta hringi um augun eftir gleraugu og rykrendur á kinnum: Eg leit út eins og ráð- villtur þvottabjöm. Herinn í Curahuara ætlaði að hafa ut úr okkur fé. Þeir settu upp gjald án heimildar fyrir uppgöngu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.