Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 51 í kapp við kærustuna CusackogGazeÍÍeTlnyndínnmiöpp-víð-tímann7 Kvikmyndir Arnaldur Indriðason í kapp við tímann (Hot Pursuit). Sýnd í Bíóhöllinni. Stjörnugjöf: ★ ★ Bandarísk. Leikstjóri: Steven Lisberger. Handrit: Steven Lis- berger og Steven Carabatsos. Framleiðendur: Tom Markievicz og Jerry Offsay. Kvikmynda- taka: Frank Tidy. Tónlist: Rareview. Helstu hlutverk: John Cusack, Robert Loggia og Wendi Gazelle. Það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera skotinn í Lori Cronenberg (Wendy Gazelle). Dan (John Cusack) fær aldeilis að fínna fyrir því. Þau ætla í frí saman til Karíbahafs þegar hann hefur lokið prófum en hann tefst aðeins og rétt missir af henni á flugvellinum. Það er upphafíð á óskaplega erfíðu og viðburðaríku ferðalagi kærast- ans sem eftir miklar raunir endar í ærlegum skotbardaga við morð- ingja og mannræningja. Einhveijir hefðu gefíst upp og sagt skilið við Lori. En ekki Dan. Ástin ber hann hálfa leið, afgangurinn er óheppni. Efni myndarinnar í kapp við tímann (Hot Pursuit), sem sýnd er í Bíóhöllinni, er okkur kunnugt úr öðrum ævintýra-gamanmyndum, allt frá Romancing the Stone til Miracles. Allar segja þær frá ævin- týrum venjulegra amerískra borg- ara í suðrænum og ævintýralegum löndum þar sem hver hættan tekur við af annarri og því meira sem persónumar reyna að losa sig úr hinum óþægilegu kringumstæðum því vonlausari verður aðstaða þeirra. Fyndnin í þessari mynd er byggð á hinum furðulegu uppákom- um sem Dan lendir í og þær eru misjafnlega sniðugar. En myndin er fjörleg í heild og yfírleitt skemmtilega leikin. Af ö.llum þeim fjölda leikara sem prýtt hafa unglingamyndir vestan- hafs hefur John Cusack nokkra sérstöðu. Hann stendur utan við hinn leikaralega meðvitaða „morg- unverðarhóp", hann hefur verið í öllu villtari myndum unglingagrín- arans Steve Hollands þar sem fáránleikafyndnin ræður ríkjum og alvörunni er gefið frí. Cusack hefur verið í essinu sínu þar og er því sjóaður fyrir hið stormasama ferða- lag og absúrd kringumstæður sem hann lendir í í kapp við tímann. Robert Loggia, sæbarinn og fúl- skeggjaður í góðu aukahlutverki, rænir Cusack og siglir á haf út og Wendy Gazelle er nógu lokkandi til að maður skilji æsinginn í Cusack. Strandgötu 11, 220 Hafnarfirði Sími 51314 Heimílistækí sem bíða ekki! -tsskápnp n ■MBlUBRnF i i t\ ii'áii b a« \ tríi n n 11 m i gjPgjaPi eldavélm frystikista Nú er ekki eftir neinu að bíða, þú verslar í Rafbúð Sambandsins fyrir 100 þúsund og getur þá keypt öll heimilistækin í einu, valið sjálfur hvert tæki af ótal gerðum í pakkann, bætt sjónvarpi, videotæki eða hrærivél við og skipt greiðslum jafnt niður á 24 mánuði. Engin útborgun og fyrsta greiðsla eftir einn mánuð. Enginn íslenskur raftækjasali hefur boðið slík kjör - hvorki fyrr né síðar. Hafðu sam- band við Rafbúð Sambandsins strax - það er ekki eftir neinu að bíða. TA,»il BAfStiB a þessum kjomm» ^SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 simi 687910 .ooocoo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.