Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 59 w Höfum til afgreiðslu hvítar tússlitatöflur í öllum stærðum. Nýjungarípennastatífum ogþurrkum. Hentugt fyrir allskyns stofnanir. HAWllfty; Þáttakendur í pallborðsumræðum, f.v. að ofan: Glsli Alfreðsson, Þjóðleikhússtjóri, Guðmundur Ágústsson, Borg-araflokki, Óli Þ. Þórðarson, Framsóknarflokki, Ingólfur Margeirsson, fulltrúi Alþýðuflokks, Jón Viðar Jónsson, ríkisútvarpi og Pétur Einarsson, Leikfélagi Akureyrar. A innfelldu myndinni: Sigurður Karlsson, fundarstjóri, Kjartan Ragnarsson, Leikfélagi Reykjavíkur, Þórhildur Þorleifsdóttir, Kvennalista, Viðar Eg- gertsson, Alþýðuleikhúsi, Ragnar Arnalds, Alþýðubandalagi og Sverrir Hermannsson, Sjálfstæðisflokki. Fræðslufundur um leikhússrekstur á íslandi Skorað á ríkisstjórnina að leggja ekki söluskatt á leiklistarstarfsemi s- ■'yftW-ijíM’ tUÍ* Útsölustaður: PENIMINN, húsgagnadeild. SENDUM í PÓSTKRÖFU. Trésmiðja Páls Ingólfssonar Iðnbúð 6, 210 Garðabæ, sími 40017, h.-sími 46123. Á FRÆÐSLUFUNDI um leik- hússrekstur á íslandi, sem haldinn var á föstudaginn á veg- um félags íslenskra leikara og menntamálaráðuneytis, var með- al annars samþykkt ályktun, þar sem skorað var á ríkisstjórnina að forða því að aftur verði lagð- ur söluskattur á aögöngumiða í leikhús og aðra listastarfsemi. Dagskrá fræðslufundarins var sett af formanni félags íslenskra leikara, Amóri Benónýssyni, en síðan ávarpaði menntamálaráð- herra, Birgir ísleifur Gunnarsson, fundinn. Brynja Benendiktsdóttir, leikstjóri, og Siguijón Jóhannsson, leikmyndateiknari, héldu erindi um tilurð leiksýningar, og Jónas Guð- mundsson, hagfræðingur, lagði fram ýmsar tölulegar upplýsingar um leikhúsrekstur. Kom þar meðal annars fram að hlutfall opinberra styrkja af heildargjöldum Þjóðleik- hússins hefur lækkað úr 71% árið 1980 niður í 35% árið 1986. Svipuð þróun hefur orðið í styrlq'um til annarra leikhúsa. Eftir erindi Ragnars Ámasonar hagfræðings um gildi leikhúss- rekstrar fyrir þjóðarhag og erindi Kjartans Ragnarssonar leikstjóra um hlutverk og stöðu listamanna í leikhúsi, hófust pallborðsumræður um hlutverk opinberra aðila í leik- hússlífí. í umræðunum tóku þátt þingmenn frá öllum þingflokkum nema Alþýðuflokki sem sendi rit- stjóra Alþýðublaðsins sem sinn fullrúa, fulltrúar fjármálaráðuneyt- is, menntamálaráðuneytis, leikhúsa og leiklistardeildar ríkisútvarpsins. Fjárveitingar opinberra aðila voru flestum þáttakendum efst í huga, og einnig létu menn í ljós áhyggjur af stöðu leiklistarinnar í samkeppni við erlent efni í flölmiðl- um. -Jón Viðar Jónsson, fulltrúi leiklistardeildar ríkisútvarpsins í umræðunum, sagði það augljóst að hlutur innlendrar leiklistar í dag- skrá rikisútvarpsins minnkaði stórlega á næsta ári vegna slæmrar fjárhagsstöðu stofnunarinnar, yrðu fjárlög samþykkt óbreytt. Gísli Al- freðsson, Þjóðleikhússtjóri, sagði of mikinn tíma leikhúsanna fara.í bar- áttu um fjármagn, og nauðsynlegt væri að fundin yrði leið til þess að finna frambúðariausn á fjárhags: grundvelli leiklistar í landinu. í sama streng tók Pétur Einarsson frá Leikfélagi Akureyrar sem gagn- rýndi niðurskurð á fjárveitingum til leiklistar á sama tíma og fjölmiðlar í landinu „dæla markaðsmenningu yfir landslýð". & ’Armúla 16 sími 38640 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Armstrong LDFTAPLÖTUR 3 piAsr GÓLFFLÍSAR rAKMAFLAST EINANGRUN GLERULL STEINULL vínafell Kvæði 87 Nýbók eftir Kristján Karlsson “Fá skáld á okkar tímum á íslandi og þótt víða væri leitað, hajfa slíka kosti til brunns að bera.“ (Bemard Scudder) Laus hlíð ylir bænum hangir á snögum trjánna héðan kom sagan sem gerðist ekki á staðnum jökullinn andar ofan í hálsmál yðar og andartak strýkur blikandi ljós af jöklinum yður um augu. Með hugann txmdan af harmleik þér leggizt í grasið yðar höfuð sólvermt og grænt hér íyrir ofán eyðimörk langra vinda. <á bók góð bók Æyt-ih þijl T^oteróC iruseng Eykur afkastagetu, eykur mótstöðuafl, styður lifrina við hreingern- ingar (afeitrun), eykur heilastarfsemi, bætir viðbragðahæf ni líkamans. Dregur úr sársauka, vöðva- spennu, óróa og ótta. Innflutningur og sala á Rauðum Ginseng erleyfðaf Lyfjaeftirliti ríkisins. Biðjiðum Rauðan Ginseng með rauðu gæðainnsigli Kóreönsku ríkiseinkasölunnar. Upplýsingabæklingur fæst sendur ókeypis. AGNAR K. HREINSSON HF. Sími: 16382, Hafnarhúsi, pósthólf 654,121 Rvk. r.»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.