Morgunblaðið - 29.11.1987, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987
59
w
Höfum til afgreiðslu
hvítar tússlitatöflur í öllum stærðum.
Nýjungarípennastatífum ogþurrkum.
Hentugt fyrir allskyns stofnanir.
HAWllfty;
Þáttakendur í pallborðsumræðum, f.v. að ofan: Glsli Alfreðsson, Þjóðleikhússtjóri, Guðmundur Ágústsson,
Borg-araflokki, Óli Þ. Þórðarson, Framsóknarflokki, Ingólfur Margeirsson, fulltrúi Alþýðuflokks, Jón Viðar
Jónsson, ríkisútvarpi og Pétur Einarsson, Leikfélagi Akureyrar. A innfelldu myndinni: Sigurður Karlsson,
fundarstjóri, Kjartan Ragnarsson, Leikfélagi Reykjavíkur, Þórhildur Þorleifsdóttir, Kvennalista, Viðar Eg-
gertsson, Alþýðuleikhúsi, Ragnar Arnalds, Alþýðubandalagi og Sverrir Hermannsson, Sjálfstæðisflokki.
Fræðslufundur um leikhússrekstur á íslandi
Skorað á ríkisstjórnina
að leggja ekki söluskatt
á leiklistarstarfsemi
s-
■'yftW-ijíM’
tUÍ*
Útsölustaður: PENIMINN, húsgagnadeild.
SENDUM í PÓSTKRÖFU.
Trésmiðja Páls Ingólfssonar
Iðnbúð 6, 210 Garðabæ, sími 40017, h.-sími 46123.
Á FRÆÐSLUFUNDI um leik-
hússrekstur á íslandi, sem
haldinn var á föstudaginn á veg-
um félags íslenskra leikara og
menntamálaráðuneytis, var með-
al annars samþykkt ályktun, þar
sem skorað var á ríkisstjórnina
að forða því að aftur verði lagð-
ur söluskattur á aögöngumiða í
leikhús og aðra listastarfsemi.
Dagskrá fræðslufundarins var
sett af formanni félags íslenskra
leikara, Amóri Benónýssyni, en
síðan ávarpaði menntamálaráð-
herra, Birgir ísleifur Gunnarsson,
fundinn. Brynja Benendiktsdóttir,
leikstjóri, og Siguijón Jóhannsson,
leikmyndateiknari, héldu erindi um
tilurð leiksýningar, og Jónas Guð-
mundsson, hagfræðingur, lagði
fram ýmsar tölulegar upplýsingar
um leikhúsrekstur. Kom þar meðal
annars fram að hlutfall opinberra
styrkja af heildargjöldum Þjóðleik-
hússins hefur lækkað úr 71% árið
1980 niður í 35% árið 1986. Svipuð
þróun hefur orðið í styrlq'um til
annarra leikhúsa.
Eftir erindi Ragnars Ámasonar
hagfræðings um gildi leikhúss-
rekstrar fyrir þjóðarhag og erindi
Kjartans Ragnarssonar leikstjóra
um hlutverk og stöðu listamanna í
leikhúsi, hófust pallborðsumræður
um hlutverk opinberra aðila í leik-
hússlífí. í umræðunum tóku þátt
þingmenn frá öllum þingflokkum
nema Alþýðuflokki sem sendi rit-
stjóra Alþýðublaðsins sem sinn
fullrúa, fulltrúar fjármálaráðuneyt-
is, menntamálaráðuneytis, leikhúsa
og leiklistardeildar ríkisútvarpsins.
Fjárveitingar opinberra aðila
voru flestum þáttakendum efst í
huga, og einnig létu menn í ljós
áhyggjur af stöðu leiklistarinnar í
samkeppni við erlent efni í flölmiðl-
um. -Jón Viðar Jónsson, fulltrúi
leiklistardeildar ríkisútvarpsins í
umræðunum, sagði það augljóst að
hlutur innlendrar leiklistar í dag-
skrá rikisútvarpsins minnkaði
stórlega á næsta ári vegna slæmrar
fjárhagsstöðu stofnunarinnar, yrðu
fjárlög samþykkt óbreytt. Gísli Al-
freðsson, Þjóðleikhússtjóri, sagði of
mikinn tíma leikhúsanna fara.í bar-
áttu um fjármagn, og nauðsynlegt
væri að fundin yrði leið til þess að
finna frambúðariausn á fjárhags:
grundvelli leiklistar í landinu. í
sama streng tók Pétur Einarsson
frá Leikfélagi Akureyrar sem gagn-
rýndi niðurskurð á fjárveitingum til
leiklistar á sama tíma og fjölmiðlar
í landinu „dæla markaðsmenningu
yfir landslýð".
& ’Armúla 16 sími 38640
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Armstrong LDFTAPLÖTUR
3 piAsr GÓLFFLÍSAR
rAKMAFLAST EINANGRUN
GLERULL STEINULL
vínafell
Kvæði 87
Nýbók
eftir Kristján Karlsson
“Fá skáld á okkar tímum á íslandi og þótt
víða væri leitað, hajfa slíka kosti til brunns
að bera.“ (Bemard Scudder)
Laus hlíð ylir bænum
hangir á snögum trjánna
héðan kom sagan
sem gerðist ekki á staðnum
jökullinn andar ofan
í hálsmál yðar
og andartak strýkur
blikandi ljós af jöklinum
yður um augu.
Með hugann txmdan af harmleik
þér leggizt í grasið
yðar höfuð sólvermt og grænt
hér íyrir ofán eyðimörk langra vinda.
<á
bók
góð bók
Æyt-ih þijl
T^oteróC iruseng
Eykur afkastagetu,
eykur mótstöðuafl,
styður lifrina við hreingern-
ingar (afeitrun),
eykur heilastarfsemi,
bætir viðbragðahæf ni
líkamans.
Dregur úr sársauka, vöðva-
spennu, óróa og ótta.
Innflutningur og sala á
Rauðum Ginseng
erleyfðaf
Lyfjaeftirliti ríkisins.
Biðjiðum
Rauðan Ginseng með
rauðu gæðainnsigli
Kóreönsku
ríkiseinkasölunnar.
Upplýsingabæklingur fæst
sendur ókeypis.
AGNAR K. HREINSSON HF.
Sími: 16382, Hafnarhúsi,
pósthólf 654,121 Rvk.
r.»