Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 Skátar á Akureyrí: Lokaliður í afmælisfagnaðinum í Iþróttaskemmunni á sunnudaginn SKÁTAR á Akureyri halda sunnudaginn hátíðlegan og verð- ur það lokaliður í afmælisfagnaði skátanna vegna 70 ára afmælis skátastarfs i bænum. Þann 22. febrúar síðastiiðinn voru þau tvö skátafélög sem fyrir voru í bæn- um sameinuð, Kvenskátafélagið Valkyijan og Skátafélag Akur- eyrar, í eitt félag sem hlotið hefur nafnið Skátafélagið Klakk- ur. Auk þess var haldið viðamikið afmælismót í Vaglaskógi í sum- ar. Hátíðin hefst klukkan 14.00 í íþróttaskemmunni á Oddeyri með móttöku gesta, gjafa- og heillaóska. Síðan verður húsið opnað almenn- ingi hálftíma síðar og fer fram blönduð dagskrá í Skemmunni til klukkan 18.00 þann sama dag. Uppistaðan í dagskránni eru verk- eftii sem allir flokkar í bænum fengu fyrir skömmu. Þeir eiga að nota hugmyndaflug sitt og vinna verkefnið þama á staðnum, að sögn Tryggva Marinóssonar, annars af tveimur félagsforingjum Klakks. Hinn félagsforinginn mun vera Þor- björg Ingvadóttir. Klukkan 17.00 hefst kvöldvaka, sem opin verður öllum. Sett verður upp sýning á ýmsum munum, sem tengjast skátastarfinu, auk þess sem sett verða upp tvær til þijár litskyggnu- sýningar. Skátamir em allt frá 7 ára og upp í 18 ára og teljast virkir skátar í kringum 400 talsins í bænum. Félagsstarfi akureyrska skáta er skipt í fimm hverfi, Lunda- og Gerðahverfí, Glerárhverfi, Oddeyr- in, Innbærin og Syðri-Brekka_ auk Miðbrekku og Norðurbrekku. Ágæt aðstaða er í tveimur hverfunum, sæmileg í öðrum tveimur, en aftur á móti engin aðstaða í Glérár- hverfi. Fyrir dyrum standa fram- kvæmdir við nýbyggingu fyrir Glerárhverfí og er stefnt að því að húsið verið fullklárað á einu ári. Áætlaður kostnaður við húsið nem- ur um 4 milljónum króna og sagði Tryggvi að framkvæmdir yrðu fjár- magnaðar méð almennum fjáröfl- unum auk þess sem gert væri ráð fyrir styrkjum frá bæ og ýmsum öðrum aðilum. „Þarna ríkir ófremd- arástand eins og er því við getum ekki bætt við fleiri skátum á meðan húsrýmið er ekkert. Við vorum fyrst í Glerárskóla í nokkuð ár, síðan fengum við gamalt hús til afnota sem hét Bandagerði. Það hús var rifíð fyrir aðra byggingu eftir að við höfðum verið þar í tvö til þrjú ár. Þá fengum við aðstöðu í Síðu- seli, en nú í haust var það rými tekið fyrir annað á vegum bæjarins og þá fengum við inni til bráða- birgða í Síðuskóla.“ Tryggvi sagði að skátastarf væri mjög öflugt í bænum og áhugi virtist fara vax- andi heldur en hitt. UMÓNNUNAR- OG HJÚKRUNARHEIMIUD SKJÓL VERÐUR VÍGT1DESEMBER. Heimílinu er ætlaö oð verða skjól fyrirþá aldraða, sem afeinhverjum ástœðum þarfnast sérstakrar umönnunar. Þar eiga allir landsmenn jafnan aðgang. Húsið er alls 6 hœðlr og verða tvœr þeirra teknar í notkun í fyrsta áfanga. Stefnt er að því að nœstu tvœr verði tilbúnar í mars 1988 og að byggingin verði fullbúin í desember 1988. SKJÓL er sjálfseignarstofnun og stofnendur hennar eru: ALÞÝÐUSAMBAND ÍSiANDS ■ REYKJAVÍKURBORG ■ SJÓMANNADAGSRÁÐ ■ STÉTTARSAMBAND BÆNDA SAMBAND LÍFEYRISÞEGA RÍKIS OG BÆJA m ÞJÓÐKIRKJAN HEIMILIÐ ER AÐ KLEPPSVEGI 64 I REYKJAVIK ÁTAKTILSKJÓLS Hafin er fjársöfnun til styrkfar áfram- haldandi framkvœmdum og verða gíróseðlar sendir öllum heimilum á landinu. Einnig er tekið við framlögum á gíróreikning nr. 46226 í Landsbanka íslands. VIÐ, SEM ÁTT HÖFUM ÞÁTT í VERKINU, HVETJUM FÓLK TIL AÐ LEGGJA GÓÐU MÁLEFNI LIÐ. VERKFRÆÐISTOFA STEFÁNS ÓLAFSSONAR HF. TEIKNISTOFAN HF. ÁRMÚLA 6 TRÉSMIEXJA ÞORVALDAR ÓIAFSSONAR HF. TRÉSMIÐJA ÚLFARS, AUÐBREKKU 19 SVERRIR SIGURÐSSON, PÍPULAGNINGAMEISTARI SIGFÚS OG KRISTJÁN SF. MÚRARAMEISTARAR LOFTORKA HF. KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. HEILDVERSLUNIN EDDA HF. FJARÐARMÓT HF. EPAL HF. BRÆÐURNIR ORMSSON HF. BRAGI KRISTIANSEN, RAFVIRKJAMEISTARI BUKKSMIEXJAN VÍK HF. ALMÁLUN SF. FTomKvœmdanefnd þokkar öllum þeim sem stutt hafa verkið með framlögum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.