Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 39 Ég tel að það sé fólk sem er eldra en 18—25 ára; fólk sem hefur hlust- að á popp/rokk tónlist í mörg ár en hefur ekki áhuga á því sem er að gerast í poppheiminum í dag; fólk sem vill heyra eitthvað nýtt og fara lengra í tónlist, enda hefur það raunverulegan áhuga á tónlist og eltist ekki bara við það sem er vinsælt í dag og gleymt á morgun. Ég myndi segja að aldur þess sé nálægt þrítugu. Fólk sem hlustar á jass og The Three Mustaphas hefur víðari tónlistarsmekk og meiri tón- listarþroska en þeir sem hlusta á þungarokk. Hefur þú áhuga á tónlistinni sem þú ert að selja eða er þatta bara vinna? Ég hef mikinn áhuga á tónlist- inni sem ég er að selja, enda myndi ég ekki nenna að standa f þessu annars. Þessi verslun er komin til af þvi að áhugamál mitt varð að atvinnu minni. Ég bjó í Afríku um tíma og þá fór ég að hlusta á tón- Ljósmynd/BS Robert Urbanus listina. Tíu árum síðar átti ég kost á að lifa á að seija afríska tónlist og tók því fegins hendi. í fyrstu var mjög gaman að standa í að flytja inn plötur og að gefa út afríska tónlist, en í dag er það ekki eins skemmtilegt, það er svo margt leiðinleg sem þarf að gera til að reka fyrirtæki. Er Stem’s að verða stórfyrir- tæki? Nei, það ætla ég að vona ekki, enda þurfa stórfyrirtæki að eyða svo miklu fé í það eitt að vera stór- fyrirtæki. Við viljum frekar vera lítið fyrirtæki og eyða peningunum í að gera plötur. Gott dæmi um sóun stórfyrirtækja er væntanleg plata Bhundu Boys sem Wamer Brothers er að gera. Fyrir þá pen- inga sem búið er að ausa í þá plötu gæti ég gert tíu plötur og líklega ailar betri en plötu Bhundu Boys. Á áhugi á afrískri tónlist ekki eftir að minnka aftur líkt og áður hefur gerst? Ég tel að það verði með afrísku tónlistina líkt og jassinn en það byggist á því að útgefendur vandi til valsins. Það verður alltaf stöðug- ur markaður fyrir afríska tónlist á Vesturlöndum, með uppsveiflum á nokkurra ára fresti. Menn mega þó ekki gleyma því að Vesturlanda- markaður skiptir afríska tónlistar- menn ekki ýlq'a miklu máli, Afríkumarkaður er svo miklu stærri. Sem dæmi má nefna Sunny Adé. í hvert sinn sem hann gefur út plötu í heimalandi sínu, Nígeríu, er víst að platan selst í ekki færri eintökum en 200.000. Honum má standa á sama hvort nokkur á Vest- urlöndum kaupir plötu eða ekki. Okkar áhugamál er að kynna tón- listina fyrir sem flestum og við reiknum ekki með neinum stór- stjömum. Þó á kannski eftir að koma stjama á við Bob Marley frá Afríku. Tvær afrískar plötur Tvær nýjustu plötur Stem’s, Jerusalem með Alpha Blondy og Soro með Salif Ke'íta, em nokkuð dæmigerðar fyrir útgáfu Stem’s; báðar eru afrísk tónlist í hæsta gæðaflokki og báðar plötumar hafa selst í miklu mæli í Afríku. Alpha Blondy hefur verið líkt við Bob Marley heitinn, enda er hann rastafaritrúar líkt og Bob, en Alpha er frá Vestur-Afríku. Hann fæddist 1. janúar 1953 í Dibokra á Fíla- beinsströndinni. Amma hans gaf honum nafnið Blondy, sem er bjög- un á Bandit, og nafnið Alpha, upphaf, valdi hann sér sjálfur. Alpha fór í háskólanám til New York og í Columbia háskóla. Þar fór hann að syngja í reggaeklúbbum en Bandaríkjadvölinni lauk með taugaáfalli og næstu ámm eyddi hann á geðveikrahæli. Þegar hann losnaði þaðan tók hann til við tón- listina aftur. í einu fyrsta laginu sem hann tók upp söng hann á dio- ula um það hvemig hann varð fyrir barðinu á ofbeldisseggjum í lögregl- unni í Abjidan, en enginn hafði áður sungið opinberlega um slíkt á Fílabeinsströndinni. Hann hefur síðan gefið út fjórar plötur og sú fyrsta þeirra seldist í yfír milljón eintökum í Afríku. Á Stern’s plötunni Jerasalem fær Alpha til liðs við sig hljómsveit Bob Marley, The Wailers. Útkoman minnir á stundum á það sem Wail- ers gerðu með Marley, en þó fer ekki á milli mála að þetta er plata Alpha Blondy. Reggaetónlistin á plötunni er hægári en á plötum Marleys og textamir em ekki eins aðgengilegir, enda ýmist á dioula, frönsku eða ensku. Þeir textar sem hægt er að skilja vísa þó í sömu átt og síðasta plata Alpha Blondy, sem hét Apartheid is Nazism. Hann syngur um kalachnikov-vélbyssur og um Boulevard Giscard d’Estaing, götu dauðans. Textinn í því lagi er einmitt blanda af frönsku og dioula og læt ég öðmm eftir að skilja þessi orð: Ninnin nan yé, djon bé hinnin fangandan soula / Boulevard Gisc- ard d’Estaing / Boulevard de la mort. Salif Ke'íta er albínói frá Mali, kominn af aðalsfólki Kei'ta ættar- innar, en forfaðir hans, Soundjata Kei'ta stofnsetti keisaradæmið Mali, sem náði yfír það sem nú er Mali, Gíneu, Senegal og Gambíu, 1240. Salif fæddist í smábænum Djoiliba um 1949, en á þeim tíma vom albínóar álitnir af hinu illa í Mali og það bitnaði á honum. Sú útskúfun sem fylgdi því að vera albínói varð til þess að hann sneri baki við fjölskyldu sinni og gerðist trúbadúr, griot. Hann náði vinsæld- um sem slíkur og 1970 var honum boðið að gerast meðlimur The Sup- er Rail Band, sem var þá vinsælasta hljómsveit Mali. 1973 ákvað hann að ganga til liðs við aðra stórhljóm- sveit, Ambassadeurs du Mali og það vakti slíka athygli að það var rætt á ráðherrafundi. Þegar hann ákvað síðan að flytjast til Abidjan á Ffla- beisströndinni varð það að gerast að næturlagi. Nýjasta plata Salif, Soro, er tek- in upp í París og við upptöku hennar er nýtt fulikomnasta upptökutækni, sem lyftir tónlistinni í stað þess að gelda hana eins og gerist svo oft þegar mikið er nostrað. Salif hefur sterka og eftirminnilega rödd og tónlistin er stórskemmtileg. Að flestu dæmigerð afríkutónlist, en þó með votti af vestrænu yfir- bragði. Salif syngur á sínu móður- máli, malinké, en það fylgir plötunni þýðing á textunum og af henni má sjá að textar hans em ekki eins nútímalegir og textar Alpha Blondy. Hann syngur þó um barátt- una fyrir sameiningu Afríku ekki síður en persónuleg málefni. Þessi plata ætti að verða til þess að vinna Salif Ke'ita sess á Vesturlöndum sem eins fremsta tónlistarmanns Afríku. Rætur nýju aldarínnar Helena Petrovna Blavatsky var sérvitur kona af rússnesku þjóð- emi. Hún olli hneykslun á meðan hún lifði og var sökuð um svik og loddaraskap þegar hún dó. Hún er oftast nefnd frú Blavatsky og telst upphafsmaður hreyfíngar hinnar nýju aldar, því hún flutti með sér til Bandaríkjanna þekk- ingu á austrænum trúarbrögðum og heimspeki, sem undirbjó jarð- veginn fyrir hugleiðslu, jóga, jurtafæði, endurfæðingar og fleira í þeim dúr. Frú Blavatsky fluttist til Bandaríkjanna árið 1872 og lézt þar árið 1891. Marion Meade hefur skrifað ævisögu hennar. Frú Blavatsky stundaði miðils- störf af miklum krafti og metnaði og kvaðst vera í beinu sambandi við spekinga í Himalayafjöllum. Hún var sökuð um að beita brögð- um og þær ásakanir urðu ennþá háværari eftir að hún dó. Lát hennar var forsíðuefni dagblaða í Bandaríkjunum. Blavatsky mddi til rúms ýms- um hugmyndum um dulhyggju og trúarbrögð, sem síðar urðu undirstaða hreyfingar hinar nýju aldar. Hún var einnig aðili að stofnun guðspekifélagsins í Bandaríkjunum árið 1875. Ýmsar hreyfíngar sem höfnuðu gyðinglegum kristindómi breidd- ust út í Bandaríkjunum í upphafi þessarar aldar. Margt af því sem hreyfíng hinar nýju aldar hefur tileinkað sér kemur fram í ritum Richards Maurice Bucke, sem var kanadískur sjáandi og fömsveinn. Ifylgismenn hans stofnuðu árið 1957 Vísinda- og heimspekihá- skólann í Blue Ridge Mountains í Virginíufylki. Austræn trúarbrögð breiddust einnig út í Bandaríkjunum. Búddatrú hlaut mikla útbreiðslu eftir síðari heimsstyijöld og hafði áhrif á andófshreyfingar á sjö- unda áratug aldarinnar, en leið- togar þeirra vom m.a. Timothy Leary og Richard Alpert, sem hvöttu til notkunar LSD og ann- arra ofskynjunarlyfja til að komast í snertingu við dulræn öfl. í kjölfar þessara andófshópa spmttu upp annars konar hreyf- ingar á síðasta áratug, sem settu í öndvegi þroskamöguleika mannsins, sjálfsþekkingu og tján- ingarhæfni og í því sambandi varð hópefli mjög vinsæl og útbreidd aðferð. En dulhyggja setti jafn- framt svip sinn á þessa viðleitni Blavatsky og varð hún undanfari þeirra hreyfínga, sem nú breiðast út. Donald Stone hefur skrifað um þessa þróun í bók sem nefnist The New Religious Consciousness. Hann segir að hreyfíngamar sem beindust að þroskamöguleikum mannsins hafí m.a. stafað af auk- inni vanmáttarkennd í samfélagi okkar. En hann bætir við: „Talsverður hópur þeirra, sem gengið hafa þessum sjónarmiðum á hönd, era aldir upp við allsnægt- ir og hafa hlotið góða menntun. Þeir hafa fullnægt gmndvallar- þörfum sínum fyrir efnahagslegt öryggi og hlotið almenna viður- kenningu, en telja sig rígskorðaða í tæknisamfélagi, þar sem andleg- an gmndvöll skortir. Myndbanda- skáparnir vinsælu komnir. Fjórar gerðir. VALHÚSGÖGN Ármúla 8, stmar 82275 í Kaupmannahöfn FÆST I BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI JOLAGLAÐNINGURINN í ÁR Viltu tryggja þér sólríka framtíð I hlýju og notalegu umhverfi við ströndina COSTA BLANCA, þar sem náttúrufegurðin er hvað mest á Spáni. Komið og kannið möguleikana á að eignast ykkar eigið orlofshús, sem staðsett er í afmörkuóu lúxuxhverfi LAS MIMOSAS (TORREVIEJA). PARHÚS m/lóð, frá.........ÍSL. KR. 1.500.000.- RAÐHÚS m/lóð, frá.........ÍSL. KR. 1.800.000.- EINBÝLISHÚS, frá..........ÍSL. KR. 2.700.000.- Við bjóðum upp á hagstæða Á og við LAS MIMOSAS eröll hugsanleg þjónusta sem opin eralla daga: Stórmark aður, veitingastaðir, barir, næturklúbbar diskótek, sundlaug, tennis-og „squass“vellir gufuböð, minigolf, aqualand, 18 holu golf- völlur, félagsmiðstöð, siglingaklúbbur, köfunarklúbbur, reiðklúbburo.m.m.fl. Þið enið velkomin á kynningarfund okkar á Laugavegi 18 (5. hæð) Iaugardaginn 28. nóv og sunnudaginn 29. nóv. frá kl. 11.00-19.00. G.ÓSKARSS0N&C0. Laugavegi 18,101 Reykjavik. Sími91-15945/17045.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.