Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987
61
á Sajama og brottfor frá þorpinu.
En fyrir klókindi Eduardos og
hvítar lygar hópsins misstu her-
mennimir af þeim bitanum. Atvikið
minnir á að herinn hefur ávallt ver-
ið mjög valdamikill í Bólivíu; átt
þátt í valdaránum eða stjómarbylt-
ingum með stuðningi misstórra
hópa. Margir hershöfðingjanna sem
tóku völd vom verstu harðstjórar.
Ef allt er talið nálgast fjöldi valda-
rána og stjómarskipta um 200 á
þeim rúmu 150 ámm sem liðin em
frá sjálfstæðisyfirlýsingunni. Mjög
fá stöðugleikatímabil vom á þessum
ámm og em undanfamir áratugir
engin undantekning. Síðast var
boðað til kosninga fyrir tveimur
ámm. Þingið skar þá úr um for-
seta, sem varð Victor Paz Estensoro
í a.m.k. fjórða sinn fyrir MNR. Það
er samfylking þjóðlegra afla með
fjölskrúðugu pólitísku litrófí. MNR
var meginafl umbyltinganna 1952,
þegar bændaánauð var afnumin,
tinnámur þjóðnýttar og menntun
endurskipulögð, svo eitthvað sé
nefnt. Aðalkeppinautur Estensoros
í síðustu kosningum var Hugo
Banzer, fyrmm einræðisherra, á
ysta hægri væng. Hann fékk reynd-
ar fleiri atkvæði til forseta með
flokki sínum, ADN, en aðrir flokkar
á þingi sameinuðust um Estensoro,
enda úrskurðarvaldið hjá því vegna
þess að enginn frambjóðandi fékk
hreinan meirihluta. Þingræði
Bólivíumanna er ekki ósvipað því
bandaríska, með miklum völdum
forseta.
Bændumir sem fluttu farangur
okkar á múlösnum til gmnnbúða
við Sajama hafa væntanlega ekki
haft mikil áhrif í stjóm landsins.
í sjónlínu, hátt hafinn yfír borgina,
merlaði hinn „glitrandi kondór", eða
Illimani. Fjallið er þrítypptur fjalls-
hryggur og skriðjöklar steypast
2000 metra niður hvilftir, en klettar
og íshryggir em á milli. Hver tind-
anna er pýramídalaga. Illimani var
lokatakmark ferðarinnar; suður-
tindurinn, sem er rúmlega 6400
metra hár.
í stað Dodge-rútunnar vom þrír
stórir jeppar settir undir okkur.
Ástæðan kom brátt í ljós. Okkur
var ekið eftir gamalli og hálfónýtri
námugötu eftir dölum og undirfjöll-
um Illimanis. Hún var svo mjó að
bílamir skullu nærri í klettana öðm
megin og undurtæpt stundum. Við
máttum ganga sums staðar og ekki
var neinn á móti því, vegna þess
að mörg hundmð metra þverhnípi
gat verið á aðra höndina. Víða stóðu
indíánamir okkar í vegabótum, þar
sem fjallalækir höfðu mtt skörð í
götuna. Þessi 80 km ökuferð tók
nærri sex klukkustundir og leiðang-
ursmenn vom dauðfegnir að sjá
sléttar gmndir undir tjöldin. Þar
biðu nokkrir berfættir og tötralegir
krakkar í kuldanum eftir molum
af borðum ferðamannanna.
Stórar fellingar og spmngur í
fjallshlíðunum á leiðinni minntu á
uppmna Andesfjallanna. Þau em
úr seti, myndbreyttu bergi og stork-
naðri kviku, sem hefur lyfst upp
vegna sígandi áreksturs milli risa-
stórra platna á yfírborði jarðar.
Sjávarmegin við vesturströnd S-
Ameríku sekkur hafsbötnsplata inn
undir meginlandsplötuna. Inni á
jaðri meginlandsplötunnar hafa
Andesfjöllin risið í 2—3 tugi millj-
óna ára, en úti fyrir ströndinni er
Bóndabær (á miðrí mynd) fellur vel inn i l&ndslagið á hásléttunni
Ég fékk að skoða heimili eins þeirra;
tvö iítil leirhús með moldargólfí,
sótugu stráþaki, opnum hlóðum og
rúmbálkum úr steinhlöðum. Á
veggnum var mynd af Jesú og
nokkrar blaðaúrklippur með mynd-
um frá La Paz og af Victor Paz.
Á qallinu varð uppgangan ttðind-
alftil. Tveir gáfust upp, enda mjög
kalt og vindasamt þar uppi, með 5
til 7 vindstigum náði frostið áreið-
anlega niður fyrir 30 stig.
Glitrandi kondór
Ferðamönnum í Bólivíu fjölgar
nokkuð á hverju ári. En það er við-
búið að þjónustan við þá loki litlu
af skuldahítinni sem vestrænir
bankar og sjóðir hafa komið landinu
í. Auðinum sem Spánveijar og síðar
Bandaríkjamenn öðrum fremur
hafa dregið þaðan verður ekki skil-
að. Það er bæði þessi skuldastaða
og vanþróað framleiðslukerfi ásamt
pólitískri ringulreið og fámennis-
valdi sem skerpir ósættanlegar
andstæður milli auðs og fátæktar
í landinu. Þetta á auðvitað við í
mest allri S-Ameríku. Ég hugsaði
mikið um þetta meðan rykfyllt
Dodge-rútan skrönglaðist eftir veg-
inum langa til La Paz. Hvað gæti
annað legið fyrir þjóðum heims-
álfunnar en áratugir átaka og
þjóðfrelsisbaráttu? Um leið varð
mér ljósara en áður hve V-Evr-
ópubúar eins og ég eru fávísir um
lönd eins og Bólivíu og hve stjóm-
völd hér heima eru í raun hrokafull
framrni fyrir vanda þriðja heimsins.
Degi síðar sat ég á verönd kaffí-
húss í La Paz strokinn og þveginn
og velti á ný fyrir mér fjallaklifri.
nú djúp rás, sem fyllist smám sam-
an af seti. Jarðlögin í fjöllunum eru
beygð og brotin og kvika undan
rótununi hefur storknað hægt í
djúpinu. Rof og veðmn mótar fjöll-
in og víða afþjúpast málmar sem
3kildust úr kvikunni. Yfír tjaldstæð-
inu gnæfði Illimani, nærri 2000
metrar, tröllaukinn eins og öflin,
sem lyftu honum. Leiðin blasti við:
Klungur, klettahryggur, klykkjótt-
ur íshryggur, skriðjökull og snjó-
brekkur. Á flötum hluta íshryggjar-
ins var Kondor-hreiðrið, vænlegt
tjaldstæði.
Einum og hálfum sólarhring
síðar stóðum við á efsta tindi og
litum sömu leið til baka, fagnandi
við lítinn þrífót með rauðum, gulum
og grænum þjóðfána Bólivíu. Það
fylgdi því skrýtin tilfinning að lita
þannig um öxl. Þremur dögum þar
á eftir virtist Illimani dvergvaxinn
þar sem við lyftumst í risaþotu
Lufthansa upp í himinblámann.
Ferðinni var lokið.
Studningsmönnum
þakkað
Án aðstoðar nokkurra fyrirtækja
og einstaklinga hefðu engin ráð
verið til Bólivíu-fararinnar. Þessum
skal þakkað: Flugleiðum, Skátabúð-
inni, Sjóklæðagerðinni 66°N,
Guðmundi Péturssyni og Hreini
Magnússyni. Fjallaferðir til fjar-
lægra landa eru sjaldan á færi eins
manns, þegar allt kemur til alls.
Höfundur erjarðvisindam&ður og
starfandi kennari í Reykjavík.
Texti og myndir:
Ari Trausti Guðmundsson
Creda
tauþurrkarar
CompactR. 16.270 stgr.
Reversair kr. 22.356 stgr.
Sensairkr. 29.808 stgr.
Söluaðilar:
Viðja, Kópavogi, s. 44444
Rafbúðin, Hafnarfirði, s. 53020
Stapafell, Keflavik, s. 12300
Vörumarkaðurinn, Kringlunni, s.
685440
Grimur og Ámi, Húsavik, s. 41600
Rafsel, Selfossi, s. 1439
Sjónver, Vestmannaeyjum, s. 2570
Rafland, Akureyri, s. 25010
Blómsturvellir, Hellissandi, s. 66655
Creda-umboðið,
Raftækjaverslon islands,
Rejkjavik, sími 68-86-60.
utgS»8S*"
BILASALAR ATHUGID!
* Eigum ávallt fyrirliggjandi 2500 notaða bíla á lager og í sýningar-
sal, m.a. Audi, BMW, Mercedes og Porsche.
* Ein stærsta bílasala í Evrópu.
LEITUM ÁBYGGILEGRA VIÐSKIPTAAÐIUA TIL AÐ SEUA
NOTAÐA BÍLA Á ÍSLANDI
* Við sjáum um frágang á útflutningspappírum og öðrum
formsatriðum, fljótt og örugglega.
* Við getum einnig tekið að okkur flutninginn.
Autohaus Bruggemann Sími: 9049-5975424
Rheiner Strasse 155 Telex: 981726 Auto d
4440 Rheine 11 Telefax: 05975/8000
BRD
Vinsamlega svarið á ensku eða þýsku.
Allar upplýsingar símleiðis á ensku eða þýsku á skrifstofutíma.
Fjölbrautaskólinn Ármúla,
sími 84022
Innritun fyrir vorönn 1988 lýkur föstudaginn
11. desember.
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 08.00-16.00 og
veitir allar nánari upplýsingar um námsbrautir og
námstilhögun. Skólastarf vorannar hefst þriðju-
daginn 5. janúar kl. 11.00.
Skólameistari
mt
Póst- og símamálastofnunin
AUGLÝSINGAR í SÍMASKRÁ1988
Gögn varðandi pantanir á auglýsingum
hafa verið send flestum fyrirtækjum
landsins. Þau fást einnig á póst- og
símstöðvunum.
Vinsamlega athugið að allar pantanir,
endurpantanir eða afpantanir, eiga að vera
skriflegar og hafa borist í síðasta lagi um
mánaðamótin nóvember-desember 1986.
SÍMASKRÁIN - AUGLÝSINGAR
PÓSTHÓLF 311 - 121 REYKJAVÍK
SÍMI 91-29140