Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987
SIGRÍÐUR OTT:
„Þegar ég kom
fyrst tíl landsins
skildi ég
fólkið mitt betur“
Sigríður og Fred Ott í Leysin í Sviss
eru menntafrömuðir og
miklir íslandsvinir
Sigríður og Fred Ott eru fullorðin hjón, búsett i smábænum Leysin
í svissnesku ölpunum. Hún talar góða íslensku en með erlendum
hreim. Ég hélt að hún hefði flust ung frá íslandi og litið notað málið
síðan þegar ég hafði fyrst samband við hana. En það kom i ljós að
hún er fædd og uppalin í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum og fór
fyrst til íslands fyrir tiu árum. Hann er Svisslendingur en fluttist
með foreldrum sínum til Bandarikjanna 10 ára gamall. Þau kynntust
í íslendingabyggðum i Vesturheimi og eru miklir íslandsvinir. Hún
lítur kosti og galla íslenska þjóðfélagsins raunsæjum augum, eins og
sönnum íslendingi sæmir, en honum hættir við að hefja land og þjóð
til skýjanna, eins og oft vill verða með útlendinga, sem ieggja ást-
fóstur við ísland.
au hjónin búa með öldr-
uðum hundi í stóru húsi
í alpastíl 1300 metra
yfir sjávarmáli. Alpat-
indar blasa við úr
stofugluggunum. Þau settust að í
Leysin um miðjan sjöunda áratug-
inn, en árið 1961 stofnuðu þau
Leysin American School, sem er
amerískur menntaskóli, og tveimur
árum síðar The American College
of Switzerland, sem er háskóli.
Háskólinn er nú sjálfseignarstofnun
en Steven Kristinn Ott, sonur Sigríð-
ar og Freds, og Doris, kona hans,
eiga og stjóma menntaskólanum.
Foreldrar Sigríðar voru Svein-
bjöm Þórðarson og Guðbjörg
Davíðsson. Hann fluttist átta ára til
Bandaríkjanna með foreldmm
sínum, þeim Þórði Benediktssyni og
Maríu Sveinsdóttur frá Dalhúsum í
Suður-Múlasýslu. Býlið er nú í eyði.
Guðbjörg fæddist í Vesturheimi.
Móðir hennar, Björg Stefánsdóttir,
var meðal fýrstu Islendinganna, sem
fóm úr landi árið 1874. Hún giftist
Jóni Davíðssyni. Föðurfjölskylda
Sigríðar tók upp nafnið Benson.
„Það var alltaf töluð íslenska á
æskuheimili mínu og ég var alin upp
við íslenska siði,“ sagði Sigríður. „Eg
varð vör við það síðar þegar ég
kynntist háttum á öðmm heimilum.
Faðir minn las upp fyrir okkur á
kvöldin þegar við sátum við vinnu
og amma sagði sögur, fór með kvæði
og við sungum íslenska söngva."
Sigríður á enn í fómm sínum Lestr-
arbók handa alþýðu á íslandi eftir
Þórarin Böðvarsson, sem var gefin
út í Kaupmannahöfn 1874 og amma
hennar átti, og húslestrarbók frá
1833. „Eldra fólkið dásamaði ísland
og talaði mikið um það,“ sagði hún.
„Faðir minn dró alltaf úr neikvæðu
hliðunum og vildi lítið tala um erfið-
leikana sem ollu því að svo margir
urðu að fara úr landi. Ég held að
fjölskylda mín hafi alltaf haft dálitla
heimþrá."
íslendingarnir komu
börnunum til mennta
Sigríður ólst upp í nágrenni Up-
ham í Norður-Dakóta. Þar var þó
nokkur hópur fslendinga, en einnig
þýskumælandi Rússar og Norð-
menn. Það var lítill samgangur milli
þessara þriggja hópa. Hvert þjóðar-
brot reisti til dæmis kirkju fyrir sig.
„Hinir þýskumælandi voru bestu
bændumir á svæðinu," sagði Fred,
en faðir hans var prestur í kirkju
þeirra. „Þeim þóttu íslendingamir
heldur skítugir og lakir bændur.
Þeir notuðu allt sitt fé til að koma
bömum sínum til mennta svo að
búreksturinn gekk ekki alltaf eins
vel hjá þeim og hjá hinum." Sigríður
hristi höfuðið við því að íslending-
amir hefðu verið skítugri en aðrir,
en benti á að menntun þeirra hefði
orðið til þess að þeir dreifðust víða
um lanclið og fáir væm nú eftir í
gömlu íslendingabyggðunum.
Fred hlaut námsstyrk til að sækja
háskóla í Þýskalandi árið 1935 en
faðir hans kaus heldur að hann færi
á heimaslóðir sínar í Basel. Þar las
hann heimspeki, sálfræði og fom-
þýsku og sótti fyrirlestra um
Eddukvæðin hjá Andreas Hausler.
Þegar heim kom lagði hann stund á
kennslufræði og kom á fót öldunga-
deild fyrir íbúa Upham í frítímum.
„Það tengdi íbúa svæðisins loks sam-
an,“ sagði hann. „Þýskumælandi
bændur kenndu akuryrkju, ísiend-
ingar kenndu fomsögumar og
Norðmenn lögðu sitt af mörkum.
Texti og myndir:
Anna Bjarnadóttir
Sigríður og Fred Ott í Leysin.
Upp úr þessu varð meiri samgangur
milli þjóðemishópanna. Þeir stofn-
uðu kór og bókasafn."
Sigríður lærði félagsfræði í há-
skóla og kenndi með Fred í öldunga-
deildinni. Þau giftu sig að námi
loknu og héldu fyrst til Minnesota,
þar sem Fred fékk starf við kennslu,
en fluttu síðan til Washington.
„Þetta var á kreppuárunum og það
voru erfíðir tímar," sagði Sigríður.
„Launin voru lág, en okkur fannst
við ekki vera fátæk. Það hafði eng-
inn mikið fé milli handanna og við
höfðum í okkur og á svo að við vor-
um ánægð."
Þau fluttu til Washington þegar
Fred fékk starf við að skipuleggja
kennslu fyrir fanga í einu traustasta
fangelsi ríkisins á vesturströndinni.
Þar fæddust Aldís, dóttir þeirra, og
Steven. Fred var kvaddur í herinn
1943 og sendur til Evrópu 1944.
Sigríður fór með bömin til Upham
og kenndi í menntaskólanum og
stjómaði honum í tvö ár.
Alþjóðlegar sumar-
búðir fyrir börn
Hún fékk bréf frá Fred eftir
stríðið þar sem hann lagði til að hún
kæmi með bömin til Evrópu. Hún
fékk far með einu af fyrstu skipun-
um, sem fóm yfir Atlantshafíð eftir
stríðslok og hitti hann í Bem. Þau
ætluðu í upphafí bara að vera í Evr-
ópu í hálft ár, en em þar enn. Fred
var ekki heill heilsu og gat ekki
unnið fulla vinnu. Hann tók því að
sér ráðgjafarstörf um kennslumál.
Einkaskólamir í Sviss vom auðir
eftir stríðið og þau höfðu hönd í
bagga með að nýta þá fyrir böm sem
ekki höfðu skóla í eigin landi. Fjöldi
Bandaríkjamanna vom í Evrópu með
fjölskyldur og það var ekkert við að
vera fyrir bömin. Sigríður stofnaði
sumarbúðir, auglýsti í Stars and
Strípes, dagblaði bandaríska hersins,
og fékk fyrsta hópinn sumarið 1949.
„Ég kallaði sumarbúðimar Intem-
ational Rangers Camp og rak þær
í 32 ár,“ sagði hún. „Til að byrja
með vom þær bara í Sviss en síðan
einnig í Hollandi og Danmörku."
Hún fékk konunglega orðu frá
danska ríkinu fyrir fimmtán ámm
Morgunblaðið/ab
fyrir starf sitt þar. „Við tókum böm
á aldrinum 7 til 15 ára á þriggja
vikna námskeið. Við reyndum að
kenna þeim um landið sem þau vom
í og um önnur lönd og allrahanda
íþróttir. Við höfðum reiðhjól í Dan-
mörku og þar heimsóttu börnin
bændur og kynntust starfi þeirra,
fóra til Kaupmannahafnar og frædd-
ust um víkingana. Það var erfíðara
að komast í samband við Svisslend-
inga, en hér kenndum við eldri
bömunum undirstöðuatriði í nokkr-
um tungumálum og sögðum þeim
frá siðum og venjum nágrannaland-
anna. Það var alltaf nóg að gera
fyrir bömin. Leiðbeinendumir vom
víðsvegar að og alþjóðabragur var á
sumarbúðunum. Þær vom vinsælar
og ég hafði mikla ánægju af að reka
þær í öll þessi ár.“
Bandaríski flugherinn réð Fred
árið 1951 til að skipuleggja kennslu
og stofna skóla fyrir böm hermanna
erlendis. Þau hjónin fluttu til Wies-
baden í Vestur-Þýskalandi og
bjuggu þar í fimmtán ár. Þegar Fred
hætti störfum 1966 hafði hann
stofnað 56 skóla fyrir 43.000 böm
í 13 löndum. Hann hafði einnig
stofnað sína eigin skóla í Leysin og
það var tímabært fyrir hann að taka
við stjórn þeirra þegar þau hjónin
settust að í ölpunum.
Vilja vera íslensk-
um námsmönnum
innan handar
Leysin er í kantónunni Vaud í
franska hlutanum í Sviss. Þangað
liggur góður vegur en það er ævin-
týri líkast að taka tannhjólajám-
brautarvagn upp snarbrattann í
gegnum sólríkar vínekmr og sjá
stórhýsi bæjarins birtast. Leysin var
þekktur lækningastaður fyrir
berklasjúklinga og þar standa mörg
gömul hæli, sem hótel og skólar
staðarins hafa tekið yfír og gert
upp. Skíðafæri er sagt gott á vetmm
og bærinn státar af stórri skauta-
höll, sem er opin allt árið.
Hótel- og ferðamálaskólinn Hosta
er í Leysin. Þar em nú 16 íslending-
ar við nám, fímm í hótelstjóm og 11
( ferðamálum. Semonite-hjónin, sem
eiga skólann, tóku við honum 1981
og breyttu honum úr þýskumælandi
í enskumælandi skóla. Þau fengu
aðstöðu í Leysin American School
fyrstu tvö árin. Ott-hjónin vom þá
sest í helgan stein, en eiga sinn þátt
I að Hosta komst á laggimar. Þau
hafa mikla ánægju af að vita af svo
mörgum íslendingum í nágrenni við
sig, en velta því þó fyrir sér hvort
það sé rétt að svo margir sæki á
sama staðinn og hvort aðrir svissn-
eskir hótel- og ferðamálaskólar komi
ekki einnig til greina. Þau em öll
af vilja gerð að aðstoða íslendinga
og skrifuðu Lánasjóði íslenskra
námsmanna til að fá heimilisföng
íslenskra námsmanna í Sviss. En
upplýsingamar, sem þau fengu það-
an, vom svo illa unnar að það var
ekkert gagn að þeim og starfsmenn
sjóðsins höfðu ekki fyrir að svara
þegar þau skrifuðu öðm sinni. Þau
hafa gefíst upp á að eiga samskipti
við LIN.
Uppeldið tengdi
hana Evrópu
Sigríður og Fred hafa ferðast víða
og hafa verið fímm sinnum á íslandi
á undanfömum tíu ámm. Fred kom
við á íslandi á leið til Evrópu 1945
og var svo „heppinn" að vera lasinn.
„Eg átti bara að stoppa í sex tíma,
en mér leið ekki vel svo ég fór til
læknis og lét hann líta á mig. Hann
sagði að ég væri of yeikur til að
halda ferðinni áfram. Ég varð mjög
feginn því. Mig hafði alltaf langað
til að koma til íslands og nú gafst
mér tækifæri til að litast um. Eg lét
veikindin ekki á mig fá og skoðaði
háskólann og Landsbókasafnið. Ég
kynntist arkitekt, sem ég man því
miður ekki hvað hét, en hann bauð
mér heim og gaf mér kaffí og pönnu-
kökur. Eitt sinn þegar ég var að
ganga um Austurvöll heyrði ég gull-
fallegan tenórsöng berast út frá
Hótel Borg. Ég stansaði," — Fred
er músíkalskur maður og spilar á
píanó — „en Islendingamir gengu
niðurlútir fram hjá og veittu tónun-
um enga eftirtekt. Maður kom út
að glugganum þegar söngnum lauk
og athugaði hvort einhver hefði
hlustað. Þegar hann sá mig standa
þama hneigði hann sig djúpt fyrir
mér. Ég held að þetta hafi verið
Stefán Islandi," sagði Fred.
Þau hjónin hafa ferðast víða um
landið og kynnst mörgum. Bæði
hafa sérstakt dálæti á Eyjafirði. „Ég
átti alltaf erfítt með að gera mér í
hugarlund fegurð lands án tijáa,"
sagði Sigríður. „En þegar ég kom
fyrst til landsins skildi ég fólkið
mitt betur. Ég sá kveðskapinn sem
amma fór með og sögumar í nýju
ljósi. Líflegar samræður íslensku
bændanna komu aftur upp í hugann
og ég sá að það var þjóðareinkenni,
sem en heldur vellh"
Sigríður er hógvær kona. „Okkur
systkinunum var kennt að gera ekki
of mikið úr hlutunum. Við áttum til
dæmis ekki að státa okkur af því
þótt okkur gengi vel í skóla, því var
tekið sem sjálfsögðum hlut. Við átt-
um heldur ekki að flíka tilfínningum
okkar eða segja ókunnugum allt um
okkar hagi. Okkur var sagt að ís-
lendingar gerðu það ekki, það gerðu
bara Ameríkanar. Mér hefur ávallt
liðið vel í Evrópu og tel að það sé
vegna uppeldisins. Islendingar eiga
meira sameiginlegt með Evrópu-
mönnum en Bandaríkjamönnum."
Ott-hjónin eru einkar gestrisin.
Þau eiga nú von á Vigdísi Finn-
bogadóttur, forseta, í heimsókn. Hún
verður formaður dómnefndar í sam-
keppni evrópskra sjónvarpsstöðva
um handrit sjónvarpsleikrita í Genf
í lok nóvember og mun heimsækja
Sigríði og Fred í Leysin 2. desember.