Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 WL tiEIMI IWirMyNDANN/i Jólavertíðin vestra: Stórmyndir, gaman- myndir, giæpamyndir Margt gott á boðstólunum í bíóhúsunum vestra um jólin Meryl Streep og Jack Nicholson leika undirmálsfólk i „Ironweed“. Það eru tvær vertíðir í ameríska kvikmyndaiðnaðin- um: Sumarvertíðin og jóla- vertíðin. Við vitum allt um þá fyrmefndu, en hér verður tæpt á nokkrum myndum, sem koma með jólasveinunum til byggða vestra og eru að koma þessa dagana. Það eru auðvitað engin jól án Spielbergs. I þetta sinn er hann með myndina „Empire of the Sun“ sem hann leikstýrir og framleiðir að hálfu eftir handriti leikrita- skáldsins Tom Stoppards. Myndin er byggð á skáldsögu J. G. Ballards um skólastrák, sem Christian Bale Jeikur, er verður aðskila við foreldra sína í seinni heimstyijöldinni austur við Kyrrahafið. Þegar Japanir ráð- ast inn í Shanghai lendir stráksi í fangabúðum þeirra þar sem hann kynnist fyrrum sjómanni á kaup- skipi, en John Malkovitch leikur hann. Þetta er a.m.k. ekki síðri til- raun Spielbergs til að hreppa Oskarsverðlaun en Purpuraliturinn var á sínum tíma. Ein af stærstu myndunum á jóla- vertíðinni í ár er tvímælalaust „Ironweed" með Jack Nicholson, Meryl Streep og Carrol Baker í aðalhlutverkum. Nicholson og Streep voru ágæt saman ií hinni piýðisgóðu mynd „Heartbum“ og núna leika þau saman í þessari svo menn eru famir að velta því fyrir sér hvort þau ætli að gera þetta að staðaldri. Myndin gerist á fjórða áratugnum, kostaði 27 milljónir dollara í framleiðslu og er byggð á Pulitzer-bók Williams Kennedy um fyrrum hornaboltaleikara en núver- andi róna að nafni Francis Phelan (Nicholson). Hann snýr aftur til heimabæjar síns sem er Albany í New York, endumýjar kunnings- skap sinn við gömlu kæmstuna (Streep) og masar og þrasar um sín ömurlegu örlög. Leikstjóri er Hector („Koss kóngulóarkonunn- ar“J Babekco. Iburðarmesta myndin er án efa „Síðasti keisarinn" eftir Bemardo Bertolucci, sem nýlega var frum- sýnd fyrir vestan. Hún er um. síðasta keisarann í Kína er endaði sem garðyrkjumaður í skrautgörð- um Maós. Kínvetjar aðstoðuðu Bertolucci sem mest þeir máttu við gerð stórmyndarinnar en með aðal- hlutverkin í henni fara John Lone („The Year of the Dragon") og Peter O’Toole. Woody Allen er óstöðvandi. Fyrr á árinu frumsýndi hann myndina „Á öldum ljósvakans” („Radio Days“) og núna ætlar hann að frumsýna nýjustu myndina, „Sept- ember“. I henni eru góðkunningjar eins og Mia Farrow, Dieanne Wiest, Jack Warden, Denholm Elliott og Sam Waterston, sem brá fyrir í „Hönnu og systrum hennar". Tímaskyn Oliver Stone þykir með eindæmum eftir kauphallarhmnið í síðasta mánuði en hann var þá ein- mitt að leggja síðust hönd á nýjustu mynda sína sem er um kauphatl- arlífið í New York. „Wall Street" heitir myndin og með aðalhlutverk- in í henni fara Michael Douglas, Martin Sheen og sonur hans Charlie ásamt Daryl Hannah. „Good Moming Víetnam" er enn ein mynd um Víetnamstíðið í þetta sinn frá Touchstone, deild fullorðna fólksins í Disneyfyrirtækinu. Hún fjallar um útvarpsmann sem reynir að hressa við amerísku hermennina í Víetnam. Myndin gerist í Saigon árið 1965 og grínarinn Robin Will- iams fer með hlutverk útvarps- mannsins. Hann verður skotinn í víetnamískri stúlku og vaknar fljót- lega til vitundar um raunveruleika stríðsins. Leikstjóri er hinn fag- mannlegi Barry Levinson sem gerði „Diner“, „The Natural" og síðast en ekki síst „Seinheppna sölumenn” („Tin Men“). Þessi lítur a.m.k. vel út á pappímum. „Þrír menn og. barn“ er heitið á amerískri útgáfu af frönsku mynd- inni „Þrír karlar og ein karfa", sem skemmti gestum á franskri kvik- myndaviku í Reykjavík ’86. Myndin er um þrjá piparsveina sem fá sex mánaða krakka í hendumar en við það verða skiljanlega miklar breyt- ingar á þeirra högum. Pabbana leika Tom Selleck, Steve Gutten- berg og Ted Danson. Leikstjóri er „Trekkjarinn" Leonard Nimoy, laus við álfaeyrun. Annar leikari, sem eins og Selleck og Danson varð frægur í sjónvarpi, er James Gamer. Hann var útnefndur til Óskarsins fyrir síðustu mynd sína, „Murphy’s Rom- ance“, og nýjasta myndin hans, „Sunset”, gæti jafnvel verið ennþá betri. Hann leikur Wyatt Earp en sögusviðið er upptaka á kvikmynd um hann á þriðja áratugnum. Bmce Willis, enn ein stjónvarpsstjaman, leikur Earp í myndinni innan mynd- arinnar. Saman lenda þeir í glæparriáli og eltingaleik við morð- ingja. Tri-Star gerir „Sunset". v Hjónakomin Goldie Hawn og Kurt Russell hafa lokið við að leika í gamanmyndinni „Overboard” sem Garry Marshall leikstýrir. Stundum segir heiti á myndum okkur lítið en „Hentu mömmu úr Löng - löng Hollywoodsaga Sagan „Að eilífu" hefur gengið manna á meðal í Hollywood í 50 ár og enn er ekki vitað hvort hún verður nokkurntímann gerð Hugmyndir og sögur sem ber- ast á borð kvikmyndaframleið- enda í Hollywood eru óteljandi og flest af því verður aldrei að kvikmynd. Það er líka alkunna að kvikmyndahandrit, sem hafn- að hefur verið árum saman, getur orðið að metsölumynd loksins þegar einhver samþykkir að gera bíómynd eftir því. Nýlegt dæmi er Platoon eftir Oliver Stone. Hvort það er tilfellið með hand- ritið „Að eilífu" (Forever) er spuming sem kannski verður aldrei svarað þótt oft hafí litlu mátt muna í undanfarin 50 ár. „Að eilífu" er passlegt heiti á handriti sem verið hefur í þróun í allan þennan tíma og það lýsir nokkuð langlífi þess að það hefur legið á borðinu hjá bæði Irving Thalberg undrabaminu í Hollywood á fjórða áratugnum og Steven Spielberg undrabarninu í Hollywood 'í dag. „Að eilífu" varð til árið 1935 sem 60 síðna smásaga eftir Mildred Cram. Hún hófst á þessum orðum: „Þau hittust - Colin og Julie - skömmu áður en þau fæddust." Sagan segjr frá tveimur ófæddum bömum sem hittast í himnaríki og heita því að lifa saman að eilífu. Þegar þau fæðast lenda þau á sitt- hvorum staðnum (hann í Bretlandi en hún í Fíladelfíu) og giftast öðm fólki. Engin veit hvers vegna en þau lenda bæði í smábæ í Ölpunum á sama tíma, þeklq'a strax hvort annað og verða heitástfangin. En hún ferst í bílslysi og hann hrapar niður kletta og þau sameinast á ný í himnaríki. Sam Marx við handritadeild MGM, sem var ábyrgur fyrir því að fá menn eins og F. Scott Fitz- gerald, William Faulkner og George S. Kaufman til Hollywood, man eftir því þegar hann keypti kvik- myndaréttinn að sögunni árið 1934. Kvikmyndaframleiðandinn Irving Thalberg hjá MGM vildi að kona sín, leikkonan Norma Shearer, léki aðalhlutverkið í myndinni og Cram fékk tækifæri til að skrifa handrit eftir sögunni sinni. Það gekk þó ekki sem skildi, henni fannst hún ekki vera á heimavelli við handrita- gerð. En það var þó ekki aðalvanda- málið. Kaþólskir í sjálfskipaðri ritskoðunamefnd í Hollywood vom ekki sáttir við hugmyndina um end- urfæðingu og ótryggð í hjónabandi eins og sagan lýsir. Það mátti ekki sýna tvo kvænta einstaklinga stinga af saman. Og í stað þess að leggja til breytingar var einfaldlega sagt: Þið getið ekki gert myndina. Þótt Louis B. Mayer hafí reynt að beita áhrifum sínum á vin sinn Francis Spellman kardinála í New York reyndist kaþólska kirkjan jafnvel enn stífari á að banna gerð myndarinnar en nefndin. „Að eilífu" var því bönnuð um óákveðinn tíma a.m.k. En sagan átti sérstakan stað í hjörtum manna. Á öndverðum áttunda áratugnum þegar Daniel Melnick reyndi að gera myndina, þá yfírmaður hjá MGM, sagði hann: Ég var tilbúinn að brenna í helvíti fyrir hana. Mildred Cram skrif- aði söguna. Irving Thalberg vildi að kona sín, Norma Shearer, léki aðal- hlutverkið. Sidney Franklin fékk þrjá höfunda til að smíða handrit. David Seltzer gerði sína útgáfu handritsins fyrir tíu árum. Hún hefur ekki enn verið gerð. :
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.