Morgunblaðið - 29.11.1987, Side 54

Morgunblaðið - 29.11.1987, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 WL tiEIMI IWirMyNDANN/i Jólavertíðin vestra: Stórmyndir, gaman- myndir, giæpamyndir Margt gott á boðstólunum í bíóhúsunum vestra um jólin Meryl Streep og Jack Nicholson leika undirmálsfólk i „Ironweed“. Það eru tvær vertíðir í ameríska kvikmyndaiðnaðin- um: Sumarvertíðin og jóla- vertíðin. Við vitum allt um þá fyrmefndu, en hér verður tæpt á nokkrum myndum, sem koma með jólasveinunum til byggða vestra og eru að koma þessa dagana. Það eru auðvitað engin jól án Spielbergs. I þetta sinn er hann með myndina „Empire of the Sun“ sem hann leikstýrir og framleiðir að hálfu eftir handriti leikrita- skáldsins Tom Stoppards. Myndin er byggð á skáldsögu J. G. Ballards um skólastrák, sem Christian Bale Jeikur, er verður aðskila við foreldra sína í seinni heimstyijöldinni austur við Kyrrahafið. Þegar Japanir ráð- ast inn í Shanghai lendir stráksi í fangabúðum þeirra þar sem hann kynnist fyrrum sjómanni á kaup- skipi, en John Malkovitch leikur hann. Þetta er a.m.k. ekki síðri til- raun Spielbergs til að hreppa Oskarsverðlaun en Purpuraliturinn var á sínum tíma. Ein af stærstu myndunum á jóla- vertíðinni í ár er tvímælalaust „Ironweed" með Jack Nicholson, Meryl Streep og Carrol Baker í aðalhlutverkum. Nicholson og Streep voru ágæt saman ií hinni piýðisgóðu mynd „Heartbum“ og núna leika þau saman í þessari svo menn eru famir að velta því fyrir sér hvort þau ætli að gera þetta að staðaldri. Myndin gerist á fjórða áratugnum, kostaði 27 milljónir dollara í framleiðslu og er byggð á Pulitzer-bók Williams Kennedy um fyrrum hornaboltaleikara en núver- andi róna að nafni Francis Phelan (Nicholson). Hann snýr aftur til heimabæjar síns sem er Albany í New York, endumýjar kunnings- skap sinn við gömlu kæmstuna (Streep) og masar og þrasar um sín ömurlegu örlög. Leikstjóri er Hector („Koss kóngulóarkonunn- ar“J Babekco. Iburðarmesta myndin er án efa „Síðasti keisarinn" eftir Bemardo Bertolucci, sem nýlega var frum- sýnd fyrir vestan. Hún er um. síðasta keisarann í Kína er endaði sem garðyrkjumaður í skrautgörð- um Maós. Kínvetjar aðstoðuðu Bertolucci sem mest þeir máttu við gerð stórmyndarinnar en með aðal- hlutverkin í henni fara John Lone („The Year of the Dragon") og Peter O’Toole. Woody Allen er óstöðvandi. Fyrr á árinu frumsýndi hann myndina „Á öldum ljósvakans” („Radio Days“) og núna ætlar hann að frumsýna nýjustu myndina, „Sept- ember“. I henni eru góðkunningjar eins og Mia Farrow, Dieanne Wiest, Jack Warden, Denholm Elliott og Sam Waterston, sem brá fyrir í „Hönnu og systrum hennar". Tímaskyn Oliver Stone þykir með eindæmum eftir kauphallarhmnið í síðasta mánuði en hann var þá ein- mitt að leggja síðust hönd á nýjustu mynda sína sem er um kauphatl- arlífið í New York. „Wall Street" heitir myndin og með aðalhlutverk- in í henni fara Michael Douglas, Martin Sheen og sonur hans Charlie ásamt Daryl Hannah. „Good Moming Víetnam" er enn ein mynd um Víetnamstíðið í þetta sinn frá Touchstone, deild fullorðna fólksins í Disneyfyrirtækinu. Hún fjallar um útvarpsmann sem reynir að hressa við amerísku hermennina í Víetnam. Myndin gerist í Saigon árið 1965 og grínarinn Robin Will- iams fer með hlutverk útvarps- mannsins. Hann verður skotinn í víetnamískri stúlku og vaknar fljót- lega til vitundar um raunveruleika stríðsins. Leikstjóri er hinn fag- mannlegi Barry Levinson sem gerði „Diner“, „The Natural" og síðast en ekki síst „Seinheppna sölumenn” („Tin Men“). Þessi lítur a.m.k. vel út á pappímum. „Þrír menn og. barn“ er heitið á amerískri útgáfu af frönsku mynd- inni „Þrír karlar og ein karfa", sem skemmti gestum á franskri kvik- myndaviku í Reykjavík ’86. Myndin er um þrjá piparsveina sem fá sex mánaða krakka í hendumar en við það verða skiljanlega miklar breyt- ingar á þeirra högum. Pabbana leika Tom Selleck, Steve Gutten- berg og Ted Danson. Leikstjóri er „Trekkjarinn" Leonard Nimoy, laus við álfaeyrun. Annar leikari, sem eins og Selleck og Danson varð frægur í sjónvarpi, er James Gamer. Hann var útnefndur til Óskarsins fyrir síðustu mynd sína, „Murphy’s Rom- ance“, og nýjasta myndin hans, „Sunset”, gæti jafnvel verið ennþá betri. Hann leikur Wyatt Earp en sögusviðið er upptaka á kvikmynd um hann á þriðja áratugnum. Bmce Willis, enn ein stjónvarpsstjaman, leikur Earp í myndinni innan mynd- arinnar. Saman lenda þeir í glæparriáli og eltingaleik við morð- ingja. Tri-Star gerir „Sunset". v Hjónakomin Goldie Hawn og Kurt Russell hafa lokið við að leika í gamanmyndinni „Overboard” sem Garry Marshall leikstýrir. Stundum segir heiti á myndum okkur lítið en „Hentu mömmu úr Löng - löng Hollywoodsaga Sagan „Að eilífu" hefur gengið manna á meðal í Hollywood í 50 ár og enn er ekki vitað hvort hún verður nokkurntímann gerð Hugmyndir og sögur sem ber- ast á borð kvikmyndaframleið- enda í Hollywood eru óteljandi og flest af því verður aldrei að kvikmynd. Það er líka alkunna að kvikmyndahandrit, sem hafn- að hefur verið árum saman, getur orðið að metsölumynd loksins þegar einhver samþykkir að gera bíómynd eftir því. Nýlegt dæmi er Platoon eftir Oliver Stone. Hvort það er tilfellið með hand- ritið „Að eilífu" (Forever) er spuming sem kannski verður aldrei svarað þótt oft hafí litlu mátt muna í undanfarin 50 ár. „Að eilífu" er passlegt heiti á handriti sem verið hefur í þróun í allan þennan tíma og það lýsir nokkuð langlífi þess að það hefur legið á borðinu hjá bæði Irving Thalberg undrabaminu í Hollywood á fjórða áratugnum og Steven Spielberg undrabarninu í Hollywood 'í dag. „Að eilífu" varð til árið 1935 sem 60 síðna smásaga eftir Mildred Cram. Hún hófst á þessum orðum: „Þau hittust - Colin og Julie - skömmu áður en þau fæddust." Sagan segjr frá tveimur ófæddum bömum sem hittast í himnaríki og heita því að lifa saman að eilífu. Þegar þau fæðast lenda þau á sitt- hvorum staðnum (hann í Bretlandi en hún í Fíladelfíu) og giftast öðm fólki. Engin veit hvers vegna en þau lenda bæði í smábæ í Ölpunum á sama tíma, þeklq'a strax hvort annað og verða heitástfangin. En hún ferst í bílslysi og hann hrapar niður kletta og þau sameinast á ný í himnaríki. Sam Marx við handritadeild MGM, sem var ábyrgur fyrir því að fá menn eins og F. Scott Fitz- gerald, William Faulkner og George S. Kaufman til Hollywood, man eftir því þegar hann keypti kvik- myndaréttinn að sögunni árið 1934. Kvikmyndaframleiðandinn Irving Thalberg hjá MGM vildi að kona sín, leikkonan Norma Shearer, léki aðalhlutverkið í myndinni og Cram fékk tækifæri til að skrifa handrit eftir sögunni sinni. Það gekk þó ekki sem skildi, henni fannst hún ekki vera á heimavelli við handrita- gerð. En það var þó ekki aðalvanda- málið. Kaþólskir í sjálfskipaðri ritskoðunamefnd í Hollywood vom ekki sáttir við hugmyndina um end- urfæðingu og ótryggð í hjónabandi eins og sagan lýsir. Það mátti ekki sýna tvo kvænta einstaklinga stinga af saman. Og í stað þess að leggja til breytingar var einfaldlega sagt: Þið getið ekki gert myndina. Þótt Louis B. Mayer hafí reynt að beita áhrifum sínum á vin sinn Francis Spellman kardinála í New York reyndist kaþólska kirkjan jafnvel enn stífari á að banna gerð myndarinnar en nefndin. „Að eilífu" var því bönnuð um óákveðinn tíma a.m.k. En sagan átti sérstakan stað í hjörtum manna. Á öndverðum áttunda áratugnum þegar Daniel Melnick reyndi að gera myndina, þá yfírmaður hjá MGM, sagði hann: Ég var tilbúinn að brenna í helvíti fyrir hana. Mildred Cram skrif- aði söguna. Irving Thalberg vildi að kona sín, Norma Shearer, léki aðal- hlutverkið. Sidney Franklin fékk þrjá höfunda til að smíða handrit. David Seltzer gerði sína útgáfu handritsins fyrir tíu árum. Hún hefur ekki enn verið gerð. :

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.