Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 1
128 SIÐUR B/C 272. tbl. 75. árg. SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Tyrkland: Flokki Ozals spáð sigri í kosningunum Istanbul, Reuter. ÞINGKOSNINGAR fara fram i Tyrklandi i dag og sýna skoðana- kannanir að Sósíaldemókrata- flokkurinn hefur aukið fylgi sitt verulega. Víst þykir að Föður- landsflokkurinn, flokkur Turguts Ozal forsætisráðherra, hljóti meirihluta á þingi. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birtist á laugardag í dagblaðinu Sabah njóta sósíaldemókratar 28,8 prósenta fylgis og hefur fylgi flokks- ins þar með tvöfaldast frá því í síðustu kosningum. Flokknum hafði verið spáð um 18 prósenta fylgi og er aukningin rakin til vinsælda Er- dals Inonu, Ieiðtoga flokksins. Föðurlandsflokkurinn nýtur 36,3 prósenta fylgis og dugar það til að tryggja flokki Ozals meirihluta á þingi en kosið er til 450 þingsæta að þessu sinni. æ . -m # j Morgunblaðið/Ámi Sæberg Aðventuljos Suður-afrísk farþegaþota hrapar á Indlandshafi: Eldur um borð og óttast að 159 manns hafi farist Jóhannesarborg, Saint Denis á Reunionæyju, Reuter. Noregur: Hafnar við- ræður um nið- urgreiðslur til sjávarútvegs Ósló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. VIÐRÆÐUR um niðurgreiðslur norska ríkisins til sjávarútvegsins 1988 eru nú hafnar. Fulltrúar sjávarútvegsins vilja að ríkið verji alls um 817 milljónum nor- skra króna (um 4,6 milljörðum ísl. kr.) í styrki til atvinnuvegar- ins, en tilboð stjórnarinnar nam aðeins 500 milljónum. Undanfarin ár hafa niðurgreiðsl- ur minnkað að mun, en útvegsmenn hafa þó seilst í aðra sjóði til þess að vega upp á móti. Þeir sjóðir eru nú til þurrðar gengnir, svo líklega þurfa útvegsmenn að sætta sig þessar 500 milljónir. Raddir hafa þó heyrst um að sjávarútveginum beri ýmsir sérstakir styrkir, m.a. vegna tjóns af völdum sels, en það hefur aukist mjög að undanfömu. FARÞEGAÞOTA frá Flugfélagi Suður-Afríku með 159 manns innanborðs steyptist í hafið að- faranótt laugardags skammt undan eyjunni Mauritius á Ind- landshafi. Flugvélin var af gerðinni Boeing 747 og var hún á leið frá Taipei, höfuðborg Tai- wan, til Jóhannesarborgar með millilendingu á Mauritius. Óttast er að allir þeir sem voru um borð í þotunni hafi farist. Að sögn talsmanns flugfélagsins tilkynnti flugmaðurinn um reyk í flugstjómarklefanum áður en þotan hrapaði. Var flugvélin þá tæpa 90 kflómetra undan strönd Mauritius. Kvaðst talsmaðurinn ekki geta sagt til um hvað hefði valdið reyknum þótt líklegt yrði að telja að kviknað hefði í stjómtækjum þotunnar. Flugleiðin frá Taipei til Mauritius er um 8.000 kflómetra löng og er hin lengsta sem flogin er á vegum suður-afríska flugfélagsins. Áhöfn franskrar herflugvélar taldi sig hafa komið auga á flakið um 60 sjómflur suðaustur af eyj- unni Reunion, sem er vestur af Mauritius, en það reyndist vera rangt. Leit var þegar hafin úr lofti og skip héldu frá Mauritius. Tals- maður flugfélagsins sagði á blaða- mannafundi á Jan Smuts-flugvellin- um í Jóhannesarborg að björgunarsveitir hefðu enn ekki fundið flakið. Um 30 ættmenni far- þeganna biðu á flugvellinum en þeim var í fyrstu tjáð að þotan hefði tafist. Að sögn heimildarmanna Reut- ers-fréttastofunnar vom 42 eða 49 Japanar um borð í þotunni. Vom það sjómenn er ráðið höfðu sig á togara frá Höfðaborg. Talsmaður flugfélagsins vildi ekki láta uppi þjóðemi farþeganna að svo stöddu en gat þess að þeir hefðu verið 140 að tölu auk 19 manna áhafnar. Þetta er versta flugslys í sögu Suður-Afríku. Þann 20. aprfl árið 1968 hrapaði þota af gerðinni Boeing 707 í Namibíu og fómst með henni 122 menn en sex kom- ust lífs af. - segir fyrrverandi embættismaður Vínarborjj, Reuter. FYRRVERANDI háttsettur embættismaður i Rúmeníu sagði á föstudag, að Rúmenar ættu á hættu að einangrast frá komm- únistaríkjunum jafnt sem Vesturlöndum ef verkamennim- ir, sem efndu til óeirða vegna matarskorts í landinu, yrðu beittir hörðu. Óttast hefur verið að stjómin muni gripa til harka- legra aðgerða til þess að kæfa andófið í fæðingu. Silviu Bmcan, sem var sendi- herra lands síns í Bandaríkjunum og hjá Sameinuðu þjóðunum á sjö- unda áratugnum, sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna, að yfir- gnæfandi meirihluti félaga í kommúnistaflokknum væri andvíg- ur aðgerðum gegn verkamönnun- um, sem réðust á byggingar flokksins í borginni Brasov fyrir 12 dögum. Brucan sagðist þó óttast, að flokksforystan myndi eigi að síður láta til skarar skríða gegn verka- mönnunum. „Óeirðimar í Brasov gefa til kynna, að bikar harðræðis- ins sé fullur. Verkalýðsstéttin sættir sig ekki lengur við að vera meðhöndluð eins og auðmjúkur þjónn." Eftir að gripið var til spamaðar- ráðstafana, sem fyrirskipaðar vom af Nikolai Ceausescu, einræðis- herra landsins, hefur verið sífelldur skortur á nauðsynjavöram og mat- vælum. Orkuskortur er einnig alvarlegur og nú þegar vetur geng- ur í garð blasir við, að húshitun verði lítil eða engin. Rafmagn mun duga til þess að láta loga á pemm i 2-3 stundir á dag, en þá er held- ur ekki hægt að nota nein raf- magnstæki önnur. Bannað er að nota sterkari pemr en 25 kerta. „Kúgun myndi skapa klofning milli flokksins og verkalýðsins," sagði Bmcan. „Sem gamall flokks- félagi hef ég áhyggjur af því að hún yrði ofan á.“ Bmcan hafði þó ekki minnstar áhyggjur af viðbrögðum erlendis. „Heimsálitið er nú helsti skjaldberi mannréttinda og frekar kúgun kynni einungis að hafa í för með sér frekari einangmn, ekki bara frá Vesturlöndum heldur einnig austantjaldsríkjunum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.