Morgunblaðið - 10.12.1987, Page 4

Morgunblaðið - 10.12.1987, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 Sjónvarpssendingar frá leiðtogafundinum: Hætt við samstarf „STÖÐ 2 og ríkissjónvarpið gerðu með sér samkomulag um að skipta kostnaði við móttöku frétta um gervihnött vegna leið- togafundarins, en Stöð 2 féll frá því þegar ríkissjónvarpið krafð- ist staðfestingar á því að við gætum nálgast þessar frétta- myndir án milligöngu þess,“ sagði Sighvatur Blöndahl, mark- aðsstjóri Stöðvar 2. Pétur Guðfinnsson, framkvæmdastjóri sjónvarpsins, sagði að vafi hefði leikið á þvi að Stöð 2 hefði rétt til sýninga á því efni sem RÚV fengi frá Evrópusambandi sjón- varpsstöðva. Síghvatur Blöndahl sagði að ríkissjónvarpið hefði að öllum iikindum talið að Stöð 2 vildi sam- starf við RÚV til að næla í frétta- myndimar. „Við ákváðum að slíta samkomulaginu, en við höfum að sjálfsögðu ekki átt í erfiðleikum með að útvega þetta efni og höfum fullan rétt á sýningum þess. Hins vegar varð þetta til þess að hvor stöðin þarf nú að borga fullan kostnað við móttökuna, í stað þeSs að skipta kostnaðinum." Pétur Guðfinnsson sagði, að komið hefði til tals að sjónvarpið. og Stöð 2 ynnu saman að móttöku frétta í gegnum gervihnött. „Það hefði auðvitað verið eðiilegt og þá hefðum við getað skipt með okkur kostnaðinum við sendingamar," sagði Pétur. „Síðan kom í ljós að Stöð 2 hafði ekki útsendingarrétt á því efni sem við fáum gegnum Evr- ópusamtök sjónvarpsstöðva, að því er við töldum. Ég hef hins vegar orðið var við að Stöð 2 fær þetta sama efni einnig til sýningar, svo stöðin hefur orðið sér úti um það með öðrum hætti. Héðan af er hins vegar of seint að taka upp sam- starf við Stöð 2 um útsendingar efnis frá leiðtogafundinum." Hvor sjónvarpsstöð sendi frétta- mann til að fylgjast með leiðtoga- fundinum. FVéttamaður Stöðvar 2 er einn á ferð, en verður sér úti um myndatökumenn eriendis, þegar þörf krefur. Sama er uppi á ten- ingnum með fréttamann ríkissjón- varpsins. Pétur Guðfinnsson sagði í fyrstu hefði átt að senda frétta- mann og upptökustjóra til Wash- ington. „Það hefði verið leiðangur með mikilli filmuvinnslu og kostn- aður var áætlaður um ein milljón króna. Því var ákveðið að Ámi Snævarr færi einn út og við njótum góðs af miklu efni frá öðrum sjón- varpsstöðvum. Það er auðvitað mikilvægt að hafa fréttamann úti, sem upplifir atburðina á staðnum. Ámi verður með fréttir af fundinum og þegar hann kemur heim sér hann um kastljósþátt, þar sem hann vinnur úr því efni sem hann hefur viðað að sér úti," sagði fram- kvæmdastjóri ríkissjónvarpsins. VEÐURHORFUR í DAG, 9.12.87 YFIRLIT á hédegi i g»r: Yfir Bretlandseyjum er 1028 mb. hæö og önnur heldur mlnni yfir norðaustur Grænlandi. Yfir noröanverðu landinu er læQÖardrag sem Iftið mun hreyfast. Áfram veröur hlýtt ( veðri nema á Veatfjöröum, norö- og noröausturlandi, en þar er nú að kólna. 6PÁ: ( dag veröur auðvestlæg átt víöast kaldi um sunnan og vest- anvert landiö, súld á suövestur- og vesturlandi en þurrt suöaustan- lands og hiti 6—8 stíg. Norðanlands veröur norðaustankaldi, ól og híti um eða rétt undir frostmarki. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA FÖSTUDAGUR OG LAUGARDAGUR: Breytileg átt, súld við suður- ströndina, smóél á annesjum norðanlands en þurrt í öörum landshlutum, Hiti nálægt frostmarki noröantil á landinu en 2—6° hití syðra. Á laugardag lltur út fyrlr norölæga átt og kólnandi veður með éljum um noröaustanvert landið, skúrir viö suðurströndina en þurrt veat- anlands. TÁKN: Heiðskírt <á æ. * Léttskýjað HéKskýjaA Skýjaö Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / # # # * * * * Snjókoma # # # 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius V Skúrir = Þoka — Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma httl veður Akursyri 10 akýjað Raykjavík 8 rlgning og súld Bargan 3 súldés.klst. Helalnkl 9 skýjsð JanMayen +10 snjókoma Kaupmannah. 2 skýjað Narasarasuaq 10 skýjað Nuuk 3 léttakýjað Ostó 1 akýjað Stokkhólmur 2 slydda Þérshöfn • akýjað Algarve 17 skýjað Amsterdam 2 þokumóða Aþena 20 þokumóða Bsrcelona 10 þoka Beriin 6 þokumóða Chlcsgo 8 rignlng Feneyjar 3 akýjað Frankfurt 2 helðsklrt Qlasgow 3 þokaisfð.klst. Hamborg 3 skýjað LasPalmaa 21 hílfskýjað London 4 mlstur LosAngeles 10 •fyjað Lúxemborg Madríd +4 12 léttskýjað skýjað Malaga 1S tkýjað MaHorca 13 rigning Montraal +1 þokumóða NewYork 6 tóttskýjað Parfa +2 heiðskirt Röm 12 ®kýj»ð Vin +4 léttskýjaö Washlngton 6 skýjað Uilnnlnnn wmmpey 0 alskýjað Valencia 12 rigning Morgunblaðið/Börkur Hluti bifreiðanna 117, sem Hekla hf. hefur flutt inn frá Noregi. Bifreiðar þessar lentu f flóðum á hafnarbakka í Drammen í Noregi. Bifreiðaeftirlit ríkisins: Skoðar bifreið- arnar frá Noregi betur en aðrar „ÞAÐ hefur verið ákveðið að Bifreiðaeftirlitið taki fjórar bif- reiðar til að byrja með og skoði þær gaumgæfilega á verkstæði okkar,“ sagði Finnbogi Egilsson, blaðafulltrúi Heklu hf., en fyrir- tækið hefur nú flutt inn 117 bifreiðar, sem lentu í flóðum á hafnarbakka f Drammen í Nor- egi. Bifreiðamar komu hingað til lands um sfðustu helgi og standa nú við Faxaskála. Alls mun Hekla hf. flytja inn rúmlega 300 bifreiðar frá Noregi og verða þær seldar á mun lægra verði en aðrar nýjar bifreiðar. „Bifreiðaeftirlitið hefur valið §órar bifreiðar, sem teknar verða til nákvæmrar skoðunar,“ sagði Finnbogi. „Starfsmenn okkar munu taka þær í sundur á verk- stæði Heklu og þannig gefst bif- reiðaeftirlitsmönnum tækifæri til að skoða þær gaumgæfilega. Að öllum líkindum fer þessi skoðun fram í dag, eða í síðasta lagi á morgun, laugardag.“ Guðni Karlsson, forstöðumaður Bifreiðaeftirlits ríksisins, staðfesti að stofnunin ætlaði að skoða þessar bifreiðar enn betur en vani væri með nýjar bifreiðar við skráningu, þar sem vitað væri um tjón það sem bifreiðamar hefðu lent í. Hann sagði að til að byija með yrðu nokkrar bifreiðar teknar til mjög nákvæmrar skoðunar, en nánari framkvæmd skoðunarinnar yrði skipulögð síðar. Líkur á 380.000 tonna þorskafla á þessu ári Heildarafli gæti orðið nálægt 1,6 milljónum iesta HEILDARAFLI landsmanna um siðustu mánaðamót var 1,4 millj- ónir lesta, 75.000 lestum minni en á sama tima síðasta ár. Munur- inn liggur i því, að nú hefur 127.713 lestum minna veiðzt af loðnu. Afli annarra tegunda er meiri þrátt fyrir fremur slakan nóvembermánuð. Þorskaflinn nú er 867.942 lestir og áætlar Fiski- félag íslands að hann nái um 380.000 lestum f árslok. Þorsk- aflinn er þegar orðinn 27.483 lestum meiri en á sama tima i fyrra, þó þorskafli hafi verið minni nú í nóvember en á siðasta ári. Heildarafli á árinu ætti að geta orðið nálægt 1,6 milljónum lesta, en það veltur fyrst og fremst á loðnuveiði fram að jól- um. í síðustu viku veiddust 59.000 lestir af loðnu. Þorskafli í nóvember varð 21.811 lestir og þar af öfluðu bátar 9.497 lesta. I fyrra varð aflinn 23.108 lestir, þar af af bátum 5.240. Afli af öðrum botnfiski nú varð 4.115 lestum meiri. Heildarafli togara dróst saman um 2.747 lestir en botnfiskafli báta jókst um 5.500 lestir. Síldarafli varð 4.435 lestum minni og loðnuafii 10.621 lest minni nú. Samtals varð bátaflinn 8.077 lestum minni að þessu sinni. Aflinn til nóvember loka er 1.401.260 lestir, en var í fyrra 1.476.853. Þorskafli var nú 357.942 lestir á móti 330.459. Ann- ar botnfiskafli nú er 264.068 lestir á móti 249.937. Síldarafli er nú 61.548 lestir, 8.752 lestum meiri. Mismunur á loðnuafla milli áranna er 127.713 lestir. Nú hafa veiðzt 670.471 lest en 798.184 í fyrra. Rækjuafli er nokkru meiri nú, en minna af hörpudiski. Mismunur á heildarafla er því 75.593 lestir. Ekki óskað eftir endur- greiðslu tolla Félag íslenskra stórkaupmanna hefur ekki farið fram á það við fjármálaráðuneytið að endur- greiddur verði tollur af birgðum vara sem lækka um áramótin og ekki heldur einstakir stórkaup- menn fyrir hönd stéttarinnar, að sögn Árna Reynissonar fram- kvæmdastjóra félagsins. í Morgunblaðinu (gær er sagt frá því að fjármálaráðuneytið hafni mála- leitan stórkaupmanna um að endur- greiddur verði tollur af birgðum um áramót og er fréttin byggð á upplýs- ingum sem fengnar voru hjá upplýs- ingafulltrúa ráðuneytisins. Það er ekki rétt að stórkaupmenn hafi mælst til að tollurinn verði endurgreiddur, heldur spurðist einn fulltrúi stórkaup- manna fyrir um þetta atriði eftir að formlegum viðræðufundi var lokið i ráðuneytinu. Morgunblaðið biðst vel- virðingar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.