Morgunblaðið - 10.12.1987, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987
Hinir augljósu kost-
ir Sigmundsbúnaðar
Sjómenn ættu að kynna sér málin
í ljósi sjóslysa á sl. tveimur árum
eftir Sigmar Þór
Sveinbjörnsson
stýrimann
Þann 18. september 1987 var
haldin ráðstefna um öryggismál sjó-
manna, yfirskrift ráðstefnunnar var:
Hvað hefur áunnist í öryggismálum
sjómanna frá síðustu ráðstefnu
1984. Mörggóð framsöguerindi voru
flutt og margar spumingar og tillög-
ur voru settar fram sem fróðlegt
hefði verið að ræða, en því miður
voru ekki leyfðar ftjálsar umræður
um hvert erindi fyrir sig, heldur
aðeins fáar mínútur í lok ráðstefn-
unnar. Þetta eyðilagði að mínu mati
þessa annars ágætu ráðstefnu, enda
var það almennt álit manna sem
sátu hana að hún hefði átt að vera
tvo daga en ekki einn eins og raun-
in var. Það er ekki ætlun mín að
ræða um árangur þessarar ráð-
stefnu, heldur taka út eina fyrir-
spum sem ekki fékkst rædd þar,
frekar en aðrar ágætar fyrirspumir
og tillögur sem komu þar fram.
Svör verða að fást
Fyrirspumin kom frá Óskari Þór-
hallssyni, útgerðarmanni úr Kefla-
vík, en hann flutti ágætt erindi um
öryggi fiskiskipa._
Orðrétt sagði Óskar í erindi sínu:
Þar er kannski að bera í bakkafullan
lækinn að minnast á sjálfvirkan
sleppibúnað fyrir björgunarbáta, svo
mikið hefur verið rætt og ritað um
þau mál. Þó vakna spumingar. Hver
var orsök þess þegar Tjaldur fórst
á síðastliðnum vetri að gúmmíbát-
amir flutu ekki upp? Var skipið
vanbúið þessum tækjum eða öryggi
gálganna ekki meira? Svör við þess-
um spumingum verða að fást.
(Tilvitnun lýkur.)
Það skal tekið fram að Tjaldur
hafði ekki gálga né skotbúnað og
að báðir björgunarbátamir flutu upp
og fundust mannlausir sem bendir
til þess að ekki hafi allt farið eins
og til er ætlast. Tjaldur IS 116 var
búinn tveimur Dunlop gúmmíbátum,
6 og 8 manna. Báðir voru með sjó-
setningarbúnað af tegundinni Olsen,
þó ekki Olsen-gálga. Þeir voru stað-
settir þannig, að 8 manna báturinn
var framarlega á brúarþaki og var
hann með handlosun inni í stýris-
húsi, svo og smellu sem hægt var
að losa hann með einu handtaki
uppi á stýrishúsinu, 6 manna bátur-
inn var fremst á Tjaldi milli keðju-
klussanna og var hann með
sjálfvirkan sleppibúnað sem átti að
losa gúmmíbátinn þegar báturinn
væri kominn niður á 1,5—3,7 metra
dýpi.
Mb. Tjaldur var 29 brúttólestir
að stærð smíðaður 1956. Mesta
lengd 18,53, breidd 4,54 metrar og
dýpt 1,81 metri. Samkvæmt þessum
upplýsingum var Tjaldur ekki búinn
þeim björgunartækjum sem bátar
yfír 15 metra eiga að hafa í dag,
kem að því síðar.
Flakið af Tjaldi fannst á 21 faðma
dýpi 0,6 mflur frá landi. Það var
myndað með neðansjávarmyndavél
og reyndist það lítið skemmt, nema
skutur bátsins var brotinn og slitin
bómufesting, einnig sáust á þessari
mynd hylkin utan af gúmmíbátnum.
Þau voru aðeins fyrir aftan og til
hliðar við bátinn. Rannsóknamefnd
sjóslysa hefur rannsakað þetta slys
nokkuð ítarlega og í skýrslu hennar
segir m.a. eftirfarandi um líklega
orsök slyssins.
Er þetta drasl sem ekk-
ert er treystandi á?
Þama hefur líklega orðið mjög
snöggt slys með þeim hætti að þeg-
ar verið var að hífa plóginn hafi
gertafesting slitnað við bómu bak-
borðsmegin. Við það að gertafest-
ingin slitnar hefur bóman slegist út
til stjómborða, þvert af bátnum, og
þungi plógsins ásamt því sem í hon-
um var dregið bátinn á stjómborðs-
hliðina og síðan alveg á hvolf á
örskömmum tíma. (Sjá meðfylgjandi
(BT "íh
Ljósmyndih Sigmar Þór Sveinsson
Margir bátar eru búnir sleppibúnaði eins og Tjaldur, framarlega á
þilfari og uppi á stýrishúsi eins og á myndinni til hægri.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
stýrimaður.
Lífslíkurnar hefðu
aukist verulega
Á meðfylgjandi teikningum má
sjá nokkum veginn hvemig stað-
setning gúmbátanna var.
Sex manna báturinn með sjálf-
virka útbúnaðinum var frammá
bátnum og átta manna báturinn var
uppi á stýrishúsi.
Það þarf ekki að íhuga það lengi
til þess að sjá að um leið og bátur-
Staðsetning sjáJfvirks slsppibúnaðar af Olsen-gerð.
Sami bátur ef hann hefði haft sjálfvirkan SigTnund.sgálga.
teikningar af hugsanlegri atburða-
rás.)
Plógurinn hefur þá hangið niður
úr bómu samsíða mastrinu og haldið
bátnum á hvolfi. Þó sjór hafí komist
inn í stýrishús, lúkarskappa og
ventla er ólíklegt að bátinn hafi fyllt
á þeim skamma tíma sem tók hann
að hvolfa, því eins og áður segir var
lúka mjög vel skálkuð. Þó verður
að hafa það í huga að allur gilsinn
var kominn út af tromlunni sem
bendir til þess að einhvem tíma hafi
mennimir haft til að reyna að af-
stýra slysinu, ef til vill nokkrar *
sekúndur. Þar sem báturinn hefur
haldist svona hefur loft ekki haft svo
greiðan aðgang út úr bátnum. Bát-
urinn hefur því getað haldist þannig
þó nokkum tíma. Dæmi em um
það, að bátar hafi haldist á hvolfí
>/2 til 1 klst. og jafnvel lengur.
Það sem síðan hugsanlega gerðist
er að skutur bátsins byijar að síga
til botns og lendir með skutinn fyrst
niður á botn, síðan fer hann niður
á framendann og kastast svolítið
fram. Þar getur verið skýringin á
því að plógur er svolítið fyrir aftan
og til hliðar við bátinn og skutur
Tjalds er brotinn.
Þetta slys vekur margar áleitnar
spumingar sem verður að fá svör
við eins fljótt og unnt er.
Báturinn er búinn öllum þeim ör-
yggistækjum sem svona bátar eiga
að hafa og voru þau öll skoðuð og
dæmd í lagi.
En hvers vegna björguðust ekki
þessir þrír menn sem voru á bátnum?
Virkuðu þessi tæki eins og til var
ætlast?
Var staðsetning þeirra nægjan-
lega góð?
Eru þessi tæki svo góð að treyst-
andi sé á þau?
Eða er þetta drasl sem ekkert er
treystandi á þegar til þarf að taka?
Staðsetning gúmmíbjörgunar-
bátanna á Tjaldi ÍS. Hvorugur
gúmmíbáturinn var útbúinn með
skotsæti.
A. 6 manna björgunarbátur með
sjálfvirkum sleppibúnaði.
B. Bátur með handstýrðum bún-
aði sem hægt er að opna inni í
stýrishúsi og uppi á stýrishúsi.
Það má íhuga það hvort það hefði
getað komið í veg fyrr þetta slys
ef gengið hefði verið þannig frá gils-
endanum við spilið að bandspotti
hefði verið innst á tromlunni og
hann hefði ekki verið sterkari en svo
að hann hefði slitnað ef allur gilsinn
hefði verið kominn út af tromlunni.
Ef slysið hefur átt sér stað eins
og áður er sagt, þá má finna mjög
líklega skýringu á því hvers vegna
mennimir náðu ekki að komast í
gúmbátana.
inn er kominn á hvolf þá eru báðir
gúmbátamir glataðir sem björgun-
artæki á meðan báturinn er þannig.
Ef fyrst er tekinn gúmbáturinn
frammá, sem búinn er sjálfvirkum
sleppibúnaði af Olsen-gerð, þá er
það mjög ólíklegt að hann nái að
komast niður á 1,5—3,7 metra dýpi
(á því dýpi opnast hann) á meðan
báturinn er á hvolfi. Það er ekki
fyrr en báturinn hefur sokkið, fyrst
að aftan, og er á leiðinni niður að
hann hefur möguleika á að ná þessu
dýpi og opnast. Þama getur liðið
langur og dýrmætur tími. En segj-
um svo að búnaðurinn hafi losað
festingar gúmbátsins, þá er hann
samt sem áður fastur undit bátnum
óútblásinn. Af þessu má sjá að það
er ekki sama hvar gúmbátar em
staðsettir og það er ekki sama
hvemig búnaði þeir em í.
Á gúmbátnum, sem staðsettur
er á stýrishúsinu, var handlosunar-
búnaður sem virkaði þannig að
hægt var að losa bátinn með einu
handtaki inni í stýrishúsi og líka
með einu handtaki upp á stýris-
húsinu (með smellu).
Eins og komið hefur áður fram
fundust báðir gúmbátamir og bend-
ir það til þess að mennimir hafí
getað með einhveijum ráðum losað
þennan bát á stýrishúsinu líka, ann-
aðhvort þegar bátnum var að hvolfa
eða þegar hann var kominn á hvolf.
Hugsanlega hefur einn maður getað
verið inni í stýrishúsi er slysið varð.
En það hefur verið sama sagan
með þennan gúmbát eins og hinn,
að hann hefur verið fastur í sæti
sínu þar til báturinn stóð upp á
endann eða var á leiðinni niður.
Þess má geta að flotkraftur 10
manna gúmbáts er talinn 200 kg
þegar hann er í hylki. Það hefur
því ekki verið mögulegt að ná gúm-
bátnum undan bátnum meðan hann
var á hvolfi.
Mestar líkur em því á að gúmbát-
amir hafi ekki losnað frá skipinu
fyrr en það var á leiðinni niður á
botninn.
Það sem styður þetta er að hylk-
in utan af gúmbátunum em rétt
við hliðina á bátnum. Ef báturinn
hefur verið nokkum tíma á hvolfí,
sem margt bendir til, og gúmbát-
amir hafi opnast strax, þá er
straumur það mikill á þessu svæði
að hylkin ættu ekki að vera svo
nærri Tjaldi sem raun ber vitni.
Einnig má hafa það í huga að
ef báturinn hefði sokkið strax ætti
að sjást á botninum það dót sem
var á dekki hans er slysið vildi til
eins og skeljapokar, skeljaborð eða
kassi, flokkunarvélin og fleira, en
ekkert af þessu sést í kringum bát-
inn á neðansjávarmyndinni.
Ef Tjaldur hefði verið búinn sjálf-
virkum sleppibúnaði, eins og nú er
skylt, hefði búnaðurinn skilað gúm-
bátnum út fyrir borðstokk og
báturinn farið að blásast upp strax
og skipinu hvolfir. Lífslíkur mann-
anna hefðu aukist vemlega við það.
Eins og áður segir var Tjaldur
ekki búinn þeim björgunar og ör-
yggisbúnaði sem reglur kveða á um,
hvað varðar sjósetningarbúnað
gúmbjörgunarbáta. í reglum um
björgunar- og öryggisbúnað
íslenskra skipa stendur í II kafla,
7. grein.
7. grein.
Sjósetningarbúnaður
gúmmíbjörgnnarbáta
7.1. Hvert skip 8 m eða lengra,
önnur en skemmtibátar
undir 15 m að lengd, skal
búið a.m.k. einum gúmmí-
björgunarbáti sem unnt er
að losa og sjósetja fyrirvara-
laust með einu handtaki.
Auk þess skal vera hægt
að losa gúmmíbjörgunar-
bátinn með einu handtaki
frá stjómpalli eða öðmm
hentugum stað (fjarstýr-
ing). Ennfremur skal a.m.k.
einum gúmmibjörgunarbáti
á framangreindum skipum
fest með sjálfvirkum búnaði
sem losar gúmmíbjörgunar-
bátinn ef skipinu hvolfir eða
það sekkur.
7.2. Á skipum 15 m og lengri skal
fjarstýrði losunarbúnaður-
inn sky. ákvæðum í gr. 7.1.
jafnframt tryggja að
gúmmí-
björgunarbáturinn falli
sjálfvirkt út fyrir borðstokk
skipsins og byiji að blásast
út, þótt skipið hallist 60
gráður í gagnstætt borð við
sjósetningu hans. Skal bún-
<c£?
<£>
Allt bendir til þess að Tjaldi hafi hvolft um leið og bómufesting gmt
*ig. en hvað langur timi líður þar til skipið sekicur er ekki gott að
segja, en það er Ijóst að (fúmmíbjörgunarbátarnir í búnaði af OUen-
jjerð hafa ekki losnað frá bátnum fyrr en allt of seint til þeaa að
mðguleiki v*ri að skipveijarnir björfjuðust og allt bendir til þeaa
að gúmmíbjörgunarbátarnir hafi ekki losnað fyrr en báturinn var
kominn niður undir botn. Teiknaðar myndir eru eftir Guðmund
Rúnar Lúðviksaon, Vestmannaeyjum.