Morgunblaðið - 10.12.1987, Side 20

Morgunblaðið - 10.12.1987, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 TIL VALIN JÓLAGJÖF Astæðulaust að ótt- ast umhverfisspjöll eftirFinn Björgvinsson Að undanfömu hefur mikið verið rætt og skrifað um verðandi ráðhús okkar Reykvíkinga. Mest hefur þó heyrst í óánægjuröddum og þá nán- ast eingöngu frá leikmönnum enda eru arkitektar búnir að heyja bar- áttu sín á milli í samkeppni um ráðhúsið. Sennilega kom meirihluti stéttarinnar þar við sögu, sem gefur nokkra vísbendingu um hrifningu og áhuga fyrir verkefninu. Það er ekki nema gott eitt um það að segja þegar almenningur gefur umhverfi sínu gaum og vil ég ekki gera lítið úr því en nú virð- ist sem allir hafi allt í einu betri hugmyndir um staðsetningu ráð- hússins en skipulagsyfirvöld borg- arinnar. Flestir sem um þetta hafa tjáð sig vilja ráðhúsið utan við Kvos- ina en ég sem fagmaður er hins vegar ánægður með að ráðhúsinu skuli vera valinn staður við norður- enda Tjarnarinnar og í mínum huga koma ekki aðrir staðir til greina. Ég vil líka benda á, að ekkert ligg- ur fyrir um, að meirihluti borgarbúa sé andvígur fyrirhuguðum stað, þótt andstöðumennimir hafí hæst nú um stundir. Ráðhús borgarinnar verður að vera miðsvæðis og aðgengilegt fyr- ir okkur Reykvíkinga þegar við eigum erindi við fulltrúa okkar í borgarstjórn. Þar mun borgarstjóm halda sína fundi og þar mun okkur borgarbúum gefast mun betra tæki- færi til að fylgjast með þeim málefnum sem borgarstjóm fer með um leið og við veitum borgarstjóm visst aðhald. Þar sem Tjamargatan er ein af okkar fallégustu götum þarf að meðhöndla hana með sérstakri gætni. Borgaryfirvöldum ber því skylda til að sjá svo um umferð að ráðhúsinu komi ekki til með að spilla götunni. Legg ég því til að öll umferð til og frá ráðhúsinu verði um skábrautir í miðju Vonarstræti. Margir hafa látið þá skoðun í ljós að umhverfí Tjamarinnar muni stórlega spillast með tilkomu ráð- hússins. Frá mínum bæjardyrum séð er ástæðulaust að óttast um- hverfísspjöll. Vil ég minna menn á að Listasafn íslands er nú um þess- ar mundir að flytja í nýtt húsnæði með nýja og glæsilega sýningarsali hinum megin Tjamarinnar. Tel ég að ráðhúsið og Listasafnið eigi eft- ir að hafa mikil áhrif á allt borg- arlífíð. Staðsetning þeirra á eftir að styrkja þau hvort um sig og ekki rýrir það verðandi ráðhús að form þessara húsa falla sérstaklega vel hvort að öðru, ekki síst þökin. Þess er og gætt að heildarsvipur byggðarinnar við Tjamargötu og Vonarstræti haldist eins og kom Finnur Björgvinsson „Ráðhús borgarinnar verður að vera mið- svæðis og aðg-engilegt fyrir okkur Reyk- víkinga.“ glögglega fram á dögunum þegar strengdar voru línur sem afmörk- uðu hæð og legu væntanlegs ráðhúss. Þá sannfærðist ég endan- lega um að ráðhúsið ætti hvergi heima nema við norðurenda Tjam- arinnar enda er verðlaunatillagan bráðfalleg og dæmi um skemmti- lega leystan arkitektúr. Þori ég að fullyrða að arkitektar séu fyllilega sammála niðurstöðu dómnefndar. Höfundur er arkitekt. HITACHJ ORBVI.GjUOFN........... - tæknileg fullkomnun. • 28.6 lítrar • Rústfrítt stál • 600 WATTA geislaorka • 60 mínútna klukka • Stiglaus geislastilling • Ljós í ofni KRINGLUNNI - SÍMI 91-685868 Verð aðeins kr. 3.500.- Söluaðili: Ellingsen Ánanaustum síni 28855 Nýjung til björgunar á MANNSLIFUM B — LÍNAN er flotbauja viðurkennd af Siglingamálastofnun Ríkisins sem jafngildi björgunarhrings með línu, í bát minni en 8m. B — LINAN vegur aðeins rúm 4 kg. og fara menn létt með að kasta henni allt að 25 metra. (Jafnvel börn) B —LÍNAN sameinar ekki aðeins helstu kosti björgunarhringsins og kastlínunar, heldur reynist hún betur við flest allar aðstæður. Dreifing: I FLUTNINGATÆKNI SF — VATNAGÖHÐUM 12 - PÓSTHÓLF 4368 - 124 REYKJAVÍK - SÍMI (91) 68 81 55 Fullt hús af skíðavörum Smábarnapakkl: 6.990,- Austurrísk skíði 70-110 cm, Salomon bindingar, Tecknica skór, stafir. Barnapakki: 8.760,- Austurrísk skíði 120-140 cm, Salomon bindingar, Tecknica skór, stafir. Unglingapakki: 9.950,- Austurrísk skíði 150-170 cm, Salomon bindingar, Tecknica skór, stafir. Fullorðlnspakki: 11.900,- Austurrísk skíði 175-195 cm, Salomon bindingar, Tecknica skór, stafir. Göngupakki: 5.520,- Skíði, skór, bindingar, stafir. Sportleigan, gegnt UmferAarmlAstöAinnl, sími 13072. Sendum í póstkröfu. OpiA allar helgar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.