Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 £ KYNNING á HITACHI ÖRBYLGJUOFNUM Matreiðslumenn sýna hvernig hægt er að matreiða á skömmum tíma holla og ljúffenga fæðu. HITACHI örbylgjuofninn er RÖSKUR HEIMILISPJÓNN. KYNNINGARDAGAR: Föstudagur 11. des. frá kl. 16-19 Laugardagur 12. des. frá kl. 12-16 Verið hjartanlega velkomin. vöeim it0MiixsJpjpwiV- •//f// heimilistæki KRINGLUNNI - SÍMI 91-685860” Opið bréf til þátta- gerðarfólks á tónlistar- rásum og stöðvum Við undirrituð vorum nýverið á fundi með fulltrúum allflestra stofn- ana sem starfa með unglingum á Reykjavíkursvæðinu. Barst í tal vinnubrögð starfsfólks ofannefndra rása. Var ákveðið að láta ekki sitja við nöldrið eitt og var okkur því falið að koma á framfæri eftirfar- andi athugasemdum til umhugsun- ar, vonandi umfjöllunar og helst af öllu eftirbreytni. Nýverið hélt frelsjð innreið sína í ljósvakafjölmiðlun íslendinga með öllum sínum hressileika og kátínu. Eitt af því sem virðist fylgja slagn- um um athygli hlutenda er meira og minna stöðug hvatning til áfengisnotkunar og tilheyrandi samkvæmislífs, frá því á föstudags- morgni fram á sunnudag. A föstu- dagsmorgnum er með reglulegu millibili miðlað upplýsingum um hve biðraðir séu langar á hinum ýmsu útsölustöðum ÁTVR. Eftir hádégið er gjaman hringt á vinnustaði og talað við fólk og það þá næsta und- artekningarlítið krafíð sagna um hvort eigi nú ekki að „detta í það“ í kvöld. Síðan er tíminn mældur í því hvenær ríkið lokar. Þegar líður á kvöldið er hann aftur á móti mældur í glösum af hinum hressu umsjónarmönnum. „Klukkan er korter gengin í fjórða glas.“ Þá höfum við dæmi þess að venjulegt bekkjarpartí hjá grunnskólanemum var auglýst á einni útvarpsstöðinni án leyfís gestgjafa með þeim afleið- ingum að húsið fylltist af óboðnum, drukknum gestum sem 14—16 ára unglingar réðu auðvitað ekkert við. Ofan á allt þetta er svo aðhláturs- efni hjá þeim síkátu að fólk sé vakandi á morgnana um helgar og það þá yfírheyrt um það hvers vegna í ósköpunum það liggi ekki inni í bæli í þynnku. Okkur er tíðrætt um þetta því okkur fínnst svona vinnubrögð hjá þáttagerðarfolki næsta ábyrgðar- laus. Hér er ýtt undir þann hugsun- arhátt að enginn sé maður með mönnum nema hann sé í meira og minna stöðugu svalli og „djammi" allar helgar. Ekki viljum við halda því fram að fjölmiðlar stýri hegðun og lífí fólks en ómótmælanlega hafa þeir sterk áhrif til mótunar. Með vinsemd, Hjördís Hjartardóttir, forstöðumaður Unglinga- samb. Reykjavíkur, Samúel Lefever, forstöðumaður Unglingaat- hvarfs Reykjavíkur, Þórkatla Aðalsteinsdóttir, starfsm. Unglingaráðgjafar. Mml 1 Íatjí )hm niíteí Sól á heimsenda Saga efitir Matthías Johannessen Enn leggur Matthías á nýjar leiðir og sendir frá sér alllanga sögu. Hvemig tekst ljóðskáldinu upp við sagnagerð? <á bók WAqóðhók Egilsstaðir: Um 1300jólatré felld Morgunblaðið/Bjöm SveinBson Jólatréð við verslun Kaupfélags Héraðsbúa er að jafnaði hæsta tré sem fellt er á íslandi hverju sinni og kemur ævinlega úr Hallorms- staðarskógi. Talið er að tréð í ár sé 50 til 60 ára gamalt. Egilsstöðum. SEGJA má að jólastemmningin komi hér á Egilsstöðum þegar kveikt er á jólatrénu við verslun Kaupfélags Héraðsbúa en það er að jafnaði hæsta tré sem fellt er á Islandi hveiju sinni og kemur ævinlega úr Hallormsstaðar- skógi. Venjulegast er þetta annað hæsta jólatré sem sett er upp um hver jól, næst á eftir Oslóartrénu á Austurvelli. Að þessu sinni er tréð við kaup- félagið rauðgrenistré um 14 metra hátt, beinvaxið og fagurt. Tréð er úr reit sem gróðursett var í áður en nákvæm skráning á gróðursetn- ingu hófst en árhringir trésins gefa PIOIMEER HUÓMTÆKI til kynna að það sé á milli 50 og 60 ára gamalt. Hjá Skógrækt ríkisins á Hall- ormsstað verða felld milli 1300 og 1400 tré fyrir þessi jól. Hér er aðal- lega um rauðgreni að ræða en einnig blágreni og fjallaþin. Aðal- markaðssvæði skógræktarinnar á Hallormsstað er á Austurlandi en þar seljast um 1000 tré. Afgangur- inn er seldur á höfuðborgarsvæðinu. Vinsælustu trén eru kringum 150 sm á hæð og eru þá 10—12 ára gömul. Þau kosta frá 985 kr. og upp í 1285 kr. en sama verð gildir um_ allt Austurland. Á Hallormsstað eru trén höggvin eins seint og framast er unnt þann- ig að t.d. rauðgreni heldur barrinu ágætlega út öll jólin. Þetta hefúr orðið til þess að eftirspum eftir barrheldnari trjátegundum, eins og fjallaþin, er ekki eins mikil hér og fyrir sunnan en fjallaþinurinn er nánast sama tegundin og Nor- mannsþinur sem mikið hefur verið í tísku víða um land undanfarin ár og hefur verið fluttur inn í miklu magni. — Björn 4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.