Morgunblaðið - 10.12.1987, Side 31

Morgunblaðið - 10.12.1987, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 31 JÓLAÆVINTÝRIÐ A Christmas Carol. Hin sígilda jólasaga Charles Dickens um mesta nirfil allratíma. Ein besta kvikmyndagútgáfan af mörgum. George C. Scott, Susannah York. Mánud. 21. des. kl. 16:35 NÆRMYNDIR Jón Óttar Ragnarsson heimsækir listamanninn Erró í vinnustofu hans í París og kynnist lífi hans og list í stórborginni. Jóladag kl. 19:50 BLÓÐHITI Body Heat. Geysispennandi mynd um konu sem áformar að myrða eiginmann sinn með aðstoð friðils síns. Kathleen Turner, William Hurt. Sunnud. 27. des. kl. 23:40 FYRSTU JÓLIN HANSJÓGA Ein af fjölmörgum teikni- og barnamyndum hátíðanna. Jógi björn og félagar halda sín fyrstu jól með sprelli og spéi. Aðfangadag kl. 09:20 AFTUR TIL FRAMTÍÐAR Back to The Future. Stórskemmtileg kvikmynd með Michael J. Fox. Ungur piltur ferðast aftur í tíma og hittirforeldrasína í tilhugalífinu. Jóladag kl. 20:50 SHAKAZULU Stórbrotin tíu mynda röð sem fjallar um hernaðarsnilli Zulumanna í baráttunni gegn breskum heimsvaldasinnum í Afríku. Miðvikud. 30. des. kl. 21:30 TÓNAFLÓÐ Sound ofMusic. Ein vinsælasta og best sótta fjölskyldumynd allra tíma. Julie Andrews og Christopher Plummer. Jóladag kl. 13:00 PARÍS, TEXAS Gullfalleg kvikmyndalist; saga um ráðvilltan mann í leit að týndum molum úr fortíð sinni. Harry Dean Stanton, Nastassia Kinski. Annan í jólum kl. 14:00 ÆVINTÝRASTEINNINN Romancing The Stone. Blanda af spennu og skemmtun eins og hún gerist best. Michael Douglas, Kathleen Turner og Danny DeVito. Nýársdag kl. 20:45 JÓLABÖRN Afi og amma hittast í fyrsta skipti og bregða upp svipmyndum af jólunum eins og þau voru í gamla daga. Jóladag kl. 15:45 VILLINGAR í VESTRINU Blazing Saddles. Sprenghlægileg gamanmynd með Mel Brooks, Gene Wilder o.fl., sem hreinlega tæta í sig vestrastílinn. Sunnud. 27. des. kl. 14:50 KYNÓRARÁ JÓNSMESSUNÓTT A Midsummer's Night Sex Comedy. Ekta Woody Allen-mynd, full af hárf ínu háði um holdlegar fýsnir í sínum ýmsu myndum. Laugard. 2. jan. kl. 17:00 l(Xf GÓQAR JOUGMHR HLMNOGMNNA Stöö 2 heldur jólin að íslenskum siö: Með óendanlegri fyrirhöfn og ærnum tilkostnaði. Hér á síðunni eru tólf lítil dæmi um það sem við bregðum á skjáinn með mikilli ánægju um jólin, -tólf dæmi af margfalt fleirum, um jólagjafir sem þú gefur þér og þínum með myndlykli. MYNDLYKILL Á JÓLATILBODIrGOYT MÁL! Myndlyklar eru seldir hjá Heimilistækjum hf., Sætúni 8, símar 69 14 55 og 69 14 56

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.