Morgunblaðið - 10.12.1987, Síða 50

Morgunblaðið - 10.12.1987, Síða 50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 50 i fír NNÞA getum VIÐ... ...afgreitt eldhúsinnréttingar og fataskápa fyrir jól. Athugið að vörugjald hækkar væntanlega um áramót. Frábær greiðslukjör. Pantið strax. * 671100 STÓRHÖFÐA EURO KREDIT VILDARKJÖR ® 50022 LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI Betlidrengurinn Jugga finnur Móður Teresu BÓKAÚTGÁFAN Landakot hef- ur gefið út bókina „Betlidrengur- inn Jugga finnur Móður Teresu“ eftir Kirsten Bang. Hún er skreytt teikningum eftir Kömmu Svennsson og Torfi Ólafsson hef- ur þýtt hana á íslensku. Anna G. Torfadóttir sá um útlit bókar- innar. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir m.a.: „Þetta er saga af bækl- uðum dreng í sveitaþorpi í Indlandi sem foreldramir neyðast til að selja vegna fátæktar sinnar. Drengnum er ætlað að verða betlari því að meiri líkur eru til að fólk gefi bækl- uðum bömum en heilbrigðum. Drengurinn gengur kaupum og söl- um og lendir síðast á götunni í Kalkútta þar sem hann á ekki ann- að fyrir sér en veslast upp úr næringarskorti, en þá kemur Móðir Teresa og systumar hennar til sög- unnar. Höfundurinn fléttar saman við spennandi söguþráð fræðslu um Indland, kjör umkomulausra bama þar í landi og starfsemi Móður Ter- esu og Kærleiksboðberanna í þágu sveltandi og umkomulausra bama jafnt sem fullorðinna." Sá hagnaður, sem verða kann af sölu bókarinnar, rennur til styrktar starfsemi Móður Teresu í þágu bágstaddra bama í Indlandi og víðar. A S G C I R JAKOBSSON fl.lf.VlK KMfmut .f. lf f f.f.VA ií’IXiittS SMmt MHWii.ssmui s k i) r. c, s i á HAFNARFJARÐARJARLINN Einars saga Þorgilssonar Ásgeir Jakobsson Bókin er ævisaga Einars Þor- gilssonar im leið og hún er 100 ára útgerðarsaga hans og fyrirtækis hans. Einar hóf út- gerð sína 1886 og var því út- gerðin aldargömul á síðasta ári og er elzta starfandi út- gerðarfyrirtæki landsins. Þá er og verzlun Einars Þorgilssonar einnig elzta starfandi verzlun landsins, stofnuð 1901. Einar Þorgilsson var einn af ,,feðrum Hafnarfjarðar," bæði sem atvinnurekandi og bæjar- fulltrúi og alþingismaður. Þá er þessi bók jafnframt almenn sjávarútvegssaga í 100 ár og um það saltfisklíf, sem þjóðin lifði á sama tíma. FANGINN OG DÖMARINN Þáttur af Sigurdi skurði og Skúla sýslumanni Ásgeir Jakobsson Svonefnd Skurðsmál hófust með því, að 22. des. 1891 fannst lík manns á skafli á Klofningsdal í Önundarfirði. Mönnum þótti ekki einleikið um dauða mannsins og féll grunur á Sigurð Jóhannsson, sem kallaður var skurdur, en hann hafði verið á ferð með þeim látna daginn áður á Klofningsheiði. Skúla sýslu- manni fórst rannsókn málsins með þeim hætti, að af hlauzt 5 ára rimma, svo nefnd Skúla- mál, og Sigurður skurður, sak- laus, hefur verið talinn morð- ingi í nær 100 ár. Skurðsmál hafa aldrei verið rannsökuð sérstaklega eftir frumgögnum og aðstæðum á vettvangi fyrr en hér. BÆR IBYRJUN ALDAR HAFNARFJÖRÐUR Magnús Jónsson Bær í byrjun aldar — Hafnar- fjörður, sem Magnús Jónsson minjavörður tók saman, er yfirlit yfir íbúa og hús í Hafn- arfirði árið 1902. Getið er hvar húsin voru staðsett í bænum, hvort þau standa enn o.s.frv. Síðan er getið íbúanna. Og þar er gífurlega mikill fróðleikur samankominn. Ljósmyndir eru af fjölda fólks í bókinni. Allur aðaltexti bókarinnar er handskrifaður af Magnúsi, en aftast í bókinni er nafnaskrá yfir þá sem í bókinni eru nefndir, alls 1355 nöfn. MEÐ MORGU FOLKI Auðunn Bragi Sveinsson Auðunn 'Bragi Sveinsson, fyrr- verandi kennari og skólastjóri, hefur ritað margt sem birst hefur í blöðum og tímaritum í gegnum árin í ljóðum og lausu máli, og einnig hefur hann ritstýrt nokkrum bók- um. Bók sú sem hér birtist fjallar fyrst og fremst um fólk við ólík skilyrði og í mismun- andi umhverfi, — frá afdal til Austurstrætis, ef svo má að orði komast. Með mörgu fólki er heitið, sem höfundur hefur valið þessu greinasafni sínu. Mun það vera réttnefni. OSPIN OG YLUSTRAIÐ Haraldur Magnússon Haraldur Magnússon fæddist á Árskógsströnd við Eyjaíjörð 1931. Hann ólst upp í Eyja- firði og Skagafirði fram að tvítugsaldri. Nú býr hann í Hafnarfirði. Þetta smásagna- safn er fyrsta bók Haraldar, en þessar sögur og fleiri til hefur hann skrifað í frístundum sín- um undanfarin ár. Sögurnar eru að ýmsujeyti óvenjulegar og flestar fela þær í sér boð- skap. Þetta eru myndrænar og hugmyndaauðugar sögur, sem höfða til allra aldurshópa. SKUGGSJA - BOKABUÐ OLIVERS STEINS SF t

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.