Morgunblaðið - 10.12.1987, Page 65

Morgunblaðið - 10.12.1987, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 65 Síbrotamaður: Dæmdur fyrir innbrot í ÁTVR og Skeljung HÆSTIRÉTTUR hefur kveðið upp dóm yfir manni, sem var fundinn sekur um innbrot í versl- un ÁTVR á Akranesi árið 1984 og innbrot i söluskála Skeljungs í Borgarnesi sama ár. Maðurinn var dæmdur í 18 mánaða fang- elsi, en hann hefur áður hlotið tugi refsidóma. Má þar nefna 2 ára og 4 mánaða dóm í ágústmán- uði síðastliðnum fyrir fíkniefna- brot, en það var 25. refsidómur hans. Þann 22. desember í fyrra var maðurinn dæmdur í sakadómi til 8 mánaða fangelsisvistar. Það var fyrir að hafa, föstudagskvöldið 12. október 1984, hrifsað allt að 7000 krónur úr peningakassa í sölutum- inum Tvistinum við Lokastíg í Reykjavík. Einnig fyrir að hafa, ásamt öðrum, brotist inn í sölu- skála Skeljungs hf. í Borgamesi, aðfaranótt mánudagsins 4. mars 1985, og stolið allt að 220 þúsund krónum í peningum og tékkum. Skömmu áður en dómur þessi féll, eða þann 18. desember 1986, hlaut maðurinn annan dóm í saka- dómi. Þá var hann dæmdur til 6 mánaða fangelsisvistar fyrir inn- brot í útsölu Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins á Akranesi aðfaranótt fimmtudagsins 25. októ- ber 1984. Þaðan stal hann, ásamt félögum sínum, allt að 15 kössum af vodka og viskí og allt að 4000 vindlingum. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa tvisvar sinn- um mðst heimildarlaust inn á heimili fólks. Maðurinn áfrýjaði báðum dóm- unum til Hæstaréttar og jafnframt var þeim áfrýjað af hálfu ákæru- valds til þyngingar. Málin voru sameinuð í Hæstarétti. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að sýkna bæri manninn af ákæru um grip- deild í sölutuminum Tvistinum, þar sem ekki taldist sannað að hann hefði verið þar að verki. Hins vegar var hann sekur fundinn um innbrot í söluskála Skeljungs í Borgamesi, í útsölu ÁTVR á Akranesi og fyrir húsbrotin tvö. í niðurstöðu Hæstaréttar er bent á, að ákærði hafi, þann 31. ágúst í ár, verið dæmdur í sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum í 2 ára og 4 mánaða fangelsi fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni, en ákærði átti þátt í smygli á um 500 grömmum af amfetamíni hingað til lands. Hæstiréttur taldi refsingu hæfilega ákveðna 18 mánaða fangelsisvist. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Guðmundur Jónsson og Hrafn Bragason og Gaukur Jör- undsson, settur hæstaréttardómari. Hallvarður Einvarðsson, ríkissak- sóknari, flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins, en veijandi manns- ins var Hilmar Ingimundarson. Einar Kárason: Söngur víllí- andarínnar og flcírí sögur. Bækur Einars Kárasonar um fjölskyldu Karólínu spákonu, Þar sem djöflaeyjan rís og Gulleyjan, hafa notið míkilla vinsælda, nú síðast f uppfæfslu Leikfélags Reykjavfkur. Einar sendir nú í fyrsta sinn frá sér smásögur sem eru ekki síður skemmtilegar aflestrar en skáldsögur hans.Sögurnar eru sagðar í þeim hálfkæringstón sem lesendur Einars þekkja, í senn háðskum, fyndnum og hlýjum, og bornar uppi af litríkum mannlýsingum sem eru aðalsmerki hans sem rithöfundar. Bókin er 172 bls. að stærð. Álfrún Gunnlaugsdóttir: Hríngsól Þessi nýja skáldsaga Álfrúnar Gunnlaugs- dóttur er mikil að vöxtum og ekki síður forvitnileg en fyrri bækur hennar, Af manna völdum og Þel sem bókaunnendum eru að góðu kunnar. Hér er á áhrifamikinn hátt rakin örlagasaga islenskrar konu. Sagan hefst i litlu þorpi við sjó á öndverðum fjórða áratugnum þegar söguhetjan leggur upp í sina ævireisu. Leiðin liggur til Reykjavíkur og síðar til meginlands Evrópu, en ferðinni lýkur þar sem hún hófst - fimm áratugum siðar. Verð 2.190, Verð: 1.980,- Söngur villiatidánnnar ■ og llí’írí sógur Sjón: Stálnótt Fyrsta skáldsaga þessa höfundar, óvenju- leg og sterk eins og við mátti búast. Hún er í anda vísindaskáldsagna, framtíðarsýn þar sem notaðir eru þættir úr ævintýrabókum og hryllingssögum í bland við bíómyndir samtimans. Fjórmenníngarnir Fjnnurinn, Annan, Jonninn og Dísan birtast hér i nýju Ijósi og eiga í ýmsum næturævintýrum. En nóttin er ekki mjúkur hjúpur sem umvefur börnin - hún er stálnótt. Súrrealistinn Sjón er maður nýjunganna, frumlegur, myndvís og harðsvíraður, og þessi saga er áreiðanlega engu lík. Gyrðir Elíasson: Verð: 1.980,- Gangandí íkomí Gangandi íkomí er 119 bls. Þetta er fyrsta skáldsaga Gyrðis Elíassonar en hann hefur áður sent frá sér fimm Ijóðabækur og unnið sér sess sem eitt hugmyndaríkasta Ijóðskáld yngri kynslóðarinnar. Verð: 1.980,- Mál og menning isa LISTAR í fjölbreyttii úrvali Gólflistar- loftiistar skillistar Höfðatúni 2, Reykjavík. Sími 22184 Kl_ MONTRES KARL LAGERFELD RARIS EINKAUMBOÐ dón og Cskap LAUGAVEGI 70 -S:24930

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.