Morgunblaðið - 10.12.1987, Side 68

Morgunblaðið - 10.12.1987, Side 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 félk í fréttum Morgunblaðið/TKÞ Allt á fullu í maraþondansínum í samkomuhúsinu I Borgarnesi, enda ekki liðnir nema fjórir tímar frá því að byrjað var. Borgamesi UNGLINGAR í BORGANESI Dansa í fjár- öflunarskyni «/ Þær María Sæmundsdóttir og Ólöf Sigvaldadóttir voru orðnar örþreyttar eftir að hafa dansað stanslaust i 16 klukkustundir. Nemendur 7. 8. og 9. bekkjar grunnskólans í Borgamesi söfnuðu nýlega um 40 þúsund krón- um í ferðasjóð nemendafélagsins er þeir stigu maraþondans í sam- komuhúsinu í Borgamesi og söfnuðu áheitum. Um 50 nemendur hófu dansinn klukkan átta að kvöldi. Fljótlega heltust margir úr keppninni því þeir fóru fullgeyst af stað en aðeins var leyfð fimm mínútna hvíld á klukkustund. Stelpumar voru mun þrautseigari en strákamir og þegar dansað hafði verið í um sex tíma var aðeins einn strákur af þeim fimmtán sem þá voru uppistand- andi. Þegar dansinn hafði dunað í tólf klukkustundir voru aðeins eftir tvær stúlkur, Ólöf Sigvaldadóttir og María Sæmundsdóttir og vom þær hinar bröttustu. Þær dönsuðu síðan fram að hádegi og vora þá búnar að dansa stanslaust í 16 tíma, þar af einar í fjórar klukkustundir. Theodór ÁÐUR FYRR Á ÁRUNUM Skipshöfniná Vögg fyrir 70 árum Sjötíu ár era liðin síðan þessi skemmtilega mynd var tekin af áhöfninni á Vögg, sem reri frá Þorlákshöfn 1917, en eigendfir ára- skipsins vora Kristinn Vigfússon skipstjóri og smiður frá Selfossi og Jón yngri Jónsson á Hlíðarenda í Ölfusi. Fyrir skömmu kom út bókin Kristinn Vigfússon staðarsmið- ur, skrifuð af Guðmundi Kristins- syni á Selfossi. Þar er sagt frá ýmsu af sjó og landi og er ugg- laust forvitnilegt fyrir marga að skoða myndina af þessari vasklegu áhöfn. Skipshöfnin á Vögg 1917, fyrstu formannsvertíð Kristins Vigfússon- ar í Þorlákshöfn. Fremri röð: Gunnar og Erlendur Erlendssynir, Hlíðarenda í Fljótshlíð, Sveinbjörn Eyjólfsson, Snorrastöðum í Laug- ardal, Guðmundur Gunnarsson, Arnkötlustöðum, Hjörmundur Guðmundsson, Hjálmstöðum, Jón Þorvarðarson, Meðalholtum og Ingvar Jonasson í Lambhaga. Efri röð: Valdimar Guðlaugsson, Gerða- koti, Gísli Gíslason, Þykkvabæ, Helgi Hallgrímsson, kennari, Eyrarbakka, Guðni Guðmundsson, Móhúsum, Kristinn Vigfússon, Litlu-Háeyri, formaður siðari hluta vertíðar eftir að Jón formaður slasaðist í lendingu, Guðmundur Björnsson, Gelti, Guðjón Árnason, Þverá og Jón yngri Jónsson á Hlíðarenda í Olfusi, formaður framan af vertíð. Whitney Houston segir að aðdá- endur sínir geti vel beðið lengur eftir þvi að hún festi ráð sitt. Brooke Shields skipti um and- litsvatn þegar hún uoppgötvaði að það var alkóhól í því. FÓLK í FRÉTTUM Rob Lowe segir að þau Melissa Gilbert hafi bara verið vinir; hún hafi gefið honum upp- skriftina af hafrakexkökunum sínum. Morteh Harket er ekki eins slæmur og af er látið. Stórisannleikur um unglingagoðin Five Star-systkinahópurinn hoppar og dansar og borðar súkkul- aði. Slúðurdálkar blaðanna era frá degi til dags uppfullir af stór- fréttum úr einkalífi stjarnanna, en minna fer fyrir frásögnum úr dag- lega lífinu. Hér á eftir fylgja nokkur ákafiega óáhugaverð smáatriði úr lífí unglingastjarna sem allar eiga það sameiginlegt að vera fastagest- ir á síðum slúðurrita en vera í raun fremur óspennandi og eiga lítið er- indi á síður blaðarina . Whitney Houston finnst skemmti- legast að fara alein í bíó. Hún hefur ákveðið að tími sé kominn til að koma sér frá föðurhúsunum og til að hafa einhvem félagsskap hefur hún fengið sér tvær kisur sem hún segir að geti talað. Hvað varðar karlmenn, þá ætlar hún sér að bíða örlítið , einu karlmennimir í lífi hennar era pápi gamli og svo Jesú. Hún hefur ennþá sína bamatrú og finnst gaman að syngja í kirkjukór, hatar veislur og vinnur myrkranna á milli. Brooke Shields er besti vinur mömmu sinnar og hefur verið það í mörg ár. Hún borðar hollmeti til að halda vextinum í lagi, drekkur ekki af því henni finnst áfengi vont og reykingar koma einfaldlega ekki til greina. Karlmenn era „bara vin- ir“ því hún hefur tröllatrú á að hreinlífi fyrir hjónaband sé forsenda hamingjunnar. Morten Harket er sagður vera veisluglaður kampavínsvelgur en í raun og vera vill hann ekkert frem- ur en norska geitamjólk og ost. Morten er gamall skáti og átti sér þá ósk heitasta að búa til kofa upp í sveit. Nú býr hann í ágætiskofa sem hann smíðaði að vísu ekki sjálf- ur og dreymir um þá tíð er hann var ylfingur. Five Star-systkininþrífast best heima við. Þar búa foreldramir og þar geta þau eytt deginum saman, gert leikfímiæfingar í sérútbúna æfingasalnum og úðað í sig súkku- laði að afloknu púli. Ogef súkkulað- iátið kemur um of við samyiskuna syngja þau stuttan lagstúf, helst eftir sig sjálf. Rob Lowe gerir leikfimiæfingar, rétt eins og fyrmefnd systkini, ræktar gulrætur og hvítkál og seg- ist vera „bara vinur“ vinkvenna sinna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.