Morgunblaðið - 10.12.1987, Side 77

Morgunblaðið - 10.12.1987, Side 77
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 77 KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNIN KNATTSPYRNA Van der Elst með þrennu og Brugge í 8-liða úrslit Gríska liðið Panathinaikos sló Honved út LEO van der Elst skoraði þrennu fyrir Club Brugge og tryggði liði sínum áframhald í UEFA-keppninni á heimavelli sínum í gærkvöldi. Brugge hafði tapað fyrri leiknum gegn Dortmund 0:3 en snéri nú dæminu við og vann 5:0 eftir framlenginu og slógu þar með Dortmund út. Reuter Leikmaður Honved reynir hér að stöðva sóknarmann Panathinaikos í leiknum { Aþenu ! gærkvöldi. Gríska liðið vann örugglega 5:1 og komst áfram. Gríska liðið Panathinaikos frá Aþenu kom nokkuð á óvart með því að slá Honved frá Búkar- est út. Panathinaikos sló ekki ómerkara lið en Juventus, fyrrum Evrópumeistara, út í 2. umferð. í gærkvöldi unnu þeir Honved 5:1 í Aþenu og komust áfram á saman- lagðri markatölu 7:6. Sigur tékkneska liðsins Vitkovice frá Ostrava á portúgalska liðinu Vitoria Guimares kom einnig mjög á óvart. Guimares hafði unnið fyrri leikinn 2:0. Heppnin var með Vitkovice því þeir skoruðu annað mark sitt, sem tryggði þeim fram- lenginu og vítaspymukeppni, á síðustu mínútu leiksins. Vitkovice vann vítakeppnina. Daninn Preben Elkær Larsen skor- aði sigurmark Verona gegn Sportul Búkarest á útivelli. Werder Bremen, sem nú vermir efsta sætið í Bun- desligunni, náði jafntefli, 1:1, gegn Dynamo Tbilisi og komsta áfram 3:2 samanlagt. Thomas Schaaf jafnaði leikinn fyrir Bremen í seinni hálfleik. KNATTSPYRNA Evrópukeppni félagsliða Sportul Búkarest (Rúmeníu)—Verona (Italíu) 0:1 (1:3) 1:4 Prebcn Elkjær (67. mfn.). Flamurtari Vlora (Albanfu)—Barcelona (Spáni) 0:1 (2:3) 2:4 Sokol Kushta (15. mfn.J.Ahorfendur: 15.000. PanathinaikoB (Grikklandi)—Honved (Ungveijalandi) 5:1 (2:5) 7:6 Vlachos 2, Antoniou, Mavridcs, Batsinilas - Fitos, Áhorfcndun 80.000. Dynamo Tbilisi (Sovétr.)—Werder Bremen (V-Þýskal.) 1:1 (1:2) 2:3 Suiakvelidre (31.) - Thomas Schaaf (60.). Áhorfendur: 80.000. Vitkovice (Tékkósl.)—Guimaraes (Portúgal) 2:0 (0:2) 4:4 Kovaclk (33.), Grussmann (88.). Ahorfendur: 10.000. Vitkovice áfram cftirvftakeppnl Bayer Leverkusen (V-Þýskal.)—Feyenoord (Hollandi) 1:0 (2:2) 8:2 Falko Götz (30. m(n.). Áhorfendur: 20.000. Espanol (Spáni)—Inter Milanó (Ítalíu) 1:0 (1:1)2:1 Diego Orejuela (22. min.). Ahorfendur: 36.000. Brugge (Belglu)—Dortmund (V-Þýskalandi) 3:0 (0:3) 8:8 Ceulemans, Van der Elst 2. Ahorfendur. 32.000. Brugge áfram eftir vftaheppni Rangers breskur meistari Glasgow Rangers varð óform- legur breskur meistari í knattspymu er liðið sigraði Ever- ton í Dubai-Super cup sem fram fór í eyðimörkinni í Dubai á þriðju- dagskvöld. Liðin fengu bæði 25.000 pund fyrir snúninginn, en hann fól í sér auk leiksins að ferð- ast 3800 mflur. Þessi árlegi leikur hefur verið titlaður óformlegur breskur úrslitaleikur. Staðan að venjulegum leiktíma loknum var 2-2 og komst Everton í 2-0 í fyrri hálfleik. Var liðið mun betra liðið mest allan leikinn, en missti allt úr böndunum f lokin. Kevin Sheedy skoraði fyrir Ever- ton á 27. mínútu og Dave Watson bætti öðru marki við rétt fyrir leikhlé. Það voru aðeins 9 mínútur til leiksloka er Ally McCoist minnkaði muninn og Robert Fleck tókst svo að jafna á síðustu mínútu. Kom þá til vítaspymu- keppni sem lauk með sigri Rangers, 8-7. Það var Ian Snodin sem mistókst að skora fyrir Ever- ton. Vorum að taka upp nýja sendingu Verð kr. 3800,- Lrtil númer. tOATOA KRINGLUNNI.SÍMI 689393. HANDBOLTI Valur vann FH Fram burstaði Stjömuna TVEIR leikir fóru fram í 1. deild kvenna í gær. Valur sigraði FH 24:19 og Fram vann léttan sig- ur á Stjörnunni 33:20. Valsliðið lék einn af sínum betri leikjum (vetur þegar þær sigr- uðu FH í gærkvöldi. Liðið var yfír allan leikinn og staðan í leíkhéi var ■■■ 13:10. Katrín í seinni hálfleik Friðríksen breytti FH-liðið um skrifar vamarleik og gafst það vel' framan af. Þær naðu að minnka muninn í eitt mark, en þá skoraði Magnea þijú mörk í röð og Valsliðið jók þar með aftur við forskot sitt. Leikurinn endaði 24:19 fyrir Val. Mörk Vals: Guðrún Kristjánsdóttir 8, Katrln Friðriksen 7, Magnea Friðriksdóttir 4, Ema Lúðvfksdóttir 4/2 og Krisín Am- þórsdóttir eitt mark. Mörk FH: Rut Baldursdóttir 8/4, Kristfn Pétursdóttir 3, Berglind Hreinsdóttir, Eva Baldursdóttir og Inga Einarsdóttir 2 mörk hvor, Hildur Harðardóttir og Sigurborg Eyjólfsdóttir eitt mark hvor. Stjaman - Fram 20:33 Sigur Fram var aldrei í hættu. Lið- ið var frískt og þær skoruðu mikið úr hraðaupphlaupum. Staðan í leik- hléi var 18:9. Seinni hálfleikur var jafnari, enda hvíldu þá lykilstúlkur Fram oft. Engin stóð upp úr hjá Stjömunni en hjá Fram var Hafdís góð. Mörk Stjömunnar Ragnheiður Stephensen 6/8, Herdis Sigurbergsdóttir 6, Guðný Gunnsteinsdóttir og Hrund Grétarsdóttir 3 mörk hvor, Drffa Gunnarsdottir 2 og Ingi- björg Andrésdóttir eitt mark. Mörk Fram: Hafdis Guðjónsdóttir 9/1, Guðrfður Guðjónsdóttir 7/6, Ama Steinsen 6, Jóhanna Halldórsdóttir 4, Margfet Blönd- al, Oddný Sigurbergsdóttir og Osk Vfðis- dóttir 2 hver og Súsanna Gunnarsdóttir eitt mark. JOSS næst þegar þú hugsar um skó !!! JOSS LAUGAVEGI 101 SÍMI17419

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.