Morgunblaðið - 10.12.1987, Síða 80
PykkwlwfM
Þar vex sem vel er sáð!
fMtangMiilritafrUÞ fksííö
aaaa
♦ SUZUKi
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR.
Framboð á
rjúpu oft
verið meira
— , FRAMBOÐ á rjúpu hefur oft
verið meira en fyrir þessi jól.
Að sogn Hrafns Bachmann
kaupmanns er skýringin á þvi
aðallega sú að rjúpan heldur
sig hærra nú en oft áður vegna
veðurblíðu og snjóleysis. Einnig
vilja ijúpnaveiðimenn fá hærra
verð fyrir ijúpur og bíða þvi
með að selja þær í verslanir.
Hrafn Bachmann sagði að
kaupmenn hafí reynt að spoma
við slíkri hækkun með því að vilja
ekki kaupa ijúpur á hvaða verði
sem er. Því berst lítið í verslanir
eins og er. Eftirspurn eftir ijúpu
^g^er mikil og gífurlegt magn hefur
verið pantað. En á meðan þetta
ástand ríkir er ekki hægt að anna
eftirspuminni.
Þetta gæti breyst skyndilega
og sagðist hann alveg eins búast
við að fá nokkur þúsund ijúpur í
verslunina á einum degi.
„Ég hef oft fengið ijúpu frá
Vestfjörðum, en nú bregður svo
við að lítið hefur veiðst þar. Snjó-
leysið hefur gert það að verkum
^*að ijúpan heldur sig hærra og
gerir það veiðimönnunum erfíðara
um vik.“
Aðspurður um hvað hann héldi
að yrði jólamaturinn í ár sagði
Hrafn að mikið hefði selst af önd.
„Ég á von á að önd verði jólamat-
urinn á þessu ári. Það er greinilegt
að fólk vill tilbreytingu í jólamatn-
um eins og öðru,“ sagði hann.
Bátaleiga á
— Tjörninni?
Morgunblaðið/BAR
Það eru tíu ár þangað til Áml Grétarsson fær
að taka bílpróf, en það sakar ekki að setja sig
í stellingar við stýrið i Benz eins og hann vann
i Lukkutríói.
/
„Vildi vera orðinn 17“
- segir 7 ára strákur, sem vann Mercedes Benz í Lukkutríói
SJÖ ára Reykvíkingur, Árni
Grétarsson, datt heldur betur í
lukkupottinn þegar hann
keypti miða í Lukkutríói fyrir
gler sem hann safnaði á verk-
stæði föður síns. Hann vann
annan aðalvinninginn, Merce-
des Benz-bifreið að verðmæti
.1,2 milljónir króna, en það gekk
ekki átakalaust að kaupa vinn-
ingsmiðann.
Ámi fór með glerin sem hann
hafði safnað í söluturninn Örk í
Nóatúni, en vantaði 20 krónur upp
á að geta keypt miða í Lukk-
utríói, og neitaði að þiggja lán frá
samstarfsmanni föður síns og af-
greiðslumanninum.
„Hann var búinn að vera í fýlu
í klukkutíma á verkstæðinu þegar
mamma hanskom og sótti hann,“
sagði Grétar Ámason, faðir Áma,
„og ég sagði við hann að skilnaði
að með vælinu í sér hefði hann
tapað Benzinum." Ámi þáði síðan
lán hjá móður sinni, Elísabetu
Jónsdóttur, og keypti Lukkutríó-
smiða á sama stað á leiðinni heim,
og vann svo Benzinn á hann.
„Það var eitthvað sem bjó undir,
það voru svo mikil læti í kringum
að kaupa þennan eina miða,“
sagði Grétar. Það var svo ekki til
að spilla gleðinni að vinninginn
bar upp á brúðkaupsafmæli Grét-
ars og Elísabetar.
Hvemig líður svo Benz-eigand-
anum? „Eg vildi bara að ég væri
orðinn 17 ára,“ sagði Ámi.
Stöð 2 í viðræðum við
Frakka og Þjóðveijæ
Myndir um
víkingana
og franska
sjómenn
STÖÐ 2 hefur átt í viðræðum við
franska og þýska aðila um gerð
leikinnar heimildamyndar um
franska sjómenn á íslandsmiðum
annarsvegar, og 12-13 sjónvarps-
þátta um víkingatímann hins
vegar.
Viðræður þessar hafa farið fram
frá því í sumar, og hafa fulltrúar
frá Stöð 2 talað við fulltrúa frá
franska ríkissjónvarpinu og einu
stærsta kvikmyndagerðarfyrirtæki
Frakka í París, auk fulltrúa frá
þýsku kvikmyndagerðarfélagi. Stöð
2 myndi sjá um alla tæknivinnu við
myndimar, en þýsku þættimir yrðu
teknir upp hér á landi. Franska
myndin yrði hins vegar tekin upp
bæði í Frakklandi og á íslandi.
Þessum viðræðum verður haldið
áfram á næstunni. Ef af samvinn-
unni verður tekur 2-3 ár áður en
franska heimildaverður tilbúin til
sýningar.
Utflutningsverðmæti loðnu-
kvótans um fjórir milljarðar
Afurðaverð hefur hækkað en verð upp úr sjó lækkað
UMSÓKN um rekstur á hjóla-
bátaleigu með 10 til 12 bátum
á Tjörninni í Reykjavík hefur
borist borgarráð. Var henni
vísað til umsagnar umhverfis-
málaráðs.
í bréfí til borgarráðs segir að
hjólabátar sem drifnir séu áfram
með fótafli séu mikið notaðir í
Hollandi af ferðafólki sem kýs að
skoða borgina á þann hátt. Einnig
séu þeir mikið notaðir á sóiar-
ströndum.
Bent er á að bátaleigan sem
yrði opin frá 15. mai til 15. ágúst
muni væntanlega veita ungum
sem öldnum ánægju og lífga að
'auki upp á Tjörnina.
LEYFILEGUR loðnuafli okkar á
þessari vertíð verður nálægt
900.000 tónnum, verði tillögur
fiskifræðinga um 550.000 tonna
viðbót samþykktar. Áætlað út-
flutningsverðmæti þess miðað við
bræðslu gæti verið um 3,7 millj-
arðar króna, náist að veiða það
allt, og yfir 4 milljarðar takist
að selja nokkuð af frystri loðnu
og loðnuhrognum. Ýmsir óvissu-
þættir gera útreikninga erfiða,
svo sem óstöðugt gengi dollars
og afurðaverð, sem hugsanlega
gæti lækkað vegna þessarar við-
bótar á leyfilegri veiði. Verð á
loðnu upp úr sjó hefur lækkað
að undanförnu í kjölfar aukinnar
veiði og er nú í kringum 2.100
krónur fyrir tonnið, en var fyrr
á vertíðinni nálægt 2.400 krónum.
Verð aflans upp úr sjó gæti því
verið nálægt tveimur milljörðum
króna.
Afurðaverð hefur að undanfömu
hækkað verulega frá því í sumar,
þegar samið var um fyrirframsölu á
talsverðu af mjöli og lýsi. Þá feng-
ust um 8.695 krónur fyrir lýsistonn-
ið, en nú er verðið komið í um
12.765. Verð á mjöli var í sumar
um 17.000 krónur fyrir lestina, en
er nú komið í tæpar 19.000 krónur.
Hæpið er að reikna með meiri nýt-
ingu í lýsi en 10%, sem gefur þá
90.000 tonn. Hugsanlega má reikna
með meðalverði yfír vertíðina á
11.100 krónur. Þá fæst um einn
milljarður cif fyrir lýsið. Miðað við
16% nýtingu í mjöli og áætlað meðal-
verð á tonnið um 18.900 krónur,
fást um 144.000 tonn af mjöli á
rúma 2,7 milljarða króna. í þessum
útreikningum er ekki gert ráð fyrir
frystingu loðnu og loðnuhrogna.
Samningar um sölu á þeim afurðum
liggja ekki fyrir svo óvíst er um
magn og verð. Þó má reikna með
að sala þeirra geti hækkað upphæð-
ina um einhver hundruð milljóna og
heildin verði þá yfir fjóra milljarða
króna.
Veiðin hefur farið mjög hægt af
stað og hefur til dæmis um helmingi
minna verið landað á Siglufírði nú
en á sama tíma á síðustu vertíð.
Um 650.000 lestir eru óveiddar af
kvótanum og ekki er gefíð að hann
náist allur. Hins vegar er hægt að
bræða þennan afla á um 50 dögum
miðað við að allar verksmiðjumar
séu í fullum gangi.
Sú breyting er að verða á veiðun-
um, að æ fleiri skip eru á einhvem
hátt tengd ákveðnum verksmiðjum
og landa nánast eingöngu í þær.
10-16 skip eru ótengd verksmiðjun-
um, en framan af vertíð voru það
fyrst og fremst hin skipin, sem veið-
amar stunduðu, meðal annars til að
ná loðnu upp í gerða sölusamninga.
Þetta hefur meðal annars haft þau
áhrif að hlutur ríkisverksmiðjanna
hefur verið hlutfallslega minni en
undanfarin ár. Síldarverksmiðjur
ríkisins mega ekki, lögum sam-
kvæmt, eiga skip og geta því ekki
farið þá leið að kaupa skip til að
tryggja sér hráefni.
Brum byrjað að þrútna á runmim
VEÐURFAR hefur verið mjög
gott hérlendis í ár og ef hiti í
desember verður í meðallagi
verður árið það hlýjasta síðan
1972, að sögn Páls Bergþórs-
sonar veðurfræðings. Theodór
Halldórsson, garðyrkjuverk-
stjóri hjá Reykjavíkurborg,
segir að brum, aðallega á inn-
fluttum runnategundum, sé
byrjað að þrútna.
„Ef hlýindin standa eitthvað
lengur og frost kemur á eftir
Morgunblaflið/Þorkell
Þrútinn brumhnappur á gljávíði.
Myndin er tekin á Miklatúni í
gær.
þeirn," sagði Theodór, „er það að
sjálfsögðu mjög slæmt fyrir þess-
ar tegundir, því hlýindin plata þær
svo mikið. Brumið fer af stað og
ef það frýs er það ónýtt. Það er
heitara núna en var f júlímánuði
1979 en þetta er ekki hættulegt
ennþá fyrir tré og mnna. Ég man
ekki eftir því að gróður hafi áður
tekið svona mikið við sér í desem-
ber. Það kemur oft kuldakast um
mánaðamót nóvember og desem-
ber en það var bara rigning núna,“
sagði Theodór.