Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 Dæmi um mannlega húsagerð: Vistheimili og íbúðir aldraðra, Seljahlíð, Seljahverfi — 1981. Höfundar Hróbjartur Hróbjartsson arkitekt — Sigurður Björgúlfsson arkitekt. HEIMILI & HUSA- GEIH) 1967-1987 List og hönnun Bragi Ásgeirsson Á síðustu dögum fyrir jól barst mér í hendur bók, sem að ytri og innri gerð er hin fegursta, auk þess sem hagnýtt gildi hennar er ótvírætt. Maður fer eðlilega að spyrja sjálf- an sig að því, af hveiju margar af fallegustu bókum, sem út koma, skuli þurfa að koma á markaðinn jafn seint og skapa þeim, sem velst til að fjalla um þær, svo mörg vanda- mál? Þetta eru nefnilega bækur, sem menn þurfa að handfjatla lengi og lesa jafnt sem hugleiða innihald þeirra í bak og fyrir. Öll umfjöllun, sem ekki byggist á áralangri þjálfun viðkomandi í faginu, og jafnvel þótt hún sé fyrir hendi, orkar þannig tvímælis, jafnvel þótt viðkomandi geri sitt besta. Við nánari athugun eiga menn jafnvel á hættu að hafna eigin umsögn strax eftir jól! Og hví þurfa þetta endilega að vera lista- verkabækur, eða bækur, sem snerta listir og íslenzka listasögu, sem er eitt erfiðasta verkefni til umfjöllunar sem til er? En ekki meira um slíkar vanga- veltur, sem eiga heima á öðrum vettvangi, en leita þó jafnan stíft á fómardýrin. Reglan ætti nefnilega að vera sú, að „dead line" (svo mað- ur noti einu sinni vinsælt slangur- yrði) fyrir útkomu slíkra bóka ætti að vera síðasta vika nóvembermán- aðar. Bókin „Heimili og húsagerð", sem pistilshöfundur er að fletta í og dáist að, á skilið að fá langa og ítar- lega umfjöllun. Hún er ekki einasta falleg, hand- hæg og nytsöm, heldur markar hún tímamót sem umfjöllun og upplýs- ingamiðlun um það, sem hún fjallar um og nafnið gefur til kynna. I bókinni fjallar, samkvæmt upp- lýsingum á aftari hlið bókarkápu, Pétur H. Ármannsson, arkitekt, um þróun húsagerðarlistar og heim- ila síðustu tvo áratugi. Bókinni er skipt í fimm kafla. í hverjum kafla eru raktar ýmsar hugmyndir, sem efst hafa verið á baugi í skipulagi og húsagerð á síðustu árum og ára- tugum. I tengslum við hvem kafla er ítarleg umflöllun um valin dæmi, sem endurspegla efni hans. í bók- inni eru alls 30 dæmi um íbúðarhús af ýmsum stærðum og gerðum, fjöl- býlishús, raðhús og sérhönnuð einbýlishús, sem öll bera vitni um markverðar nýjungar í íslenzkri húsagerð. Myndir eru af hverju dæmi auk vandaðra skýringarteikn- inga, þar sem gerð er grein fyrir uppbyggingu og innra skipulagi. í lokakafla bókarinnar ræðir Jóhann- es Þórðarson, arkitekt, um sam- band hönnuðar og húsbyggjenda og þau margvíslegu atriði, sem vert er að hyggja að, áður en hafíst er handa við byggingar. Fjöldi glæsilegra ljósmynda er í bókinni, en þær hafa tekið þeir Guðmundur Ingólfsson, Kristján is Dæmi um lffrænar línur í steinsteypuhúsi ásamt hagnýtingu eldra byKginKarefnis, en þakið er torfklætt og heldur því vatni. — Kyn- slóðahús í Skerjafirði — 1977. Höfundur Geirharður Þorsteinsson arkitekt. Dæmi um hvernig gamalt og nýtt getur haldist ástúðlega í hendur. — Borgarhús í Kvosinni, Höfundar: Guðmundur Kr. Guðmundsson arkitekt, Ólafur Sigurðsson arkitekt. Magnússon og Ragnar Th. Sig- urðsson, allir í fremstu röð meðal íslenzkra ljósmyndara. Þessi bók á erindi við alla, sem áhuga hafa á byggingarlist, og hún er áreiðanlega arðbær fjárfesting þeim, sem hyggja á íbúðarkaup eða húsbyggingu...“ Allt lýsir þetta bókinni mjög vel og er hvergi van- né ofsagt, og þar sem ég tel mig geta í senn staðfest og tekið undir ummælin tók ég mér leyfi til þess að nota þau hér. Það er af hinu góða, að umi-æður um húsagerðarlist hafa mjög færst í aukana hin síðari ár og eru ekki lengur einkaréttur fáeinna útvalinna spekinga. Það var löngu þörf á því, að umræðan kæmi upp á yfírboðið og yrði almenn, svo sem önnur um- fjöllun á listavettvangi. Og því er það mikilvægt, að sérfróðir menn veljist til að ijalla um þessi mál í fjölmiðlum ekki síður en um bók- menntir, tónlist, leiklist og myndlist. Hver ný stórbygging, svo og hin vandaðri einbýlis- og raðhús, á rétt á faglegri umfjöllun, um leið og rætt er um það sem miður fer. Og þar sem híbýli mannsins og umhverfi varða hann meir en flest annað, þægindi hans, vellíðan og starfsgleði, þá er það undarlegt, að umræðan skuli ekki vera meiri og markvissari. Afleiðingamar eru mjög ljósar, svo sem ráða má af öllu þvarginu MJÓFIRÐ- INGASÖGUR Fjór'ði GestmTiin Békmenntir Sigurjón Björnsson Vilhjálmur Hjálmarsson: Mjó- firðingasögur. Fyrsti hluti. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík. 1987. 413 bls. Vilhjálmur Hjálmarsson hefur ekki setið auðum höndum eftir að hann lét af ráðherradómi og þing- mennsku. Þetta er fímmta bók hans síðan. Fyrst komu minningar hans frá ráðherradögunum (Raupað úr ráðuneyti) og síðan þriggja binda ævisaga Eysteins Jónssonar. En nú snýr Vilhjálmur sér af fullum krafti að heimabyggð sinni og ættmennum og kallar ritverkið Mjófirðingasögur. Er á honum að skilja að þetta sé aðeins byrjunin, þó að væn sé bókin. Enda er Iíklegt að „saga fólks og fjarðar á hundrað ára breytingaskeiði" þarfnist nokk- urs rýmis. í þessu bindi er sagt frá nokkrum forfeðrum höfundar, nánasta skylduliði þeirra, búskaparháttum og bæjarbrag, opinberum störfum, framkvæmdum og fjársýslu. Kennir hér nokkuð margra grasa. Pyrir utan stutta inngangs- og kynning- arkafla skiptist bókin eiginlega í þrjá aðalhluta og fjalla þeir um langafa, afa og föður höftindar. f upphafí langafa-kaflans, sem segir frá Hjálmari Hermannssyni, er að vísu lítillega sagt frá föður hans Hermanni Jónssyni í Firði í Mjóa- fírði. Hermann þessi þótti mikils háttar karl og „bæði göldróttur og kvensamur í meira lagi“. Sigfús frá Eyvindará segir allnokkuð frá hon- um í Þjóðsögum sínum og Sögnum. Hjálmar sonur hans ólst upp í Firði, bjó síðan um skeið á Reykjum í Mjóafirði og endaði búskap sinn á Brekku í Mjóafírði. Er hann fyrsti ábúandi þessara langfeðga á Brekku. Eftir hann bjó Vilhjálmur Hjálmarsson og Svanbjörg Páls- dóttir um langan aldur á Brekku við mikinn veg. Þar eru komin afí og amma höfundar. Um 160 bls. bókar fara í frásögn af lífshlaupi og umsvifum þeirra hjóna. Næstu ábúendur á Brekku eru Hjálmar Vilhjálmsson og Stefanía Sigurðar- dóttir foreldrar höfundar svo og bræður Hjálmars tveir. Frá þeim segir á einum 130 bls. Tveir bræður gamla Vilhjálms Hjálmarssonar settust að í Vestur- heimi og er stuttur þáttur af þeim byggður að nokkru leyti á sendi- bréfum. Að lokum er greint frá ömefnum í Brekkulandi. Vilhjálmur Hjálmarsson er lipur og skýr stílisti. Hann er síður en svo leiðinlegur aflestrar. Margar smellnar sögur eru af ffændum hans sagðar og mörg glettniyrðin Qúka. Og fróðlegt er að kynnast þessu Iokaða, litla byggðarlagi svo Vilhjálmur Hjálmarsson vel. Vilhjálmur hefur bersýnilega aðganga að miklum heimildum, rit- uðum og munnlegum, sem líklegt er að aðrir ættu erfítt með að nota sér. Við fáum hér að kynnast hörku- duglegu, heilbrigðu og velgefnu athafnafólki. Það dylst auðvitað engum að Vilhjálmur er stoltur af þessum forfeðrum sínum, en það er heilbrigt og hrokalaust stolt og mér virðist það ekki trufla frásögn hans. Hann virðist gera sér far um að gæta hlutleysis og hafa alltaf það sem sannara reynist. í formála gefur höfundur fyrir- heit um að hann muni í næsta bindi flytja sögusvið sitt frá Brekku og fjalla um „Suðurbyggð §arðarins, heimafólk þar ásamt „hörkuspenn- andi“ ævintýrum norskra síldveiði- manna og hvalfangara sem áttu höfuðstöðvar á þessum slóðum í þrjátíu ár. Ellegar annað yrði á undan, því örlög spunnust vissulega beggja megin fjarðarins, fyrir botni hans og úti í Dalakálki". Það er sem sagt af nógu að taka. Þá er ekki annað eftir en þakka fyrir sam- fylgdina og óska höfundi góðrar heilsu og langra lífdaga til að ljúka þessari ættar- og héraðssögu. Bókmenntir Sigurjón Björnsson Gestur. íslenskur fróðleikur gamall og nýr. IV. Gils Guð- mundsson safnaði efninu. Iðunn. Reykjavík 1987, 230 blaðsíður. Þá er kominn Gestur hinn fjórði og er boðinn velkominn sem áður. Að ytra búnaði er hann að sjálf- sögðu eins og bræður hans þrír. Blaðsíðuijöldi er nálega sá sami. Þáttafjöldi er 19, líkt og verið hefur og svipað hlutfall af áður birtu og óbirtu efni. Óbirtu þætt- imir eru átta. Ég kann vel þessari festu í ritröð. Allt hringl með ytra form fínnst mér truflandi. Af áður óbirtu efni er ástæða til að nefna þátt Þorsteins frá Hamri, „Vigfús rosi“. Þorsteinn birtir hér niðárstöður dálítillar sögulegrar rannsóknar. Hann kemst sem sé að því að á efri hluta síðustu aldar voru uppi tveir Vig- fúsar sem báðir höfðu þetta viðumefni. Sagnagrúskarar höfðu gert úr þeim einn mann. Þorsteinn greiðir þá nú í sundur aftur. Har- aldur Stígsson, ættaður frá Homi, ritar hér og birtir í fyrsta sinn tvo prýðilega þætti. í öðmm segir frá fjórum Homstrendingum, merkum og hraustum körlum og í hinum er greint frá hryssunni Dínu, sem var býsna sérstæð skepna. Og enn vil ég af nýju efni nefna þátt Gils Guðmundssonar um útilegumannabyggðir, sem hann nefnir „Um hulin pláss". Að vísu er sá þáttur ekki að öllu nýr, því að inn í hann em felldar tvær ritgerðir, önnur eftir Bjöm Gunn- laugsson og hin eftir síra Hákon Espólín. Af áður birtu efni er sitthvað skemmtilegt og fróðlegt að fínna, s.s. frásögn Þorsteins Erlings- sonar af heimsókn þeirra hjóna á Bessastaði til Skúla og Theódóm. Er það lifandi og velrituð frásögn eins og vænta mátti. Grímur M. Helgason á þama greinargóðan þátt um skipti þeirra Jóns Borg- fírðings og Jóns Sigurðssonar. Með ágætum er minningargrein Stefáns Jónssonar um Pál Zop- honíasson. Bráðskemmtileg þótti mér frásögn Halldórs Kristjáns- sonar, „Þegar ég reri á Kál- feyri“. Lýsing hans á gömlu sjógörpunum og orðatiltækjum þeirra er ógleymanleg. Ferðasaga Sigurðar Amgrímssonar, „Fimm tírna í Kúðafljóti" er vissulega einnig eftirminnileg. Og raunar mætti halda áfram að telja. Yfír- leitt er efni þessa bindis prýðisvel valið eins og í hinum fyrri, þó að dálítið af smælki hafí raunar feng- ið að fljóta með að þessu sinni. Gils Guðmundsson hefur vandað sitt verk vel sem fyrr og Iðunn skilað sínum hlut með sóma. Ég vona aðeins að Gestur haldi áfram að vitja okkar um jólaleytið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.