Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 Borgarfjörður: Kartöflur teknar upp þremur dögum fyrir vetrarsólstöður Morgunblaðið/Ami Helgason Sigurður Ágúst8son ásamt litlum starfsmanni stendur við tré sem hann er búinn að fella og á að fara í sölu. Stykkishólmur: Skógræktarf élag- ið selur jólatré Stykkishólmi. Skógræktarfélag Stykkis- hólms og nágrennis hefir undanfarin ár haft talsvert um- fang og trén stækka ár frá ári. Undanfarin ár hefir það selt stór jólatré og hafa þau jafnvel kom- ist upp í tæpa 7 metra. Þá hefir það einnig fengið til sölu smærri jólatré frá skógræktinni að Hvammi í Norðurárdal og því selt talsvert magn af jólatrjám á hverju ári. Fréttaritari brá sér einn daginn upp í land skógræktarinnar við Grensás og hitti þar formann fé- lagsins, Sigurð Ágústsson, sem var að höggva stré til sölunnar. Var hann þar með stórt tré og sög í hendi og lítinn aðstoðarmann við hlið sér. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands var haldinn hér í sumar og hafði hann uppörvandi áhrif á fé- HPE Skólavörðustíg 17a, sími 25115 lagsstarfíð. Svo má ekki gleyma því að Stykkishólmsbær er góður bakhjarl skógræktaráformum enda greiðir hann mestan hluta vinnu- launa við plöntun og grisjun og þar fá unglingar bæjarins vinnu á sumr- in. Kleppjárnsreykjum. EINMUNA blíða hefur verið í Borgarfirði í allt haust, stillur og hlýindi. Og muna elstu menn ekki að slík veðurblíða hafi verið fram að jólum. Þeir sem ekki tóku allar kartöflurnar sinar upp í haust, geta hrósað happi yfir því að eiga nýjar kartöflur á jól- unum. Fréttaritari hitti þrjá drengi á Kleppjámsreykjum þegar þeir voru að taka upp jólakartöflumar. „Þær em ófrosnar og alveg ágætis kart- öflur,“ sagði Magni Már, einn þremenninganna sem í garðinum vom. Ekki em allir bændur búnir að taka kindumar á hús, og ekki held- ur ungnaut. Það fer senn að líða að fengitíma og verða bændur því að taka fé á hús. Hætt er við að fymingar verði með mesta móti í vor, þar sem heyjaðist óvenju vel og mikið í sumar. Rjúpnaveiði var í meðallagi og vegna hinnar miklu blíðu alla daga þurfti aldrei að leita að týndum ijúpnaskyttum. Björgunarsveitin Ok fékk fímm nýja vélsleða fyrir stuttu og segja gárungamir það orsökina fyrir snjóleysinu og veð- urblíðunni. Björgunarsveitin seldi jólatré eins og venjulega og gekk salan vel. Kiwanis-menn ætla að Morgunblaðið/Bemhard Jóhannesson Talið frá hægri: Magni Már, Bemhard Þór og Jóhann að taka upp jólakartöflurnar, ófrosnar og alveg ágætar. selja flugelda fyrir áramót eins og endranær, og mun ágóðanum varið til styrktar einhveiju góðu málefni. Reykdælir em að komast í jóla- skap þó veðrið bendi ekki á að jólin séu eftir tæpa viku. Jólaljós em farin að prýða hús og búið að lýsa kirkjuna og Reykholtsskóla upp með ljósköstumm. Reykdælir óska svo vinum og vandamönnum gleðilegra jóla. — Bernhard UM BUBBA KONG OG KÓRSTJÓRN eftirÁrna Matthíasson Steinar Berg ísleifsson sér til þess ástæðu í grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær að kasta hnút- um í Bubba Morthens vegna viðtals sem ég tók við Bubba og var í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Ekki sé ég ástæðu til þess að bera blak af Bubba Morthens, enda er hann líklegast fullfær um það sjái hann ástæðu til. Þess var þó farið á leit við mig að ég svaraði staðhæfíngum Steinars sem snerta starf mitt sem annars umsjónarmanns rokksíðu Morgunblaðsins. Steinar heldur því fram í grein sinni að ég vinni að því leynt og ljóst að hampa sem mest þeim hljómsveitum sem Grammið hefur á sínum snærum eða tengjast Gramminu á einn eða annan hátt. í framhaldi af því heldur hann því fram að ég fjarstýri þeim er um popptónlist rita á öðrum fjölmiðlum. Svari hver fyrir sig. Síðan fyrsta rokksíða í minni umsjón birtist, í byijun apríl á þessu ári, hafa birst í Morgunblaðinu um 40 rokksíður merktar mér. Á þeim hafa verið birt viðtöl við 35 hljóm- sveitir eða söngvara og af þeim 35 hafa 9 verið á vegum hljómplötu- útgáfu Steinars, eru nú á vegum Steinars eða hafa gert við hann dreifíngarsamning. Hvað aðra út- gefendur varðar hefur verið fjallað um 2 á vegum Grammsins, 4 á vegum Smekkleysu, sem Grammið dreifír, 2 á vegum Ski'funnar, 1 á vegum Erðanúmúsík (viðtal við út- gefanda, en um var að ræða 2 kassettur með tónlist 16 hljóm- sveita), og 1 á vegum Fálkans. Fálkinn og Skífan hefðu því frekar ástæðu til að kvarta en Steinar Berg. Þess má og geta hér að viðtöl við tvo þeirra sem gefa út plötur á vegum Steinars bíða birtíngar vegna plássleysis þegar þetta er skrifað. Þegar Steinar Berg sér síðan ofsjónum yfír því rými sem varið er í að fjalla um Bubba Morthens og Megas þá get ég ekki talið það óeðlilegt að tóhlistarmaður, sem selur fleiri plötur en nokkur annar og hefur gert í mörg ár (og nýtur því væntanlega meiri vinsælda en aðrir), fái rými á rokksíðum Morg- unblaðsins. Viðtalið í sunnudags- blaðinu var byggt á upplýsingum frá Gramminu, sem gefur út nýj- ustu plötu Bubba, en samkvæmt þeim stefnir í að plata hans seljist í meira mæli en dæmi eru um hans plötur áður og að þegar upp verði staðið séu allar líkur á að hún selj- ist í um 20.000 eintökum. Þar sem ég er ekki í aðstöðu til að rengja þessa tölu ákvað ég að þetta væri tilefni viðtals. Ekki amaðist Steinar Berg við því að Morgunblaðið birti sunnudagsviðtal við Gunnar Þórð- arson, sem gefur út plötur hjá Steinum, og má þó deila um hvort tilefni hafí verið til. Við Megas hef- ur eitt viðtal birst á rokksíðu í minni umsjá í Morgunblaðinu og frásögn af tónleikum hans, en nýjasta plata hans hefur enga umfjöllun fengið af minni hálfu. Það eru starfsmenn annarra íjölmiðla sem hafa valið hana plötu ársins á íslandi. Á Stein- ar Berg því frekar sökótt við þá. Hvað tónleika varðar hafa birst frásagnir af tónleikum 29 hljóm- sveita. Þó Grammið hafí verið iðið við að gefa út eða dreifa plötum sem falla utan við hina hefðbundnu dægurtónlist á íslandi þá held ég það sé ofmælt að eigna því allan þennan fjölda hljómsveita sem hafa fengið tónleikaumfjöllun á rokk- síðum Morgunblaðsins. Eðlilega hefur verið sagt oftar frá þeim hljómsveitum sem eru iðn- ar við að koma fram, en minna sagt frá hinum sem ekki hafa hald- ið nema eina eða tvenna tónleika á árinu. Þegar Steinar Berg kvartar yfír því að ekki sé fjallað um hljóm- sveitir sem hafa verið að senda frá sér plötur og hafa verið að „spila opinberlega fyrir íjölda fólks und- anfamar vikur“ á hann sjálfsagt við hljómsveitir eins og Model, sem er nýfarin að halda tónleika, og kannski Rikshaw. Því má svara með því að það rými sem ég hef til umráða er takmarkað og ég hef alltaf talið meira um vert að segja frá hljómsveitum sem teljast til „bílskúrshljómsveita" og hafa því fá tækifæri til að koma sér á fram- færi en þeirra sveita sem hafa á bak við sig stórfyrirtæki sem hafa til þess fé og aðstöðu að hampa sínum mönnum. Vissulega er vilji fyrir því af minni hálfu að fjalla meira um tónleika og gefa meira lými undir umfjöllun um popptón- list á síðum Morgunblaðsins, en það er ekki mín ákvörðun. Sneiðina um það að ég sé „sjálf- skapaður (svo!) guðfaðir íslenskra bílskúrshljómsveita" á ég kannski skilda að einhveiju leyti, enda tel ég að ef ég geti gert eitthvað fyrir bílskúrshljómsveitir þá sé mínum tíma vel varið. Vil ég í því sam- bandi minna á þá umfjöllun sem Músíktilraunir Tónabæjar og Bylgj- unnar fengu í Morgunblaðinu og einnig þá umfjöllun sem tónleikar fyrir bílskúrshljómsveitimar hafa fengið, s.s. Rykkrokk og Öryggis- rokk. Aldrei hef ég orðið var við að meðlimir eldri og grónari hljóm- sveita hafi fett fingur út í það. Steinar ætti að hafa það hugfast að þeir aðilar sem hann selur hvað flestar plötur með á þessu ári voru eitt sinn á bílskúrshljómsveitastig- inu. Ég hóf mín skrif um íslenskar rokk/popphljómsveitir vegna áhuga og vegna þess að mér fannst ekki nóg að gert. Við Steinar Berg og hans starfslið hef ég átt ánægjúlegt samstarf og Steinar hefur gengið á undan með ýmsar nýjungar í kynn- ingu á þeirri tónlist sem hann hefur gefið út. Þess sér og stað þegar litið er til þess að um hans útgáfu hefur verið fjallað meira á rokksíðu Morgunblaðsins en útgáfu annarra á þessu hausti. Hann verður þó að skilja það að þegar ég er að fjalla um plötur eða tónleika, þar sem ég Arni Matthíasson læt álit mitt í ljós, þá hef ég til þess fullan rétt að hafa skoðun án þess að vera sakaður um annarleg- ar ástæður. Hafi ég sagt að Dögun sé besta plata Bubba Morthens í „yfirgengilegri hallelúja umfjöllun" þá er það vegna þess að það er sannfæring mín að svo sé. Ekki er síðan við mig að sakast þó aðrir gagnrýnendur hafí verið á sama máli og ekki get ég ætlað mér þau áhrif að fólk sé að kaupa plötur Bubba Morthens vegna minna orða eingöngu. Að lokum vil ég nefna .það að fréttin sem ég „birti“, og Steinar getur niðrandi um í lok greinar sinnar, er byggð á sölutölum frá starfsmanni Steinars sem sagði þær fengnar eftir tölvuútkeyrslu og því vel marktækar og tölum frá Gramminu sem eg sá ekki ástæðu til að vefengja. Ég taldi ekki heldur ástæðu til að vefengja tölur þær sem ég fekk hjá Steinari, né heldur hef ég talið til þess ástæðu að ve- fengja aðrar sölutölur sem ég hef fengið uppgefnar hjá Steinum hf. Eins og áður sagði hefur sam- starf mitt við hljómplötuútgáfu Steinars Berg verið hnökralaust, að ég hélt a.m.k. Ég vona að fram- hald verði þar á, enda tel ég mig bera hag íslenskrar plötuútgáfu fyrir bijósti ekki sfður en hann þó svo að smekkur okkar fari ekki saman í tónlist. Höfundur er práfarkalesari og skrifar um popptónlist fyrir Morg- unblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.