Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 25 Upp á æru og trú Kjartan Olafsson Yerslun- arsaga Bókmenntir Erlendur Jónsson Kjartan Ólafsson: VERSLUNAR- SAGA VESTUR-SKAFTFELL- INGA. I. 413 bls. Vestur-Skafta- fellssýsla. Vík, 1987. Bók þessi er saman tekin og gefín út vegna aldarafmælis Víkur í Mýrdal sem verslunarstaðar. I þessu fyrra bindi er sagan rakin til 1914. Svo stórt sem rit þetta er, og er þó ekki nema fyrri hluti þess kominn út, má geta nærri að ná- kvæmlega er farið í sakimar. Áður sóttu Vestur-Skaftfellingar verslun til Eyrarbakka; í sýslunni sjálfri var enginn verslunarstaður. Þótt marg- ir Islendingar ættu um langan veg að sækja í kaupstað munu engir hafa þurft að fara þvílíkan óraveg og torleiði sem íbúar í austustu sveitum Vestur-Skaftafellssýslu. Enda tók kaupstaðarferð allt að þtjár vikur! Höfundur segir fyrst frá Eyrarbakkaferðunum og við- skiptum héraðsbúa við Lefolii-versl- un þar. Þegar leið á 19. öld tóku verslun- armálin að blandast sjálfstæðismál- inu um leið og ný úrræði buðust, t.d. sauðasalan til Bretlands. Bogi Melsted sagði í bæklingi 1891 að Eyrarbakkaverslun hefði »að öllum líkindum unnið oss meira tjón en öll Heklugos«. Bogi var Ámesingur og þar að auki í framboði! Höfund- ur telur að Lefolii hafí ekki gert verr við sína viðskiptamenn en aðr- ir danskir kaupmenn er hér versl- uðu. Það var að sjálfsögðu hafnleysi suðurstrandarinnar sem verst háði Skaftfellingum. Þess vegna vom bæði Vestmannaeyjar og Papós inni í myndinni áður en verslunin flutt- ist heim í hérað. Gallinn var sá að til Vestmannaeyja var yfír sjó að fara og leiðin til Papóss var hvorki styttri né auðveldari en til Eyrar- bakka. Þá er fjallað um harðindin 1881-1887. Fyrirsögn kaflans segir sína sögu: Hallærí í héraði. — Bjargaði gjaíakom Skaftfellingum frá hungurdauða? Svo mikilvæg var verslunin að um líf eða dauða gat verið að tefla. Verslun í Vík var því hagræði sem um munaði. Er sú saga síðan ýtarlega rakin, svo ýtarlega að höfundur leyfír sér hér og þar smávegis útúrdúra sem em kannski við jaðar þess, sumir hverj- ir, að teljast til verslunarsögu. Að sjálfsögðu er hvorki tími né tækifæri til að rita um bók þessa eins og verðugt væri hér og nú. Þama hefur mikið verk verið unnið, fyrst söfnun gagna, síðan úr- vinnsla, loks ritun. Höfundur hefur haft að baki ritnefnd sem einnig hefur unnið að verkinu, meðal ann- ars safnað myndum sem em geysimargar í bókinni, flestallar frá því um aldamót og því bæði fágæt- ar og dýrmætar. Myndprentun hefur tekist prýðilega, sem og ann- ar frágangur ritsins. Gódandagim! Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Andrés Indriðason. Prentverk: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Mál og menning Þetta er bók hinna óvæntu at- burða, svo óvæntra, að þú hrekkur við, skammast því fyrir það, að hún veldur þér ógn og óþægindum, því hún er saga af þínu heimahlaði, saga af fólki sem þú ættir að þekkja, þyk- ist þekkja, en höfundur sannar þér, að þú gerir ekki, hefír aldrei reynt að kynnast. Andlit og kvika em ekki alltaf eitt og hið sama. Stelpukind, Halla Ósk, drottning næturinnar, á ný fallin í forarvilpu nautnalyfja, hrakin þangað af ótta við glæponinn Valdimar, sem hún eitt sinn dáði, en þóttist vera laus við bakvið lás og slá austur á Hrauni. Hún þoldi ekki að sjá hann á ný, var óðar tekin að svamla með honum. Þetta er önnur aðalpersónan. Hin er strákur, einn þessara duglegu, traustu drengja, sem átti sér takmark, kepptist við í skóla, vann á kvöldum til þess að kljúfa kostnað námsins. Hann um- gekkst þá sem við köllum sóma æskunnar, var á föstu með telpu, sem átti velstæðan föður, gat lánað henni BMW-inn sinn. Þetta var.því traustur náungi, náungi sem fólk leit upp til. Höfundur tekur þessi tvö, 18 ára, ungmenni á hné sér og lætur þau takast á, gerir það af slíkri snilld, að áður en þú áttar þig, þá hefír hann rist þau bæði inn að kviku. Myndin þín af þeim hrynur, og þú sérð tvö böm, sem bæði em á flótta, ekki undan því sama, nei, og þó, á flótta undan eigin lífí. Þau þrá eitt- hvað annað, nýtt, nýtt líf. Hún Andrés Indriðason einhvem sem hún getur treyst, ein- hvem sem ann henni í raun. Hann telur sig þekkja sjálfan sig, en síðan þarf ekki annað en gust inn um brotna rúðu, til þess að hann áttar sig á, að það gerir hann ekki, milli þess sem hann fyrirlítur og hans sjálfs em skilin í raun engin, og þar með er hann kominn á flótta. Hún kom inn úr nóttinni til þess að kenna honum þessa lexíu, hvarf síðan inn í hana aftur. Kannske hittust þau aldrei meir, en þó bám þau kynni þessara augnablika með sér út í lífíð. Hún, að til em þeir sem bera um- hyggju fyrir öðmm. Hann að lýgin var líka í hans brjósti. Hvað er höf- undur að segja? Jú, sá sem í strætinu liggur og fyrirmyndarbamið em systkin. Það em ytri aðstæður sem valda stöðu þeirra í lífínu. Ekki er ég í öllu sammála, en af hvílíkri snilld flytur Andrés ekki mál sitt. Persónur sögunnar hreinlega elta mannr og neyða til þess að hugsa um sig. Slíkt tekst aðeins beztu höfundum, og það er Andrés vissulega. Hraðinn, spenn- an og fimleiki með málið er með fádæmum, og hér fer hann á sínum beztu kostum. Þessa bók ættu ekki aðeins unglingar að lesa, heldur líka fullorðnir. Prentverk allt mjög vel unnið, og kápan ljómandi falleg. Enn ein góð- bókin frá Máli og menningu. Metnað- ur þar. ÓDÝRJÓLAGJÖF Vantar þig ekki stundum eitthvað til að bætá í jólapakkann, til að gera hann enn veglegri? Ársmappa Pósts og síma með íslenskum frímerkjum er bæði óvenjuleg og vönduð gjöf. Hún er eigulegur gripur og vel til þess fallin að vekja áhuga á söfnun hjá ungu kynslóðinni. Mundu eftir ársmöppunni nú fyrir jólin. Hún kostar aðeins 590 krónur, ódýrari gjöf er því vandfundin. mt- r ,í* v AUKM. 107.13/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.