Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 40
Morgunblaðið/GSV Sigríður Jónsdóttir ásamt dóttur sinni Jóhönnu 20 ára, Helga Heiðari 7 ára og Sigurði Erni 5 ára. Á myndina vantar Stefán Jónsson, Kristjönu 16 ára og Jón Guðmund 13 ára. Kennarar MA stofna söfnun- arreikning KENNARAR við Menntaskólann á Akureyri hafa sameinast um að stofna söfnunarreikning handa fjölskyldunni, sem missti heimili sitt í bruna á Akureyri síðastliðinn mánudag. Eins og fram kom á Akureyrarsíðu Morgunblaðsins í gær missti fjöl- skyldan flestar eigur sinar og stendur nú uppi heimilislaus. Jóhann Siguijónsson skólameist- ari sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að öll framlög væru vel þeg- in enda stæði þessi sjö manna fjölskylda uppi allslaus. Við stofnun reikningsins söfnuð- ust strax hátt á þriðja þúsund króna. Auk þess hafa aðrir sýnt áhuga á að aðstoða fjölskylduna, meðal annarra fyrrverandi og nú- verandi nemendur Stefáns Jónsson- ar kennara. Söfnunarreikningurinn er ávísanareikningur við Lands- banka íslands á Akureyri númer 24280. Sonur okkar hélt að inn- brotsþjófar væru á ferðinni — segir Sigríður Jónsdóttir sem ásamt manni sínum og börnum missti heimili sitt í bruna á Akureyri „SONUR okkar Helgi Heiðar 7 ára var að leika sér í kjallaran- um ásamt vini sínum þegar hann hélt að verið væri að brjótast inn í húsið. Þeir heyrðu sprengingu uppi og héldu að glæpamenn væru á ferðinni, eins og hann sjálfur tók til orða. Hann náði sér i barefli og ætl- aði sér heldur betur að lúskra á þjófunum, en þá kom reykur- inn á móti honum og þeir vinirnir forðuðu sér út úr hús- inu bakdyramegin, til allrar lukku,“ sagði Sigríður Jóns- dóttir, sem ásamt manni sínum Stefáni Jónssyni og fimm börn- um, missti heimili sitt og flest- allar eigur í bruna á Akureyri seinnihluta sl. mánudags. „Elsta dóttirin, Jóhanna 20 ára, var að koma heim í jólafrí alla leið frá Bandaríkjunum ásamt manninum sínum þennan sama dag og var aðkoman heldur döpur- leg fyrir þau. Ég var búin að undirbúa allt fyrir jólin, baka og skreyta húsið enda átti allt að vera tilbúið þegar systirin kæmi heim. Hún býr í Los Angeles þar sem hún hefur verið að læra fata- hönnun í hálft annað ár. Þau eru samt orðin fullorðin og skynsöm og það þýðir ekkert annað en að taka þessu. Verra er hinsvegar méð minnstu krakkana okkar. Þau skilja þetta ekki almennilega ennþá," sagði Sigríður. Fjölskyldunni hefur verið boðin íbúð, sem laus er í einn mánuð, og einnig stendur önnur íbúð til boða og það til frambúðar í Lundahverfí í eigu verkamanna- bústaða á Akureyri. „Mér skilst að félagsmálaráð sé að athuga þetta. Við vitum ennþá ekkert hvert við förum enda hef ég ekk- ert getað rætt þetta við manninn minn. Hann hefur verið í brunar- ústunum frá því snemma í gærmorgun til að athuga hvort eitthvað er eftir heillegt." Sigríði sagðist lítast ágætlega á Lundahverfíð sem væri tiltölu- lega stutt frá Kringlumýrinni þar sem þau áttu heima. Bömin þyrftu þá ekki að fara langar leið- ir til og frá skóla auk þess sem vinir bamanna væru skammt und- an. Þau Stefán og Sigríður fluttu til Akureyrar fyrir fjórum árum, en höfðu áður búið í Svíþjóð í sjö ár þar sem Stefán var við nám. Sigríður sagði að þau hjónin hefðu hvorugt veríð heima þegar eldur- inn kom upp. Stefán hafði skropp- ið í skólann, en hann starfar sem deildarstjóri í Háskólanum á Ak- ureyri. Sigríður vinnur eftir hádegi á dagheimilinu Flúðum og var hún þar við störf þegar óhapp- ið varð. „Stuttu eftir að eldurinn kom upp, komu pabbi og mágkona mín upp á Flúðir og þaðan hringd- um við til Stefáns. Við fórum SVO virðist sem eldurinn i hús- inu númer 4 við Kringlumýri hafi komið upp á efstu hæðinni í suðausturhorni stofunnar. Þar mun hafa verið skreytt jólatré með jólaljósunum kveiktum og benda allar líkur til að þau hafi valdið því að eldur kom upp, að sögn Daní- els Snorrasonar rannsóknar- lögreglumanns á Akureyri. Rannsóknarlögreglan vann að rannsókn eldsupptaka í gær og eru þetta niðurstöður hennar. Daníel sagði að á trénu hefði ver- ið svokölluð kertasería og ljóst er strax heim, en eftir að ég sá eld- hafíð flýtti ég mér í burtu með börnin. Stefán var eitthvað lengur á staðnum enda tókst að bjarga einhveiju úr vinnuherberginu hans sem var á neðstu hæðinni. Allir hafa verið boðnir og búnir að hjálpa. Bæði komum við frá stórum fjölskyldum og hefði mað- ur aldrei trúað því fyrr en á reynir hvað fólk er fljótt til að rétta hjálp- arhönd," sagði Sigríður. að slíkar seríur gætu verið hættu- legar þegar þær eru komnar til ára sinna og oft gerðist það að tengingar liðuðust í sundur á slíkum seríum. Sigmundur Þórisson fulltrúi Rafmagnseftirlits ríkisins á Akur- eyri sagði í samtali við Morgun- blaðið að mjög óvarlegt væri að fara út úr húsi frá kveiktum ljósa- seríum, hvort heldur sem á tijám eða í gluggum. Sérstaklega væru heimatilbúnar ljósaskreytingar hættulegar. Aðventuljósin væru hinsvegar mun vandaðri hvað þetta varðaði. Jólakertasería talin hafa valdið brunanum Ljósa- úrvalið er í Raforku RAFORKAHF., Glerárgötu 32, sími 21867 Óskum viÖskiptavinum okkarog landsmönnum öllum gleÖilegra jóla ogfarsœls komandi árs. Þökkum viðskiptin á árinu sem eraðlíöa. KOMPAN SKIPAGÖTU 2 • AKUREYRI SÍMI 96-2 5917 — DÚKKUR^ HAFNARSTRÆTI96 - SlMI 96-27744 AKUREYRI Allt að 22 kg grjóthnull- ungar lentu á geymslum HUNDRUÐA þúsunda króna tjón varð á eignum Krossanesverk- smiðjunnar um hádegisbilið í gær, er gijóthnullungar lentu á geymsluhúsum verksmiðjunnar. Verktaki var að sprengja gijót úr gijótnámu 200 til 300 metrum vestan við Krossanesverksmiðj- una vegna fyrirhugaðrar hafnar- gerðar. Þaraa hafði áður verið sprengt, en í gær tókst ekki bet- ur til en það að gijótið flaug aUa leið að verksmiðjunni og hafnaði á geymsluhúsnæði verksmiðj- unnar sem eru tvö stálgrindar- hús klædd með plastdúk. Gunnar Jóhannsson rannsóknar- lögreglumaður sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að húsnæðið væri mikið skemmt og næmi tjón tugum milljóna. Gtjótið hefði tekist á loft og flogið í eina þrönga átt að verksmiðjunni. Að öllum líkind- um hefði verktaki misreiknað sig í útreikningum og svo virðist sem kiöppin hafí verið lausari í sér en menn hefðu gert ráð fyrir. „Stærstu gijóthnullungamir, sem við fundum við rannsókn, vigt- uðu 22 kg. Mikil mildi var þó að menn voru ekki við vinnu í verk- smiðjunni þvi þá hefði örugglega farið verr. Þetta átti sér stað kl. 12.45 þegar starfsmenn verksmiðj- unnar voru í hádegismat, en venjulega koma þeir úr mat kl. 13.00. Gijótið fór í gegnum þak húsanna, það er í gegnum dúkinn og lenti innandyra. Einnig skemmd- ist raflína, sem liggur mitt á milli gijótnámunnar og verksmiðjunnar, við gijótkastið og raflínustaur sprakk með þeim afleiðingum að rafmagn fór af hluta Glerárþorps," sagði Gunnar. Gijóthnull- ungarnir flugu hátt í 300 metra frá gijót- námunni, í gegnum plastþakið og inn í geymsluhús Krossanes- verksmiðj- unnarþar sem fiski- mjöl er geymt. Þyngstu steinarnir vógu 22 kg. Morgunblaðið/GSV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.